Morgunblaðið - 11.12.1970, Page 7

Morgunblaðið - 11.12.1970, Page 7
MORGTJNBLAÐIÐ, PÖlSTUDAGUR 11. DESEMBER 1970 7 „Ég yrki ekki eftir pöntun” „Ég var hálffeiminn, þegar þetta fyrsta Ijóðakver mitt kom út; ekki þannig, að ég skammaðist mín fyrir bókina, en ég var bara 18 ára; ætli aldurinn hafi ekki átt ein- hvern þátt í feimninni," sagði Lúðvik T. Helgason, verzlun armaður, þegar við hittum hann á förnum vegi í vikunni, rétt til að fá hann til að spjalla um tvær litlar ljóða- bækur, sem hann hefur látið frá sér fara um ævina. „Var það kannski lika feimn in, sem réð því, að þú notað- ir dulnefnið Vígberg á fyrstu bókinni ?“ „Ætli það ekki, en það var ekkert skaðlegt í henni, en þegar bókin var að renna úr prentsmiðjunni gerði þessi feimni sérstaklega vart við sig.“ Lúðvík T. Helgason er meir en meðalmaður á hæð, ljós- hærður með einarðan svip, og hreinskilinn og sem við spjöll uðum þarna saman á förnum vegi á dögunum, virtist eng- in feimni há honum iengur, hann spjallaði frjálslega um skáldskap sinn, enda kom seinni bókin hans út í fyrra. „Hvað hét fyrsta bókin þin? „Ég kallaði hana Hring dans hamingjunnar, gaf hana út sjálfur. Þá var ég 18 ára, eins og ég sagði áðan. Hún var aðeins 32 síður. 1 henni voru bæði ljóð og stökur. Æ, þetta var hálfgerður leikara- skapur með Hringdansinn. Ég er ekki einn af þeim ,sem byrjuðu sem undrabörn að yrkja tveggja ára. Það var ekki fyrr en ég var 15 ára, að ég fór að setja saman hendingar. Hringdansinn kom út árið 1954.“ „Hvað hefurðu fengizt við að starfa um ævina, Lúð vik?“ „Ja, faðir minn settj á stofn verzlunina Ögn, og hann var þá orðinn heilsu veill, svo að það réðst svo, að ég, sem var næstyngstur af systkinunum, skyldi hjálpa honum fyrsta kastið. Þau ár urðu 7 og rúmlega það.“ „Fórstu þá að hugsa um skólagöngu?" „Já, en líklega ekki eins og þú heldur. Skólinn minn hét hjónaband, og síðan komu börnin í framhaldi af þvl, — — spjallað við Lúðvík T. Helga- son um ljóð og stökur „Hvaðan rekur þú ættir þín ar, Lúðvík?" „Mamma var ættuð vest- an af fjörðum, frá Isafirði og Arnarfirði, en pabbi var úr Dalasýslunni. Annars er ég ekki sterkur i ættfræði. Ég fluttist tveggja ára gamall frá ísafirði með foreldrum mín- um til Reykjavíkur, í vestur- bæinn, á Bræðraborgarstíg- inn, og hér hef ég átt heima siðan." „Hefurðu gaman af að fást við ljóðagerð?" „Já, það hefi ég. Ég hef gaman af að setja saman stök ur. Annars fer þetta eftir skapinu, hverju sinni. Það á stundum við að tjá sig með srtöku, stundum með ljóði, það fer allt eftir þvi, hvernig skapi maður er i. Annars set ég mér engan ramma fyrir- fram, um það, hvemig stak an eða ljóðið á að líta út, en yrki bara eins og andinn blæs mér inn. Ég á mér enga höf- uðreglu, sem ég get ekki hvik að frá. Ég hef t.d. ekki enn þá haft smekk fyrir að yrkja ijóð, sem þarf þriðja aðiia til að skýra." en siðan hef ég gengið i þann skóla, sem allir sækja — Há skóla lífsins. Annars hef ég mest unnið við verzlunar- störf, liklega 21 ár, en í póst inum vann ég í 6, og svo hef ég stungið mér til sjós af og til, bæði á bátum og togur- um. En börnin mín eru orð- in 5, svo að þú sérð, að ég hef nóg að hugsa um. En það veitir mér alltaf jafnmikla ánægju að yrkja, ég vildi bara hafa betri og meiri tíma til þess, en þú sérð, þegar við erum orðin 7 á litlum báti, þá er tíminn dýrmætur og naum ur. En ég hef aldrei ort eft- ir pöntun, hvorki fyrir sjálf- an mig né aðra. Það er eitt- hvað innra með mér, sem kem ur þessu af stað.“ „Hvað svo með seinni bók ina þína?“ „Hún kom út 1969 og kall- aði ég hana Hlekkjahljóma, og hafði nú lagt af dulnefn- ið. Nokkrir kunningjar mínir bundust samtökum um að að- stoða mig við útgáfuna, við kölluðum forlagið Ögn.“ „Mig langar til þú farir Lúðvík T. Helgason. með eina stöku fyrir mig úr Hlekkjahljómum ?“ „Það er ekki nema sjálf- sagt, en þú verður að velja hana sjálfur. — Já, þetta er hringhenda, og er svona: Ríðtir gundi göfug „önd“ gegnum þandar álfur. Fyrir handan höf og lönd húkir f jandinn sjálfur." „Svo langar mig að birta eftir þig Ástarljóð, sem svo er: Tveir hvitir fuglar við vatn og vor. Tvö titrandi hjörtu af taumlausri þrá sungu ástinni eilífa tryggð. Einn hvitur fugl við vatn og vetur. Eitt einmana h jarta af eilífri þrá syngur ástinni saknaðarljóð. Og með það skildi ég við Lúðvik T. Helgason á förn um vegi að sinni, og hann gekk hröðum skrefum aftur til vinnu sinnar,, aftur til ánægju sinnar að yrkja ljóð. Fr. S. A förnum vegi Blöð og tímarit Barnablaðið, jólablað 1970 er nýkomið út og hefur verið sent Mbl. Af efni þess má nefna þetta: Var það engill, sem skrúf- aði skautana lausa? Betra er seint en aldrei, bréf. Rauði silkiborðinn og krókódilstönnin. Ungur fjárhirðir i Landinu helga Bezta gjöfin. Geymdu það bezta þangað til síðast. Þegar ég var litil bréf. Jesús sagði. Undur náttúrunnar. Svona teikna börn á Norðuriandi. Viðtal við Dani- el Glad. Framhaldssagan Kinza. Þau hafa öll fundið bezta vin- inn. Vitnisburðir fjögurra ung- menna. Saga um lltið fórnar- lamb atomsprengjunnar. Hann vildi eignast nýtt hjarta. Draum- urinn hans San-gá. Pákki frá forsetanum. Myndasaga. Heims- ins bezta mæðradagsgjöf. Adda Hadda skrifar. Kvöldstund með afa. Bænasvar Marítar. Jesús sér þig. Samtal barns og móður. Það er Jesús, kvæði eftir Guð- rúnu frá Melgerði. Hann varð sér ekki til skammar. Það sem blíð barnshönd megnaði. Barna- gælan Kristín litla. Hugleiðing um harmrænan atburð. Fila- delfia gefur blaðið út og er það myndum prýtt. Forsíðumynd er litmynd frá Búðardal tekin af Karli Sæmundssyni. Ritstjóri er Ásmundur Eiríksson. Bjarmi, jólablað 1970, 12. tbl. 64. árg. er komið út og hefur verið sent Mbl. Á forsíðu er mynd af Ágústusi keisara. Af efni þess má nefna: Veitist öll- um lýðnum. Góðar gjafir þakk- aðar. Eru það gjafir til kristni- boðsins. Námskeið æskulýðs- starfsmanna í Nigeriu eftir Stíg Jónsson. Barnið gisti hér. Ætíð lof hans mér í munni. Hvernig þjófurinn Friðrik varð heiðar- legur eirsmiður (þýtt úr sænsku). Kristniboðsþættir. Bréf frá Konsó og Gidole. Verið með okkur að biðja fyrir þeim. Von mín er sú. Þá dreymdi stóra drauma — og þeir rættust í T.W.R. Kristur og Æskan. Mað- ur kom fram. Þáttur um Billy Graham. Ritið er myndum prýtt. Ritstjórar Bjarma eru Bjarni Eyjólfsson og Gunnar Sigur- jónsson. Prentaður er Bjarmi í Félagsprentsmiðjunni. FRÉTTIR Aðaldeiidarfundur K.F.U.M. I Hafnarfirði Jólafundur í kvöld kl. 8.30. Gunnar Sigurjónsson guðfræð- ingur taiar. Allt kvenfólk vel- komið. Frá Blindravinaféiagi Islands Eins og undanfarin ár tökum við á móti jólagjöfum til blindra, sem við munum koma til hinna blindu manna fyrir jólin. Blindravinafélag ísiands, Ingólfsstræti 16. Reykjavík. VÍSUKORN Vísukorn Vonin kveikir ljós við ljós, lifna bros á vanga. Vonin græðir rós hjá rós, rauna léttist ganga. ÁHEIT OG GJAFIR Áheit á Strandarkirkju A.B. 200, Í.S. 100, Hrefna 100, Hanna 300, H.P. 200, H.H. 100, H.H. 100, K.K. 100, N.N. 5000, J. A. 200, N.N. 100, A.S. G.S. 200, Á.J. 100, Pétur Þorsteinsson 2000, N.N. 100, Þ.V. 100, S.J. 100, Petty 100, Þ.S. 100 Giiðniundtir góði. Bjarni 100, Hanna 300, G. 200, K. S. 100. TVEIR REGLUSAMIR BROTAMALMUR stiúdcntar ósika eftir að taika á leigu Ittla ibúð í Vestur- bæmim. Uppl. í skna 30687 eftir ikl. 15.00 í dag. Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatúni 27, sími 2-58-91. KEPLAVlK LOFTPRESSA TIL SÖLU Fonstofuihenbergi til leigu. með 100 litra loftikút. Llpp- Upplýsingaf í sima 2696. fýsingar í síma 25260. ÖSKUM EFTIR AÐ RAÐA sk'rifstofuimafm fná 1. jaoúaf 1971. Þeir, sem hug hafa á þessu, lieggii nafn sitt inn í afgr. blaðsi'ns (tilgneiniið a'M- ur og simamiúimef) menkt „Skrifstofumaðuf 6605". ÓSKA EFTIR iðnaðarhúsnæði 30—40 frn í Kópavogi eða Hafnarfifði. Tilboð sendi'St til afgr. Mt»l. merkt ,,6247". BlLAÚTVÖRP 6 gerðir, verð frá 3570,00 kr. Ferðaútvönp, verð fró 1950,-. Segulbandstæki og plötu- spilarair. Opið til kl. 7 á kvöldin. Radíóþjónusta Bjama Siðumúla 17, sími 83433. BUXNA- OG PILSEFNI, margiif iitiir. Nærfatnaður á alla fjölskyl'diuma. Hþie krepp og damask sængurfatnaöur. Mi'kið úrval. Sendum í póst- kröfu. Húllsaumastofan, s5mi 5-10-75. Tveggja eðo þriggja herbergja íbúð með húsgögnum óskast á leigu til langs tíma. Æskilegt ag bílskúr fylgi. Tilboð merkt: „6506” óskast send afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 17. þ.m. Hringurinn nuglýsir Hinir marg-eftirspurðu jóla- plattar Hringsins (Bing & Gröndal) eru afgreiddir alla virka daga milli kl. 14 og 16 að Ásvallagötu 1, 1. hæð. Pantanir óskast sóttar sem allra fyrst, vegna takmarkaðs upplags. KVENFÉLAGIÐ HRINGURINN. KARDEMOMMUBÆRINN verður uppáhalds hljómplata allra íslenzkra barna um þessi jól, Þetta bráðskemmtilega leikrit Thörbjörns Egner er hér flutt á afburða góðan hátt af leikurum Þjóðleikhússins undir stjórn Klemensar Jónssonar. Og þetta er ekki bara lögin úr leikritinu, heldur leikritið allt, lög og vísur — alls 56 mínútur í flutningi. SG-hljómplötur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.