Morgunblaðið - 11.12.1970, Side 16

Morgunblaðið - 11.12.1970, Side 16
16 MORGUN’BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DEISBMBBR 1970 Útgefandi Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Eréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kiistinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði ínnanlands. I lausasölu 12.00 kr. eintakið. SAMSTAÐA ALLRA LANDS- MANNA ER ÞJÓÐARNAUÐSYN Jóhann Hafstein, forsætis- ráðherra, flutti merka ræðu um landgrunnsmálið á fundi í Fulltrúaráði Sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi fyrir skömmu. í ræðu þessari fjallaði hann um tvo megin- þætti landgrunnsmálsins, annars vegar fiskveiðar og verndun fiskstofna og hins vegar hagnýtingu landgrunns ins að öðru leyti. Rakti for- sætisráðherra í skýru máli aðdraganda og sögu land- helgismálsins og baráttu þjóð arinnar fyrir útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Ræða þessi var birt í Morgunblaðinu í gær í heild, og eru þeir, sem vilja kynna sér þetta mál, hvattir til þess að lesa hana, og á það ekki sízt við um ungt fólk, sem þekkir sögu síðustu áratuga ekki jafn vel og hinir eldri. Forsætisráðherra ræddi m.a. viðhorfin í þessum mál- um nú og sagði: ,,....á al- þjóðavettvangi hefur sífellt verið unnið að því að afla al- þjóðlegrar viðurkenningar á rétti íslands til frekari út- færslu fiskveiðilögsögunnar, og hefur í þeim efnum sitt- hvað gerzt og er að gerast, þar sem málafylgja af hálfu íslendinga skiptir miklu máli. Á alisherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefur utanríkisráð- herra, Emil Jónsson, haldið fram rétti íslendinga í land- helgismálinu í tengslum við landgrunnið, en nauðsyn ís- lands og lífshagsmunir í þessu sambandi hafa einnig verið túlkaðir í öðrum al- þjóðasamtökum eða milli- ríkjasamtökum, sem við erum aðilar að, svo sem bæði á Norðurlöndum, ráðherrafund um, sem þar eru haldnir, í Evrópuráði og Atlantshafs- bandalaginu. íslendingar hafa að undanfömu verið virkir þátttakendur í „hafsbotns- nefnd Sameinuðu þjóðanna“ og gætt þar hagsmuna fslands eftir föngui .. Nú er það á dagskrá allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna að efna til alþjóðaráðstefnu um réttar- reglur á hafinu og rætt um, að annað hvort „hafsbotns- nefnd“ muni undirbúa þá ráð stefnu eða sérstök nefnd hafi það með höndum. Við íslend- ingar leggjum megináherzlu á að eiga fulltrúa í þeirri nefnd, sem rnn þessi mál fjallar eða undirbúning þess- arar ráðstefnu.....Ég legg áherzlu á, að við reynum til lengstu laga að hafa sem bezta samstöðu allra lands- manna um aðgerðir okkar á næstunni og tel miki'lvægt, að samkomulag milii þing- flokka geti orðið um það síð- ar á þessu þingi, að árétta fyrri stefnu okkar íslendinga í þessum málum og hvað við teljum nú brýnast að stefna að.“ Þrátt fyrir ítrekaðar áskor- anir forsætisráðherra um samstöðu allra flokka um þetta lífshagsmunamál þjóð- arinnar, halda einstakir tals- menn stjórnarandstöðuflokk- anna áfram að gera samning- ana við Breta tortryggilega og þá sérstaklega það ákvæði þeirra, að ágreiningsefni skuli leggja fyrir Alþjóða- dómstól, ef óskað er. Þannig segir Þórarinn Þórarinsson, í forystugrein Tímans í gær, að þetta ákvæði sé nú „mesta torfæran í landhelgismálinu.“ Af þessu tilefni er rétt að minna enn einu sinni á um- mæli Ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokks- ins, í þingræðu 14. nóvember 1960 er hann sagði: „....... vissulega er það svo, að smá- þjóð verður að varast það að ganga svo langt, að hún geti ekki alltaf verið við því bú- in að leggja mál sín undir úrlausn alþjóðadómstóls..... Og þess vegna hefði að mínu viti hvert eitt spor í þessu máli átt að vera þannig und- irbúið, að við hefðum verið við því -búnir að leggja það undir úrlausn alþjóðadóm- stóls.“ Morgunblaðið væntir þess, að afstaða Framsóknarflokks- ins í landhelgismálinu mótist á næstu mánuðum fremur af þessum sjónarmiðum ólafs Jóhannessonar en stöðugum svikabrigzlum Þórarins Þór- arinssonar og árásum á for- mann Framsóknarflokksins og aðra þá, sem ábyrgir hafa verið í landhelgismálinu. Fjárlagafrumvarp á lokastigi Alþingi vinnur þessa dagana að endanlegri gerð fjár- laga fyrir næsta ár og að venju leggjast mikil störf fjárveitinganefnd og einstaka nefndarmenn hennar. í fyrra- dag hófst önnur umræða um fjárlögin og gerði Jón Árna- son, formaður fjárveitinga- nefndar, þá grein fyrir til- lögum meirihluta nefndar- innar, svo og þeim tillögum, sem nefndin stendur 9ameig- inlega að. í ræðu Jóns Arnasonar kom fram, að lagt er til að u EFTIR ELÍNU PALMADÓTTUR. Meðan ég var að góna á matvæli á alþjóðlegri matvselasýningu suður í París og vissi litið annað um umheim- inn en firáfalll de Gaulles, virðist éig hafa misst af máli málanna á Islandi, umræðunum um það hvort nauðsynlegt sé að auka kynlífsfræðslu í landinu eða hvort alvizka í þessari grein sé með- fædd. Ætli kynlífsfræðsla sé ekki i góðu lagi hjá okkur? Hér vita allir fullorðn- ir að storkurinn kemur ekki með börn- in. Sú staðreynd virðist samt útbreidd að þau detti þó óvænt ofan úr skýjun- um, alltaf er verst gegnir. T.d. þegar enginn ætlar að fara að stofna heimili, og er ekki einu sinni búinn að ákveða með hverjum hann ætlar að arka sinn æviveg. Eða þegar verst stendur á í námi eða starfi, iðulega áður en konan hefur lokið menntaskólanámi eða þeg- ar hún er einmitt að lesa undir há- skólapróf. Eða þegar hún hefur ærin verkefni fyrir við að annast fyrri send- ingar af þessu tagi, og jafnvel að sjá fyrir þeim. Þessi skoðun fer ekkert á milli mála, hún heyrist oft í umræðum um hlutskipti vesalings fólksins, sem fær þessa óvæntu uppákomu, án þess að vita hvaðan á sig stendur veðrið. Þetta virðist semsagt vera eitt af nátt úrulögmálunum, rétt eins og eldgos, ís- ar, jarðskjálftar og fleira böl, sem ekki verður við ráðið. Ekkert að gera nema senda út SOS og kalla á björgunar- sveitir með hjálpargögn, eins og ein- hvern dvalarstað til að koma þessari óvæntu sendingu fyrir á, peninga til að sjá fyrir henni o.s.frv., svo að hún valdi sem minnstri truflun. „Ég veit ekki hvurnin börnin verða til,“ sagði Steina í Hlíðum undir Steina- hlíðum við sýslumanninn í Paradísar- heimt Halldórs Laxness, þegar réttur var settur til að feðra barn hennar. „Hún sagðist aldrei hafa dregið dulur á það að hún hefði lagst fyrir hjá Birni á Leirum. En þegar lagðar voru fyrir hana frekari spurningar innvirðulega, skildi stúlkan eigi með öllu hvað þeir voru að fara. Henni voru kurteisisorð sem notuð eru fyrir rétti um samfarir karls og konu jafn ókunn og almenn orðatiltæki um sama efni. Hún þekti ekki utan orð og gjörðir dýrlinga og eingla. Byrjun barna í móðurkviði hafði aldrei verið útskýrð henni, utan Maríu meyjar. Hún hafði eigi in held- ur verið nær er hleypt var til fjár. Og þá hún var þess spúrð, hvursu hún hygði slíkir hlutir gerðust, svaraði hún þessum helgum orðum einum: Guð er al- máttugur," segir ennfremur af þessum réttarhöldum hjá sýslumanni. Vandræði Steinu litlu eru vissulega hjartnæm. Það eru líka vandræði allra þeirra, sem bera sig upp undan þvx að börn komi eins og þruma úr heiðskíru lofti, þegar enginn á þeirra von eða má vera að því að taka við þeim, rétt eins og rigningin, sem alltaf hefur tilhneig- ingu til að koma ofan I þurrt hey á túni eða hálfþurran þvott á snúru. Ekki er gott í efni. Þrælmenntað fólk, með 15—20 ára skólagöngu að baki, lýs- ir því í ræðu og riti að svona sé þetta nú, og ekkert að gera annað en taka því eins og hverju öðru hundsbiti. Ann ars verði að hætta að ganga í hjóna- band, neita sér með öllu um að eiga böm og fara í ævilangt kynlífs- bindindi. 1 öllum vandræðunum vegna örrar 'fjölgunar á vissum stöðum heimskringl- unnar með tilheyrandi hungri og hörm ungum — og í veröldinni í heild, (utan Frakklands, þar sem treg fram- leiðsla hefur ekki enn fyllt upp í skörð in eftir blóðbað tveggja heimsstyrj- alda), láta menn sér detta í hug að þetta þurfi nú ekki endilega að vera óvænt uppákoma eða óviðunandi þving anir að öðrum kosti. Þar sem mest liggur við, er meira að segja sums stað- ar farið að bregðast við með fræðslu og aðgerðum og með sterkum áróðri um að eiga ekki fleiri börn en fólk er tilbúið eða hefur getu til að taka við. Það skuli aðeins eiga þau börn, sem það telur sig geta veitt uppeldi og menntun og vill fúslega eyða í nokkru af sínu dýrmæta æviskeiði. Slíkt sé til farsælöar bæði fyrir börn og foreldra og þjóðfélagið í helld. Taka semsagt gæðin fram yfir magnið við framleiðsluna. „Einn, tveir, stop!" segir á auglýs- ingaspjöldum sem hvarvetna hanga uppi i Indlandi, undir myndum af konu, karlmanni, telpu og dreng. Læknir í einni Heilsuverndarstöðinni nálægt New Delhi sagði mér að áróðurinn og hin verklega hlið á takmörkun barn- eigna til velfarnaðar fyrir foreldra og velkomnu börnin gengi vel. Þó hefði verið mikill munur ef hægt væri að nota fyrir fullorðnar konur pilluna, ásamt öðrum aðferðum, I þessari herferð. En hún væri bæði of dýr til notkunar i Indlandi og þar væru flestar konur svo ómenntaðar að þær gætu ekki lært svo flókið reikningshald sem þarf til að telja upp að 21. Og þetta vandamál virð ist vera almienmt í vanlþróoi'ðiu löradunum. Kannski mætti byrja kynlífsfræðsi- una hér í stærðfræðitímum. Kenna börn unum að telja upp að 21. Ef til vill er ástæða þess hve margir hafa orðið að þrauka saman ævina af engri annarri ástæðu en óvæntri uppákomu og ófrísku snemma á æviskeiðinu bara fá- kunnátta í tölvísi. Nú, þeir i löndum eins og Indlandi virðast kunna ýmis ráð til að beizla svona náttúrufyrirbæri. Mætti kannski senda þangað opinbera sendinefnd „til að kynna sér málið,“ eins og það er kallað. Það gæti kannski orðið til þess að börn færu að fæðast eingöngu þegar þeirra væri óskað, þeg- ar foreldrarnir mega vera að þvi að taka við þeim og hafa nennu til að veita þeim tíma og aðbúð, og þegar búið að valja sér emidamlllega maka til aevinmiar. svo þau megi njóta beggja í uppvext- inum. Börnin færu þá kannski að skjót- ast í heiminn þegar bezt gegndi fyrir foreldrana vegna starfa þeirra og náms. Ætli það gæti ekki verið fullt eins gagnlegt eins og kvikmyndakennsla í verklegri framkvæmd við að hanna börn? fl hækka fjárveitingar til skóla- bygginga á barna- og gagn- fræðastigi um 151 milljón króna. Einnig verður umtals- verð hækkun á framlögum til annarra skólabygginga, svo sem menntaskóla, Verzlun- arskólams, iðnskóla, héraðs- skóla og íþróttahúss Kenn- araskólans. Þá er gert ráð fyrir að hækka framlög til sjúkrahúsbygginga um 14 milljónir króna og að fjár- veitingar til hafnargerða nemi um 200 milljónum króna. Einnig er umtalsverð hækkun á framlögum til lista- og menningafrmála og íþróttamála. Bardagar hjá Saigon Saigon, 9. desember. NTB-AP. TIL HARÐRA bardaga kom í dag aðeins 20 kílómetra frá Saig- on. Jafnframt áttu hermenn Kambódíustjómar og Norðuir- Víetnama í bardögum skammt frá musterisborginni Angkor Wat í Kambódíu. Að sögn Kam- bódíustjómar hefur herlið, sem reynt hefur að opna Þjóðbraut 6, náð á sitt vald fyikishöfuð- staðnum Pouk, 18 km norðvestur af ferðamannabænum Siam Reap. Hertóku sendiráðið Vímaiihoirg, 9. deis. — AP.-NTB. UM 30 íranis'kir stúdentar her- tóku í dag sendiráð írains í Vín- arborg í dag og höfðiu þaO' á síniu valdi í háifa klukk'Uabumd, áSuir en lögiregla og slöMovilið fjarlægði þá. Stúdemtamirr, sem eru" úr samtölkuan öfgasinin'a, voru að mótmæla handtöku etirns stúdents úr hópi símuim, er hainm. kom tiil Tdheipain mú fyrátr skömimu, sem túilkuir fyrár v- þýzkain manm, sem rarmsaika átti ásakanir uim pólitíúkair hamdbölk- uir í írain.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.