Morgunblaðið - 05.12.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.1970, Blaðsíða 1
 32 SÍÐUR - 278. tbl. 57. árg. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1970 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flak Bolls Royce-flugvélar-1 innar. — Mynd þessi er tekin . norðvestur af flugvellinum í Dacca í Austur-Paldstan, þar I sem flugvélin hrapaði tii jarð- | ar. Sem kunnugt er fórust sjö , manns í flugslysinu og voru þrír slenzkir flugmenn í hópi 1 þeirra. — (AP-símamynd). Hernaðarástand í Baska-héraði Madrid, 4. des. NTB—AP. SPÆNSKA stjórnin ákvað í dag að iýsa yfir hernaðarástandi um þriggja mánaða skeið í Baska- héraðinu Quipuzcoa. Barst þessi Framh. á bls. 2 Lítt hrifnir af því að fara til Kúbu — sagði James Cross um mannræningjana Montreal, 4. des. NTB—AP. ■— MÉB líður vel, var það fyrsta, sem brezki sendistarfs- maðurinn James Cross sagði við konu sína, er hann talaði við hana símieiðis til Sviss, eftir að hann var laus úr höndum mann- ræningjanna í Montreal. I sam- tali við Robert Bourassa, forsæt Mildari afstaða til V-Berlínar Samkomulag um stöðu borgarinnar þjónar hagsmunum Austur- Þýzkalands — segir Pravda Mosikvu, 4. das. NTB-AP SOVÉTBÍKIN fullvissuðu í dag bandamenn sína í Austur-Þýzka- landi um, að samningur við Vest- urveldin um stöðu Vestur-Berlín- ar muni þjóna hagsmunum Austur-Fýzkalands. Kom þetta fram í Jeiðara í Pravda, mAl- gagni sovézka kpmmúnista- fiokksins, um fund æðstu manna Varsjárbandalagsríkjanna í Aust ur-Berlín og er þarna um að ræða verulegan mun gagnvart yfiriýsingu þeirri, sem gefin var út eftir fimdinn, en þar sagði, að sérhver samningur um þetta efni yrði að vera til gagns hags- munum Austur-Þýzkalands og fullveldisréttindum þess. Fundurinn í Austur-Berlín var haldinn tiil þess að eyða, að því er taliið er, óánægju austiuir- þýzkiu kommúndstaleiðtoganina með, hversu hratt gengur að bæta sam.búð Vestur-ÞýzkaJands og Auist U'r-Evrópu.rikjanna. 1 Pravda segir, að komiist fjór- veld'in fjöguir að samkomulaigi í viðrajðum sínuim, sem báðir að- ilar geti sæt.t sig við, þá verði sllikt til þess að draga úr við- sjám í Evrópu og þjómi þaminág hagsmunum íbúainina í Vestur- Berllín jafnit sem löglegum hags- mun'Utn Auistur-Þýzkalamds. isráðherra Quebecfylkis, sagði hann: — Þetta er í fyrsta sinn á átta vikum, að ég fæ að sjá sólina. Sagði Cross, að sér hefði alltaf verið haldið föngnum inni í gluggalausu hergergi. Eftir að frú Cross hafði talað við mann sinn frá Bern i Sviss, þar sem hún hefur dvalizt að undanförnu, kvaðst hún vera yf- ir sig glöð yfir því, að fá að sjá mann sinn bráðlega. — Mað- urinn minn sagðist hafa létzt mikið — nærri 10 kíló — þessar æsingakenndu vikur, sem hann hefur verið fangi. Þegar ég spurði hann, hvað hann hefði fengið að borða, sagðist hann ekki hafa verið mjög hrifinn af því, sem matreitt hefði verið fyr- ir sig. Frú Cross sagði ennfremur: — Mannræningjarnir létu hann fá talsvert safn af byltingarbók- um, en ég held ekki, að þeim hafi tekizt að gera hann að bylt- ingarmanni. Maðurinn minn sagði, að tveir menn, vopnaðir vélbyssum hefðu gætt sín dag og nótt og hann hefði vonað, að þeir væru vel þjálfaðir í með- ferð þeirra. Frú Cross sagði einnig, að mað ur sinn hefði ekki virzt beizk- ur í garð ræningja sinna. — Hann var feiknarlega feginn að vera frjáls. Hann sagði mér, að sér hefði ekki virzt sem mann- ræningjarnir væru sérstaklega hrifnir af þeirri hugmynd að fara til Kúbu, en þeir hefðu ekki átt annars úrkosta. Kanadíska herflugvélin með mannræningjana um borð lenti i Havana á Kúbu snemma í morg un. Með henni voru mánnræningj arnir þrír ásamt fjölskyldum þeirra. 1 Ottawa sagði John Turner, dómsmálaráðherra Kan- ada, að mannræningjarnir hefðu fyrir fullt og allt glatað kana- disku ríkisfangi sinu. Guinea: Portúgalar stóðu að innrásinni ALÞJÓÐANEFND sú, sem send var til Guineu að tilhlutan Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna, hefur látið fara frá sér skýrslu, sem allir nefndarmenn eru einróma sammála um, þess efnis að innrás sú frá hafi, er gerð var í Guineu í síðasta mán- uði, hafi verið framkvæmd af portúgölsku herliði, en einnig hafi teldð þátt í henni stjórnar- andstæðingar frá Guineu sjálfri. 1 skýrisil'Uininii seigir, að í inm- ráisarM'ðdiniu hafi venið 300—400 mairans og þeiir fyrst og fremst verið Afríkiumienin úr pocrtú- galska hemum. Hafti þeir lotdð yfirstjóm portúgalskra herfor- iragja. Þá hafi þeir Gutneumenn, sem þátt tóku í innrásdraná, ver- ið þjálfaðir í Portúgölsku Guiiraeu. Skip þau, sem þátt tófeu í dnnrásinind, hafi fyrsit og freimisit verið mömnuð hvitum Portúgöl- um undir stjóm hvitra herfor- iragja. 1 skýrslunnd er ennfremiur tekdð fram, að innrásarMðimu hafi verið safinað saman í Portú- göisfeu Guineu. Aliþjóðamefmdin, sem kamnaði mái þetta var skip- uð fulitrúum Sameimiðu þjóð- anma og voru þeir frá Kólumbíu, Finndiaindi, Nepad, Póllandi og Zambíu. Portúgöls'k stjómvöld hafa hvað eftir annað neitað þvi, að hafa átt nokkum þátt í immrás- immd. New York, 4. des. AP. ELDUR kom upp i dag í skýja kljúfi við eina af helztu breið- götum New York og lokuðust margir inni i lyftum og efri hæð um hússins. Þrír biðu bana og 8 slösuðust, þeirra á meðal 3 bruna liðsmenn. F allizt á öryggis málaráðstefnu - náist samkomulag um Berlín Brússel, 4. des. NTB—AP. 1 DAG lauk fundi leið- toga Atlantshafsbandalagsríkj- anna (NATO) í Brússel með samkomtilagi um að taka ekki þátt í ráðstefnu um öryggismál Evrópu ásamt kommúnistarikj- unum fyrr en Sovétríkin hefðu komizt að samkomulagi við Bandamenn varðandi Berlínar- málið. Fjórveldin, Bandarikin, Sovétríkin, Frakkiand og Bret- land, hafa átt með sér 11 fundi um Berlínarmálið frá þvi í vor án sýnilegs árangurs, en á fimmtudag gáfu Sovétmenn og bandamenn þeirra út yfirlýsingu, þar sem bjartsýni gætti um lansn Berlínarmálsins. Eftir NATO-fundinn í dag er ljóst, að Vesturveldin telja, að verði ekki árangur af Berlínarviðræðunum, niuni það spilla fyrir bættum horfum varðandi samskipti aust urs og vesturs. 1 yfirlýsingu, sem gefin var út í lok fundarins, kom berlega fram, að þau skilyrði eru sett fyr ir hugsanlegri þátttöku í ráð- stefnu um öryggismál Evrópu að aðrar viðræður við kommúnista- ríkin, sem nú eiga sér stað, verði jákvæðar. Bandaríkjamenn eiga nú í viðræðum við Sovétrikin um takmörkun gereyðingar- vopna, SALT-viðræðurnar svo- nefndu I Helsingfors, og Austur- og Vestur-Þýzkaland eru að reyna að komast að einhvers kon ar samkomulagi. Skilyrði þau, sem sett hafa ver ið, eru helzta niðurstaða NATO- fundarins, sem stóð I tvo daga. í lokatilkynningunni, sem út var gefin eftir fundinn, sagði m.a.: „Aðilar staðfestu að rikisstjórn ir þeirra væru reiðubúnar að taka upp alhliða sambönd við all ar ríkisstjórnir, sem áhuga hafa, til þess að kanna hvort unnt sé að koma á einni ráðst. eða fleiri um öryggi og samstarf i Evrópu, jafnskjótt og viðræðum um Berlín er lokið á fullnægjandi hátt, og að því tilskildu að aðr- ar viðræður, sem nú eiga sér stað, haldi áfram í jákvæða átt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.