Morgunblaðið - 05.12.1970, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DBSEMBSBR 1970
Minning:
Pétur Þorsteinsson
Mið-Fossum
Fæddur 12. júní 1896.
Ðáinn 24. nóvember 1970.
Það dunar og ymur í Gjallar
brú. — Tölthljóð; hæg, taktföst
hrynjandi. Fákinn situr hesta-
sveinn konurrgs, einn atf gamla
skólanum feá þeim dögum, er
konungar ferðuðust á ialenzk-
um hestum að skoða Eúngvöll,
Guilifoss og Geysi. Fétur Þor-
steinsson bóndi á MiðvFössum í
Bougarfirði, landskunnur hesta-
maður, vinmargur gestgjafi og;
höfðingi í lund; glæsimenni, er'
jafnan setti hressandi gleðiblæ-
yfir samfundi manna. Mann er
nú látinn.
Þegar leiðir skilja, vakna
mmningarnar.
Mér er ljúft að renna hugan-
um til liðinna ára að Mið-Foss-
um, þegar þau voru í blóma lífs
ins Pétur og kona hans, Guð-
finna Guðmundsdóttir. Hennar
eiginleikar, hógværðin og kven-
göfgin, settu sinn sérstæða svip
á heimilið og viðtökurnar. Og
gestirnir urðu nokkuð margir í
búskapartíð Péturs og Guð-
finnu. Gestrisni, höfðingslund
og glaðværð myndu verða all-
rikjandi þáttur í ævisögu þeirra
Mið-Fossa-hjóna ef skráð yrði.
Þegar ég minnist Péturs Þor-
steinssonar, finnst mér jafnan
sem það sé stór hópur af glæsi-
legum reiðhestum í kringum
hann. Hestamennska var honum
í blóð borin og mun hafa verið
ættfvlgja hans. Fjölda margir
nánustu frændur hans fyrr og
síðar hafa mjög verið við hesta
mennsku kenndir. Svo er enn í
dag. Margur og vel meðfarinn
búpeningur var þekktur í Borg
arfirði hjá frændgarði Péturs,
til dæmis þeim Grundarbræðr-
um, Bjarna á Grund, Vigfúsi á
Gullberastöðum og Þorsteini á
Mið-Fossum, föður Péturs.
Grundarætt, föðurætt Péturs,
er svo þekkt, að ekki er þörf
að reka hana. Hitt leyfi ég mér
að fuUyrða, að hann hafi verið
t
Eigrinmaður mánm,
Sigurþór Runólfsson,
Sogavegi 146,
lézt 3. desember.
Ástbjörg Erlendsdóttir.
góður og merkur kvistur á
þeim stóra ættmeiði.
Guðfinna og Pétur láta eftir
sig þrjú börn, tvo sonu og eina
dóttur. Komin eru þau öll svo
vel til manndóms og þroska, að
glöggt sést, að ekki er hningun
í ættstofninum.
Nú á þessari stund er mér rík
ast í hug, að ég varð svo gæfu-
samur að kynnast Pétri á Foss-
um. Eiga hann að vini í mörg ár.
.Njóta velvildar hans á margan
hátt — ótal sinnum. Það er mér
Ijúft og skylt að muna og þakka.
Svo gaman sem það var að
'vera gestur Péturs, var það ekki
síður skemmtilegt að vera með
honum á ferðalagi. Ég man
aldrei eftir honum öðruvísi en
sem glöðum og skemmtilegum fé
laga. Hann kveið yfirleitt ekki
komandi degi. Hann þorði að
hleypa klárnum á fulla ferð, þó
að vera kynni einhver ójafna á
leiðinni fram undan. Hann
skelfdist ekki, þó að gusa kæmi
upp í hnakkinn í ársprænu.
Hann hafði marga hildi háð á
ferðum sínum.
Nú heyrir það fortíðinni til.
Hann er stór vina- og góð-
kunningjahópurinn, sem minn-
ist Péturs á Fossum með hlýhug
og þakklæti. Hann þötti jafnan
góður gestur, þar sem hann
kom. Svo mun og verða á höf-
uðbólinu hinu megin við brúna.
Við hjónin og bömin okkar
öll sendum frú Guðfinnu og
systkinunum frá Mið-Fossum
innilegustu samúðarkveðjur.
Höskuldur Einarsson.
1 dag verður til moldar borinn
á Hvanneyri einn af kunnustu
bændum Borgarfjarðar, Pétur
Þorsteinsson bóndi á Miðfossum
í Andakílshreppi. Hann var 74
t Eiginmaður minn, sonur minn, faðir, bróðir,
ÓMAR TÓMASSON, flugstjóri, lézt 2. desember.
Fyrir hönd fjölskyldunnar. Eyja Marietta Asa Sigríður T ómasson, Stefánsdóttir.
ára að aldri, fæddur 12. júní
1896. Foreldrar hans voru Þor-
steinn Pétursson frá Grund í
Skorradal og kona hans, Kristín
Kristjánsdóttir frá Akri á Akra-
nesi.
Þau hjón bjuggu mestan hluta
búskapar síns á Miðfossum. Þor-
steinn var búmaður góður og öll
umgengni hans við búskap sér-
lega snyrtileg. Hann var hesta-
maður ágætur og fékkst mikið
við tamningu hesta. Á yngri ár-
um var Þorsteinn glímumaður
góður, og enn fleiri íþróttir
stundaði hann. Hann var mjög
sönghneigður og lék ágætlega á
orgel. Þorsteinn var hinn mesti
fjörmaður og fylgdi honum fjör
og- gleði, hvar sem hann fór.
Kristín, kona Þorsteins var hin
mesta myndarkona, hýr í lund,
vel greind og stálminnug. Bæði
voru þau hjón með afbrigðum
gestrisin, en gestagangur var oft
mikill á Miðfossum í þeirra bú-
skapartíð, því að þar um hlaðið
lágu alfaraleiðir frá uppsveitum
Borgarfjarðar til Akraness.
Böm þeirra Miðfossahjóna
voru Elísabet, húsfreyja og ljós-
móðir á Indriðastöðum, Pétur,
sem hér er minnzt, Kristján
stjórnarráðsbílstjóri í Reykja-
vík og Þorgeir, ráðsmaður á
Grund í Skorradal.
Pétur ólst upp á þessu glað-
væra menningarheimili og bar
þess merki alla ævi. Ungur að
aldri kvæntist hann Guðfinnu
Guðmundsdóttur, sem er ættuð
úr Rangárvallasýslu. Guðfinna
er hin mesta myndar og ágætis-
kona, og voru þau hjón sam-
hent, og bæði voru þau gestris-
in með afbrigðum. Þau Pétur og
Guðfinna hófu búskap á Gröf
í Lundarreykjadal, en er Þor-
steinn faðir Péturs lézt 1927 flutt
uist þau að Mið-Fossum og bjuggu
þar síðan. Kristín móðir Péturs
dvaldist hjá þeim, unz hún lézt
í hárri elli fyrir tveimur áratug-
um. Þau hjónin eignuðust fjög-
ur börn. Elzt er Kristín, hús-
freyja á Innri-Skeljabrekku, þá
Sigrún, er lézt á unga aldri mik
,ið efnisbarn, Þosrteinn, kennari
í Reykholtsdal og Rúnar, vél-
stjóri á Akranesi.
Pétur á Miðfossum var um
marga hluti líkur föður sínum,
hestamaður ágætur, fjörmaður
og gleðimaður. Hann hafði gam-
an af skáldskap og kunni 6-
grynni af stökum, ekki sízt hesta
vísum. Hann var glæsimenni, og
þótti á yngri árum einn hinn
t
Útför eiginkonu minnar, móð-
ur okkar, tengdamóður og
örnnm,
fríðasti ungra manna i Borgar-
firði.
Á miðjum aldri tók heilsa
Péturs að bila. Hann fékk ill-
kynjaða gigtveiki og gekk aldrei
heill til skógar upp frá því. Guð-
finna kona hans átti einnig við
mikið heilsuleysi að stríða hin
síðari ár. Varð þeim þvi búskap-
urinn erfiður hin síðari ár, er
börnin voru farin að heiman og
búin að stofna sín eigin heimili.
Voru þau að mestu hætt bú-
skap hin síðustu ár, en dvöldust
þá oft á heimilum barna sinna.
Með Pétri á Miðfossum er horf
inn einn sérkennilegasti og glæsi
legasti fulltrúi eldri kynslóðar-
innar í Borgarfirði, og mér
finnst héraðið fátæklegra og lit-
lausara á eftir. Aldrei eigum við
framar að heyra hressilegan hlát
ur hans né heyra hann fara með
stökur eða segja gamansögur.
Ég þakka Pétri frænda mínum
fyrir langa og ánægjulega sam-
veru.
Ólafur Hansson.
1 dag verður jarðsettur á
Hvanneyri Pétur frá Fossum.
Faðir hans Þorsteinn Pétursson,
var dóttursonur Vigfúsar Gunn-
arssonar er fyrstur af þessari
ætt bjó á Grund í Skorradal og
frá er talin Grundarætt, móðir
Péturs, Kristin var dóttir
Kristjáns á Akri á Akranesi Sím
onarsonar á Dynjanda við Arnar
fjörð Sigurðssonar, en Símon var
annálað hraustmenni og kona
Kristjáns hét Þóra Jónsdóttir
frá Kópsvatni í Árnessýslu.
Þorsteinn faðir Péturs bjó
lengi á Miðfossum, Pétur byrj-
aði búskap í Gröf í Lundar-
reykjadal, fluttist fljótlega að
Miðfossum og bjó þar síðan með
an heilsan leyfði og jafnvel leng
ur. Síðast dvaldi hann svo hjá
dóttur sinni á Innri-Skeljabrekku.
Pétur var á yngri árum íþrótta-
maður meðal annars afburða
glímumaður, hestamaður var
hann sem hann átti kyn til og
hrókur alls fagnaðar á vina-
fundum.
Þarna höfum við hinn almenna
ramma, um líf alþýðumanns sem
helgar moldinni og afrakstri
hennar ævistarf sitt. Ekki er
það þó orsök þess að ég skrifa
þessi fátæklegu minningarorð,
heldur eru það hugsanir minar
nú þegar Pétur er horfinn sjón-
um okkar, það eru þakkir sem
eru mér efst í huga. Ég man
þegar ég lítill drengur er að al-
ast upp á næsta bæ við Pétur,
lítill lækur var milli túnanna og
mikill samgangur milli bæjanna
því sambýlið var gott. Þá leit
ég upp til þessa unga glæsilega
manns, en sem alltaf átti til bros
og hlýleg orð til litla nágrann-
ans, ég minnist þess þegar ég
eldist, flyt burtu og kem svo
aftur í heimsókn á fornar slóð-
ir, viðtökurnar hjá Pétri og ekki
skemmdi kona hans þær. Ég
minnist þess að erfiðleikar stej-
uðu að mér, ég kom þá að Mið-
fossum sem stundum fyrr og
ræddi i rólegheitum við Pétur
um það sem að amaði. Þá kom
ný hlið fram. Þá var það hinn
hollráði vinur og athuguli sem
talaði, allt þetta vil ég þakka.
Þá fór ég léttari í skapi af hans
fundi, en ég kom, og þannig var
oftar. Menn sem eru dáðir og
virtir eru gæfumenn, þannig
maður var Pétur á Fossum.
Hann kvæntist ágætri konú
Guðfinnu Guðmundsdóttur, ætt-
aðri úr Landeyjum. Börn eign-
uðust þau þrjú, Kristínu hús-
freyju á Innri-Skeljabrekku,
Þorstein, kennara á Kleppjárns-
reykjum og Rúnar, vélstjóra á
Akraborginni. Þeim sendi ég inni
legar kveðjur, ekki sorgar held-
ur gleði yfir þvi að þjáningar
vinar okkar og þrautir stóðu
ekki lengur, og að minningin um
hann er björt og mun lýsa um ó-
komin ár.
Ari Gíslason.
Kristjana G. Einars-
dóttir — Minning
,,Ég vitja þín æska um
veglausan mar
eins og vinar á horfinni
strönd“.
ÞESSAR Ijóðlínur eru mér ofar-
lega í huga er ég minnist liðinna
daga og samverustunda með
hinni látnu frænku miinni, sem
ég er hér að kveðja með örfáum
fátæfclegum orðum. Nú þegar
hennar blómakróna er bleik og
bikarinn tæmdur í grunn.
Það er mikil birta í huga mér,
frá uppvaxtarárum mínum á
Þórustöðum; ég minnist aðeins
sóLskinsdaga öll þau ár.
Og þegar hún Lína kom með
manni sínum og sonum til surn-
ardvalar þá var sem sólskinið
yrði ennþá bjartara, slíkur var
lífshúmor hennar.
Nú er hljóðara í hinum sumar-
bjarta norðlenzka dal, bærinn
stendur auður. Stór skörð eru nú
árlega höggvin í raðir þeirra
fjölskyldna er þar réðu ríkjum
fyrri helmiing þessarar aldar.
Þetta er víst óhjákvaemileg
saga lífsins — saga allra alda. —
En minningarnar vakna og
skýrast, hugljúfar, þeim, sem eft
ir stamda um sinn.
Kristjana Gislina, en svo hét
hún fullu nafni, var fædd á
Þórustöðum í Bitru 23. janúar
1905, dóttir hjónanna Ingunnar
H. Gísladóttur og Eínars Ólafs-
sonar er þar bjuggu. Hún ólst
upp til fullorðinsára í hópi systk
ina og frændsystkina, en tví-
býli var þá á Þórustöðum. Þar
bjuggu þá einnig Guðjón bróðir
Einars og Margrét systir Ingunn-
ar ásamt börnum sínum fimm.
Frændsemisbönd þessara systk-
inabarna hafa reynzt óvenju
sterk og segir það nokkra sögu
um uppvaxtarárin.
Það er sagt að snemmia beygiist
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem vottuðu okkur
samúð og vináttu við fráfall og útför manrrsins míns og
föður okkar
HÁLFDÁNS sveinssonar
Sérstakar þakkir flytjum við Verkalýðsfélagi Akraness fyrir
vinsemd og virðingu við hinn látna, einnig kennurum við Bama-
skóla Akraness og félögum í Oddfellowreglunni á Akranesi.
Dóra Erlendsdóttir,
böm og tengdaböm.
Sigurbjargar Jónsdóttur
frá Gautsdal,
sem lézt þann 28. nóvemiber,
fer fram frá Blöoduóskmrkju
iaiugardagiinn 5. desember kl.
2 e.h.
Haraldur Eyjólfsson,
böm, tengdaböm
og barnabörn.
t
Bálför eiginikonu miiranar,
tengdamóður og ömmu,
Lilju Sóphóníasdóttur,
sem andaðist í Landakotssp it-
ala mánud. 30. fyrra mán., fer
fram í Fossvogskárkju mánu-
daigdnn 7. þ.m. kL 3 síðd.
Hugi Hraimfjörð,
biirn, tengdabörn og
bamaböm.
t
Inmilegar þatokir fyrir auð-
sýnda samúð og vinarhuig við
andlát og jarðarför
Guðrúnar Kristjánsdóttur.
Áskell Snorrason,
börn og aðrir vandamenn.