Morgunblaðið - 04.12.1970, Side 6
6
MORGÚNBIjAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DBSBlVrBER 1970
LAMBAKJÖT heilir laimbasikrokkaT, kótelett- ur, læri, hryggir, súpukjöt. Stórlækkað verð. Kjötb. Laugav. 32, s. 12222, Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020.
ÓDÝRT HANGIKJÖT Stórlækkað verð á hamgi- kjötslærum o-g frampörtum, útbeinað, stórlækkað verð. Kjötb. Laugav. 32, s. 12222, Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020.
UNGHÆNUR — KJÚKLINGAR U n-ghænur og unghanar 125 kr. kg. Úrvals kjúklingar, kjúklingaiæri, kjúklingabr. Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020. Kjötb. Laugav. 32, s. 12222,
SVlNAKJÖT (ALIGRlSIR) Hryggir, bógsteik, læristeik, kótelettur, hamborgara'hrygg- ir, kambar, bacon Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020. Kjötb. Laugav. 32, s. 1222.?, ÚRVALS NAUTAKJÖT Nýtt nautakjöt, snitchel, buff, gúlias, hakk, bógstesk, grillsteik. Kjötb. Laugav. 32, s. 12222, Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020.
TIMBUR TIL SÖLU 4000—5000 fet af móta- timibri til sölti. Mjög gott. — Uppl. í síma 35502 kl. 7—8.
FORD PICK-UP til söl'U, þarfnast viðgerðar. Uppl. í símia 50271 eftir kl. 8.
FORSTOFUHERBERGI ÓSKAST til leigu í 1 mámuð eða teng- ur. Uppi. í síma 12024.
HAFNAREJÖRÐUR Óska eftir að taika á teigu 4ra herb. ibúð, þarf að vera laus í febrúar. Uppl. í síma 51843.
KEFLAVlK — SUÐURNES Góifteppa- og húsgagna- hrein'sun. Hreinsum í heima- húsum og hjá fyrirtæiktum. Sími 30697.
ÓSKUM EFTIR 3ja—4ra herb. íbúð, heizt í Kópavogi. Tiiib. merkt: „íbúð 6153" sendiist fyrir ménu- dagskvöld á afgr. Mbl.
PlANÓ ÓSKAST notað eða nýtt fyrir Kvenifé- tag Laugarnessóknar. Uppi. í síma 32948.
TVEIR SKIPASMIÐIR óska eftir vinnu. AHt kemur til greina. Til'b. sendist Mbl. fyrir 12. þ. m. merkt „Starf 6158".
MAÐUR MEÐ GOTT PRÓF í söliutaeknii óskair eftir at- vinniu. Lysthafendur sendi ti'lb. til M'b'l. merkt: „Sölu- tækni 6156".
KEFLAVlK — NJARÐVlK Óska eftir 3ja'—4ra herb. íbúð I^Keflavík eða Njarðvík um, sem fyrst. Algjörri reglu semi heitið. Vinsaml. hringiið í síma 10592.
Basar K.F.U.K. á morgun
Konur í KFUK í Reykjavík
hafa um langt árabil haldið bas-
ar 1. laugardaginn í desember,
þar sem selt er mikið af hent-
ugum og fallegum munum til
jólagjafa. Ágóðanum er varið til
styrktar fjölþættu barna- og
æskulýðsstarfi félagsins, sem
rekið er á sex stöðum í Reykja-
vík og Kópavogi. Basarinn hefst
á morgun, laugardag kl. 4 s.d.
í húsi félagsins, Amtmannsstig
2, Reykjavík. Auk þess verður
samkoma um kvöldið, þar sem
tekið verður á móti gjöfum til
starfsins.
DAGBOK
Ég vil hefna inín og hlífl engum, segir lausnari vor, — Drottinn
hersveitanna er nafn hans, hinn Heilagi í Israel. (Jesaja. 47.4).
f dag er föstudagur 4. desember og er það 338. dagur ársins
1970. Eftir Iifa 27 dagar. Barbárumessa. Árdegisháfiæði kl. 10.07.
(Úr íslands almanakinu).
Ráðgjafaþjónusta
Geðvemdarf élagsins
þriðjudaga kl. 4—6 síðdegis að
Veltusundi 3, simi 12139. Þjón-
ustan er ókeypis og öllum heim-
U.
Næturlæknir í Keflavík
1.12 oð 2.12. Kjartan Ólafsson.
3.12. Arnbjöm Ólafsson.
4., 5. og 6.12. Guðjón Klemenzs.
7.12. Kjartan Ólafsson.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74,
er opið sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga frá kl.
1.30—4. Aðgangur ókeypis.
Hundahald
Ýmsir stunda ofurvald
og á því horskir smjatta,
— en lögin banna hundahald,
— hesta, — f jár — og katta.
Þó er undir okkar sól
ýmsum sleginn harmur,
og víða heyrist hundagól,
högnavæl — og jarmur!
En — að lítið lóðarí
— lífsins fletti blaði,
— f jöldinn allur fram hjá þvi
fer á hundavaði!!
Guömiindur Vahir Sigurðsson.
FRETTIR
Blindravinafélag fslands
Vinningsnúmer í merkjasölu-
happdrætti félagsins er 14435,
sjónvarpstæki. Vinningsins má
vitja á skrifstofu félagsins Ing-
ólfsstræti 16.
Kvenfélag Laugarnessóknar
Heldur jólafund mánudaginn 7.
desember kl. 8.30 í fundarsal
kirkjunnar. Mætið vel. Stjórnin.
SINAWIK
Basar klúbbsins verður sunnu-
daginn 6. desember kl. 2 í Átt-
hagasal Hótel Sögu. Tekið á
móti kökum sama dag klukkan
10 fyrir hádegi á staðnum.
Kvenfélagskonur Keflavík
Munið sýnikennsluna í snittum
og fl. í kvöld kl. 8 í Tjarnar-
lundi.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Jólafundur miðvikudaginn 9.
desember kl. 8.30 e.h. Erindi:
Rannveig Tómasdóttir. Jólahug-
leiðing, söngur, kaffiveitingar.
Félagskonur, takið með ykkur
gesti.
Kvenfélag Kópavogs
heldur basar i félagsheimilinu,
efri sal, sunnudaginn 6. desem-
ber klukkan 3.
VÍSUKORN
Váleg reynast villu stig,
valda ýmsu i lífi manns.
Hiklaust margur hengir sig
um háls á konu náungans.
Markús Bogason.
SÁ NÆST BEZTI
Yfirsetukonan: Ég nýt þess sóma, að iáta yður vita að það er
kominn litill sonur.
Prófessorinn (önnum kafinn við að skrifa): Jæja, það er svo, —
biðjið þér hann að fá sér sæti og bíða. Ég kem undir eins.
Pizzan er borin fram heit
Spjallað við Eggert í Smára-
kaffi um ítalskan þjóðar-
rétt á íslandi
„Okkur fslendinga vantar
enn margt til að geta teldð á
móti erlendum ferðamönnum,
sérstaklega í matargerð, einn
vill þetta, annar hitt, sumir
vilja ítaiska rétti, aðrir kín-
verska, eins og í Hábæ,“
sagði Eggert Eggertsson, mat
reiðsliimaðurinn í Smárakaffi,
þegar við hittum hann á föm
um vegi þarna nppi á Lauga-
vegi, og spurðum, hvernig
gengi að kynna fslendingum
ítalska réttinn Pizza.
„Jú, takk, bærilega, þetta
er að koma, ég held flestum
þyki þessi réttur góður, en
sjálfsagt verða menn að venj-
ast honum."
„Segðu okkur, Eggert,
hvað er Pizza?“
„Pizza er heimskunnur
italskur þjóðarréttur, sem
samanstendur af brauðbotni,
ansjósum eða sardínum, tóm-
ötum og osti, eiginlega miklu
af osti, þvi að hann er bæði
undir og ofan á. En réttur
þessi má ekki harðna, hann
verður alltaf að vera ferskur
og nýr. Hans verður að^
neyta strax. Sú raunverulega
Pizza hefur skinku og aspar-
gus að uppistöðu og rikulegt
af kryddi, rosemary og timi-
an og alls konar kryddi til
viðbótar."
„Segðu mén, Eggert, held-
urðu að Pizza falli Islending-
um í geð?“
„Ég er ekki í nokkrum
vafa um það. 1 flestum lönd-
um, bæði austan hafs og vest
an er að finna matsölustaði,
þar sem aðalrétturinn er
ítölsk Pizza. Ferðamenn og
heimafólk nýtur þess í ríkum
mæli að heimsækja þessa
staði og gæða sjálfum sér og
gestum sínum á þessu lost-
æti. Þá er Pizzan borin fram
heit, nýbökuð, og glas af
góðu öli eða víni þá jafnframt
borið með.“
„Hvernig er það, Eggert,
eigum við til öll hráefni í
þessa Pizzu?“
„Já, og miklu meira en
það. Við framleiðum sjálfir
heimsins beztu sardínur, tónj-
ata og osta, og þessi fram-
leiðsla er í sérflokki að gæð-
um. Svo ég minnist aftur á
ostana, hefur Osta- og smjör-
salan tekið þessu uppátæki
minu með Pizzuna mjög vel,
og gefið út leiðbeiningar-
bækling um, hvernig á að
matbúa hana. Pizzan er mjög
auðveld í matseld, fljótleg og
líklega frekar ódýr. Líklega
framleiðum við Islendingar
einhver skemmtilegustu hrá-
efni í þennan ítalska rétt,
en ég veit ekki til, að hann
sé daglega á matseðli nokkurs
veitingahúss annars en Smára
kaffis, enda hljóta allir að rata
hingað inn á Laugaveg, þama
rétt hjá Sjónvarpinu, og svo
er þá Pizzan heit, nýlöguð,
þegar gest og gangandi ber
að dyrum, og enginn verður
Eggert Eggertsson lagar Pizzu. (Ljósm.: Sv. Þorm.)
svangur, sem hennar nýtur,“
sagði Eggert, þegar við
kvöddum hann yfir úrvals
Pizzu þarna um daginn, og
þessi ítalski réttur var svo
sannarlega góður. — Fr.S.
A
förnum
vegi