Morgunblaðið - 05.12.1970, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAPJOAjGUR 5. DESBMBHR 1970
13
Framtíð Kópa vogs er í
höndum okkar sjálfra
GATNAGERÐ
Það hefur eðlilega verið
jnikill þyrnir i augum Kópa-
vogsbúa, hversu iítið hefur mið
að áfram i varanlegri gatnagerð
undanfarin ár og höfum við í
þeim efnum dregist iangt aftur
úr öllum nágrann£isveitafélögum
og mun það vera ein höfuð-
éstæðan fyrir því, að fasteignir
hér hafa einnig verið verðlagð-
ar í lægsta flokki miðað við
slikan samanburð. Hversu lítið
miðaði áfram í gatnagerð tel ég
fyrst og fremst megi heimfæra
til þriggja meginorsaka: í fyrsta
lagi var aldrei mörkuð skýr
heildarsrtefna i þessum málum og
gatnaóætlanir við það miðaðar
að ljúka þeim á þann fullkomn-
asta og kostnaðarsamasta máta
er þekktist, með þeim afleiðing-
um, að feosningabúturinn við
Kársnesbraut varð eina varan-
lega gatnaframfevæmdin yfir 8
éra stjómartómabil fyrrverandi
bæjarstjórnarmeirihluta. 1 öðru
lagi voru framkvæmdir aldrei
boðnar út, en öllum er ljóst, að
lang ódýrast er fyrir sveitarfé-
lögin að bjóða út slikar fram-
kvæmdir og er einnig mjög mik
ilvægt að það sé gert á heppi-
legum árstíma, en töluverður
verðmunur getur verið á þvi
hvenær verk eru boðin út. 1
þriðja lagi hefur ekki verið leit
að nógu fast og skipulega eftir
lénsfé til langs tíma í þessar
framkvæmdir, en öllum er ljóst,
að til þes's að gera verulegt
átafe þarf í það minnsta tíu
milljónir árlega að láni, umfram
það sem sveitarfélagið sjálft get
ur látið af mörkum.
VERKEFNI FRAMUNDAN
Strax og núverandi bæjar-
stjórn tók við völdum kom i
ljós, að ekkert fé var til ráðstöf
unar í gatnagerð né í margvís
legar aðrar framkvæmdir, sem
fjárhagsáætlun sagði til um, þar
sem greiðslusfeuldbindingar bæj
arins, til ársloka, voru það mikl
ar, að ekkert fjármagn var af-
lögu. Tókst þó að tryggja lánsfé
frá viðskiptabanka bæjarins til
þess að kleift væri að bjóða út
framkvæmdir við Auðbrekku og
Kársnesbraut, en áætlanir um
kostnað gatnanna voru í kring-
um 6.6. milljónir. Áður höfðu
gaúmgæfliega verið kannaðar
þær leiðir, sem færar voru um
endanlega gerð og frágang gatn
anna að mati þeirra verkfræð-
inga er hönnuðu verkin. 1 gatna
áætlun bæjarins, sem fyrir lá til
grundvallar, var gert ráð fyrir
að við endanlegan frágang þess
ara gatna hefði heildarkostnað-
ur verið þrefált meiri. Það er
augljóst mál, að til þess að skap
ist viðunandi ástand í þessum
efnum hér, þarf að leggja olíu-
möl á stóran hluta af gatna-
kerfi bæjarins án mikillar und-
irbúningsvinnu, enda leyfá
ástæður það viða og þær götur
sem þarf sérstaklega að undir-
byggja, þá þurfa framkvæmdir
að vera við það miðaðar, að,
að kostnaði sé stillt i hóf. Á
næsta ári mun m.a. vera áætlað
að lagfæra og leggja olíumöl á
fjölmargar götur er nema um
það bil 4 km. að lengd, auk þess
sem gert verður stórt átak í
gerð Borgafholtsbrautar frá Urð
arbraut að brúnni við Hafnar-
fjarðarveg. Nánari upplýsingar
um þéssi mál er að vænta þeg-
ar framkvæmdaáætlun bæjarins
fyrir kjörtímabilið verður birt,
en þess er fastlega vænzt, að
hún verði tilbúin fljótlega upp
úr áramótum.
ALLIR FÆDDIR JAFNIR
Þessi sígilda mannréttindayfir
lýsing virðist oft þyí miður
gleymast í hita dagsins og vera
meira í orði en á borði. Mjög
tiltækt dæmi þessu til sönnun-
ar er að finna í gagnrýni and
stæðinga okkar á hæfekun launa
til bæjarráðsmanna, bæjarfull-
trúa og fyrir nefndarstörf. Bæj
arráðsmenn fá nú fast 12 þús.
krónur á mánuði og bæjarfull
trúar kr. 1.500.00 og auk þess
sem greiddar eru 1.000.00 kr. fyr
ir hvern bæjarstjómarfund og
kr. 500.00 fyrir nefndarstörf en
formenn fá kr. 750.00, áheymar
fulltrúar í bæjarráði fá hálf
bæjarráðslaun.
Það er ljóst, þrátt fyrir veru-
lega leiðréttingu, að allir
ofangreindir aðilar leggja miklu
meiri vinnu af mörkum, en fyrr-
nefndar greiðslur gefa til
kynna, auk þess sem flestir taka
mikinn þátt í ólaunuðum félags
störfum í bænum. Það er aftur
á móti ekki bæjarfélagi okkar
til góðs, ef þeir sem vinna að
bæjarmálum geta efeki lagt af
mörkum nauðsynlegan tíma til
þess að vinna að þeim störfum,
vegna þess að þeir hafi ekki
fjárhagslega aðstöðu til þess og
eðiilega er hægt að gera miklu
strangari kröfur til bæjarráðs-
manna og bæjarfulltrúa, sem
ekki leggja nær eingöngu starfs
krafta sína fram i sjálfboðaliðs
vinnu og þannig mætti lengi
rökstyðja ástæður fyrir þessari
sanngjörnu leiðréttingu á áður-
nefndum launum. Það verður
einnig að haía í huga að eign-
ir Kópavogsbúa eru um 2500
milljónir samkvæmt siðasta fast
eignamati og er það eðlilega
skýlaus krafa bæjarbúa, að
stjómun bæjarins sé á hverj-
um tima vel skipulögð og lýð-
ræðisleg. Það kemur úr hörð-
ustu átt að bæjarfulltrúar svo-
kallaðra vinstri flokka, sem þyk
ast þó öðru jöfnu ver að telja
mönnum trú um, að þeir berjist
fyrir kjörum hinna lægst laun-
uðustu, skulu vera þeir sem
mest hafa gagnrýnt þessa ráð-
stöfun. Það var þó gleðilegt að
á bæjarstjórnarfundi, þegar
launamál þessi voru til af-
greiðslu að einn bæjarráðsmann
anna úr þeirra röðum Sigurður
Grétar Guðmundsson studdi þó
tillöguna, enda gat hann þess
réttilega að hann teldi það ekki
sérréttindi þeirra ríku að vera
þeir einu sem möguleika hefðu
til þess að taka þátt í bæjar-
málum eða í störfum Alþingis
Islendinga.
SKÓLAMÁL
Það hefur löngum verið bor-
ið fyrir sig af fyrrverandi bæj-
arstjórnar-meirihluta, að ástæð-
an fyrir litlum framkvæmdum
væri óeðlilega miklar skólabygg
ingar. Ástandið í þessum efnum
var þó mjög bágborið og.eru all
ir skólamir 3 settir að mestu,
Ekki var hægt að koma á
kennslu 6 ára bama s.l. haust
vegna húsnæðisskorts og stór-
vandræði blasa við i Ðigranes-
skóla, ef hann yerður ekfei
stækfeaður um 3 kennslustofur
fyrir næsta kennsluár, og svöna
mætti lengi telja.
Alvarlegast var þó með bygg
ingu Þinghólsskólans, en í hon
um átti kennsla að hefjast á
gagnfræðaskólastiginu , s.l.
haust, en framkvæmdir við hús
gruntn höfðu dregsit um nokkra
mánuði og ekki fyrirsjáanleg
notkun hans á komandi skóla-
ári, auk þess sem f jármálastaða
bæjarins gaf til kynna að ekk-
ert f jármagn væri aflögu.
Það tókst þó með snarræði nú
verandi meirihluta bæjarstjórn-
ar, að ganga þannig frá málinu,
að allt útlit er fyrir að kennsla
geti hafizt strax eftir áramót.
Höfuðverkefnin á næstunni í
sfeólamálum er áframhaldandi
stækkun Þinghólsskólans og
barnasfeólanna, Digranessfeólans
og Kópavogsskólans.
Það er álit sérfróðra manna,
að barnaskólar eigi ekki að
vera fjölmennari en með 500
nemendur og m.a. með það í
huga tel ég rétt að ljúka sem
fyrst við Kópavogsskólann, þar
sem tillit verði tekið til þess að
ekfei verði talið heppilegt að
fjö'lga mjög kennslustofum og
lokaframkvæmdir við það miðað
ar.
Bæjarstjóm Kópavogs sam-
þyfefeti í fyrra áskorun til
menntamálaráðuneytisins að
menntaskóli yrði reistur í Kópa-
vogi enda væri hún reiðubúin
að úthluta lóð til skólans.
Það er staðreynd að um það
bil 70—80 nemendur úr hverjum
árgangi stunda nú nám í mennta
skólum og er þvi mjög tímabært
að strax verði hafist harida í
þessu máli. Það væri þó vissu-
lega mjög þýðingarmikið, að
menntaskólinn leggi áherzlu á
Framh. á bls. 24
KÓP AV OGSBRÉF
ALMENNA BOKAFELAGIO
TILKYNNIR
Þar sem útgáfubækur félagsins eru nú orðnar 232 talsins, og aðstaða okkar
til afgreiðslu í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar er takmörkuð, höfum við
til hagræðis fyrir félagsmenn AB.
opnað stóro bókaofgreiðslu í Sætúni 8
Félagsmenn AB fá allar bækur félagsins fyrir 20—30% lægra verð en utan-
félagsmenn.
AB-bækur kosta allt frá kr. 35 upp í kr. 980.— en þorri þeirra kostar INNAN
VIÐ KR. .300.—
Allir geta gerst félagsmenn, engin innritunar- eða félagsgjöld, en félagsmenn lofa aðeins að kaupa 4 bækur hið
minnsta á ári. þeir sém kaupa 6 bækur eða fleiri fá gjafabók frá félaginu.
Félagsmenn hafa ætíð frjálst val um allar AB-bækur.
í bókaafgreiðslum okkar fást flestar úrvalsbækur AB á ótrúlega lágu verði.
ALMENNA BÓKAFÉLAGID
Afgreiðsla í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Sími 18880.
Afgreiðsla í Sætúni 8. Sími 15920.