Morgunblaðið - 06.12.1970, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.12.1970, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBBR 1970 35 165.000 m2 en það þýðir, að gert er ráð fyrir verulegri upp byggingu í gamla Miðbænum. Sláka uppbyggingu höfum við : reyndar fyrir augunum ávallt j á hverju ári. Ég nefni nú t.d. | byggingu Aðaistrætis 9, nýlega í nýbyggingu við Dandssímahús- ið, stækkun og endurbyggingu hússins nr. 12 við Austurstræti, I þar sem verið er að koma fyr- | ir nýtizku veitingastarfsemi, í svo og fyrirhugaða uppbygg- I ingu á gömlu Hótel Hekiu lóð- inni við Læskjartorg. í Að þvi er Austurbæinn snertir, þá hefur einnig verið f gert ráð fyrir verulegum ný- byggingum, en í þeim borgar- hluta er mikil byggð úreltra skúra og bakhúsa, sem rífa þarf. Árið 1962 var húsnæðið 300.000 m2 í eildri hiuta Aust- urbæjarins. Samþybkt aðal- skipulagsins miðast við aukn- ingu í 330.000 m2 tii 1983 og síðar upp í 350.000 m2. 1 báðum þessum borgarhlut- um er gert ráð fyrir talsverðri aukningu á atvinnuhúsnæði. í Miðbænum er það einkum nýtt húsnæði, en í Austurbænum verður ennfremur breyting á notkun núverandi gólfflatar, þannig að ibúðarflatarmál minnkar. Talið er mikilvægt að smá- söluverzlun safnist saman við ábveðnar hefðbundnar verzlun argötur, þar sem skapist sem mest líf og starf. Slikar götur þurfa í rauninni að vera ið- andi af lífi og starfi og á slík- um götum þarf að taka sér- stakt tillit til gangandi fóiks. Bkki svo að skilja að gera þurfi allar verzlunargötur að göngugötum, því að nokkur akstur getur verið nauðsynleg ur, bæði fyrir viðskiptamenn og fyrirtækin, en öll umferð um slikar götur þarf að vera hæg, þannig að sem minnst truflun verði fyrir hið gang- andi fólk. Gangstéttir þurfa að vera góðar svo og götulýsing. Að því er Miðbæinn og Aust urbæinn snei'tir, er stefnt að því að draga verzlunina sem mest að Aðalstræti, Austur- stræti og Hafnarstræti, Banka stræti, Laugavegi og neðsta hluta Skólavörðustigs. Við báða enda þessa verzlunar hverfis má stofna margar nýj- ar verzlanir og við allar þess- ar götur má auka mjög verzl unarrými frá þvi, sem er í dag. Þá hefur verið samþykkt, að verzlunarhverfið í Austurbæn- um megi teygja frá aðalverzl- unargötunni inn í þær þver- götur, sem minnst umferðar- gildi hafa (t.d. Bergstaða- stræti, Smiðjustíg, Vatnsstíg o.fl.) Að því er Miðbæinn snertir má verziunarhverfið við Aðal- stræti ná upp í Fischerssund og Bröttugötu. Fyrirhuguð er allsherjar uppbygging Grjóta- þorpsins og hafður er í huga möguleiki á að byggja yfir fyr irhugaða Suðurgötu í gegnum Grjótaþorpið og framlengja þannig Fisdhersund og Bröttu götu á brú yfir Suðurgötu og upp i Garðastræti. Þannig feng ist og þægileg gönguleið milli Vesturbæjarins og Miðbæjar- ins. Skrifstofuhúsnæði er enn- fremur reiknað með að þuxli að aukast i hintmn eldri borg- arhlutum. Auknlng sikrifstofu- rýmis er dhkum taHð að muni verða I miðhluta Miðbæjarins og vestari hluta eldri hverfanna í Austurbænum. Laugavégur að Frakkastig verði hreint skrif stofuhúsnæði ofan við verzlan- irnar og sama norðan Grettis- götu, en blandað skrifstofu- og íbúðarhverfi, þegar innar dreg- ur á Laugavegi og Grettis- götu). Aðalskipulagið ráðgerir að nokkur smáiðnaður, handverk, bifreiðaþjónusta og vöm- geymsla þurfi einnig að vera i tengslum við miðbæjarhverfi. 1 Miðbænum er ekki gert ráð fyrir nýjum fyrirtækjum á þessum sviðum nema á reitun- um norðan Tryggvagötu og í Austurbænum aðeins á reitun- um meðfram Skúlagötu. Búizt er við, að minni liátt- ar iðnaður, handverk o.þ.h. í Miðbænum muni hverfa þáð- an að mestu og að sams konar starfsemi í Austurbænum muni dragast nokkuð saman. Áætlað er, að í Miðbænum haldist stærð vörugeymslurým- is óbreytt. Þetta er því aðeins unnt, að hafnarsvæðið verði endurskipulagt og að Geirs götu verði lyft á brú, eins og nánar verður gert að umtals- efni hér síðar. Gert er ráð fyr ir að vörugeymslur muni nokk uð aukast I Austurbænum, Ekki er gert ráð fyrir Ibúð- arbyggð, sem neinu nemur í Miðbænum í framtiðinni. Ibúð- arhúsnæði var þar árið 1962 11.000 m2, en er áætlað 3.000 m2 árið 1983 og ekkert síðar. Gert er ráð fyrir, að í Austurbænum muni íbúðar- byggðin á byggingarreitunum norðan Hverfisgötu smátt og smátt þoka fyrir ýmiss konar þjónustustarfseml og bifreiða- stæðum. Gert er ráð fyrir, að nokkur íbúðarbyggð muni haídast á eystri byggingarreit- unum milli Hverfisgötu og Grettis'götu og æskilegast er talið, að sem mest af íbúðar- byggðinni sunnan Grettisgötu haldist. GATNAKERFI OG BIFREIÐASTÆIÐI Rétt er að kanna sérstaklega, hvernig fyrirhugað er gatna- kerfið í Miðbænum og Austur- bænum. (Sjá nánar kort). Hin nýja Skúlagata, sem leggja á út í sjó við Wið þeirr- ar, sem nú er, mun verða veiga mest af þeim aðalæðum um- ferðarinnar, sem liggja að Mið- bænum og Austurbænum. Þeg- ar hún kemur vestur að núver andi Kalkofnsvegi, greinist hún í tvennt. Önnur greinin sveigist í Lækjargötu, en hin myndar Geirsgötu, sem á að liggja á brú vestur eftir hafn- arsvæðinu. Sá þáttur umferð- arkerfisins verður vafalaust mjðg dýr, en þetta er talin rökrétt lausn á tveimur vanda málum, sem menn yeltu mikið fyrir sér. Annars vegar stað- setning afkastamfkillar umferð arbraut, norðanvert við Mið- bæinn og hins vegar varð- veizla þess umferðarsambands, sem nú er á jafnsléttu mllli hinna einstöku bryggja gömlu hafnarinnar. Lækjargata á að haldast í svipuðu formi og nú er, en hana þarf að breikka á kaflanum frá Bankastræti að Geirsgötu og sú breikkun er á dagskrá nú næsta sumar. Vestan við Miðbæinn er áætlað að ryðja þurfi Suður- götu leið til norðurs gegnum Grjótaþorp, unz hún mœtir Geirsgötu, sem þar verður á brú. I Grjótaþorpinu hefur borgarsjóður eignazt ýmsar fasteignir og lóðir með hlið- sjón af væntanlegri gatnagerð og annarri uppbyggingu. Þá er ráðgert að auka afköst Snorra brautar, aðallega með því að breyta þversniði hennar og fækka þvergötum, sem við hana eru tengdar. Samkvæmt þessum hugmynd um mun liggja samfellt kerfi hraðbrauta í kringum gamla Austurbæinn og ekki siður i kringum gamla Miðhæinn. Af tengibrautum, sem liggja eiga frá vestri til austurs gegn um Miðbæinn og Austurbæinn, verða Tryggvagata og Hverfis gata helztar. Til að tengja sam- an þær tvær götur, þarf að verða aHmikið rask á milli Pósthússtrætis og Lækjargötu. Þá er og gert ráð fyrir ann arri tengibraut frá vestri til austurs í framhaldi Kirkju- strætis, þ.e. upp Amtmannsstíg og beint í Grettisgötu. Sú fram kvæmd er þó ekki fyrirhuguð fyrst um sinn. Grettisgötu þarf að breikka á sumum stöðum en þá breikkun má framkvæma í áföngum. í Austurbænum er ennfremur gert ráð fyrir nokkrum umferðargötum milli Hverfisgötu og Grettisgötu. Mest umferðargildi á Frakka- Stígur að fá, því að hann verð ur tengdur Skúlagötu — hrað- brautinni, en Barónsstíg og Klapparstig er ætlað minna hlutverk. Mikilvægi Laugavegs sem um ferðargötu á eftir að breytast mjög. Ráðgert er að rjúfa akst urssamband hans, bæði við Snorrabraut og Bankastræti, þannig, að gegnumakstur milli borgarhluta á að hverfa. Fyrir hugað er að hluta Laugavegs megi gera að göngugötu, en timinn verður að sjálfsögðu að skera úr um raungildi þessara fyrirætlana. 1 Miðbænum verður Pósthús- stræti helzta umferðargatan frá suðri til norðurs, milli Kirkjustrætis og hafnarinnar. Verzlunargötunum Austur- stræti og Hafnarstræti er að- eins ætluð takmörkuð umferð SETBERG SVEINN SÆMlíNPSSON SVEINN SÆMUNDSSON í þessari bók er sagt frá íslenzkum sjómönnum „Á hættuslóðum". Frá ferð leiðangursmanna á Gottu til Grænlands 1929. Frá meistaralegri björgun stórskips út úr Reykjavíkurhöfn í fárviðri og frá mannráni á sjó í síðasta stríði. Frásögn af íslenzkum togara, sem hlaut áfall í hafi og af harðræðum hákarlamanna við Breiðafjörð. Einnig segir frá örlögum sjómanna á ísafjarð- ardjúpi, sem í fárviðri fyrir aðeins tveimur árum reyndust sann- kallaðar hættuslóðir. ■i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.