Morgunblaðið - 11.12.1970, Side 25
MORGUNBLAÐtÐ, PÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1970
25
„Sjálfstjórn í storm-
viðrum lífsins“
Þannig hefur þýðandi bókar-
innar, Baldvin Þ. Kristjánsson,
íslenzkað nafn hennar, en
á frummálinu heitir hún: Sin,
sex and self-control. Höfund-
urinn er hinn alkunni rithöf-
undur og ræðuskörungur
Norman Vincent Peaie.
Þetta er þriðja bókin eftir
þennan kraftmikla rithöfund,
sem nýlega er komin út i þýð-
ingu Baldvins. Kjósi menn að
skemmta sér við að lesa bragð-
sterka bók, þá er þessi tilvalin.
Misjafnlega mun mönnunum
þó geðjast sumt I bókinni, því
þar eru æsispennandi upplýs-
ingar, en lika mikill og
traustvekjandi boðskapur.
Bók þessi á vissulega brýnt
erindi til kynsióða nútimans,
sem eru að vissu leyti andlegir
munaðarleysingjar. 1 bókinni er
farið næmum og hárvissum
höndum um mjög algengan
sálarsjúkdóm, sem oft veldur
sárum likamsmeinum.
Hinar tvær hliðar mannlifs-
ins, skuggahiiðin og hin, sem
er mesta meinabótin, bjarta
hliðin, eru báðar meðhöndlaðar
af mikilli hreinskilni, glögg-
skyggni og hispursleysi. Til
dæmis mun kaflinn „Storm-
viðri kynlífsins," þykja mörgum
ærið bragðsterkur, en hann
er þá líka sannarlega timabært
umhugsunar og umræðuefni.
Höfundurinn ræðst ekki fljót-
færnislega og undirbúningslítið
í að skrifa þessa bók. Hann
segir á bls. 56: „En með því, að
ég vildi ekki styðjast aðeins við
eigin reynslu mína (og á hann
þar við kynni sín af þessum
málum) gerði ég sérstak-
lega nokkrar nákvæmar rann-
sóknir áður en ég settist niður
til að skrifa þessa kafla. Ég las
tylftir af bókum spjaldanna á
milli, bæklinga, tímaritsgrein-
ar, sálfræðilegar athuganir,
opinberar skýrslur og kirkju-
legar yfirlýsingar beggja vegna
Atlantshafsins. Og ég get full-
vissað ykkur um það, að ógjörn-
ingur er að standa frammi fyrir
slikum þverskurði staðreynda
og skoðana án þess að verða ó-
hagganlega sannfærður um, að
það sem raunverulega blasir
við, er alvarleg veila í siðferði
og félagsmálum þjóðar okkar,
já, e.t.v. gjörvalls hins vestræna
heims.“
Ung kona, sem í sálarkreppu
sinni leitaði ráða hjá höfund-
inum, leggur strax fyrir hann
spurninguna: „Hvað gengur að
mér, doktor Peale? Hvað er að
heiminum? Nærgöngul spurning
nútímans.
Þegar dr. Peale er að búa sig
undir að skrifa þessa bók, lýsir
hann tilfinningum sínum á þessa
leið:
„Aftur fann ég titrandi
spenning niður eftir hryggnum.
Hvílíkt útboð og áskorun, og
og hvílíkt tækifæri! Það var
rétt eins og guð segði við menn-
ina: Jæja! Hér er ný reynslu-
þraut, ný tilraun, nýtt val. Hér
stendurðu á þrepskildi að mik-
iifenglegum þroska. Þú ræður
sjálfur, hvort þú ferð yfir hann
eða ekki. Þú getur liðið undir
lok eins og Babyloníumenn eða
eins og Rómverjar eða risið
hátt um leið og þrótturinn og
sjálfstjórnin vaxa við hverja
nýja raun. Hvert er val þitt?“
Undirritaður er búinn að
merkja við margt viturlega sagt
i bókinni og er freistandi að
kynna eitthvað af því, en nú
eru jólaannir hjá blöðunum og
ber að virða það. 1 sambandi
við menningarkvilla nútim-
ans minnir bókin á, að Arnold
Toynbee, einn af hinum miklu
sagnfræðingum heimsins, skrif-
ar: „Af tuttugu og einu þekktu
menningarríki hrundu nítján til
grunna, ekki vegna utanað-
komandi árása, heldur innri
hrörnunar."
„Siðferði og hamingja haldast
hönd í hönd,“ segir á ein-
um stað.
„Um daginn las ég," segir dr.
Peale, „dapurlega frásögn í
tímaritinu LOOK. Það var stúd-
xna, sem hafði orðið: „Við erum
orðnar kynþroska tólf ára gaml-
ar. Við erum orðnar lífsleiðar
af lauslæti og höfum þegar séð
of mikið af lífinu, þegar við er-
um sextán ára. Um nítján ára
aldur langar okkur ekki til
þess að lifa lengur og erum
reiðubúnar til þess að deyja.“
Ein góða setningin í bókinni
er: „Aðeins sá, sem agar sig, er
í sannleika frjáls." Agi er
gjaldið, sem þú verður að greiða
fyrir frelsið."
Við einn ræðir höfundurinn á
þessa leið: „Þú ert í senn heill
og margslunginn einstaklingur
með djúpstæðar, andlegar þarf-
ir og markmið. Hvers vegna ger-
ir þú kröfur til fegurðar? Hvað
er það, sem skapar réttlætis-
kennd þína? Hvers vegna dáir
þú hugrekki? Þetta eru allt
andlegir þættir i lífi þínu. Kyn-
lífið á sér einnig slikt svipmót;
hlið, sem er ekki holdleg og gef-
ur því allt annað og meira gildi.
Horfirðu framhjá þessu,
takmarkarðu sjálfan þig? Taktu
þetta með í reikninginn, dreng-
ur, notaðu skynsemina.“
Já, skynsemina. Oxenstiema,
hinn frægi sænski herforingi
sagði við son sinn: Þú ættir að
vita, sonur sæll, með hve lítilli
skynsemi heiminum er stjórnað.
Bezt mun fara á því, að skyn-
semin og hjartað vinni saman,
og þá lífsskoðun mun dr.
Norman Vincent Peale ala í
brjósti sér. Þessi bók hans ætti
því ekki að svíkja neinn. Hún
er stórtæk, tilþrifamikil,
skemmtileg, fróðleg og agandi.
Pétur Sigurðsson.
y*)*- -
Leikhúskjallarinn
'oPío'
i
Kvöldverður framreiddur frá kl. 18.
Vandaður matseðill.
Njótið rólegs kvölds hjá okkur.
Borðpantanir í síma 19636 eftir kl. 3.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu bæjarsjóðs Kópavogs og dr, Hafþórs Guðmundsson-
ar hdl. verða bifreiðarnar R-8889, R.-9519, seldar á opinberu
uppboði, sem haldið verður við Félagsheimili Kópavogs í dag
föstudaginn 11. desember 1970 kl. 15.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík fer fram nauðungaruppboð
að Ármúla 44 (áður 26) lugardaginn 12. desember 1970 og
hefst það kl. 13,30.
VertJa þar seldar ótollafgreiddar vörur innfl. á árinu 1969,
svo sem ávaxtaduft, umslög, ósamsett gróðurhús, hurðír og
karmar, leikföng, rafhlöður, kvenfatnaður, bifreiðavarahlutir,
lóðningartin, rúðugler, plastfötur, eldavélar, eldhúsviftur, upp-
þvottavélar, air fix (kemiskur vökvi), skófatnaður, veski,
fiskinet, notaður Leyland steypubill og margt fleira.
Ennfremur verður selt á sama stað og tima eftir kröfu
ýmissa lögmanna, stofnana og skiptaréttar Reykjavikur o. fl„
sjónvarpstæki, húsgögn, frystikista, alfr. orðabækur, radió-
fónn, skrifstofuvélar, kæliskápur, 440 eint. (óbund.) af bók-
inni „Hugsað heim", 713 eint. af bókinni „Það sem ég sá",
Veggplattar (1968 kgl. danskt postulín), ýmsar vélar til
pappakassagerðar svo sem beygi- og slíssivél (teg. Neipa-
verk m/mótor), lim-horna-heftivél (Kirbys m/mótor), hefti-
vél fyrir breiðar klemmur, (Briemer m/mótor), heftivél fyrir
flatan vír (Speakbolt m/mótor), Rostich heftivél m/mótor,
homaheftivél, stigin o. fl.
Greiðsla við hamarshögg.
Tékkávisanir verða ekki teknar gildir sem greiðsla nema
með samþykki gjaldkera uppboðsréttarins
Borgarfógetaembættið í Reykjavík,
^ FÉLA6SLÍF
I.O.O.F. 1, = 15212118% s 9. III. Skaftfellingar Spila- og skemmtikvöld 1 verður að Skipholti 70 laug ardaginn 12. desember kl. 21.00 Mætið stundvíslega. Skaftfellingaféiagið.
I.O.O.F. 12 = 15212118% =
□ Helgafeli 597012117 IV/V. — 2.
Handknattleiksdeild kvenna Armanni heldur aðalfund sinn sunnu daginn 20. desember n.k. kl. 14.00 í félagsheimilinu v. Sigtún. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin.
Frá Guðspekifélaginu Almennur fundir it kvöld kl. 9 í húsi félagsins Ing- ólfsstræti 22. Stutt erindi: Að lifa jól, Svava Fells flyt ur. Eiríkur Stefánsson kennari les smásögu. Leik- ið á hljóðfæri. Stúkan Mörk annast fund inn.
Kvenfélag Bústaðasóknar Jólafundur félagsins verð ur mánudaginn 14. desemb- er kl. 8.30 í Réttarholts skóla. Kynning verður á is réttum frá Kjörís. Stjórnin.
Miniiingarspjöld Flugbjörgiuiarsveitarinnar eru seld á eftirtöldum stöð um. Bókabúð Braga Brynj ólfssonar, Minningarbúð inni Laugaveg 56, Sigurði Þorsteinssyni sími 32060, Sigurði Waage sími 34527, Magnúsi Þórarinssyni simi 37407 og Stefáni Bjarna- syni sími 37392.
Systraféiag Kef lavíkurkirkj u Jólafundurinn verður hald inn í Aðalveri sunnudaginn 13. þ.m. kl. 8.30. Takið eig- inmennina með. St.jórnin.
AUGLÝSING
um takmörkun á umferð r Reykjavík
I/.—23. desember 1970
Ákveðið hefir verið að gera eftirfarandi ráðstafanir vegna
umferðar á tímabíiinu 11.—23. desember n.k.:
I. Einstefnuakstur.
Á Vatnsstig frá Laugavegi til norðurs að Hverfisgðtu.
II. Vinstri beygja bönnuð.
1) Af Laugavegi suður Barónsstíg.
2) Af Klapparstig vestur Skúlagötu.
3) Af Vitastíg vestur Skúlagötu.
4) Af Laugavegi norður Nóatún nema S.V.R.
III. Bifreiðastöðubann á virkum dögum kl. 10—19:
Á Skólavörðustíg norðanmegin götunnar, frá Týsgötu
að Njarðargötu.
IV. Bifreiðastöður takmarkaðar við hálfa klukkustund
á almennum verzlunartíma:
1) Á eyjunum á Snorrabraut frá Grettisgötu að Flókagötu.
2) Á Frakkastíg austan megin götunnar, milli Grettis-
götu og Njálsgötu.
3) Á Klapparstig vestan megin götunnar frá Lindargötu
að Hverfisgötu og frá Grettisgötu að Njálsgötu,
4) Á Týsgötu austan megin götunnar frá Skólavörðu-
stíg að Þórsgötu.
Frekari takmarkanir en hér eru ákveðnar verða settur um
bifreiðastöður á Njálsgötu, Laugavegi, Bankastræti og
Austurstræti, ef þörf krefur.
V. ökukennsla í Miðborginni er bönnuð milli Snorrabrautar
og Garðastrætis á framangreindu timabili.
VI. Umferð bifreiða annarra en strætisvagna Reykjavíkur er
bönnuð um Austurstræti, Aðalstræti og Hafnarstræti
laugardagínn 19. desember frá kl. 20.00 til kl. 23.00 og
miðvikudaginn 23. desember frá kl. 20.00 til kl. 2400.
Sams konar umferðartakmörkun verður á Laugavegi frá
Rauðarárstíg og í Bankastræti á sama tima. ef ástæða
þykir til.
VII. Athygli skal vakin á takmörkuðun á umferð vörubifreiða,
sem eru yfir 1 smálest að burðarmagni og fólksbifreiða. 10
farþega og þar yfir, annarra en strætisvagna, um Lauga-
veg. Bankastræti, < Austurstræti og Aðalstræti. Sú tak-
mörkun gildir frá kl. 13.00 þar til almennum verzlunartíma
lýkur alla virka daga nema laugardaginn 19. og miðviku-
daginn 23. desember, en þá gildir bannið frá kl. 10.00.
Ennfremur er ferming og afferming bönnuð á sömu göt-
um á sama tíma.
Þeim tilmælum er beint til ökumanna, að þeir forðist
óþarfa akstur um Laugaveg, Bankastræti og Austurstræti
og að þeir leggi bifreiðum sinum vel og gæti vandlega að
trufla ekki eða tefja umferð.
Þeim tilmælum er beint til gangandi vegfarenda, að þeir
gæti varúðar i umferðinni fylgi settum reglum og stuðli
með þvi að öruggri og skipulegri umferð.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 10 desember 1970.
Sigurjón Sigurðsson.