Morgunblaðið - 17.10.1970, Síða 12
12
MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1970
Sýnir myndir og leikur
undir eigið tónverk —
Spjallað við Hafliða
Hallgrímsson, sellóleikara
Á Akureyri var nú í vik-
unni verið að ramma inn all
margar myndir, sem sýna á í
Norræna húsinu i dag. Verð-
ur það sérstæð sýning að þvl
leyti að hún verður i tengsl-
um við tónleika, sem þar
verða haldnir —- og er mynd
listarmaðurinn og tónlistar-
maðurinn einn og sá sami,
Hafliði Hallgrimsson. Hafliða
þekkja margir, því hann hef-
ur m.a. leikið einleik á selló
með Sinfóníuhljómsveitlnni og
einnig hefur hann haldið tón-
leika á vegurn Tónlistarfélags
Reykjavlkur. 1 þetta skipti
kemur hann tram á vegum
Musika Nova, ásamt Halldóri
Haraldssyni píanóleikara, og
leikur þar m.a. nýtt frumsam
ið verk.
Tónverkið nefnir Hafliði
„Fantasíu" og samdi hann það
i sumar, með myndimar sín-
ar allt um kring. Segir hann
að áhrif myndanna eigi ef til
vill þátt i því að í þessu
verki leggur hann minni
áherzlu á formið en í öðrum
tónverkum sínum. þótt ekki
sé raunverulegur þráður á
milíli mynda og tónverks, þá
myndist þarna visst mótvægi.
Þótt tónlistin hafi orðið of
an á hjá Hafliða gerði mynd
listaráhuginn fyrr vart við
sig.
— Ég byrjaði að fást við
myndlist sem smástrákur, seg
ir Hafliði er ég ræði við
hann dagstund. Mér leiddist
heldur í skóla, og þegar ég
kom heim var mitt fyrsta
verk að henda inn skólatösk
unni og fara út og gera eitt-
hvað skemmtilegt, eins og við
strákamir sögðum. En þegar
rigndi fórum við inn og vild
um þá auðvitað einnig gera
eitthvað skemmtilegt, en viss-
um þó ekki hvað það ætti að
vera. En einn dag fór ég að
mála og fann þá hvað það
getur verið gaman að búa til
eitthvað, sem er manns eigið.
Þama opnaðist mér leið til
frelsis, sem ég hafði aldrei
þekkt áður. Síðan hef ég allt
af málað, þegar ég hef vilj-
að gera eitthvað skemmtilegt
— eiga reglulega góð augna-
blik. Það er líka hvíld frá
tónlistinni.
— Hefurðu þá lært eitt-
hvað að mála?
— Ég fór í kvöldskóla úti,
en á þeim var lític að græða
og gat ég ekkert lært þar. Ég
hef grætt mest á því að sjá
sýningar og þegar ég var í
Reykjavík sleppti ég engri
sýningu.
Við víkjum nú að ferli Haf
liða sem tónlistarmanns og
óg spyr hann hvenær hann
hafi hafizt?
— Þegar ég var 11 ára var
ákveðið að ég lærði á fiðlu.
En þá var nýbúið að gefa
Tónlisíarskóla Akureyrar
selló og það vantaði einhvern
til að læra á það svo Jakob
Tryggvason skólastjóri spurði
mömmu, hvort ekki væri
ágætt að ég lærði á selló. Ég
gæti alltaf skipt yfir á fiðlu.
Jú, það varð úr og ég var
eitt ár hjá norskum fiðlu-
kennara, sem ekki kunni á
selló — enda borgaði ég að
eins hálft gjald og fannst það
ágætt. Eftir fermingu var ég
eitt sumar í timum hjá Ein-
ari Vigfússyni og þá fór áhug
inn hjá mér að vakna. En
það var ekki fyrr en ég var
orðinn 17 ára að ég fór í Tón-
listarskólann i Reykjavik.
Reyndar byrjaði ég dvöl mina
þar ekki alvarlega — fannst
ég verða fyrst að finna sjálf
an mig. Ég hafði löngum til
að gera allt, spila, mála,
skrifa og semja — en ein-
hvers staðar varð að byrja.
Ég fór seint á fætur á morgn
ana, fór í sparifötin og nið-
ur í bæ til að fá mér rjóma
kaffi. En áhuiginn var fljót-
ur að segja til sín og ég
lauk Tónlistarskólanum á til-
tölulega skömmum tíma.
Hafliði tók burtfararpróf
úr Tónlistarskólanum vorið
1962 eftir fjögurra ára nám,
og hélt þá til „gömlu góðu
Ítalíu" eins og hann segir.
— Ég er ævinlega þakklát
ur fyrir að hafa íarið héðan
í svo ólíkt og listrænt and-
rúmsloft. Enda er ég hand-
viss um að það er bezti tím
inn, sem ég hef lifað — ég
var tvítugur og til að fá
ítaliu í blóðið þarf maður að
vera þar ungur.
Og vissulega verður maður
fljótt var við að Hafliði hef-
ur Italíu í blóðinu. Hann er
kvikur í hreyfingum, talar
hratt með svipbrigðum og
handahreyfingum og er ein-
lægur og ófeiminn við að tjá
sig.
— Ég fór til Rómar, í Acca
demia Saneta Cecilia og var
þar fram undir jól. En einn
daginn fannst mér ég vera bú
inn að fá nóg, og kvaddi
skólann. Ég man að ég gekk
niður stigann og fyrir neðan
hann var stór stytta af Pal-
estrina. Ég sagði við Palestr-
ina: Vertu sæll, ég held að
ég komi ekki meira. Hann var
sá eini, sem vissi að ég var
á förum. Nú ætlaði ég að
gefa upp sellóið og fara að
mála eingöngu. En svo varð
þó ekki þvi nokkru síðar
náði ég sambandi við mjög
góðan mann, E. Mainardi,
frægan ítalskan selilóleikara.
Mér stóð hálfgerður stuggur
af Marinardi. Hann var fræg-
ur, geysilega myndarlegur,
með mikið grátt hár og allt-
af svörtum flauelisfötum.
Ég fékk leyfi ti'l að koma og
leika fyrir hann, fór í min
beztu föt og spílaði fyrir
hann smábút. Hann spurði
mig hvaðan ég væri, og þeg-
ar ég sagði honum það virt-
ist hann mjög hrifinn, því
hann hafði hitt Jón Leifs í
Stokkhólmi mörgum árum áð
ur. Hann lofaði að taka mig
í tíma.
Hafliði var hjá Mainardi
fram á sumar, en ákvað þá
að hætta að elta „kennara-
stjörnur", eins og hann orð-
ar það.
— Annað hvort hefur mað-
ur hæfi.’eika eða ekki og það
getur enginn laðað eitthvað
fram, sem ekki er tid.
Ein af sniámyndum Hafliða
Nú kom Hafliði heim, var
eitt ár í ’sinfóníuhijómsveit
Islands, en fór þá til Lond-
on.
— Ég fór þangað fyrst og
fremst vegna tónlistarlífsins
þar og sýninganna. En í
London er ómögulegt að
vera, nema vera í tengslum
við einhverja stofnun, svo
ég fór í „Royal Academy of
Music“. Sá skóli er 50 árum
á eftir tímanum. Samt kunni
ég vel við mig og tók það-
an lokapróf.
— Og síðan ?
Síðan hef ég leikið lausum
hala og fengizt við allt mögu
legt.
Hafliða finnst ekki ástæða
til að þylja upp allar þær
hljómsveitir, sem hann hefur
Hafliði og Sellóið
leikið í, en segist þó hafa
verið í kvartettum, tríóum og
spilað með svo til öllum
þekktum kammerhljómsveit-
um í London. Tilneyddur
nefnir hann þó nokkur
nöfn, Mon.teverdi-hljómsveit-
ina, Jaques-hljómsveitina, en
í þessum tveimur er hann
fastur sellóleikari. Ennfrem-
ur Orpheus-hljómsveitina,
Bach-hiljómsveitina og
Haydntríóið.
— Ég forðast stórar sin-
fóníuhljómsveitir. Þær eru
svo stórar, að maður heyrir
ekkert í sjálfum sér og veit
ekki hvað maður er að gera.
Á þessum tima hefur Haf-
liði kennt sellóleik í þremur
skólum og kennir sem stend-
ur í tveimur:
— Fyrst kenndi ég við
menntásköla, sem kenndur er
við Játvarð konung fimmta,
en síðan tók ég við kennara
stöðu við Wimbeldon kvenna
skólann. Þar kenni ég enn
og í haust tók ég einnig við
kennarastöðu við Winchester
College, rétt hjá London.
— Hvemig finnst þér að
kenna?
— Mér leiðist að kenna —
en ég verð að halda í mér
líftórunni. Ég reyni þó að
gera eins vel og ég get og
lifa mig inn í kennsluna.
Byrjunin skiptir all'taf mestu
máli i tónlistarnámi og ef und
irstaðan er góð þá er allt í
lagi. Þótt ég geti leikið á
selló, þá hef ég alltaf fund-
ið að það er gat í minni tón
listarmenntun. Tónl’ist þessar-
ar aldar hefur alveg verið
vanrækt i tónlistarkennskinni
og þvi hef ég farið i tíma til
tónskálda og er nú hjá Pet-
er Maxwell Davies.
(L.jósm. Ól. K.M.)
-— Hefurðu samið mikið af
tónverkum ?
— Já, töluvert mikið. En
mér finnst það erfiðast af
öllu, sem ég hef fengizt við.
Þegar árin líða reikna ég
þó með að það verði mitt að
alfag, þótt ég muni aldrei
sleppa sellóinu. — Ég hef
skrifað mest fyrir mitt eigið
hljóðfæri og strengjakvart-
etta og einnig svolítið fyrir
litla hljómsveit.
— Hefurðu áður leikið verk
eftir sjálfan þig opinberlega?
— Nei, þetta verður í
fyrsta skipti, sem ég spila
eitthvað eftir sjálfan mig.
Aðspurður hvort verkið
Fantasía sé það, sem kallað
er „nútímaverk", hikar hann
snöggvast en segir síðan:
— Nú verða aðrir að
dæma, því sjálfur er ég ekki
dómbær á það. Annað hvort
er verkið gott eða ekki og í
tónlistinni gildir það sama og
í myndlistinni — það þýðir
ekkert að reyna að vera orig
inal, annað hvort er maður
það eða ekki.
Auk sins eigin verkis leik
ur Hafliði á tónieikunum
verk eftir Leos Janacek, Ant
on Webern, Olivier Messiaen
og Benjamín Britten, og leik
ur Halldór Haraldsson pianó
leikari undir í þessum verk-
um. Hafliði heldur að ekkert
þessara verka hafi áður ver-
ið lieikið hér.
Aðspurður hvort hann hygg
ist verða áfram í Bretlandi
segir Hafliði:
— Ég verð að fara út aft-
ur fljótlega þvi nemendur
mínir bíða. Annars hef ég
ekki hugmynd um hvað skeð
ur — það er svo margt, sem
mig langar til að gera, með-
an ég er enn frjáls. 1*.A.
Matvöruverzlun
Til sölu lítil nýlenduvöruverzlun í eigin húsnæði.
Tilboð merkt: „Góð kjör — 4698" sendist Morgunblaðinu
fyrir 21. þ.m.
Ljóð og lög - Ljóð og lög
söngvasafn Þórðar Kristleifssonar, öll sjö heftin fáanleg.
Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur.
mnrgfnldar
mnrknð yðnr
tr
Oáýrar skólabuxur
úr TERYLENE. Stærðir 6—18, útsniðnar f. belti,
útsniðnar með streng, margir litir.
KÚRLAND 6
Sími 30138. — Opið kl. 2—7.
Af sérstökum ústæðum
er til sölu RENAULT MAJOR R-10, model 1968 Bifreiðin lítur
vel út og er í fullkomnu lagi er verður seld á sanngjörnu
verði. Til sýnis í dag að Skúlagötu 26 fyrir hádegi og Snorra-
braut 85 eftir hádegi.