Morgunblaðið - 06.12.1970, Síða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1970
Nýjar kenningar um
landnám Islands
Trú og landnám44 — ný bók eftir Einar Pálsson
99
Á næstunni er væntanleg ný
bók, „Trú og landnám", eftir Ein
ar Pálsson. í bókinni skýrir höf
undur frá því, hvernig unnt er
að rannsaka landnám íslands og
stofnun hins islenzka goðaveld-
is með hliðsjón af menningar-
fræði nútímans og hugmynda-
fræði fornaldar.
„í bókinni er sýnt fram á, að
til er mikið magn»heimilda um
ýmsa þætti íslenzkrar fornmenn
ingar, sem enn hefur lítill gaum-
ur verið gefinn,“ sagði Einar
Pálsson, er Mbl. ræddi við hann
um útgáfuna. „Meðal annars eiga
Islendingar sjóð heimilda í goð-
sögnum, sem hingað til hafa lítt
eða ekki verið rannsakaðar
fræðilega."
Höfundur leiðir að því rök, að
þessar goðsagnir séu ekki kynja
sagnir einvörðungu, eins og ein-
att er álitið, heldur sannar sagn
ir í skilningi fornaldar —
geymslustaðir beinnar þekking-
ar — nákvæmlega eins og helztu
goðsagnir annarra fomþjóða
samkvæmt skilgreiningu nútima
menningarfræðinga. Megi meðal
annars reikna út með nokkurri
vissu á hvern hátt Alþingi var
markað að Þingvöllum og hvem
ig hið íslenzka goðaveldi var
tengt við landið og reginmögnin.
Þá megi reikna út með sterkum
rökum hver hafi verið hug-
myndafræðilegur grundvöllur
sumra helztu íslendingasagna.
1 fyrstu köflum bókarinnar
eru ýmsar skoðanir fræðimanna
á hinu íslenzka goðaveldi rann-
sakaðar. Þar eru jafnframt rak-
in saman tengsl vissra ætta við
ríkisstofnun Islendinga og heið-
indóm. í öðrum hluta bókarinn-
ar eru sýndar erlendar hliðstæð
ur nokkurra íslenzkra goðsagna.
Einar Pálsson.
Þá er sýnt hvernig nota má ís-
lenzkar heimildir til að varpa
ljósi á ýmsar gátur evrópskar
menningar. Megi meðal annars
reikna út merkingar í goðsögn-
um klassiskrar fornaldar út frá
merkingum íslenzkra goðsagna.
Þá bendi allar líkur til, að Al-
þingi Islendinga að Þingvöllum
hafi verið byggt á sömu hug-
myndafræðilegum forsendum og
helgistaðurinn að Þingvöllum á
eynni Mön, svo og konungssetr-
in að Jalangri í Danmörku, upp
Aðalfundur
verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal,
kl. 2 e.h. — Vemjuteg aðalfundairstörf.
suninudagin'n 13. des.
STJÓRNIN.
ALLT A SAMA STAÐ
RAMBLEREIGENDUR
HOFUM TEKIÐ AÐ OKKUR
VIÐGERÐA OC VARAHLUTAÞJÓNUSTU
RAMBLERBIFREIDA
Egill Vilhjálmsson hf.
Laugavegi 118 — Sími 2-22-40
sölum i Svíþjóð og Tara á Ir-
landi. Segi goðsagnirnar í veiga
mestu atriðum sömu sögu af upp
runa íslenzkrar menningar og
sagnfræðilegar heimildir, én gefi
að auki möguleika á ráðningu
fjölda vafaatriða, sem Islending
ar héldu glötuð vegna skorts á
heimildum.
Þriðja hluta bókarinnar er var
ið til að skýra hugmyndir þær
sem goðsagnir íslendinga byggð
ust á. Eru þar meðal annars lagð
ar fram líkur sem benda ein-
dregið til þess, að ísienzkir forn
menn hafi bundið lög sin og trú-
arhugmyndir vissum landsvæð-
um. Eru niðurstöður bókarinnar
í stuttu máli þær, að landnáms-
menn Islands hafi fylgt þeirri
heiðnu hugmyndafræði, er menn
þekkja bezt af súmerskum og ind
verskum heimildum: tengt vissa
staði á jörðu niðri við tiltekna
staði á festingu himins. Hafi stór
ar lendur íslands verið helgað-
ar með þessum hætti, e.t.v. ís-
land alit. Séu fornar goðsagnir
stjörnuhimins meðal annars bein
ar frummyndir vissra þátta
Njáls sögu, enda bundnar við
sömu staði á jörðu niðri. Sé
Njála þannig ekki „skáldsaga" í
nútímastíl, eins og nú er einatt
haldið fram, heldur „sönn“ saga
í allegórískum skilningi miðalda,
enda skrifuð í samræmi við
þekktustu rithefð þeirrar tíðar.
Svari menning Islendinga að
fornu þannig nákvæmlega menn-
ingu ýmissa þekktra fornþjóða
hvað snertir tengsl landsvæðis við
himinhvolf. Við kristnitökuna
hafi það sama gerzt hér og víða
annars staðar þar sem eingyðis-
trú sigraði vættatrú: skorið hafi
verið á böndin milli guðlegra
vætta stjörnuhimins og hins jarð
neska landsvæðis. Hin fornu
mörk hafi hreinlega verið upp-
rætt.
Að lokum er tölvísi fornþjóða
skýrð, svo og helztu hugmyndir
um Ragnarök og eyðingu heims.
Er skoðun höfundar sú, að þess
ar hugmyndir hafi verið þær
sömu meðal íslendinga og helztu
fornþjóða, og að lög Islands, rík
isstofnun og helztu fornsagnir
séu óaðskiljanlega bundin þess-
um lærdómi. Sé heiðin tölvisi fs-
lendinga sú sama og heiðin töl-
visi er þekktist frá Súmer,
Egyptalandi og Indlandi. Hafi ís
lenzk menning þannig ekki ver-
ið gjörsamlega frábrugðin menn
ingu Evrópu og Miðjarðarhafs-
landa að fornu, heldur bein hlið-
stæða í ýmsum greinum.
„Bók þessi gefur íslenzkum
lesendum möguleika á að endur
meta flest, sem þeim hefur verið
kennt um landnám íslands og
uppruna íslenzkrar menningar,"
sagði Einar Pálsson að lokum.
„Trú og landnám" er mikið rit,
um 400 bls. að stærð. í henni eru
18 skýringamyndir. Útgefandi er
Bókaútgáfan Mímir.
Aðalfundur Þorsteins
Ingólfssonar —
AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé-
liagsins Þorstems Ingólfssonar í
Kjósarsýslu var haldinn í Hlé-
garði miánudaginn 23. nóv. sl.
Formaður féliagsdns Sæberg
Þórðarson, settii fundinn og
stjómaði honum og var mæting
félaga góð. 1 upphafá miinintist
formaður látkuna forystumanna
samtakanna, þeinra Ólafs Bjama
sonar, Brautarholti, Jónasar
Magnúsisonar, Stardal, Sigurjóns
Yngvarssonar, Sogná og Steina
Guðmundssonar, Valdastöðum.
Ennfremur höfðu fundarmenn
hljóða stund till minniingar um
Bjama hei't'inn Benediktsson,
konu hans og dóttuirson.
Þá flutti formaður skýrslu
stjómarinnar en Páll Ólafsson,
Brautarholti, ias og skýrði reikn
inga félagsins. 1 skýrslu for-
manns kom m.a. fram að starf-
semiin var með allra mesta móti.
Almennir fræðslufundir voru
tveir um EFTA-aðildina og einn-
ig almennt um stjómmálaástand
ið. Þá var miiki'ð stiarf í sam-
bandi við undirbúming að hrepps-
nefndarkosniinigum sem fram
fóru á sl. vori en hlutbundin
kosning var í Mosfellshreppi og
ákvað féliagsfundur að láta fara
fram prófkjör og fór það fram
Marteinn frá Vogatnngu
„Leiðin
til baka“
— ný skáld-
saga eftir
Martein frá
Vogatungu
KOMIN er út ný skáldsaga eft-
ir Mantein frá Vogatumgu. Nefn-
ist hún „Leiiðin (il baka“.
Sagan fjaTlar um utangarðs-
fólk og samskipti þess við heið-
arlega, guðelskandl borgara.
„Marteinn talar ekkd tæpitungu,
og þessii bók er hanðskeytt ádeila
á ýmis fynirbæri samfélagsins,"
segir á kápusíðu.
Bókin er 175 bls. að stærð. Út-
gefandi etr Prentrún.
Seltjarnornes
Sjálfstæðisfélag Selti'miniga heldu-r umræðu- og spila'kvöld
í anddyri íþróttaihússi'n's, mánudagi'n'n 7. desember og befst
það kl. 8,30
FUNDAREFNI:
Ingvi Þorsteinsson margister, talar um náttúruvernd.
Góð kvöldverðla'un, svo og þriggja kvölda heiWa>rverðla'U'n.
Félagar fjölimenn'ið og takið með ykkur gesti.
STJÓRNIN.
í febrúarmánuði! Þátttaka í
prófkjörinu var ágæt og var
fram-kvæmd þess sniðim eftir
reglum fliokksdnis. D-listimn náði
ekki meirihl'uta og samdi um
stjóm hreppsdns við óháða, sem
báru firam H-ldsta. Mikið starf
lá að baki þeissum aðgerðum og
fengu Sjálfstæðlsmeinn mdkla og
góða reynslu í kosn'ingaistörfum.
Hitt kom ©knnig fram að ýmsum
þykir prófkjörsfyrirkomudagið
galilað og má vafalaust endur-
bæt-a reglur flokksins þar að lút-
andi. Engum dettur þó í hug að
fielda það ndður, þar getur hiinn
almennd kjósandi gefið, ef svo
mætti segja, tóniinn og vilji
fólks'ins kemur þar skýliaust
fram. Þá unnu stjórm og aðrir
forystumenn félagsins vel að
undirbúndnigi prófkjörs í Reykja
neskjördæmi og var það á sama
hátt sndðið eftdr reglum flokks-
ins og látiið gilda eftir úrsldtum
prófkjörs.
Að loknum skýrslum tóku
ýms'ir fundarmenn tdl máls, s.s.
Oddur Ólaifisson, Ásbjöm Sigur-
jónsson, Pálll Ólafsson, Jón M.
Guðmundsson, Saióme Þorkels-
dóttdr, Helga Magnúsdóttdr og
Oddur Andrésson.
Þá fór fnam stjómarkjör og
Sæberg Þórðarson, Áshamri,
var endurkjörinn formiaður ein-
róma. Aðrir i stjóm voru kjöm-
ir: Sveinn Guömuindsson, Salóme
Þorkelsdóttir, Páld Ólafseon,
Bjami Þorvarðarson, Hjadtd Sig-
urbjömsson og Ólafur Ágúst
Óláfsson. Varamenn vora kjörn-
ir: Pétur Hjálmsson, Guðmund-
ur Jóhamnessom, Axed Aspelund,
Gísl'i Jónsson, Magnús Jónasson,
Karl Andrésson og Jón V. Jóns-
son,
í Kjördæmiisráð voru kjömir:
Oddur AndrésSon, Jón M. Guð-
mumdsson, Sadóme Þorkelsdótt-
ir og Pálil Ólafsson.
Varamemn voru kjömir: Sæ-
berg Þórðarson, Gisdi Jónsson,
Sigsteinn Pálsson og Hjalt'i Sig-
urbjömsson.
í Fu'liltrúaráðið voru kjömdr
eftirfarandi féliagar: Gisli And-
résson, Oddur Ólafssom, Jón
Óliafsson, Hjaltd Sigurbjörnsson,
Sadóme Þorkedsdóttir, Gísli Jóns-
son, Ólafur Ág. Ólafsson, Sig-
steinn Pálsson, Magnús Jónas-
son, Hjörtur Þorsteinsson, Ás-
bjöm Sigurjónsson, Bjarni Þor-
varðarson og Gunndaugur J.
Briem,
Sverrir Júldusison var gestur
féiagsims á fumdinum og ræddi
hamn stjómmáLaástandið og
ýmis hagsmumamál héraðsins og
tóku margir til máls, s.s. Gísli
J ánsson, Oddur Ólafesom, Odd-
ur Andréssan, Gunnlaugur
Briem o. fl. Komið var inm á
hinar nýju vegaframkvæmdir
og þóttd ýmsum að Vesturlands-
vegur væri látimn sitja á hak-
amum - fyrir Suðurlandsvegi.
Enmfremur var rdfjað upp að
eitt sdnm var verið að ráðgera
oMuhreinsumarstöð á Kjalamesi
en ekki í Geldiniganesi, svo sem
nú er allmikið rætt um. Þá var
rætt um reiðvegi sem skemmast
nú við vegaframikvæmdirnar
bæði við Vesturlondsveg og Suð-
uxiamdsveg og bent á aö nauð-
synlegt væri að sjá svo um að
verktökum væri gert að skyldu
að Lagfæra þessar leiðir jafm-
óðum. Ymisir kvörtuðu umdan
mjög háum simagjöldum en
einnig því, að samband væri
yfirledtt mjög vont og límumar
stöðuigt á tadi. Áliaifossverksmáðj-
an ein greiðir, að sagt var, á
annað hundrað þúsund kr. á ári
og taid'ð líiklegt að Reykjailumdur
sé með svipaða tölu em mörg
fyrirtæki og jafnvel einstakldnig-
ar, sem hefðu nokkur umisvdf
eða verzlun, greiddu samsvar-
andi mdiklu hærra em í nágramma
sveitarfélögunum. Þá var rætt
um framboðið í Reykjaneskjör-
dæmi og undirbúmdng alþimgis-
kosninganna í vor. Fundi lauk
kl. rúmilega eiitt og þótti hann
hafa verið mjög gagnlegur og
skemmtiiegur.