Morgunblaðið - 11.12.1970, Page 28

Morgunblaðið - 11.12.1970, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1970 þú sást hann, var það ekki? — í þessum hvíta kjól, leit hún út eins og hálsinn á strút, sem er að éta appelsínur — i heilu lagi. Rósa hló. — Það er ekki nema ábati fyrir okkur ef hún fitnar. Hún horfði á Pat með áhuga. — Ég hef heyrt svo margt um yður. — Láttu hann eiga sig, elskan, sagði Sam. — Hann er einhleyp- ur og á enga koiiu til að klæða. — Mér þykir vænt um hann, sagði Kathleen, — jafnvel þetta bjánalega nafn á honum. — Nafn? sagði Pat. Hann var smátt og smátt að gera sér ljóst, hvaða fólk þessi þessi Davenport-mæðgin voru. Sama sem Eloise h.f. — Hafið þið virkilega nöfn á kjólum? spurði hann. — Þér ættuð að sjá vorsýn- inguna okkar, sagði Sam. Hann snerti öxl Kathleen . og sagði: — Þetta . . . þessi kjóll . . . er kallaður „Hillingar". — Ég finn nú lítið vit út úr þvi, sagði Pat. -— Það þarf nú heldur ekki að vera neitt vit í svona nöfnum. En vel á minnzt: Eftir að við skildum við Mitzi, fórum við i Loftbóluna . . . EFTIR FEITH BALDWIN Pat leit á Kathleen og hló. Hann sagði: — Það er nú aldrei að vita, hvenær breyting getur orðið á því. Sam leit líka á hana. Hann vissi, hver Pat Bell var, því að hann gerði sér far um að vita deili á öllum. Auk þess hafði Hanna verið eitthvað lausmál. Hann sagði: — Ef ég má segja það, þá er- uð þér himnesk í þessum litla kjól. — Það er nýi staðurinn, sagði Sam, þolinmóður. -— Afskaplega fínn. Eftir mánuð verður hann búin að slá allt út. Cecily Jane syngur þar. Brezk sönghallalög. Þarna er allt afskaplega brezkt. Hann yppti öxlum. — Dá- samlegt öl. Veiðimyndir á veggjunum og tréþiljur. En Cecily er dálítið djörf, en þó í hófi, og þarna er góð hljómsveit og ágætur dansari — ung- ur maður með ágæta fætur. Og þarna verður maðuir að vera samkvæmisklæddur. Og Þama er hægt að hitta marga. Hanna var þar til dæmis í kvöld, i töfrandi kirsiberja- litum kjól — og svo auðvitað Paul McClure. Þau eru þar sennilega enn. Við ættum að slást í för með þeim. Hann var búinn að drekka eitt glas af kampavíninu hans Pats. Hann var hófsamur ungur maður. Kathleen var fljót til að mót- mæla þessu. — Það er orðið svo afskaplega framorðið. Jeane Dixon Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Reyndu að vera dálítið stórtækur og höfðinglegur í dag. NautiíS. 20. apnl — 20. maj. Ef þú reynir dáltið að mýkja viðskiptamenn þína í dag, áður en þú tekst á við þá fyrlr alvöru, gengur allt betur. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Það er líflegt í kringum þig, og allt það, sem þú hefur innibyrgt, kemur upp á yfirborðið. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Allt gengur mjög hratt íyrir sig, og þú skalt endilega láta berast með straumnum. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Ailar sögur hafa tvær hliðar, a.m.k. svo þú skalt fara varlega í að trúa því, sem þú heyrir. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Reyndu að gera hlutina öðruvísi en til bráðabirgða. Vogin, 23. septcmber — 22. október. Láttu aSra um frumkvæðið í dag. Beyndu ekki að hagnast á neinu. Sporödrekinn, 23. október — 21. nóvember. Einbeittu þér að verkum, sem eru þægileg. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Gerðu ráð fyrir töluverðum töfum, því að starf þitt verður ólíkt i því, sem þú hafðir vonað. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Er ekki rétt að iáta aðra skipuleggja eittlivað í dag. Reyndu að vera lítið áberandi, og sleppa við óþægindi með því Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Leitaðu að göllum i gömlum verkum, og venjum. Mundu að það er enga lausn að finna í öðrum málum. en einkamálum þínum fyrst um sinn. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. I>ú ert allt of málgefinn í dag, og því er líklegt, að þú látir ein- hverja vitleysu út úr þér. Reyndu að gera ráð þin, sem bezt úr garði og hugleiddu þau vel áður en þú hrindir þeim í framkvæmd. — Hjálpi mér! sagði Sam og glápti á hana, — þú ætlar þó ekki að koma heim fyrr en í morgunmatinn? Segið þér henni, að það sé ekki til siðs, Bell. Og svo gerir hún mér greiða með því. Ég vil gjarna sjá „Hill- ingarnar" mínar á ferð og flugi. Paul tók aftur að gerast óró- legur. Þetta atvik með Söndru hafði sloppið sæmilega. En fari hún til fjandans! Hún hafði ógnað honum með þvi að koma honum í vandræði, ef hún gæti. En hvernig gat hún það? Hún hafði ekkert í höndunum, sizt nokkurt bréf. Hún gat alls ekkert sannað. Hann hafði ekki hugsað um hana mánuðum sam- TÍZKUVÉRZLUN VESTURVERI SIMI 17575 ÞIÐ RAÐIÐ HVORT ÞIÐ TRÚIÐ ÞVl, EN NÚ ER ÉG KOMINN I JÓLASTUÐ. A jiijlljpi ■lifTi-iönr NÝKOMNAR VÖRUR: SKYRTUR, PEYSUR, BELTI OG LEÐURBUXUR HERRA OG DÖMU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.