Morgunblaðið - 06.12.1970, Side 19

Morgunblaðið - 06.12.1970, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBBR 1970 51 útkoman verður svo allt önn- ur ef skipt er um hljóðfæri, og allt missir marks. Fólk hefði ekkii aðgang að tónlist allra tíma, ef ekki væri reynt að komast að hvemig verkið var upprunalega hugsað. Til dæmis má spyrja: Á að leika verk eftir Bach á píanfc? Hans verk eru jú flast skrifuð fyrir semhal eða clavichord. Per- sónulega fyndist mér það synd, ef píanóleikarar fengju ekki tækifæri til að leika verk eftir Bach, eða mættu ekki spila Bach. í>að er alltaf hol'lt að reyna að komast sem næst þeim stíl, sem músíkin er ort L Það er réttast og bezt fyrir alla að reyna að komast fyrir upp- runann. Sjáum nú til. Fiðlan er upprunalega hljóðfæri með gimisstrengjuim. í dag er hún með járnstrengjum. Þanniig er allt annað hljóð í henni en var, er verkin gömlu voru samin. Mér íinnst, hver sá, sem leikur gamla tóniist, vera skyldugur til að afla sér eins mikillar þekkingar og hægt er Um þessa tónlist, og um það, sem höfundar hennar æsktu að korna á framfæri. Það er að vísu alveg ótæmandi verk, en það er rétt samt. Þama koma til greina hljóðfæraval og skipan. Gætir víða mis- sagna og mótsagna í ýmsum ritum, og er það ekki sízt þá, að starfið verður erfitt við- fangs og spennandi. En að reyna að komast sem næst sannleikanum er skylda, held ég. — Eigum við þá von á dokt- orsriltgerð um þessi efni inn- an tíðar? — Nei, alls ekki frá mér, og varla frá manni mínum, held ég. Mér finnst það meira virði að notfæra mér þekk- ingu mína til að ski'la þeirri vitneskju, sem ég hef, en að safna t/itlum. Það er nú yfir- leitt svo, að í tónlistarfræði, Sybil Urbancic ef það orð er til (musicology), eru yfirleitt sjaldnast tónlistar menn. En samvinna við þá er ákaflega nauðsynleg. Þeir skrifa góð rit til að fletta upp í og þess háttar, og er það ákaflega gagnlegt fyrir tón- listarmennina. Nú erum við á leið til Banda ríkjanna, hjónin. Hann fer til fyrirlestrahalds um blok'k- flautuna og munum við reyna að halda okkur við austur ríkin á sem þrengstu svæði, því að fj arlægðirnar þar eru miklar, og það er timafrekt að ferðast urn. Maður minn á erfiitt með að fá sig lausan um lengri tíma. Hann hefur stóran nemendahóp, sem hann g'etur ekki verið lengi frá í einu, ef vel á að vera. Við komum aftur heim fyrir jól. Lengur er heldur ekki hægt að vera burtu fré heimili og börnum. Vinkona mín íslenzk flytur heirn til okkar á meðan og gætir bús og barna, þannig að þau verði fyrir sem minnstum breyting- um, þrátt fyrir fjarvistk okk- ar. Að ferðinni lokinni verður þessu rápí lokið að sinni, og jólaös og annir taka við. M. Thors. Starfssfúlka Konia óskast til að aninast ræst'iingar, kaffi o. fl. við heildverzl- un í Holtuinuim. Vinn'Uitími frá k'l, 3—-7 e.h. Umsó'kni'r ásaimit upplýsi'n'gum um aldu-r og fyrri störf sendist afgr. M'bi., merfct: „Stamfsst'úlka — 6166' fyrir 10. þ.m. 36 tonna vélbdtur til sölu Á Suðurnesjum er til sölu 36 tonna vélbátur í mjög góðu lagi, með eða án veiðarfæra. Æskilegast væri að kaupandi legði upp afla hjá seljanda næstu tvær vertíði'r. Áihuga'samir kau'pendur leggii nöfn sín og upplýsin.gar um efn'aihag ion á afgr. Mbl., mer'fct „36 tonna vélibátur — 6163" fyrir n.k. þriðjudag. ADALSTIIATI 4 L*AeA°A°J melka melka melka melka SlMI 1500B Og ekki er Melka frakkinn siðri... Skyrtu Valið er auðvelt. — Það ólíkt skemmtilegra, að geta sýnt sig í fallegri MELKA skyrtu, en þurfa að fara í felur vegna klæðaburðar. MELKA skyrta eykur sjálfstraust yðar og velliðan, Hún er úr efní, sem yður líður vel í, t. d. 50% bóm- ull og 50% terylene, eða 50% bómuli og 50% dacron. Þér getið valið um mismunandi ermalengdir, ef þér óskið, líka flibbagerðir, eða ákveðið að hafa tvö- faldar manchettur á jólaskyrtunni. Vidd skyrtu á auðvitað að hæfa þeim, sem ber hana. Þess vegna biðjið þér um innsniðna skyrtu, eða án innsniðs, eftir því hvað yður fer bezt. poka? Þér ættuð bara að sjá litaúrvalið. Nú ganga ekki allir- í hvítum skyrtum lengur — ekki einu sinni við hátiðlegustu tækifæri. Þeir, sem eiga MELKA skyrtu, .velja sér' réttan lit við. hvert tækifæri: Gulan,- gulbrunan, appelsínugulan, lilla, bláan — eða ein- hvern anpan lit. Yðar ejr valið, notið tækifærið. Verið ekki upp á pokann kominn. — Aukið sjálfstraus.t yðar og vellíðan, klæðist góðri skyrtu og glæsilegri. Verðið er heldur engin hindrun. MELKA skyrtur kosta flestar vel undir 1000 krónum. Það er óvenju- legt um skyrtur i bezta gæðaflokki. Klæðist því MELKA skyrtu og njótið þess. eða FRÁ 290 ÞÚS. KR. PEUGEOT I PEUGEOT I PEUGEOTI FRÁ 335 ÞÚS. KR. FRÁ 354 ÞÚS. KR. FRÁ 419 ÞÚS. KR. BÍLLINN FYRIR ÍSLENZKA STAÐHÆTTI STERKUR PG SPARNEYTINN BÍLLINN SEM GENGUR LENGUR EN HINIR UMBOÐ Á AKUREYRI VÍKINGUR S.F. FURUVÖLLUM 11 SÍMl 21670. HAFRAFELL H.F. GRETTISGÖTU 21 SÍMI 23511.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.