Morgunblaðið - 04.12.1970, Side 28

Morgunblaðið - 04.12.1970, Side 28
28 MÖRGUNBLiAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DBSEMBER 1970 Hrúturiiui, 21. marz — 19. april. Hlustaðu vel og notfærðu þér ágætar hugmyndir annarra. Nautið, 20. aprii — 20. maj. Það þýðir ekkert að taka daginn snemma i dag. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Gerðu ekki ráð fyrir mikilli samvinnu, en gerðu samt eitthvað. Krabbinn, 21. júni — 22. júlí. Það er betra að byrja á venjulegum tíma eða seinna. Ekki snemma. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Nú tíminn til að hugsa djúpt, bæði um menntun unga fólksins og annað er snertir framtíð þess. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Ef þú undirbýrð jarðveginn nógu vel, er vel hægt að byrja verkið. Vogin, 23. september — 22. október. Hugur þinn er frjór og dómgreindin skörp, en rasaðu ekki um ráð fram. Gefðu þér góðan tíma. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur, þarfnast mikillar ihugunar. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Gestir þínir búa yfir upplýsingum, sem koma sér vel fyrir þig. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Gerðu víðreist, kannaðu jarðveginn og fræðstu. Raunsæi þitt, fé- lagslegt og sálrænt er sennilega ekki i samræmi við umheiminn. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reyndu að halda þig við áformin. Þú getur látið óskirnar rætast, og gættu að því að fá nýjar upplýsingar. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Dagurinn er ekki eins slæmur og i fyrstu virðist, og þú getur lappað upp á kringumstæðurnar. Þegar þær voru orðnar einar aftur, sagði Kathleen: — Hún Molly er alveg dásamleg. Og svo góð við mig. — Molly? — Já, mamma hans Pats. — Er hann einkabarn? — Nei, hann á systur, sem er miklu yngri og enn í skóla. Hún heitir Carmela og eftir myndum að dæma er hún mjög falleg. — Jæja, þá þarftu ekki að kljást við margt tengdafólk. Heldurðu að Pat vilji fá þig hingað eftir að þið eruð gift? spurði Hanna, forvitin. — Það er nú ekki svo langt komið enn. Hann á þessa íbúð og það fer afskaplega vel um móður hans og systur hérna. Og ég býst ekki við að Carmela verði lengi einhleyp. Hún er það lagleg. En annars var ég nú ekkert farin að hugsa um íbúðir ennþá, Hanna. — Ef þú ætlar að vera hérna, verðurðu að bylta allri íbúð- inni. Hún er það hræðilegasta, sem ég hef séð. — Ég sá hana nú varla í gær- kvöld, sagði Káthleen. Hún leit í kring um sig í herberginu. Það var of mikið inni i þvi af alls konar skrauti og máluðum hús- gögnum. En það var nú vistlegt, engu að síður. —- Bíddu þangað til þú kemur niður, sagði Hanna, og setti að henni hroll. Hún setti tebollann frá sér. — En nú verð ég að þjóta. Hvenær kemurðu heim aftur? — Líklega á morgun. Ég vil fara að vinna aftur undir eins og ég get. — Ætlarðu virkilega að halda áfram að vinna? — Auðvitað, sagði Kathleen með ákafa, — hvað annað ætti ég að gera? Það verða margir mánuðir áður en foreldrar mín- ir koma úr þessu flakki sinu. — Það geta orðið vandræði úr því að vinna svona með kærast- anum sínum. — Það fæ ég ekki séð og þess vegna ætla ég að halda áfram, og ekki hætta fyrr en ég fæ þessa launahækkun, sem hann var að lofa mér . Emily kom nú inn aftur. — Hr. McClure er kominn í heim- sókn til ungfrú Roberts. — En hvað ég vissi þetta, sagði Hanna og hvítnaði í fram- an. — Láttu hann koma upp, sagði Kathleen. Hún brosti til — Er hann skotirtn í þér? Hönnu. — Þú skalt verða mót- tökustjóri, ekki satt? Paul kom inn, næstum eins og honum væri skotið inn um dyrn- ar. En hann dokaði við þegar hann sá Hönnu. — Svo að það er þá fundur hjá klíkunni, ha? Hann gekk yfir að rúminu og horfði niður fyrir sig. — Bless- uð Kate, sagði hann, — hvað kom fyrir þig? — Það var eins og að verða fyrir sleggju, sagði hún. — Hanna hefur ekki sagt mér sem greinilegast frá þessu, sagði hann og settist við rúmið. -— Segðu mér, hvernig það gekk til. Hún sagði honum það i sem stytztu máli. — Svo að þú sérð, lauk hún máli sínu, — að þetta er sama sem ekkert. Ég er lík- lega of hörð í haus. Ekkert brot- in eða þess háttar. Ég verð far- in að vinna aftur á morgun. Paul leit á Hönnu. — En mér skildist af þessari Gróu hérna að allri vinnu hjá þér væri lokið, og þú ætlaðir að krækja í húsbónd- ann. — Ekki er það nú nákvæmt og ekki að því komið, sagði Kathleen. Hún útskýrði síðan málið. — Þú skilur þvi, Paul, að þetta á að fara leynt, og segðu NÚ DUGAR EKKERT FfKJUBLAÐ . > , TIZKUVERZLUN VESTURVERI SIMI 17575 SKINFUAIR SKINFLAIR LEÐURVÖRUR. AÐEINS EITT STYKKI AF HVERRI GERÐ. RÚSKINNSBUXUR — PILS k SlÐ VESTI O, M. FLEIRA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.