Morgunblaðið - 06.12.1970, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐEÐ, SUNNUÐAGTJR 6. DBSEMBBR 1970
41
Eins er haegt að búa til svona
svuntu, haí« á henni stóran
vasa, og setja í hann liti, vatns-
liti, leir eða aðra þá hluti, sem
börn hafa ánægju af. En þá er
betra að hafa sterkt efni i svunt
unni, sem gott er i þvotti. Við
trúum ekki öðru en að þessi
jólagjöf myndi gleðja bömin.
Húfur, eins og sjást hér á
myndinni, hétu „flugmannahúf-
ur“ fyrir alllöngu, nú víst kall-
aðar hjálmar. Þetta eru hin
klæðilegustu höfuðföt og alis
ekki svo erfitt að búa til og gefa
í jólagjöf. f húfuna fer u.þ.b. 14
metri af 90 cm breiðu efni, smá-
vegis af efni i öðrum lit, ef setja
á skraut á.
Það má sjálfsagt nota ýmsar
tegundir af efnum, sem bera sig
vel, en hér er gert ráð fyrir fiít
efni. Húfan er sett saman úr
tveimur hliðarstykkjum, annað
er með höltubandi, hitt ekki, og
svo miðstykki. Sniðið, sem sést
hér á myndinni, er auðskilið,
hver reitur er 214 cm. Hökuband
ið þarf að vera tvöfalt og er
stungiS í brúnina. Hliðarstykk-
in eru saumuð við miðstykkið,
saumarnir pressaðir út, brotið
inn af brúnunum dg saumað.
Smella sett á. Skreyta má svo
húfuna, og stjarna og hringir á
miðri mynd eru til þess, ef vill.
fyrir börn
Hér er herðatré, sem fjögurra
barna móðir á hugmyndina að.
Þetta er falleg gjöf, gaman að
búa það til og láta þá auðvitað
börnin hjálpa til við það eða
búa til sjálf þau sem stærri eru.
Fyrst er tekið vanalegt bama-
herðatré og það málað í falleg
um skasrum lit. Síðan er jámið
skrúfað úr og því stungið í
gegnum kúlu (t.d. af gardínu
stöng), og skrúfað síðan aftur á
tréð. t>á er andlit málað á kúl-
una og útbúið eftir hugmynda-
flugi hvers og eins, og notaðar
tíl þess slaufur, efnisafgangar,
og reynt að gera úr þessu allra
skemmtilegustu myndir.
Fuglar á
jólatréö
I fuglana er notað mislitt fílt,
sem klippt er eftir mynztri (sjá
mynd) með takkaskærum, ef til
eru. Brúnírnar eru límdar sam-
an nema á smáparti, þar sem
hægt er að troða dálitlu stoppi
af einhverri gerð (efnisafgang-
ar, bómull, vatt eða annað). Gat-
ið límt saman. Hægt er að
skreyta fuglana með ýmsu móti
með því að lima á þá annan lit
af filtí.
Each sq. — 1" sq.
-JJD
SMÁKÖKUR f
STÓBAB, BRf N.AR
PIPABHNETUR
250 gr smjör
2% dl sykur
1 matsk. siróp
2 tsk. natron N
1 egg
1 tsk. kanill
1 tsk. engifer
1 tsk. negull
614 dl hveiti
Hrærið sykur, smjör og siróp.
Natronið hrært út í eggið, bætt
út í eggjahræruna ásamt hvexti
og kryddi. Or deiginu búnar til
litiar kúlur, á stærð við valhnet
ur, settar á smurða plötu og
bakaðar í 12— 15 mín. (við u.þ.b.
150 C). Verða um 75 stykki.
BÓNÐAKÖKUB
% bolli og 2 matsk. smjör
% bolli og 2 matsk. sykur
1 matsk. síróp
14 bolli hnetur
1 tsk. natron
1 matsk. volgt vatn
3 bollar hveiti
14 tsk. salt
Smjörlíkið hjrært, sykri bætt í
smám saman ásamt sýrópi, hrærti
þar tii það er Ijóst og létt. Hnet
urnar settar út í, natronið hrært
út í volgu vatni, hveiti og salti
bætt i. Gerð rúlla úr deiginu,
rúml. þumlungur í þvermál.
Skornar sneíðar og bakaðar í
meðalheitum ofni í 12—15 mín.
KÓKOSMAKRÓNUR
3 egg
250 gr sykur
300 gr kókosmjöl
Egg og sykur þeytt vel, kókós
mjölið sett út í, blandað vel.
Deigið sett í smátoppa á smurða
plötu með hveiti á. Bak'að í 7—8
mín. Eiga að vera mjúkar áð inn
an.
SÆNSKAR
HAFRAM.JÖLSKÖKUR
V2 bolli smjörlíki
% bolii sykur
1 egg, þeytt
1 bolli haframjöl
1 matsk. hveiti
1 tsk. ger
Smjörííki og sykur hrært vel,
eggi bætt í, haframjöli og svo
hveiti og geri. Deigið sett á
piötu með teskeið, þrýst á
hverja köku, þannig' að hún
fletjist út. Bakað við meðalhita
í 10 min. Meðan kökumar eru
enn heitar, er kökukeflið sett á
þær augnablik.
M HKI iADl
HAFRAMJÖUSKÖKUR
1 bolli smjörliki
% bolli sykur
1 egg, þeytt
3 matsk. kakó
V2 bolli hveiti
2 Vi bolli hafraznjöl
Smjörlíkið brætt og kælt,
sykri bætt út i og hrært vel.
Eggi, kakói, hveiti og haframjöli
bætt út í. Deigið látið með te-
sk.eið á plötu og bakað í u-þ.b. 12
mín.
PEPITA HRINGIR
kg hveiti
185 gr smjör eða smjörlíki
60 gr strásykur
Punt: Egg, sykur, saxaðar
möndlur og kirsuber.
Hnoðað deig, sem gerðar eru
úr lengjur. Hver kaka er svo
búin til úr 10 cm af lengjunni,
gerður hringur, sem difið er í
egg og svo í blöndu af sykri,
söxuðum cocktailberjum og
möndlum. Bakað við góðan híta
í u.þ.b. 10 min.
LÍTIL JÓLABRÉF
125 gr smjöriiki
250 gr hveiti
100 gr sykur
1 eggjarauða,
2 matsk. koníak, romm
eða sherrý.
Nougat eða súkkulaði,
rauð cocktailber.
Deigið hnoðað, vínið notað til
að væta í. Látið á kaldan stað
í dálitla stund. Fiatt út og
skornir ferningar með kleinu
járni eða hnif. Lítill súkkulaði-
biti eða nougat sett á hvern
ferning, brotið yfir, svo kakan
líti út eins og umslag, hálft
cocktailber sett á samskeyt-
in. Bakað í 10—12 mín.
HNETLMARENGE
3 eggjahvítur
125 gr sykur
14 tsk. edik eða sítrónusafi
50 gr gróft saxaðar möndlur.
Þeytið eggjahvítumar mjög
stífar. Sykur og edik eða
sltrónusafi sett út í, þeytt áfram.
Marengsið sett með teskéið á
smurða plötu með hveiti á, hnet-
umim dreift yfir. Bakað við
mjög vægan hita í um það bil
1 klst. Eiga að vera Ijósgular og
losna auðveldlega af plötunni.
BANANA-
HAFRAMJÖLSKÖKUR
1 bolli sykur
íí bolli rjómi þeytt saman
Eitt egg þeytt og bætt út í
I bolli stappaðír bananar
1*4 bolii haframjöl
1 bollí rúsinur sett út i
114 boiii hveiti
14 tsk. natron
1 tsk. salt
Hrært vel. Sett með teskeið á
ósmurða plötu og bakað í vel
heitum ofni í 12 min.
Kvennadálkar,
framhald á
næstu síðu
FORELDRAR OG BÖRN
eftir Dr. Haim G. Gínott
í þýðingu Björns Jónssonar, skóiastjóra, meS formáia eftir
Jónas Páisson, skóIasálfræSing.
Höfundurinn er oft nefndur Dr. Spock, barnasáifræðinnar.
Hann bendir á nýjar lausnir gamaila vandamáia.
Bókin á erindi til allra: heimila, skóla og uppeldisstofnana,
Þér munuð skilja barn yðar betur — og barnið yður.
BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR HF., GEFIÐ HEIMILINU GLEÐI — GEFIÐ BÓK SEM
REYNIMEL 60, SÍWII 18660. STUÐLAR AÐ GLÖÐU OG GÓÐU HEIMILISLÍFI.
uppeldis
hand-
hókin
OKKAR BÆKUR ERU YKKAR BÆKUR.