Morgunblaðið - 05.12.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.12.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DBSIBMBBR 1970 17 Frá fundi borgarstjórnar: Umræður um hagsáætlun EINS og greint hefur verið frá var frumvarp að fjárliagsáætlun Reykjavíkurborg-ar fyrir árið 1971 lagt fyrir fund borgarstjóm ar sl. fimmtudag. Það kom m.a. fram í srvarræðu borgarstjóra, Geirs Hallgrímssonar við ræðum borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, að hækkaður launakostnaður hlyti að setja mark sitt á fjárhagsáætlunina, og á undanfömum árum hefði hækkun á niðurstöðum fjárhags áætlunar milli ára verið minni, en hjá öðrum rekstrarheildum í þjóðfélaginu. Kristján Benediktsson (F) sagði m.a., að einstökum borgar fyrirtaekjum væri nú ætlað að greiða 3,7 millj. kr. í borgarsjóð. Þetta væri nýmæli og borgin væri með þessu að sei'last í vasa þessara fyrirtækja. Stærri hluti teknanna færi nú í beinan kostn að, en minni hluti til beinna fram kvæmda en nokkru sinni fyrr. Bkki væri að undra, þó að gjöld borgarinnar hefðu farið fram úr áætlun á þessu ári, þar sem ekki hefði verið reiknað með velrðhaekk'unumi. — Hin snj allla lausn væri svo að veita þessu yfir á næstu ár með skyndilán- um og yfir- drætti á banka- rei'kningi. — Þá sagði Kristján, að þessi fjárhags- áætlun væri í fáu frábrugðin áætlúnum fyrri ára, nema að því leyti, að nú væri verðstöðv- un. Annað kæmi hins vegar í ljós, þar sem þetta væri lang- hæsta fjárhagsáætlun, sem gerð hefði verið. Hér væri um meiri hækkun milli ára að ræða en dæmi væri til um áður að einu ár,i undanskildu og væri þetta ógnvekjandi. Kristján fór síðan nokkrum orðum um þær fram- kvæmdir, sem fyrirhugað er að gera, en taldi þó, að marga þarfa framkvæmd vantaði. Björgvin Guðmundsson (A) fór um það nokkrum orðum, að rekstrarútgjöld væru áætluð 30,8%. Kostnaður við stjórnun EIN.VIl G. Baldvinsson listmál- ari opnar málverkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins í dag, laugardag, kl. 4, en síðan verður sýningin opin daglega frá kl. 2- 10 til sunnudagsins 13. des., en þá lýkur henni iuu kvöldið kl. 10. Einar sýnir þarna 33 olíumynd ir, flestar stórar, og litagleði ríkir í þeim öllum, ekki síður en ykist um 24%. Sú meginskýring væri gefin, að kaupgjald hefði hækkað. Einn liður hækkaði hins vegar mjög lítið þ.e.a.s. eignabreytingar eða um 11%. En samkvæmt áætlun þessa árs hefði sá liður hækkað um 20%. Stefnubreyting hefði því orðið til verklegra framikvæmda. — Borgarstjóri hefði gefið þá skýringu, að halda hafi orðið ólögðum gjöld- um niðri. Hann sagðist viður- kenna, að verð- stöðvunarlögin Björgvin hömluðu sveitar félögum að þessu leyti. Sjálfstæðisflokkurinn hefði leikið sér að því að áætla ýmsa tekjulið-i of lága til þess að geta ráðskast með fjármagnið. Hann taldi ennfremur greinilegt, að ráðgert væri að draga úr verk- legum framkvæmdum og taldi það varhugavert. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, tók að gefnu tilefni fram í svarræðu sinni, að Kristján Benediiktsson hefði varið veru- legum hluta ræðu sinnar til þess að ræða rekstrarútgjöld þes»a árs. Rekstrarútgj öld þessa árs hækkuðu um 8,8%. Hann hefði skilið orð borgarfulltrúans á þann veg, að ful'lkomnar skýring ar væru fyrir hendi á þessari hækkun. Þessi umframútgöld væru í raun aðeins 0,1% með beinum útreikningi á sönnuðum auknum útgjöldum borgarinnar á árinu vegna verðhækkana. — Hvernig átti boxgarstjórn að mæta þessum auknu útgjöldum? Þar se-rn þessar hækkanir urðu eftir niðurjöfnun útsvara, var útilokað að hækka útsvör, nema með auka niðurjöfnun, Borgar- stjóri varpaði síðan fram þeirri spurningu, hvort skilja hefði átt Kristján Benediktsson á þann veg, að hann áteldi, að þessi leið skyldi ekki hafa verið farin. Ef ekki, þá hefði eina ráðið verið að taka láin eins og gert hefði verið. Tekið hefði verið lán að formfegurð. Flestar eru mynd- irnar frá sjávarsíðunni, héðan frá höfninni, sunnan frá sjó, utan af miðum, neðan úr slipp og of- an úr sveit. Einar hefur haldið nokkrar sýningar áður, þá síð- ustu í Unuhúsi fyrir ári. Mynd- irnar núna eru flestar málaðar á síðustu tveimur árum. Myndirnar eru allar til sölu, og verðið er hóflegt. fjár- upphæð 45 milljónir kr. umfram fjárhagsáætlun. Þá taldi borgarstjóri eðlilegt, að borganfyrirtækin hefðu nokk- urt fjármagn inn.i í borgarsjóði. Ekki væri óeðli- legt, að það væri Vi hluti af ársveltu fyrir- tækjanna1. Fram kvæmdir þess- ara fyrirtækja y-rðu ekki heft- ar á næsta ári. Borgarstj óri ræddi síðan að Geir hve miklu leyti þessar hækkan- ir væru til þess failnar að draga úr framkvæmdum næstu áirin. Hann sagði í því sambandi, að vegna Skólabygginga ykjust út- gjöld borgarinnar um 22 millj. kr. á næsta ári En að öðru leyti væru a-fborganir í sömu upphæð eins og á þessu ári. Þegar rætt er um hækkun á iniðunstöðum miili ára um síð- ustu 3 árin, er á það að líta, að hún hefur verið mjög lítii; langtum lægri en hver önnur rekstrarheild í þjóðfélaginu hef- ur sýnt. Launakostnaður væri helmingur af útgjöldum borgar- innar. Ekki væri ofmælt, að tii viðbótar breyttist Vi hlulti út- gjalda borgarinnar í samræmi við hækkun launa. Launakostn- aður hefði aulkizt meira á þessu ári en áður; það hlyti að marka fjárhagsáætlun næsta árs. Rétt væri, að ýmsar fram- kvæmdir yrðu að bíða, en fram- kvæmdafyrirætlanir borgarfyrir- tækja og sfofnana bættu þetta upp. Ef táka ætti tillit til gjald- þols borgaranna, yrði óhjá- kvæmilega að fresta ýmsum f ramk væmdum. Varðandi ræðu Björgvins Guðmundssonar sagði Borgar- stjóri, áð hann tæki feginshendi hverri rökstuddri gagnrýni. Því myndi honum þykja vænt um, ef borgarfulltrúinn nefndi, hvernig koma ætti í veg fyriir 24% hækkun stjórnunar'kostnað- ar, þegar launahækkanir væru um 30%. Það væri vegna auk- innar þjónustu við borgarana, að hlutfallsleg aukning yrði ekki jöfn á framkvæmdalið. Þyrlan komin í DAG er þyrla Langhelgisgæzl- unnar aftur komin í gang eft- ir að skipt hefur verið um mót or í henni. En sem kunnugt er, brotnaði mótorinn yfir heiðum fram af Svartárdal fyrir rúmum mánuði. 1 gær var verið að reyna þyrluna og reyndist allt í góðu lagi, svo að hún verður tekin í noktun í dag. Mæðrastyrks- nefnd Kópavogs hef ur starf semina MÆÐRASTYRKSNEFND Kópa- vogs hefir hafið starfsemi sína og er gjöfum og fatnaði veitt mót- taka í húsnæði nefndarinnar að Digranesvegi 10, kjallara á mánu dögum kl. 14—17 til 9. des. — Sömu daga fer einnig fram út- hlutun á fatnaði. Einndg munu nefndarkonur veita móttöku og sækja framlög ef óskað er. Sér staklega er mæðrum bent á lög- fræðilega aðstoð á vegum nefnd arinnar. Skátar munu heimisækja bæj arbúa fyrir nefndina 5. og 6. des. og taka á móti fjárframlögum og er vonazt til að þeiim verði vel tekið sem fyrr. Þessar konur Skipa Mæðra- styrksnefnd Kópavogs: Þorgerð- ur Kolbeinsdóttir, form., Ingi- björg Ólafsdóttir, ritari og Unn ur Jakobsdóttir gjaldkeri. Einar Baldvinsson listmálari hjá einu málverki sínu í Bogasaln- um á föstudag. (Ljósm. Sv. Þorm.). Opnar málverkasýn- ingu í Bogasal í dag Páll Guðjónsson verzlunarstjóri hjá Tómasi með innihald eins pakkans sem gleðja mun íslendinga erlendis um jólin. * Isl. matur um allan heim ÞAÐ GERIST æ algengara að ísienzkur matur sé á jólaborð- um fslendinga sem staddir eru f jarri ættjörðinni víðs vegar um heiminn. Ættingjar og vinir sjá nm að svo sé og ýmsar verzl- anir annast sérstaka pökkun vara til þessara sendinga. Við þessar sendingar eru samt ýmsir snúningar svo sem öflun tollskjala, ýmissa fylgibréfa o. fl. sem almenningur hefur mik- ið fyrir. Kjötverzlun Tómasar Jónssonar að Laugavegi 2 hef- ur um mörg undanfarin ár tek- ið þennan snúning af fólki og annast sendingarnar að öllu leyti — að undanskildu leyfi skrif Opið til kl. 4 í dag KAUPMANNASAMTÖKIN hafa tilkynnt um almennan afgreiðslu tíma verzlana i desember. 1 dag, laugardag eru verzlanir opnar til kl. 16.00. Laugardaginn 12. desember verða verzlanir opnar til kl. 18.00 og 19. desember til kl. 22.00. Á Þorláksmessu verða verzlanir almennt opnar til kl. 24.00 og á aðfangadag og gaml- ársdag er opið til kl. 12.00. Verzl anir verða almennt lokaðar á jóladag og annan jóladag. stofu dýralæknis þegar um send ingar til Bandaríkjanna er að ræða. — Þessar matarsendingar auk ast stöðugt, sagði Garðar Svav- arsson eigandi Kjötverzlunar Tómasar Jónssonar. Sama fólkið kemur ár eftir ár og nýir bæt- ast ávallt við. Pakkasendingarn- ar skipta nú hundruðum. — Við höfum hér ekki sér- staka pakka, heldur velur fólk- ið magn kjöts eða þess annars sem sent er. Mest er keypt af hangikjöti en einnig mikið af reyktum laxi og síld en öiiu þessu er pakkað í loftþéttar umbúð- ir. Sviðin er líka vinsæl en fara þá aðeins niðursoðin og mikið er sent af harðfiski. — Við sendum mest magn til Norðurlanda en pakktarnir fara um allan heim, mikið til Banda- rikjanna, ýmissa landa í V-Evr- ópu og víðar. Alltaf fara nokkr- ir pakkar til Ástralíu, tveir ís- lendingar eru í Vietnam sem enn fá mat sendan héðan, ísl. jarð- fræðingarnir í Mið-Ameriku fá pakka svo og Islendingar í Jap- an, Perú, Ohile og nokkrir I Rhodesiu og einn borðar hangi- kjöt o.fl. í Kenía. — Það færist einnig í vöxt, sagði Garðar, að íslendingafélög erlendis panti fyrir samkomur sínar ísl. mat og á það þó ekki sízt við um þorrahátíðir sem eru árlegir viðburðir hjá þessum fé- lögum. Er þá sent út allt sem til- heyrir islenzkri þorrasamkomu. Játuðu innbrotið í Grindavík TVEIR menn hafa nú játað hjá rannsóknarlögreglunni í Hafnar- firði innbrot, sem þeir frömdu í Bókabúð Grindavíkur aðfarar- nótt þriðjudags. Var stolið 60— 70 þúsund króna virði af vam ingi, aðallega tóbaki, hárþurrk- um, kveikjurum o.fl. Rannsóknarlögreglan í Hafn- arfirði fékk fljótt fregnir af tveimur mönnum, sem höfðu far ið i bæinn um nóttina og tókst að ná þeitn í Reýkjavík. Hafa þeir verið í gæzluvarðhaidi síð- an og játuðu loks í gær. Þýfið höfðu þeir falið í Reykja vík og í Hafnarfirði og hefur fundizt mest af þvi. Þó höfðu þeir selt og gefið nokkuð af því, sem ekki ev allt fundið. Biður rannsóknarlögreglan í Hafnar-' firði leigubílstjóra, sem keypt hafa kveikjara og sígarettur, um að gefa sig fram. Sömu nótt höfðu mennirnir tveir stolið loftslipunarvél í Keflavik. Hefur hún nú einn- ig fundizt í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.