Morgunblaðið - 17.10.1970, Qupperneq 23
MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1970
23
hann hjá því fyrirtæki um aldar
f jórðung. Er hann hætti þar störf
um var Lýður ráðinn yfirfisk-
matsmaður við hraðfrystihúsin
hér á Akranesi og við Breiða-
fjörð og gegndi hann því starfi
um 15 ára skeið, eða þar til hann
varð að hætta aldurs vegna.
Þau Lýður og Mekkín eign-
uðust 3 böm, eitt barna sinna,
Ester misstu þau unga að árum,
en þau sem upp komust eru
Hulda ógift í heimahúsum og
Hjálimar kvæntur Katrínu Karls
dóttur.
Kona Lýðs, Mekkín andaðist
12. nóv. ‘68, var hún sérstök
gæðakona. Það sem einkenndi
Lýð var sérstök snyrtimennska,
glatt viðmót árveknd og dugn-
aður, hann gekk ákveðinn að
því verki, sem vinna þurfti
því það sem gilti var að drífa
hlutina áfram.
Um langt árabil höfum við Lýð
ur verið nábúar og hef ég ekki
trú á að aðrir gerist þar betri.
Nú um tæplega árs skeið hafði
Lýður unni hjá fyrirtæki mínu,
á skrifstofu og við verkstjórn i
afleysingum. Þau verk vann
hann öll af stakri prýði. Þegar
ég kvaddi Lýð vin minn seinni-
hluta föstudags glaðan og reifan
að vanda hvarflaði það ekki að
mér að næsta dag yrði hann all
ur, en þetta er gangur lífsins og
honum verður ekki breytt.
Ég flyt ættingjum og aðstand-
endum hins látna hjartanlegar
samúðarkveðjur.
Þórður Óskarsson.
í DAG verður jarðsettur á Akra-
nesi Lýður Jónsson fyrrvemndi
yfirfiiskmatsmiaður, sem andað-
ist þann 11. október sl.
Ég kynntist Lýð Jónssyn'
fyrst árið 1939 er ég vax starfs-
maður hjá „Fiskimálanefnd“, en
tildrög þeirra kynna voru að
framieiða skyldi stórt sýni af
frystum fiski fyrir Bandaríkja-
markað.
Hraðfrystihús H.B. og Co. á
Akranesi varð fyrir val'inu um
framl'eiðslu þessa sýnia, en Lýð-
ur Jónsson var þá þar aðalverk-
stjóri, og mér var falið af Fiski-
málanefnd að sjá um ofan-
greinda framleiðslu.
Við þessu fyrstu kynni okkar
Lýðs fór það ekki framhjá mér,
að þar var maður er lagði mikla
a'lúð í starf sritt á allan hátt,
bæði hvað viðkom vöruvöndun,
fmmkomu við verkafólkið og
umönnun við það fyrirtæki er
hann stjórnaði vinnslu fyrir.
Það mun hafa verið um 1953,
sem Lýður Jónsson gerðist yfir-
fiskmatsmaður við Fiskmat rík-
isins og vann síðan að því starfi
af fórnfýsd, samvizkusemd og
drengskap, en lét af því samkv.
lögum um hámanksaldur emb-
ættismanna árið 1969.
Lýður Jónsson var maður glað
lyndur og góðgjarn, ástundaði
jafnan að leysa öll vandamál á
sanngjarnan hátt.
Það fer ekki míilli mála að
hann var einn aif þeim fyrstu
mönnu-m, sem við frumstæðar
aðstæður eiga langan starfsdag
að baki til viðgangs íslenzkri
sj ávarútvegsframleiðslu og vissu
lega verða þau störf seint full-
þökkuð.
Lýðuir Jónsson var giftur
hinni ágætustu konu Mekkin
Sigurðardóttur, sem nú er látin
fyrir nokkrum árum. Minnist ég
margra ánægjulegra stunda er
ég átti á heimlili þeirra og þar
var gott að koma.
Þau eignuðust tvö mannvæn-
leg börn, Huldu er bjó með föð-
ur sínum og Hjálmar, sem er
véistjóri, bæði nú til heimilis
að Vitastíg 4, Akranesi.
Um leið og ég sendi góðum
saimstarfsmanni mínum og vini
þessa hinztu kveðju fyrir mína
hönd og fjölskyldu minniar, þori
ég óhikað að gera það einnig í
umboði allra er tkl hans þekktu
af starfsfólki Fiskmats ríkdsins,
ásarnt því að við samhryggjumst
eftirlifandi atfkomendum hans.
Lýður Jónsson hverfur nú úr
orustu líflsina með hreinan og
fágaðan skjöld, — en minningin
um hann mun lifa.
B. Á. Bergsteinsson.
Sæmundur Sæmundsson fyrrv
skólastjóri — Minning
Engiin staðreynd er öruggari
en sú, að „eitt sinn skal hver
deyja". Þó hrekkur maður við
hvert sinn er fregn berst um að
fallinn sé I valinn gamall félagi
og samverkamaður frá starfsár-
unum horfnu. Og nú hefur Sæm-
undur Sæmundsson hlýtt kallinu
því.
Fyrir tuttugu og einu ári tók
ég við skólastjórastarfi við
barnaskólann í Kópavogi, en
kennsla var þá nýflutt úr leigu-
húsnæði í fyrsta byggingar-
áfanga Kópavogsskóla við
Digranesveg. — Ég kom úr gjör
ólíku umhverfi í strjálbýlli sveit,
í mjög ört vaxandi þéttbýli við
útjaðar höfuðstaðarins. Þar var
ég öllu ókunnugur, íbúum jafnt
sem málefnum byggðarinnar, sem
um þessar mundir einkenndist
nokkuð af hörðum deilum og
pólitískum vaxtarverkjum. Ekki
er þvi að leyna, að ég beiS með
nokkurri eftirvæntingu fyrstu
funda við væntanlga samstarfs
menn mina, kennarana við skól-
ann. Þeir voru í þennan tima 4
talsins. Einum þeirra hafði ég lít
illega kynnst, hina þekkti ég
ekkert. — Fljótlega þóttist ég
sjá, að óþarfi væri að bera kvíð-
boga fyrir samvinnunni við þetta
starfslið. Árin, sem í hönd fóru
staðfestu það hugtak, og á ég
þessu góða fólki marga þakkar-
skuld að gjalda, svo og öðrum
þeim, er síðar bættust i kennara
lið skólans.
Einn þessa fjögurra var Sæm-
undur Sæmundsson. Hann var
þá fluttur til Reykjavíkur aust-
an af Fjörðum fyrir einu ári,
hafði verið skólastjóri barnaskól
ans á Búðareyri við Reyðarfjörð
um langt árabil auk ýmissa ann-
arra trúnaðarstarfa, sem á hann
hlóðust. —- Þannig lágu leiðir
okkar saman í Kópavogsskólan-
um um 10 ára skeið, unz hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir
eftir óslitið kennslustarf frá
1916.
Á efri árum, þegar kyrrist um
og „austurfjöllin eru blá, orðin
fyrir löngu“, gefst næði til að
líta yfir farna leið, vega og meta
verðmætin, sem lífið færði
okkur, bera saman tap og gróða.
Niðurstaðan verður eflaust með
ýmsum hætti. En hvað sem þvi
líður, hygg ég, að kynni okkar
af mannkostum og drengskap í
fari samferðafólksins verði
drjúgur tekjuliður á þeim reikn
ingi. Þar á Sæmundur Sæmunds-
son hönk upp í bakið á mér.
Hann var mannkostamaður, sem
gott var að vinna með. Ég held
ég hafi ekki þekkt ósérhlífnari
mann né skylduræknari. Fram
til síðasta árs féll aldrei niður
Hj-artanis þaklklæti tii a,llra
þeirra, isem glöddiu miig m,eð
he'iimisókiniuim, gjöfum og
Sbeytum á 70 ára atfmæli
míniu, 5. október sl.
Guð blieislsi ykkur öll.
Þórunn Guðjónsdóttir,
Skipasundi 26, Rvík.
Mitt imnilegasta þaikiklæti
færi ég þeim er glöddiu mig
nveð igjöfum ag skeytum á 75
ára atflmiæili míniu iþainin 13. okt.
sl. Guð blessi ykkiuir öll.
lngimundur Guðmundsson,
frá Birgisvík,
Kambsvegi 3, Rvík.
hjá honum kennsludagur, þótt
hann byggi í Rvík og samgöng-
ur heldur ógreiðar um Kópavog
áður en strætisvagnar bæjarins
komu til sögu. Ég minnist:
dimmra vetrarmorgna með frosti
og hríðarbyl. Uppfenntir krakk
ar úr næstu húsum tínast inn á
ganginn og stappa af sér snjó-
inn. Allt að verða kolófært, er
sagt, — Hafnarfjarðarvagnarnir
í erfiðleikum. — En hvað um
það. Hurðin er rösklega opnuð,
inn snarast Sæmundur, búinn að
kafa ófærðina neðan af Hafnar-
fjarðarvegi og reiðubúinn að
taka. til starfa á settum tíma.
Þetta finnst mér þvi umtalsverð
ara, að hann var allmikið bagað
ur á fæti vegna slyss i barn-
æsku.
- Það var gott að eiga Sæmund
að ráðgjafa vegna langrar
reymsliu haims í Skólasta.rfi. Oa/nin
var ætíð boðinn og búinn til að
hlaupa í skarðið ef ljúka þurfti
verki og hirti þá lítið um þótt
farið væri yfir mörk lögboðins
vinnutíma. Margan slíkan hjálp-
artíma hafði hann með seinfær-
um nemendum og lagði mikið
kapp á að koma þeim áleiðis.
Átti þetta ekki sízt við um reikn
inginn, sem mun hafa verið hans
kjörkennslugrein.
Nemendur Sæmundar virtu
kennara sinn og þótti væntu um
hann. — Vissulega gat hann orð
ið hvass í máli og snöggur upp
á lagið, ef þvi var að skipta. En
þá var alltaf jafnframt grunnt á
brosi, yljuðu af góðvild og um-
hyggju fyrir nemendum hans og
námi þeirra.
Nú að leiðarlokum kveðjum
við, gamlir samstarfsmenn i
Kópavogi, kalli vinar og félaga
með þakklæti í huga. Eftir lifir
minningin um góðan dreng.
Ekkju hans og sonum sendum
við hlýjar samúðarkveðjur.
Sæmundur Sæmundsson fædd
ist að Stóra-Sandfelli í Skriðu-
dal austur, 4. nóv. 1988. HAnn
lauk kennaraprófi 1916, gerðist
sama ár kennari í Reyðarfjarðar
skólahéraði og starfaði þar til
1919. Tók hann þá við stjórn
barnaskólans á Búðareyri og
gegndi þvi stárfi til ársins 1948.
Jafnframt hafði hann þar bók-
sölu á hendi ásamt ýmsum opin-
berum trúnaðarstörfum. 1948
fluttist fjölskyldan til Reykja-
víkur, en Sæmundur starfaði
upp frá því við Kópavogsskól-
ann eins og áður segir, til ársins
1959. Árið 1925 kvæntist Sæm-
undur eftirlifandi konu sinni,
Ingibjörgu Pálsdóttur frá Tungu
í Fáskrúðsfirði. Þau eignuðust
tvo sonu: Pál, tæknifræðing hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur og
Guðlaug, fulltrúa hjá Landssím
anum.
Sæmundur Sæmundsson and-
aðist að heimili sínu 10. október
s.l. og skorti þá tæpan mánuð til
að ná 82 ára aldri.
Frímann Jónasson.
Sæmuindur Sæmundsson var
fæddur á Stóra-Sandfelli í
Skriðudal 4. nóvember 1888. For
eldrar hans voru hjónin Guðlaug
Jónsdóttir og Sæmundur Jóns-
son, hann var yngstur þriggja
sySkina. Faðir hacns andaðist
áðuir en hainn fæddist, óllsit hainin
því upp með móður sinni sem
dvaldist á Fljótsdalshéraði, mest
hjá systur sinni, sem þá bjó á
Hreinsstöðum í Hj altaista'ðalþing-
há. Að lokinni fermingu var
hann einn vetur í skóla á Breiða
vaði við nám hjá fræðimannin-
um Hákoni Finnssyni, sem síðar
bjó á ArnhólsstöSum í Skriðudal
og Borgum í Homafirði. Að á-
eggjan Hiáikaniatr réðst haimi í að
fara í Kennaraskóla íslands árið
1912 og lauk hann þaðan kenn-
araprófi. Eftir að hann hafði
lokið námi varð hann kennari á
Reyðarfirði, og skólastjóri við
barnaskólann þar frá 1919. Hann
var skólastjóri við barnaskólann
í samtals 29 ár, eða til ársins
1948, en það ár fluttist hann til
Reykjavíkur. Eftir að hann flutt
ist hingað suður fékkst hann um
10 ára skeið við kennslu við
barnaskólann í Kópavogi, en
hætti störfum um sjötugt, enda
heilsan þá farin að bila.
Sæmundur var meðal maður á
vöxt fríður sýnum og prúður í
framkomu. Sem bam, 4 ára að
aldri, varð hann fyrir því óhappi
að detta á svelli, þar sem hann
var að leik, og fór úr mjaðmar-
lið, en fékk ekki viðeigandi að-
gerð, og olli slys þetta fötlun.
Er kennslu lauk á vorin, var
hann sístarfandi yfir sumarmán-
uðina, enda var hann ósérhlíf-
inn og duglegur við alla vinnu.
Á Reyðarfirði kynntist ég
Sæmundi. Ég var þar formaður
skólanefndar, en hann skóla-
stjóri. Samstarf okkar var því
mikið og var ávallt með ágætum.
Nokkur ár höfðum við þar vísi
að unglingaskóla og störfuðum
við við hann án nokkurs endur
gjalds. Fyrir þá unglinga sem
leituðu frekairi menntfuin‘air að
loknu barnaprófi var þetta til
góðs og til þess að örfa ungling-
ana til frekari dáða.
Vorið 1925 kvæntist Sæmund-
ur Ingibjörgu systur minni, eign
uðust þau tvo syni Pál og Guð-
laug, sem báðir eru kvæntir.
Páll er tæknifræðingur kvæntur
Guðnýju Óskarsdóttur, en Guð-
laiuguir viðsikiptafræðimguir, kvæn.t
ur Ragmhildi Guðmundsdóttur.
Eftir að Sæmundur hætti kenn
arastörfum tók heilsu hans að
hnigna og átti hann hin síðustu
ár við milkla vainlheilsu að stríða,
kom þá i ljós, að hann var vel
kvæntur, því í veikindum hans,
sem og ávallt áður, reyndist Ingi
björg honum traustur lífsföru-
nautur og annaðist hann með
prýði þar til yfir lauk. Hann
andaðist að heimili sínu Mjóu-
hlíð 8 þann 10 þ.m.
Sem kennari var Sæmundur
óvenju laginn og náði góðum ár-
angri i starfi. Nemendur hans
elskuðu hann og virtu, en gerðu
sér aldrei dælt við hann, óþægð
eða þvermóðska kom ekki til
greina. Eftir að hann kom hing-
að suður fékk hann stundum
baldna stráka í sinn bekk, en háj
honum urðu þeir fljótt prúðir og
áhugasamir nemendur. Hann
þurfti ekki annað en að leggja
hendina á kollinn á þeim og
segja nokkur vingjarnleg orð við
þá og ísinn var hræddur,
þeir fengu traust á honum og
jafnframt traust á sjálfum sér.
— Til þessa kennara var gott að
leita með óleystar ráðgátur.
Að leiðarlokum er gott að
minnast góðs drengs. Kona Kiín
og synir taka undir þessi kveðju
orð með mér og öll óskum við
systur minni og fjölskyldu henn-
ar Guðs blessunar um ókomin ár.
Jón Pálsson.
Við andlát Sæmundar Sæm
undssonar, fyrrv. skólastjóra,
hrannast minningarnar upp frá
æskuárunum heima á Reyðar-
firði.
Það fer ekki hjá því, að skóla
stjórinn setji svip á staðinn í
daglegu lífi fólksins, enda var
það svo með Sæmund Sæmunds-
son.
Mynd þessa gamla og góða
kennara míns er dregin skýrum
dráttum í minningunni. Hann var
duglegur og ákveðinn kennari,
stjórnsamur skólastjóri, kröfu
harður við nemendur sína, en
einnig við sjálfan sig.
Skyldurækni hans í starfi var
frábær og verður mér oft hugs-
að til þeirra óbeinu, hollu á-
hrifa, sem slíkir menn hafa á
nemendur sína. Þau áhrif verða
hvorki mæld né vegin.
Sæmundur Sæmundsson var
fæddur 4. vóv. 1888 á Stóra-
Sandfelli í Skriðudal, S-Múl.
Faðir hans drukknaði skömmu
áður en sveininn sá dagsins ljós.
Ungur fluttist hann með móður
simmii að Hreimsstöðium í Hjalta-
staðaþinghá. Með tilstyrk góðra
manna fór Sæmundur í unglinga
skólann á Breiðavaði í Eiðaþing
há, en þar var þá skólastjóri
Hákon Finnsson frá Borgum.
Hvatti hann Sæmund til áfram
haldandi skólagöngu og varð
Kennaraskólnin fyrir valinu.
Allt ber þetta ljósan vott um
álit, er glöggskyggnir samferða-
menn höfðu á honum, og einnig
sýnir þetta framsækni Sæmund-
ar og ódrepandi dugnað, sérstak
lega þegar það er haft í hpga,
að hann var fátækur á veraldar
vísu og gekk ekki heill til skóg-
ar. 4 ára gamall varð hann fyrir
slysi, sem leiddi til þess, að hann
var haltur alla ævi upp frá þvi.
Kennaraprófi lauk Sæmundur
árið 1916 og var farkennari
næstu 3 árin í Reyðarfjarðar-
hreppi.
Árið 1919 er hann svo ráðinn
skólastjóri við Barnaskóla Búð-
areyrar og gegnir því embætti
til ársins 1948, er hann fluttist
til Reykjavíkur.
Næstu 10 árin kennir hann við
Bamaskóla Kópavogs og miumu
aðrir geta starfs hans þar.
Heima á Reyðarfirði gegndi
Sæmundur fjölmörgum trúnaðar
störfum samhliða skólastjórn-
inni. Hann sat í hreppsnefnd og
sóknarnefnd, var gjaldkeri Raf
veitu Reyðarfjarðar, bóksali og
bókavörður, svo eitthvað sé
nefnt.
Eitt af því, sem gleggstan vott
ber um framtak og dugnað Sæm
undar, er það, að strax árið 1925
reisir hann stórt og myndarlegt
ibúðarhús á þeirra tíma mæli-
kvarða. Nefndi hann það Odda,
og stendur á fögrum stað.
Fimm árum síðar reisti hann
fjós og hlöðu, ræktaði tún, enda
drýgði hann tekjur sínar sem títt
var þá með því að hafa bæði
kýr og kindur.
Á sumrum vann hann oft X
Kaupfélagi Héraðsbúa. Þannig
var maðurinn, sístarfandi.
Yndi hafði Sæmundur af söng,
kenndi hann í skóla, söng í
kirkjukórnum, var einn af sára-
fáum hljóðfæraeigendum í kaup
túninu.
Minnist undirritaður þess, er
hann, lítill hnokki, kom stundum
í „betri stofuna" í Odda og fékk
að virða fyrir sér þetta „galdra-
verkfæri11, einkum ef húsbónd-
inn var að leika á það.
Mesta ánægju mun Sæmundur
þó hafa haft af stærðfræði-
kennslunni, enda kenndi hann
langoftast stærðfræði, auk sögu,
söngs og kristinfræði.
1 Kennaraskólanum naut hann
líka handleiðslu hins frábæra
stærðfræðikennara, Ólafs Daní-
elssonar, sem hann mat mjög
mikils.
Árið 1925 kvæntist Sæmund-
ur eftirlifandi konu sinni, Ingi-
björgu Pálsdóttur frá Tungu í
Fáskrúðsfirði, sem staðið hefur
við hlið hans í blíðu og stríðu
sem hinn holli og trúi lífsföru-
nautur og eignuðust þau tvo
drengi.
Þessum góðu vinum mínum
sem og öðrum aðstandendum
sendi ég innilegar samúðarkveðj
Framhald á bls. 24