Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 4
MO RGUNBLAtMÐ, MIÐVIKUDAOUR 16. DESEMBER 1970 ■> 'i * M jJ ItílA L EICíA A JOALUJtr ■25555 f* 14444 mfiifim BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW SendiíerðabtfreiÖ-VW 5 manra -VW svefnvagn VW 9œaníW-Landrover 7m3ana LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar, púströr og ffeiri varahlutir i margar gerðír bifreiða Bítavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 - Sími 24180 NYTSAMAR JÓLAGJAFIR Ódýnr austLrrrís'kir speglar í skrautröiTimu'm, gyWtir, kop- arfitaðir, svartiir. Arinóhöld af mörgum gerðum. Smokktegir smátrlotir í bað- herteergu, haodk læðoti engi og hríngir, sápusikálar og fkeima frá íta'tí'u og Englaíidi, gyWt og krómað. Verzlunin NÝBORG Hverfisgötu 76. PIERPONTIÍR Sterkbyggt vandað verk 100 mism. model Skoðið nýjustu modelin Garðar Ólafsson úrsm., Lækjartorgii O Morgunbænin byggist fremur á guðsorði en brjóstviti og snakki um daginn og veginn Konráð Þorsteinsson, pipu- lagningameistari, skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til þess að biðja þig að ijá rúm undir smá-hug- leiðingu, í þetta sinn varðandi morgunbænimar í Útvarpinu. Mér er kunnugt um, að margir eru þakklátir fyrir þessar fimm mínútur, sem setlaðar eru til þessarar litlu helgistundar. Hins vegar eru menn misjafn- lega ánægðir með tilhögun og framkvæmd. Mjög margir yrðu þakklátir fyrir það, að morg- unbænin byrjaði fimm mínútum fyrr, þ.e. þegar klukkuna vant ar tiu mínútur í átta. Á und- an og eftir væri leikin hljóm- plata með sálmum eða andlegri tónlist. Þetta myndi skapa hug Ijúfan ramma utan um bænar- stundina, þvi að þótt morgun- leikfimin sé allra góðra gjalda verð og ánægjulega fram- kvæmd, þá væri samt mörgum þægð í, að þarna á milli kæmi ein, góð hljómplata. Annað atriði er einnig, sem menn greinir nokkuð á um og sem ekki virðist vera nein ákveðin regla um, það er sjálf framkvæmd morgunbænarinn- ar. Mér persónulega og einnig mörgum þeim, sem hlusta á þetta atriði, finnst að morgun- bænin eigi ekki að vera spjall, hversu gott og viðeigandi, sem það annars er. Okkur finnst, að þessar fimm mínútur eigi að hlutast sundur í lestur Guðs orðs og í bæn, sem byggist á hinu upplesna Orði. Ég naut sérstakrar blessunár af morg- unbæninni hjá séra Garðari Þorsteinssyni, sem mér fannst framkvæmd á sérlega viðfelld- inn hátt. Það er hollt i þessu efni að minnast orða Hallgríms Péturssonar urrí framkvæmd bænarinnar, er hann segir. Bæn þína ekki byggðu fast á brjóstviti náttúru þinnar. Á Guðs orði skal hún grundvallast, gefur það styrk trúarinnar. Væri nú ekki mögulegt, að svo sem tólf til fimmtán ntínút ur á undan morgimleíkfiminni væru notaðar i þágu þeirra, sem virkilega þrá andlegan styrk til undirbúnings marg- þættum verkefnum komandi dags? Ég veit, að margir yrðu þakklátir fyrir slíka hugsvöl- un og það miklu fleiri en al- rnennt er kannske álitið. Fróð- legt væri að sjá hversu marg- ir vilja láta í ljósi álit sitt og vilja gagnvart þessu. Konráð Þorsteinsson." 0 Þjónusta, ha? Þannig spyr H.H. og skrifar svo: „Ég hefi lengi verið haldinn þeirri áráttu að hafa nokkurt gaman af að líta á vöruútstill- ingar í búðargluggum, og þá jafnan komizt að þeirri niður- stöðu, að flestar verzlanir hér í Reykjavík vanrækja þá mikii vægu þjóriustu við almenning að verðmerkja þær vörur, sem til sýnis eru. Það gefur auga leið, að það væri til ómetanlegs hagræðis fyrir allan almenning, að vör- ur, sem til sýnis eru, væru verðmerktar. Þá gæti væntan- legur kaupandi, er hann sæi hlut, sem hann hefði áhuga á, gert sér grein fyrir, hvort verð hlutarins væri við hæfi hans eða ekki. Afgreiðslufólk verzlananna losnaði við endurteknar fyrir- spurnir um, hvað þetta eða hitt kostaði, og viðskiptavinurínn sparaði drjúgan tima, er hann undir núverandi fyrirkomulagi þarf að eyða í það eitt að fá vitneskju um verð hlutanna. Margir sem hafa í huga kaup á hlutum til tækifæris- gjafa eða í öðrum tilgangi nota jafnan sunnudaga eða aðra slíka frídaga sina til þess að litast um eftir því, sem hugur þeirra girnist. 1 búðargluggunum er það máski til sýnis, en án verð- miða, svo að hann hlýtur ekki erindi sem erfiði. Nú er jólakauptíðin í há- marki. Vilja kaupmenn nú ekki sýna þann þjónustuvilja við væntanlega viðskiptamenn sína að firra þá þeirri fyrirhöfn að þurfa að standa langtímum sam an í ös verzlananna til að spyrja eftir verði á einni eða annarri vörutegund, sem hægt væri að láta í té með verð- merkingu í sýningargluggum verzlananna. I ræðum og ritum í tilefni verzlunarmannahelgarinnar síð ustu var farið mörgum orðum um þjónustulund kaupmanria og umhyggju þeirra fyrir hags munum viðskiptavinanna. Þar var og iðulega fram tekið, að störf kaupmannastétt- arinnar mótuðust ek'ki af gróða sjónarmiði heldur fyrst og fremst af þjónustuvilja gagn- vart viðskiptamönnunum. En ef þetta er rétt, sem ég hygg þó, að allur almenningur efist um, mætti þá ekki biðja okkar ágætu verzlunarmenn að sýna nokkuð af sínum þjónustuvilja gagnvart okkur viðskiptamönn- um sínum með þvi, að verð- merkja vörur þær, sem þeir sýna í gluggum verzlana sinna, okkur til þæginda og þeim sjálfum til hagræðis. Fyrir nokkru átti ég leið «m fjölfarna götu borgarinr.ar og kom þá auga á tæki í búðar- glugga, er ég hafði áhuga á. Hvorki þessi eða aðrir hlutir I glugganum voru verðmerktir. Ég fór þvi inn í verzlunina, en þar voru fyrir tvær stúlkur. Ég innti þaer eftir, hvað hlutur inn kostaði, og svaraði þá önn ur þeirra „Hann er í mat.“ Þetta svar hljómaði mjðg ank- ánalega í eyrum mér, svo að ég endurtók spurninguna, en fékk sama svar. Nú varð ég alveg dolfallinn og sagði: „Hver er í mat“ ? „Verzlunarstjórinn“ svar aði stúlkan. ,,Já“ ansaði ég, „era ég var nú ekki að spyrja eftir verðlaginu á honum, heldur hlutnum þarna.“ „Já“, sagði stúlkan," „ég heyrði það, en verzlunarstjór- inn veit bara hvað vörurnar kosta, en ekki við,“ og nú spyr ég: er þetta þjónusta, ha? H.H.“ O Ný þjónustugrein: hundaumönnun og eftirlit „Háttvirti Velvakandi! Einn af helztu hagfræðing- um þjóðarinnar hélt þvi fram í útvarpi fyrir nokkru, að það væri mikil nauðsyn fyrir okk- ur íslendinga að beina afchygli okkar að þjónustustörfum. Brýn ástæða væri til þess að draga úr fjölda starfsmanna við framleiðslustörfin, eins og t.d. landbúnað, en beina fólks- fjölguninni að ýmsum þjónustu greinum. Ef deilan um hundahaldið hér í Reykjavík er skoðuð i Ijósi þessarar hagfræðikenningar, verður ljóst, hversu fávislegt það er að vera á móti hunda- haldi. Verði hundahald leyft hér, þyrfti Reykjavikurborg að skipa sérstakan hundamála- stjóra (sbr. gatnamálastjóra). Hundamálastjóri þyrfti að setja upp sérstaka skrifstofu, þar sem hann hefði fulltrúa, skrifstofustjóra, einkaritara, spjaldskrárritara, aðalbókara, aðalgjaldkera, bókara, aðstoðar gjaldkera og sendisvein. Til þess að fylgjast með með ferðinni á hundunum og þvi, að allar reglur um þá væru virt- ar, þyrfti minnst 9 eftirlits- menn (eins og hjá verðlagseft irlitinu), og auk þess þyrfti að skipa sérstakan hundadómstól til þess að skera úr ágreinings málum varðandi hundahaldið, því að allir vita, hversu dóm- stólar hér eru störfum hlaðnir. I þeim dómstóli þurfa að vera minnst þrír menn, dýra- læknir, hundasálfræðingur og einn tilnefndur af Dýravernd- unarfélagi Islands. Þá þyrfti að setja hér upp hundahreinsunarstðð, hunda- fæðuverksmiðju, hundafata- verksmiðju og hundasnyrti- stofu, að ógleymdu hunda- sjúkrahúsi, dagheimilum fyrir hunda, og jafnvel upptökuheim ilum, ef eigandinn vildi bregða sér til Spánar með fjöl skylduná. Má af þessu sjá, hversu marg vísleg verkefni fylgja hunda- haldinu ólíkt nytsamari heldur en hin gömlu framleiðslustörf, sem við höfum verið að dunda við á undanförnum öldum, eins og þau að draga fisk úr sjó o.s.frv. Með hundavinabaráttu- kveðju, yðar einlægur, Guðmundur Jónsson." Mesta úrval aff konfelcffkössum SUÐURLANDSBRAUT 10. — SIMI 81529. Mesta úrval aff Ronson vörum SUÐURLANDSBRAUT 10. — SIMI 81529. Mesffa úrval af pípum SUÐURLANDSBRAUT 10. — SIMI 81529.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.