Morgunblaðið - 06.12.1970, Síða 1
6. desember 1970
í gömlu borgarhverfunum gengur uppbygging mjög hægt, enda eigiiarlóðir margar og
smáar og mörg bakhús, sem hverfa þurfa. Myndin sýnir inn í einn reit milli Grettisgötii
og Njálsgötu. Borgaryfirvöld gera nú tilraun um samvinnu eigenda um éndurskipu-
lagningu og uppbyggingu á einum bygginga rreit í gamla bænum.
Birgir Isl. Gunnarsson, borgarfulltrúi;
Hvað verður um gömlu borgarhverfin?
Kaflar og úrdráttur úr
erindi, sem flutt var á
fundi hverfasamtaka
Sjálfstæðismanna í
Austurbæjarhverfi 25.
nóvember sl.
t>að er sú spurning, sem ég
ætla að leitast við að svara
með spjalli minu hér í kvðld.
Þeirri spurningu verður þó
aldrei svarað til fullnustu eða
í eitt skipti fyrir öll. Við sem
nú erum í blóma lífsins, ger-
um okkar áætlanir og skipu-
lag, miðað við okkar þarfir og
reynum jafnframt að spá um
barfir næstu kvnslóða. I>ær
spár hljóta hins vegar fyrst og
fremst að byggjast á þeim for-
sendum, sem við þekkjum í
dag. Hvort þær forsendur eiga
eftir að breytast er erfitt að
sjá fyrir. Tíminn hefur til-
hneigingu til að breyta öltu og
bylta og þvi er i sjálfu sér
óliklegt, að þær hugmyndir,
sem við í dag höfum um það,
hvernig borg eigi að vera,
standist að öllu leyti tímans
tönn.
ÞRÓUN BYGGÐARINNAR
Áður en lengra er haldið
held ég það geti orðið fróðlegt
að skoða lítillega þróun byggð
arinnar í Reykjavík. Saga
byggðar í Reykjavík er orðin
æði löng eða allt frá því að
Ingólfur Arnarson reisti hér
bæ sinn. Saga Reykjavíkur
sem kaupstaðar er hins vegar
mun styttri. I rúmlega sjö ald-
ir var búskapur hér í Reykja-
vík rekinn á svipaðan hátt og
viða annars staðar á landinu.
Það var fyrst 1752, þegar Skúli
Magnússon landfógeti, hóf að
reisa hér verksmiðjur sínar, að
þeir atburðir gerðust, sem
höfðu mikil áhrif á það, er sið
Árið 1927 var gerður skipulagsuppdráttur fyrir Reyk javík, þar sem gert var ráð fyrir hringvegi í kringum
aðalbyggðina (Hringbrautin). „Er það tilætlunin að fylgja honum eptirleiðis,“ segir Klemens Jónsson
í Reykjavíkursögu sinni. Ilér er uppdrátturinn frá 19 27 prentaður á nýjan uppdrátt af Reykjavík.