Morgunblaðið - 11.12.1970, Side 4

Morgunblaðið - 11.12.1970, Side 4
4 MORGUN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1970 V- BILALEIGA IIVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabiíreið-VW 5 manra-VWsvefnvagn VW 9maona-Undrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14870. Bilaleigan ÞVERHOLTI15 SÍMI15808 (10937) bilaleigan AKBRAUT car rental service /* 8-23-4? sendum *elfur r i Laugavegi 38. Símar 10765 og 10766. Fjölbreyttara úrval af vönduðum barnafatnaði en nokkru sinrn' fyrr. ★ ★ Daglega nýjar vörur. ★ ★ Póstsendum um allt land, burðargjaIdsfrítt til jóla. ★ ★ 0 Tillaga um hunda- heimili „Reykjavík, 7. desember 1970 Kæri Velvakandi! Mikið er búið að tala um hundahald, hundavini, hunda- æði og hundaskít í blöðunum að undanförnu, og ekki allt gáfulegt. Nú hefur mér dottið í hug ágætt ráð, sem ætti að leysa allan vandann, og allir ættu að geta sætt sig við. Það er að koma á fót hundaheimili i nágrenni borgarinnar. Því ætti að stjórna af sérmenntuð- um hundavinum, þar yrði mat- reidd ljúffeng hundafæða, þar gæti verið hundasjúkrastofa, hundatónlistardeild, þar sem spilað væri t.d. á segulband það, sem hundum þætti mest gaman að spangóla eftir, og hundakirkjugarður gæti verið bak við heimilið ásamt likkistu- og legsteinasmiðju fyrir hunda. 0 Heimsóknartími Á þessu heimili gætu hunda- vinir fengið hina ferfættu vini sína geymda í góðum höndum, og þangað gætu þeir heimsótt þá um helgar og reyndar hven ær sem þeim gæfist tími til, gælt við þá og kjassað þá eft ir hjartans lyst, og þar mætti líka hafa sjoppu, sem seldi sæl gæti fyrir hunda. Þangað gæti gengið fastur strætisvagn, t.d. á hálftíma fresi, og mætti skreyta hann innan með falleg um hundamyndum og jafnvel líka með hundavinamyndum. 0 Dagur hundsins Á heimilinu mæíti' líka hafa fæðingardeild fyrir tíkur og leikherbergi fyrir hvolpa. Fjár til heimilsins mætti afla með merkjasölu einhvern dag, sem nefndur yrði „Dagur hunds- ins.“ Einnig mætti efna til happ drættis, og yrðu verðlaunin þá auðvitað fallegir hundar. Einn- ig gæti komið til mála að tæma eitthvert barnaheimilið og breyta því í hundaheimili. Virðingarfyllst, Guðrún A. L,. Jónsdóttir.“ 0 Dæmalaus ósvífni og ósiður Undir þessari fyrirsögn skrif ar „Urnbótasinni“: „Fyrirsögnin á við það, þeg- ar leigubílstjórar þeyta horn sín við íbúðarhús að næturlagi, og reyndar einnig að degi til. Þetta er ósvífni og siðleysi, sem þekkist ekki í nokkru siðmennt uðu landi. 0 Bílaflautið Slíkt flaut truflar svefnfrið manna og vekur fólk oft á brú talan hátt úr dýpsta svefni. Þetta orsakar taugaspennu, sem gerir sumum erfitt fyrir að festa svefn aftur. Einnig er slíkt stórhættulegt hjartveiku fólki. 0 Við erum á lágu samfélagsstigi Það ætti ekki að vera nauð synlegt að ræða um slík mál á opinberum vettvangi, ef við værum ekki enn á svo lágu samfélagsstigi sem raun ber vitni. Tillitsleysið við náung- ann er oft geigvænlegt, og er engu líkara en að sumt fólk í fjölbýlishúsum haldi, að það búi í einbýlishúsi og þurfi ekk ert tillit að taka til annarra. Þjóðfélagslega séð er þetta reyndar skiljanlegt; við erum á millistigi þróunar frá sveita- þjóðfélagi yfir i borgarþjóðfé- lag. Borgararnir verða að taka höndum saman varðandi ýmis atriði í samlífi og sambýli, ef villimennskan á ekki að tröll- ríða öllu. 0 Einföld lausn Bílaflautið er aðeins eitt dæmi. Lausn þess væri einföld og tíðkast í öllum siðmenntuð- um löndum: Sá sem pantar bil segir til nafns síns (og/eða íbúðareig- anda, þar sem hann er stadd- ur, ef hann er ekki sjálfur ibúðareigandi) og hvar í hús- inu hann býr (eða er staddur). Bílstjórinn hefur síðan fyrir þvi að snara sér út úr bílnum, þegar á staðinn er komið, og hringja á viðkomandi bjöllu og segja til sín (þetta væri lág- markskrafa til bílstjóra), Allt flaut væri þar með úr sögunni. Til þess að þetta mætti tak- ast, væri tvennt nauðsynlegt: Sá sem pantar bilinn verður að segja til nafns og nákvæms heimilisfangs (í fjölbýUshúsum hæðina). Leigubilstöðvamar ættu ekki að sinna bílapönt- un, þar sem ekki er skýrt frá nafni og heimili, eða þær ættu að inna eftir þessum upplýsing um, og leigubílastöðvarnar að vinna stefnufast að fram- vindu þessa máls. Umbótasinni." • Vísa Þessi vísa flaug inn um gluggann til Velvakanda: Barizt var hart að hundasið, svo hundingjum þótti gaman. Þeir hundar, sem veittu hundum lið, voru hundblautir allir saman. 0 Hvað segja skólaljóðin og náttúrufræðin? Hildur Ásgeirsdóttir skrifar: „Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um hunda. En í þeirri snörpu hríð, sem gerð hefur verið að hundum, datt mér í hug að slá upp i Náttúrufræði handa barnaskólum, útgefinni 1968, til að sjá, hvað þar er sagt um þetta voðalega dýr. Sagt er þar allitarlega frá hundinum, lifn- aðarháttum hans og hlutverki í þjónustu við manninn i ýmsum heimshornum. Er þar réttilega lýst tryggð hundsins og því bætt við, að hann sé elzta hús dýr mannsins. í kaflanum stendur þetta: „Hvers vegna er hægt að nota hundinn til svo margvislegra starfa? Það er vegna þess, að hann er skyn samur, námfús og tryggur, og maðurinn getur tamið hann bet ur en önnur húsdýr." Kaflan- um lýkur svo á dálitlum verk- efniskafla, og þar segir i ein- um lið: „Lýstu hundi, sem þú þekkir, og skrifaðu um hann sögu“. 1 þessari sömu kennslu- bók er svo fjallað um vemd- un dýranná í sérstökum kafla, og þar stendur þetta: „Athug- aðu, ef húsdýr eru á heimili þinu, hvort þú getur ekki stuðl að að því, að þeim líði vel.“ Ég spyr, verður ekki að fyr irskipa að rífa þessar blaðsíð- ur úr náttúrufræðinni og allt það, sem vel er sagt um erki- óvininn? Og er það nóg, hvað um öll hin fögru Ijóð, sem skáldin hafa ort um hundinn, t.d. kvæðið, sem flest íslenzk börn læra í frumbernsku og er meira að segja skyldu-kvæði fyrir 10 ára börn: „Heyrðu snöggvast Snati minn, snjalH vinur kæri. . “ Það mun óhætt að fullyrða, að börn, sem hafa haft kynni af hundum, trúa því aldrei, að þess gerist þörf að deyða þá. Að lokum þetta, Velvakandi góður: Þeir, sem vilja sækja fyr irmynd til hvers konar óhæfu- verka, þá er hún ætíð nærtæk úr garði þeirra, sem lifá fyrir ofbeldið og ætíð vilja sýna öðr- um ofbeldi. Hildur Ásgeirsdóttir." PHIUPS KANN TÖKIN Á TÆKNINNI... PHILIPS SJÓN VARPSTÆKI OG HEIMURINN INNÁ HEIMILIN PHILIPS HEIMILISTÆKIP HAFNARSTRÆTI 3. SÍMI 20455 ^ SÆTÚN 8, SÍMI 24000. Til kaups óskast Stand borvél og rennibekkur, einnig verkfæri til vélaviðgerðar. Sími 25105 og eftir kl. 7 á kvöldin í síma 31247.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.