Morgunblaðið - 05.12.1970, Blaðsíða 24
24
MO«GUNIBLABH>, LAUG-A RÐ-A'GU'H 5. OEKEMBER 197®
O Gimli 59701277 — 2
Kvrnirhi’ Grensássóknar
hí'lciur jólafund sinn mánu
daginn 7. desember kl. 8.30
í sa fnaóarheimilínu. Bryn-
dás Steinþórsdóttir, hús-
maeðrakennari kemur á
fundinn og séra Jónas
Gíslason talar. Stjómin.
Kvenfélag Garðahrepps
Kökubasar verður í Barna
skólanum sunnudaginn 6.
desember kl. 3 e.h. Félags-
konur vinsamlega gefið
kökur og skili þeim I Barna
skólann á sunnudag kl.
10—12 f.h.
Basarnefndin.
Slysavarnadeildin
Hraunprýði, Hafnarfirði
40 ára afmælisfundur
deiidarinnar verður 1
Skiphól, þriðjudaginn 8.
desember kl. 8.30.
Til skemmtunar, upplestur
Guðmundur Magnússon,
söngur Inga María Eyjólfs-
dóttir og Haukur í>órðar-
son, leikþáttur, Elínborg
Magnúsdóttir.
Konur fjöimennið og pant-
ið miða hjá Huldu, sími
50501, Sigþrúði 50452, HaH-
dóru sími 50571.
Grensássókn
Hínn árlegi basar Kvenfé-
lags Grensássóknar verður
haldinn sunnudaginn 6. des
I Hvassaleitisskóla og hefst
kl. 3. Þar verður til sölu
margt góðra muna. I.júf-
fengar kökur og lukkupok
ar fyrir bömin. Um kvöld-
ið verður aðventusamkoma
í safnaðarheimiiinu i Mið-
bæ kl. 20.30. Biskup Is-
lands herra Sigurbjöm Ein-
arsson flytur aðventuhug-
leiðingu. Þórður Möller yf
iriæknir syngur einsöng.
Organisti safnaðarins Árni
Arinbjarnar leikur á orgel.
Kirkjukórinn syngur. Tek-
ið verður við gjöfum til hins
nýja safnaðarheimilis. Atlt
safnaðarfólk velkomið.
Skagfirðingafélagið í
Beykjavik
hefur félagsvist í Domus
Medica laugardaginn 5. des
ember kl. 20.30. stundvís-
lega. Stjórnandi Kári Jón-
asson. Kátir félagar sjá um
fjörið.
Stjórnin.
Jólafundur félags einstasðra
foreldra
verður í Tjarnarbúð mið-
vikudagskvöld 9. desember
kl. 8.30. Guðrún Á. Símon-
ar óperusöngkona syngur.
Guðrún Ásmundsdóttir
Ieikkona les upp. Kvik-
myndasýning. Jólahapp-
draetti með mörgum vinn-
ingum. Félagar eru hvattir
til að taka með sér gesti.
Stjórnin
Óháði söfnuðnrinn
Félagskonur safnaðarfólk
og aðrir velunnarar safnað
arins, eru góðfúslega mínnt
ir á basarinn n.k. sunnu-
dag 6. desember kl. 2. Tek
ið á móti gjöfum laugardag
kl. 1—7 og sunnudag kl.
10—12 í Kirkjubæ.
Kvenfélag
Óháða safnaðarins
K.F.U.M. og K.
í dag:
KL 8.30 e.h. basarsamkoma
K.F.U.K. í húsi félaganna
við Amtmannsstíg Fjöl-
breytt dagskrá. Tekið á
móti gjöfum til starfsemi fé
lagsins. Allir velkomnir.
Á morgun:
Kl. 10.30 f.h. Sunnudaga-
skólinn við Amtmannsstíg.
Drengjadeildimar Kirkju-
teigi 33, Langagerði 1 og í
Félagsheimilinu við Hlað-
bæ í Árbæjarhverfi. —
Bamasamkomur í barna-
skólanum við Skálaheiði í
Kópavogi og í vinnuskála
F.B. við Þórufe)! í Breið-
holtshverfi ( bifreið frá
Bamaskólanum, fyrri ferð
kl. 10.15).
KI. 1.30 e.h. Drengjadeild-
irnar við Amtmannsstíg og
drengjadeildin við Holta-
veg.
Kl. 8.30 e.h. Almemi sam-
koma í húsi félagsins við
Amtmannsstíg. Benedikt
Arnkelsson, guðfræðingur
talar. — Einsöngur. —
Fórnarsamkoma. Allir vel-
komnir.
Brapðraborgarstígur 34
Samkoma annað kvöld kl.
8.30. Sunnudagsskóli kl. 11.
Æskulýðsstarf Neskirkju
Fundir fyrir stúlkur og pilta
13 ára og eldri mánudags-
kvöld kl. 8.30. Opið hús frá
kl. 8.
Séra Frank M. HaJIdórsson.
Kvenfélag Breiðholts
Basarinn verður 6. desemb
er kl. 2. í Breiðholtsskóla.
Gjafavörur, kökur, lukku
pokar. Allt á hagstæðu
verði.
Basamefnd.
Hjálpræðisherinn
Sunnudagur kl. 11.00 HeJg-
tinarsamkoma. Kl. 20.30
Hjálpræðis- og fagnaðar-
samkoma fyrir Berit Sol-
hrim.
Kafteinn Káre Morken
stjórnar. Foringjar og her-
menn taka þátt í samkom-
um sunnudagsins.
Allir velkomnir.
Bænastaðminn Fálkagötn 10
Kristileg samkoma sunnud.
6.12 kl. 4. Sunnudagaskóli
kl. 11 fji. Bænastund virka
daga kl. 7 ejtn
Allir velkomnír
KF.l'.M og K. Hafnarfirði
Almenn samkoma sunnu-
dagskvöld kl. 8.30. Séra
Frank M. Halldórsson talar.
Allir velkomnir.
Heimatrúboðið
Almenn samkoma á morgun.
kl. 20.30 að Óðinsgötu 6 A.
Sunnudagaskóli kl. 14.
Verið velkomin.
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur jólafund mánudag-
inn 7. desember kl. 8.30 I
fundarsal kirkjunnar.
Mætið vel.
Stjómin.
Hafígrímskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 10.
Messa kl. 11. Séra Ragnar
Fjalar Lárusson. Messa kl.
2. Dr. Jakob Jónsson.
HÖRÐUR ÓLAFSSON
hæstaréttarlögmeðui
skjalaþýðandi — ensku
Austurstræti 14
símar 10332 og 3S673
PALL S. PALSSON, HRL.
Máiflutníngsskrifstofa
Gergstaðastræti 14.
Málfiutningur. innheimtustörf
og fleira.
LBGfRÆÐISKRIFSTOH
TÓMAS ARNASóN
vilhjAlmur árnason
hæstréttartögmenn
Iðnaðarbankahúsinu, Lækiarg. 12
Simar 24635 og 16307
in UNDARBÆR S25 s
SC Gömlu dansamir í kvöld kl. 9
3 Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar PQ pa
s ’ts og Sigga Maggý. Ath. Aðgöngumíðar setdir M. 5—6. — Srmi 21971. Sö
■■■■■
r gnflisflflui onsismii nriflismii 1
HÖT«L /A<iA
SULNASALUR
DANSAÐ TIL KLUKKAN 2
BORÐPANTANH3 EFTIR KL 4 1 SiMA 20221.
AF MARG GEFNU TILEFNI ER GESTUM BENT A AÐ
BORÐUM ER AÐEINS HALDIÐ TIL KL. 20.30.
ofiaimLfl Qfisimp ona l Kvaic
Veitingasalurinn efstu hæð opinn allan daginn.
'Matseðrll dagsins. Úrval fjölbreyttra rétta.
Barinn opinn 12-14.30 og 19-23.30
Borðapantanir í síma 82200.
fsa
— Kópavogs-
bréf
FramhaJd af bJs. 13
einhver ákveðin sérsvið, raiia
mun sú stefna vera að ryðja sér
til rúms.
NTTT IþRÓTTAHCS
Fátt yrði betur til fallið að
efla íþróttalifið hér í bæ, en að
reist yrði hér nýtt iþróttahús,
sem uppfyllti allar nýjustu
kröfur um stærð og aðstöðu,
með tillití til kappleikja og
gert yrði ráð fyrir áhorfenda-
svæðum. Staðsetning þess yrði
heppilegust, að flestra dómi,
vestan við Digranesskólann og
hefur fræðsluráð þegar sent
áskorun sina til bæjarstjóra
um þetta efni og hún sótt um
f járveitingu á f járlögum í þessu
skyni. Sérstaklega vildi ég
vekja athygli á að heppilegt tel
ég að húsið yrði byggt úr
strengjasteypu, en nú fyrir
skömmu var reist stórhýsi ekki
ósvipað væntanlegri iþróttahöll
á átta dögum og úr innlendu
efni að mestu, og Akureyringar
hafa byggt sitt íþróttahús upp
úr slíkum einingum og eru I
alla staði mjög ánægðir með
það.
Hér þyrftu margar hendur að
leggjast á eitt til þess að allur
undirbúninguT verði sem foeztur
og setja þarf sér það mark að
slíkt hús yrði risið hér upp á
árinu 1972.
ÍÞRÓTTASV/FHT
íþróttafólk Kópavogs hefur
vissulega orðið okkar bæjarfé-
lagi til mikils sóma undanfarin
ár og er frammistaða þesis mjög
athyglisverð í hvívetna, ekki
eingöngu fvrir glæsileg afrek,
heldur eigi síður fyrir frábæra
íramkomu í hvívetna á leikvelli
og utan, en ofangreind fullyrð-
ing byggist á áreiðanlegum upp
lýsingum o.g á þetta ekki síður
við stúlkurnar en drengina. Hér
yrði of langt mál að rekja það
sem vantar, til þess að viðun-
andi sé búið að iþróttaæskunni,
því aðstaðan hefur verið óþol-
andi og verkefni framundan
eru ótæmandi. Nú hefur verið
ákveðin staðsetning íþróttasvæð
is fvrir framtíðina, og þarf að
bvggja það upp i viðráðanleg-
um áföngum og þurfa allir að
leggjast á eitt til þess að gera
það þannig úr garði að það upp
fylli ströngustu kröfum og gefi
möguleika á að iðka sem flest-
ar iþróttir, þegar það verðux
endanlega tilbúið. 1 fyrsta
áfanga verður þó að skapa mögu
leika fyrir knattspyrnulið
Breiðabliks, að keppa tilskylda
leiki á heimavelli, eins og ráð-
gert er að fyrstu deildar liðin
geri og verða þær ráðstafanir
að vera tiltækar næsta sumaar,
svo og æfingaraðstaða fyrir
frjálsiþróttafólkið okkar.
LOKAOBB
1 þessum þremur greinum mín
um hafa verið tekin til með-
ferðar, nokkrir þættir bæjar-
málanna. Hef ég sumpart sett
fram persónuleg sjónarmið og
einnig iýst stefnu meirihlutans,
eins og mér virðist hún vera,
enda þótt eðlilega sé fjölmörgu
sleppt. Ég hef haft töluverðar
áhyggjur af því, hversu mikil
deyfð hefur vertð yfir þessum
málum, ekki sízt hjá Sjálfstæðis
flokknum og lítið hefur verið
gert til þess að skýra þau
mörgu viðhorf og markmið, sem
við keppum að. Það er að lok-
um bæði ósk mín og von, að
enda þótt undirritaður muni nú
ekki fyrst urm sinn skrifa Kópa
vogsbréf, þá láti aðrir bæjar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
eða aðrir áhugamenn um bæjar
mál, ekki undir höfuð leggjast,
að Kópavogsbréfið megi verða
áframhaldandi vettvangur okk-
ar til þess að koma á framfæri
eða skýra viðhorf okkar bæjar-
mála almermt svo að Kópavogs-
búum gefist tækifæri til þess að
fylgjast með framvindu þeirra
jöfnum höndum.
Sigiirðiir HeJgason hrl.