Morgunblaðið - 04.12.1970, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.1970, Blaðsíða 30
30 MORGUNBIíAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1970 Sylvía Hallsteinsdóttir bar af og skoraði 11 mörk FLEST bendir tll þess að róður kvennaliðs Fram í aðra umferð Evrópubikarkeppninnar í hand- knattleik verði næsta auðveldur. í fyrrakvöld lék liðið fyrri leik sinn við ísraelsku meistarana Maccabi, og vann stórsigur 19-11 og jafnvel þótt gestirnir verði búnir að átta sig betur á aðstæð- um ogr leiki betur í síðari leikn- um, sem fram fer í kvöld, er það næsta ótrúlegt að þeim takist að sigra Fram með 9 marka mun. Fram-liðið verður því annað Norðurlandaliðið sem kemst í 2. umferð, en nýlega hafa dönsku HG-stúlkurnar tryggt sér áfram haldandi keppnisrétt. En hvort Fram á svo erindi í 2. umferð er annað mál. Þar verð ur erfiðari keppinautum að mæta en Maccabi, og til þess að eiga þar minnstu möguleika þurfa Fram-stúlkurnar að leika betri handknattleik en í fyrrakvöld. Það eiga þær líka að geta. Stór- sigur sinn í leiknum við Macc- abi, eiga Framstúlkumar mest að þakka Sylvíu Hallsteinsdótt- ur, sem sannarlega er ekki illa í ætt skotið í handknattleiknum. Sylvía var áberandi bezta leik- kona vallarins, ákveðin, dugleg og hugkvæm I leik sínum. Fór hún hvað eftir annað illa með vörn ísraelsku stúlknanna og skoraði hvorki meira né minna en 11 mörk — jafnmörg og Maccabi stúlkurnar gerðu. Var Leikurinn mun tvísýnni en sá fyrri f KVÖLD fer fram síðari leikur Fram og Maccabi frá fsrael í Fvrópubikarkeppni kvenna. Svo sem fjallað er um á öðrum stað á síðunni, eru miklar líkur til þess að Framstúlkurnar vinni einnig þennan leik og alla vega er mjög ótrúlegt að hann tapist með það miklum mim að Fram komist ekki áfram í keppninni. Hvað þá tekur við, er ekki gott um að segja, en víst er að það verður fjárhagslegur baggi fyrir Fram að halda áfram. Það eru þeir þó staðráðnir í að gera. — Stúlkurnar eiga það sannar- lega skilið, og það hljóta að finn ast ráð til þess að kljúfa kostn- aðinn, sagði Ólafur Jónsson, for maður handknattleiksdeildar Fram í viðtali við Morgunblaðið í gær. Þótt Fram kæmist að fremur hagstæðum samningum við ísra elska liðið eru þó líkur á því að tap verði á heimsókninni, nema góð aðsókn verði að leiknum KR-ingar AÐALFUNDUR skíðadeildar KR verður haldinn í kvöid (föstu- dag) kA. 8.30 í Félagsiheimilimi. i kvöld. Er ástæða til þess að hvetja alla handknattleiksunnend ur til að fjölmenna á leikinn, og slá þar með þrjár flugur í einu höggi. Horfa á skemmtileg- an leik, styrkja Framstúlkurnar til áframhaldandi keppni, og hvetja þær duglega meðan í leikn um stendur. Allt of oft láta íslenzkir áhorfendur lítið til sín heyra meðan keppni fer fram milli islenzkra og erlendra liða. Góð hvatningarhróp getur verið það sem ræður baggamun í jöfn- um leik. Þingi KSÍ frestað ÁRSÞINGI KSÍ, sem átti að vena 11., 12. og 13. desemlber, er frestað um óákveðinn tíma. Þeir samibandsaðilar er ekki hafa sent sambandin/u uppgjör vegna landsmóta og Bikar- keppni eru áminntir um a® gera það nú þegar. — (Frá KSÍ). Framstúlka sleppur þarna framlijá vörn Maccabi og skorar Fyrir leikinn voru Maccabi-stúlkunum gefnir uílartreflar með litum Fram Stundum opnaðist vörn Fram illa og þarna á ein ísraelsku stúlknanna greiðan aðgang að markinu það vonum seinna sem ísraelsku stúlkurnar tóku hana úr umferð. Framstúlkurnar höfðu yfir- tökin í leiknum allt frá fyrstu mínútu til siðustu. Þær skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins og kom ust síðan í 4:2 og 5:3 og var það minnsti munurinn í hálf- leiknum. Þegar leið á hálfleik- inn höfðu Framstúlkurnar svo yfirunnið taugaspennuna og sigldu fram úr jafnt og þétt, þannig að staðan í leikhléi var 10:5 og sigurinn þegar tryggður. Siðari hálfleikur var betur leik inn hjá báðum liðum, og einkum náðu Framstúlkurnar góðum leikkafla fyrri hluta hálfleiksins, en þá skoruðu þær 8 mörk gegn 2 og staðan breyttist í 18:8. Und- ir lok leiksins var svo Sylvía tekin úr umferð, og skapaði það upplausn í Framliðinu, þannig að á lokaminútunum skoraði Maccabi 3 mörk gegn 1 marki Framstúlknanna. Má búast við því að Maccabi muni þegar frá upphafi leiksins í kvöld reyna að taka Sylvíu úr umferð, og takizt Framstúlkunum ekki að finna betra svar en í fyrrakvöld, er óséð um úrslitin. kunnáttuna og útfæra hana. Varnarleikur iiðsins var ákaflega slappur, og einstaklingsframtak- ið þar mestu ráðandi. Var þetta til þess að liðið fékk dæmd á sig vítaköst, sem Sylvía skoraði svo úr. Undu ísraelsku stúlkurn- ar þessum dómum illa og höfðu í frammi mótmæli við dómar- ana sem voru frá Noregi. Virt- ust þeir vera nokkuð áhugalaus- ir við störf sín og dæmdu engan veginn vel. Svo kann lika vel að vera að handknattleiksreglurnar séu túlkaðar öðru vísi í Israel, en hér á norðurhjaranum. I liði Fram var Sylvía, sem fyrr segir, framúrskarandi, en einnig áttu báðir markverðir liðs ins góðan leik, svo og Oddný Sig steinsdóttir, sem er bráðefnileg handknattleikskona. Mörk Fram skoruðu: Sylvía 11, Oddný 3, Arnþrúður 1, Guð- rún 1, Halldóra 1, Helga 1 og Kristín 1. Sem fyrr segir verður að telja þennan leik fremur lélegan, þeg ar á heildina er litið. Bæði liðin náðu þó ágætum sprettum, og virtust Maccabistúlkurnar kunna töluvert fyrir sér í íþróttinni, þótt illa tækist að notfæra sér Auðveldur sigur Fram- stúlknanna 19 gegn 11 Sigrar Fram aftur í kvöld? Fram vann 3. flokk Fram — Pressuliðið — forleikur fyrir Evrópu- bikarleikinn í kvöld 1 FRÁSÖGN af úrslitum í Reykjavíkurmeistaramótinu I handknattleik, sem birtist í blað inu í gær, var sú villa í frásögn af úrslitum I 3. flokki karla, að Vikingar voru sagðir sigurveg- arar og Fram I öðru sæti með jafnmörg stig. Hið rétta er, að Fram sigraði I flokknum og vann alla sína leiki, sjö að tölu og var marka- hlutfall þeirra 57:29. Víkingar voru í öðru sæti með 12 stig. Orsök þessarar villu mun vera, að úrslit í leik Fram og iR snér ust við, en Fram sigraði í þeim leik með 11 mörkum gegn 5, og hlutu ÍR-ingar því 4 sig I flokkn- um, en ekki 6 eins og sagt var frá í gær. Biðjum við hlutaðeig- andi velvirðingar á þessum mis- tökum. FORLEIKUR fyrir leik Fram og Maccabi í kvöld verður milli að- alliðs Fram og liðs sem íþrótta- fréttamenn hafa valið — pressu- liðs. Hefst sá leikur kl. 20.30 og ætti að geta orðið hinn skemmti legasti. Pressuliðið hefur verið ákveð- ið og er þannig skipað: Markverðir: Ólafur Benediktsson, Val Sigurgeir Sigurðsson, Haukum. Aðrir leikmenn: Ólafur Ólafsson, Haukum Sigurður Jóakimsson, Haukum Ólafur Jónsson, Val Bergur Guðnason, Val Stefán Gunnarsson, Val Hermann Gunnarsson, Val Guðjón Magnússon, Víking Guðgeir Leifsson, Víking.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.