Morgunblaðið - 05.12.1970, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.1970, Blaðsíða 32
FLJÓTVIRKARI, MILDARI FYRIR HENDUR YÐAR. Kransæðasjúkdómur: Sjúkdómur ungs fólks Allir kransæðastíflusjúklingar Landspítalans innan við fimmtugt sl. 3-4 ár, voru reykingamenn FOKRÁÐAMENN Hjartavemd- ar héldn fund með fréttamönn- nm í gær, þar sem þeir kynntu starf rannsóknarstöðvarinnar á þessu ári og rœddu ýniis mál, sem Hjartavernd starfar að. Á fundinum voru læknarnir Sigurð nr Samúelsson prófessor, Snorri Páll Snorrason, Hrafnkell Helga son, Ólafur Ólafsson og Niku- lás Sigfússon. Ræddu þeir eink- nm heilsuspillandi áhrif sígar- rettureykinga og skýrði próf. Sigurður frá frumniðurstöðum rannsóknar, sem gerð hefur ver- ið á kransæðastíflusjúklingum, sem komið hafa til meðferðar á lyflæknisdeikl I.andspítalans á sl. 3—4 árum. Niðurstöðurnar leiða í ljós, að allir sjúklingam- ir, sem voru innan við fimm- tugsaldur vom sígarettureyk- ingamenn. Einnig kom í ljós að sjúklingar, sem vistaðir hafa ver ið á spítala með kransæðastíflu og voru reykingamenn, voru að meðaltali 11.4 árum yngri, en þeir sem ekki reyktu. Sigurður kvað það alvarleg- ustu þróunina með kransæða- sjúkdóminn, hve aldur manna sem hann fá, færi lækkandi og væri nú svo komið að krans- æðasjúkdómurinn væri orðinn sjúkdómur unga fólksins og þá sér í lagi ungra karla. Hann nefndi t.d. að fyrir skömmu hefði 35 ára gamall maður dáið skyndidauða af völdum krans- æðastíflu. Við krufningu kom svo í ljós að maðurinn hafði áð- ur fengið tvær kransæðastifl- ur. Þá kvað Sigurður það ekki óalgengt lengur, að fólk á aldr- inum 30—40 ára deyi skyndi dauða af völdum kransæðastiflu. Ólafur Ólafsson læknir við rann sóknarstöð Hjartaverndar skýrði frá hópkönnun á vegum rann- sóknarstöðvarinnar á reykinga- venjum manna á aldrinum 34—61 árs. Þar kom í ljós, að á aldr- inum 34—37 ára reyktu 70%, á fimmtugsaldri 63% og 61 árs 45%. Hér er um að ræða menn af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hann skýrði einnig frá að hann hefði gert könnun á reykingum fólks í borg í Svíþjóð, svipaðri Framh. á bls. 31 Bjarni Sæmunds- son afhentur í gær HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Bjarni Sæmundsson var afhent í gær í Bremerhaven. Gunnlaug- ur Briem, ráðuneytisstjóri, for- maður smíðanefndar skipsins, veitti þvi viðtöku fyrir hönd rík isstjórnarinnar, en viðstaddir voru Sæmundur Auðunsson, skipstjóri, Bjarni Guðbjörnsson, vélstjóri, Ingvar Hallgrímsson, fiskifræðingur, Erlingur Þor- steinsson haffræðingur og Hjálm ar Bárðarson, siglingamála- stjóri. Bjarni Sæmundsson er 777 brúttlólestir að stærð, smiðaður 65 ákærðir sprengingu í Miðkvíslarstíflu fyrir SAKSÓKNARI ríldsins höfðaði i gær opinbert mál á hendur 65 manns vegna spellvirkjanna, sem unnin voru á Miðkvíslar- stiflu Laxárvirkjunar 25. ágúst sl. Hin ákærðu eru langflest bú- sett í Mývatnssveit og næsta ná- grenni. Halldór Þorbjömsson, saka- dómari, hefur verið skipaður tiil að fara með mál þetta, þar sem Jóhann Skaptason, sýslumaður í Þingeyj arsýslu, skoraðist und- an þvi að fara með það en hann er sem kunnugt er annar skip- aður sátitamaður í Laxárdeilunni svonefndu. hjá Unterweser í skipasmiðastöð inni i Bremerhaven, og kostar um 240 milljónir króna. Hann hef ur mjög fullkominn útbúnað til hafrannsókna. Skipið fer til Hortens í Noregi frá Bremerhaven, þar sem ýmis tæki verða endanlega stillt og kemur síðan til Islands. Morgunsöngur í Kennaraskóla íslands. — Sjá grein um málefni Kennaraskólans á bls. 14. Islenzkt tilboð lægst í sýrlenzkan bát — en verður smíðaður innanlands Skipasmiðastöðinni Stálvík h.f. í Arnarvogi hefur borizt tilkynn- ing um að tilboð hennar í smíði 30 tonna dráttarbáts fyrir sýr- lenzk yfirvöld hafi verið hagstæð asta tilboðið, sem borizt hefur. Hins vegar hafa sýrlenzk yfir- völd ákveðið að efla innlendan skipasmíðaiðnað og hefur verið samið við skipasmíðastöð í Sýr- landi um smíði bátsins, þótt verð hans sé þar talsvert hærra. Hið nýja fjölbýlishús Framkvæmdanefndar byggingaráætluna r, sem nú á að fara að afhenda íbúðir í — Þórufell 20. — Ljósm.: Sv. Þorm. Fyrstu íbúðirnar í Breið holti III afhentar •— Þótt við höfum ekki fengið þetta verk, erum við mjög ánægð ir með þetta, einkum vegna þess að við reiknuðum okkur gott verð fyrir bátinn, sagði Jón Sveinsson, forstjóri Stálvikur, er við spurðum hann um þetta. — Þessi bátur var hliðstæður bátn- um Jötni, sem við smíðuðum fyrir Reykjavik og þvi höfðum við gott tækifæri til að athuga þetta, höfðum nákvæman vinnu- stundafjölda og verð á efnivið. Þetta sýnir að íslen^ík skipasmíði er fullkomlega sambærileg við erlenda hvað verð snertir. Það var helzt verðsamanburður, sem efazt hefur verið um, en ég held að enginn efist í alvöru um gæð- in, sagði Jón að lokum. Við reikn uðum okkur vel fyrir þennan bát þar eð við vorum ekki í verk- efnahraki. Á þessu og síðasta ári hafa íslenzkar skipasmíðastöðvar gert nokkur tilboð í smíði ýmiss kon- ar skipa, sem boðin hafa verið út á alþjóðamarkaði. Má m.a. nefna, að boðið hefur verið í smíði rækjutogara fyrir Brasilíu, hafrannsóknaskip fyrir Chile, dráttarbáta fyrir Sýrland o.fl. Bandarískt fyrirtæki, Skokie International, hefur aflað útboðs gagna og haft milligöngu um þessi mál, en iðnaðarmálaráðu- neytið hefur látið útbúa í sam- ráði við Félag dráttarbrauta og skipasmiðja auglýsingabækling á ensku um islenzkar skipasmíð ar og hefur honum verið dreift víða. Skattsvikamál gáfu upp rangt söluverð í afsölum FYRSTU íbúar í þriðja áfanga Framkvæmdanefndar byggingar- áætlunar í Breiðholti munu flytj ast í íbúðir sínar um 15. desem- ber. Verið er að leggja síðustu bönd á frágang 20 íbúða, en í þessum áfanga eru alls 180 íbúð ir og verða 100 þeirra seldar fé- lögtim í verkalýðshreyfingunni, en 80 eru reistar á vegum Reykja víkurborgar. Þessi áfangi er nokkru ofar á Breiðholtshæðinni en núverandi byggð eða svo til á háhæðinni. Er þar fagurt út- sýni yfir Reykjavík. Blaðamönnum var í gær gef- inn kostur á að skoða íbúðirnar, sem verða almenningi til sýnis frá kl. 14 til 22 nú um helgina — í dag og á morgun. Fjölbýlis- hús þessi eru við Yrsufell og Þórufell. Alls eru þetta 18 stiga- hús, hvert 4 hæðir án kjallara. Á jarðhæð er anddyri, reiðhjóla- og barnavagnageymslur, aðrar geymslur og þvottahús, sem er sameiginlegt fyrir tvö stigahus. Auk þess er á jarðhæð ein tveggja herbergja íbúð, en á hverri hæð fyrir ofan eru tvær þriggja herbergja íbúðir og ein tveggja herbergja íbúð. Heild arfjöldi íbúðanna er þvi 72 2ja herbergja íbúðir og 108 þriggja herbergja ibúðir. Brúttóflatarmál minni íbúð- anna er 58.8 fermetrar með einkageymslu og hlut í stigahúsi Framh. á bls. 31 SAKSÓKNARI ríkisins hefur höfðað opinbert mál á hendnr sex mönnum vegna ýmissa brota við starfrækslu hlutafélagsins Húsbygging í Reykjavík og söln á íbúðiim á árimurn 1963—’65. Sakargiftir ákæruiskjaJisdns eru skattsvik, rangar tiigreiniingar á söluverði íbúða í afsalsbréfum, röng skýrsluigjöf tál skattyfir- valda og bókhaldsbroit. Jafin- framt ná sakarefni málisitns tiJ þáttar forráðamanna Húsa- og íbúðasölunnar s.f. að gerð af- salsbréfa fyriir íbúðir, þar sem söluverð var eiigi taidð rétf tál- greint. 19 DAGAR TIL JÖLA Máll þessu hefur verið vísað till dómsmeðferðar við Sakadóm Reykjavíkur. Tíu dauða- slys UMFERÐARDEILD raninsókn- arlögrcgiunnar í Reykjavík hef- ur það sem af er þessu ári haft afskipti af 3074 umferðaróhöpp- um og slysum en allt síðasta ár urðu þau 3037 taásins. Alis hafa 555 miairans meiðzt eða slasazt á þessu ári og 10 mantns l'átázt, þar af vanð eáitt dauiðasiysið skammt utan bongairmarkanna. 1 fyrra meiddusit eða silös'uðuist 494 mianns og níu manns létust, þar af urðu fjögur dauðaslysanna utan borgaránnar. Starfsmenin umferðardeiMaránnar eru nú fjórúr tais'ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.