Morgunblaðið - 05.12.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.12.1970, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGU.R 5. DESEM'BER 1970 3 » í*ESSA dagrana er staddur hér á landl Daninn Svend As. Krist ensen erindreki Alþjóðasam- taka viðskipta- og hagfræði- stúdenta, A.I.ÍBS.E.C. Alþjóða- samtök þessi vorn stofnnð ár- ið 1948 og er markmið þeirra að stuðla að auknum skiln- ingi þjóða I milli og stuðla að bættum alþjóðlegum við- skiptum með stúdentaskiptum i seminar-höldum og fræðslu- og upplýsingamiðlun. Tilgangur- inn með komu erindrekans hingað er sá að auka áhuga islenzkra viðskipta- og hag- fræðistúdenta til þess að fara utan og kynnast viðskiptalífi eriendis, að endurskipiileggja starfsemi Aiesec-nefndarinnar hér og að halda námskeið í söhitækni. Er ísland eitt af 52 aðildalöndum samtakanna. í viðtali við Svend As. Krist ensen í gaer kom m.a. fram Danski erindrekinn Svend As. Kristensen (fyrir miðju) ásamt tveimur meðlimum íslenzku Aiesec-nefndarinnar þeim Jóni Ásbergssyni og Kjartani Jónssyni (lengst til vinstri). Bætt viðskipti og skilningur þjóðaá milli að talsvert hefur dregið úr kynnisferðum islenzkra stúd- enta undanfarið. Fóru t.d. að- eins 3 viðskipta- og hagfræði stúdentar utan í ár, en fyrstu starfsár samtakanna fóru venjulega um 8 stúdentar á hverju ári. Er ætlunin að reyna að glæða aftur áhuga íyrir þessum ferðum, sem byggjast á stúdentaskiptum. Ferðir þessar eru þannig skipulagðar að Aiesec-nefndir á hverjum stað fá fyrirtæki í sinu landi til að taka á móti erlendum stúdentum til vinnu og jafnframt taka þær á móti umsóknum frá stúd- entum sem óska að fara ut- an. Á ársþingum Aiesec, þar sem mæta fulltrúar frá öll- um aðildarlöndunum, er siðan unnið úr umsóknum stúdent- anna og fyrirtækjanna. Hafa nú alls um 50.000 stúdentar farið í siíkum skiptum í gegn um samtökin. 1 Aiesec-nefndinni á íslandi eru 6 fulltrúar, þeir Jón Ás- bergsson, formaður, Kjartan Jónsson, Snorri Pétursson, Ásta Garðarsdóttir, Birgir Harðarson og Stefán Sólberg Friðfinnsson. Starf nefndar- innar hér skiptist aðallega í tvennt. Annars vegar er vetr- arstarfið, sem er fólgið í því að útvega störf fyrir þá út- lendinga sem hingað koma og taka á móti umsóknum frá íslenzJkum stúdentum, sem vilja fara utan til starfa. Hins vegar er sumarstarfið, sem felst í þvi að taka á móti útiendingum, útvega þeim hús næði, kynna þá fyrir atvinnu veitendum og gefa þeim kost á að kynnast landinu. — Hef- ur Svend As. Kristensen heim sótt nokkra forstjóra fyrir- tækja i Reykjavík með nefnd armönnum til þess að kynna samtökin og kanna hvort þeir hafi áhuga á því að ráða til sín erienda stúdenta. Munu þeir væntanlega heimsækja fiieini fyrirtæ*ki eftir helgina. Svend As. Kristensen er23 ára gamall Árósarbúi. Hann leggur stund á hagfræði við háskólann i Árósum, en er nú í eins árs hléi frá námi og ferðast um milli þátttöku- landa Aiesec-samtakanna til þess að kynna hina ýmsu þætti starfseminnar. Aiesec- samtökin hafa miðstöð í Rott erdam I Holiandi og er for- seti samtakanna franskur maður, að nafni Pierre Paill- eret. Svend As. Kristensen held- ur utan á fimmtudaginn 10. desember, en í dag, laugar- dag, heldur hann fund i Hl með hagfræði- og viðskipta- fræðinemum, þar sem hann kynnir ákveðin atriði í sam- bandi við sölutækni. 18,4 milljónir kr. til tannlækninga — í skólum Reykjavíkur GERT er ráö fyrir aó verja 18,4 niilljónuni króna tii tannlækn- inga í skólum Rcyk.javíktirborg- ar skv. fjárhagsáætiiin fyrir ár- ið 1971, sem lögð hefur verið fram í borgarstjórn Reykjavík- ur. Hefur markvisst verið unn- ið að því að auka tannlækna- þjónustu í barnaskóluni borgar- innar t.d. með námslámim til tannlæknanema. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, sagði á borgarstjórnar- fundi sl. fimmtudag, að mun fleiri tannlæknar væru nú reiðu- búnir til starfa en áður, svo að nú er öhum börnum á bama skólastigi veitt allt að því full nægjandi þjónusta á þessu sviði Tilraun verður gerð til að veita nemendum á unglingastigi sömu þjónustu eftir því sem unnt er og viðurkenning rikis- valdsins fæst til þátttöku í kostn 1 aði, sagði borgarstjóri. er hmn sanni brautryðjandi í hljómtækja- og hljómplötu- deild okkar að Laugavegi 66. OPIÐ TIL KL. 4 E.H. I DAG í verzlununum TÝSGÖTU 1 og LAUGAVEGI 66. Símar 12330 —13630. FJOLBREYTT VORUURVAL FATNAÐUR A HERRA OG DÖMUR SNYRTIVÖRUR FRÁ M. QUANT OG ÖÐRUM ÞEKKTUM MERKJUM TÖSKUR OG VESKI HLJÓMPLÖTUR HLJÓMTÆKI — 2JA ÁRA ÁBYRGÐ. SJON ER SOGU RIKARI. STAKSTEIKAR ísland og EBE FRÖÐLEGT er að kynnast þeim sjónarmiðum, sem fram koma í öðrum löndum um viðræður Is- lands við Efnahagsbandalag Ev- rópu og þær óskir sem settar hafa verið fram fyrir Ísíands hönd. Norska blaðið „Aftenpost- en“ birti mánudaginn 30. nóv- eanber grein um Finnland, ísland og EBE ©g segir þar m. a.: „Ósk- ir íslands virðast vera talsvert umfangsmiklar, sérstaklega varð andi tollfrjálsan útflutning til EBE-landanna, á sama tíma sem útflutningur EBE-landanna til íslands yrði háður vissum tak- mörkunum um skeið. Jafnvel þótt fiskútflutningur sé mjög þýðingarmikill á evrópskan mælikvarða, er íslenzki markað- urinn lítill og úr þvi að EFTA gat leyst vandamál íslands, er full ástæða til að ætla að EfBE takist það einnig, sérstaklega þar ssm EFTA er mikilvægari mark- aður fyrir íslendinga en EBE.“ Færey j af lugið Allmikið er rætt í færeyskum blöðum um Færeyjaflugið eftir fundinn í Kaupmannahöfn, þar sem ákveðið var, að Flugfélag íslands yrði ekki lengur aðili að þvi. í forystugrein útbreiddasta blaðs Færeyja, Dimmalætting hinn 1. desember sl. segir m. a.: „Eftir því sem frétzt hefur af viðræðunum í Kaupmannahöfn við SAS og sérstaklega Jóhannes Nielsen, forstjóra danska innan- landsflugsins, hefði sennilega verið hyggilegast að taka alls ekki boðinu um þátttöku í þess- um viðræðum, sem einbenndust af valdsmannlegri framkomu og ótrúlegum hroka. SAS vill a sitt eindæmi ráða málunum. Á grundvelli réttinda til Færeyja- flugs, sem SAS ef til vill hefur alls ekki, er ætlazt til, að Fær- eyingar bíði, þar til SAS hefur myndað sameiginlegt félag með nokkrum leiguflugfélögum, með þátttöku færeyska félagsins, sem ekki hefur sýnt umtalsvert fram tak, en jafnframt á að visa á dyr frumherjanum í Færeyja- flugi, Flugfélagi fslands. ... Okk ar skoðun er sú, að SAS se ekki skilyrðislaust rétthafi til Fær- eyjaflugs og hafi því ekki rétt til að gefa fyrirmæli um, að færeyskt flugfélag skuli ganga til samstarfs við eitt eða tvö dönsk leiguflugfélög, sem unnið er að stofnun á í samvinnu við SAS. Hins vegar skal viður- kennt, að í Færeyjum er ekki fyrir bendi sá skilningur, sem er nauðsynlegur til þess að stofna og reka sjálfstætt flngfé- lag, þegar landsstjórnin ákveður, að nú skuli Færeyingar taka flugmálin í eigin hendur. Því miður skortir einföldustu for- senduna til að það sé hægt, hæði fjármagn til að stofna til sjálf- stæðs flugrekstrar og einnig er til staðar innbyrðis ágreiningur um málið í Færeyjum.“ Af þess- um ummælum Dinimalætting má marka, að Færeyingar eru alls ekki ánægðir nieð þá stefnu, sem flugmálin í Færeyjum hafa tekið. Þeir viðui-kenna ekki, að vegna réttinda til innanlands- flugs í Danmörku sé SAS ótví- ræður rétthafi í Færeyjaflugi en bersýnilegt er, að óeining með- al Færeyinga sjálfra veldur þeim erfiðleikum. ÞEIR nUKH v UIÐSKIPTm SEIH nuGivsní m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.