Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 20
20 'MOROUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAOUR 16. DESEMBER 1970 Helga Þorbergsdóttir frá Garði Fædd 30. apríl 1884. Dáin 29. september 1970. Þann 10. október siðast liðinn var borin tii moldar Helga Þor- bergsdóttir frá Garði Skaga- strönd. Var þá lokið langri og starf- samri ævi mikíllar merkiskonu. Mætti segja, að hún væri gerð af góðum málmi, er litt féll á, fyrr en hún mátti ekki fylgja fótum. Helga Þorbergsdóttir var fædd 30. apríl 1884 á Dúki i Sæmundarhlið í Skagafirði. Voru foreldrar hennar Þorberg- ur Sigurðsson, bóndi á Dúki, Sigurðsson frá Bergsgerði og kona hans, Guðbjörg Þorbergs- dóttir frá Dúki, hreppstjóra Jónssonar — í Glæsibæ, Odds- sonar, Sveinssonar prests í Goð- dölum. Móðir Guðbjargar var Helga Jónsdóttir Reykjalíns prests í Fagranesi og konu hans Sigriðar Snorradóttur prests að Hjaltastöðum. Átti Helga Þorbergsdóttir í Garði til góðra að telja I Skaga- firði, enda margt mætra manna að hæfileikum og atgerfi komið af þessum ættum. Börn þeirra Þorbergs Sigurðs sonar og Guðbjargar Þorbergs- dóttur voru 8, og var Helga þeirra lang yngst og lifði lengst. Foreldrar hennar fluttu 1895 til Sauðárhróks og bjuggu þar siðan. Helga mun snemma hafa mátt fara að vinna fyrir sér, enda tápmikil og hraust og um móður hennar var sagt, að hún væri fyrirmannleg kona og eigi léti fátæktina beygja sig. Um 9 ára aldur fór Helga að heiman til frændfólks síns, Guðrúnar Amgrimsdóttur, er bjuggu í Hegranesinu. Helga var mjög bókhneigð og mun áreiðanlega sem ung stúlka hafa þráð menntun, en skólar voru þá fáir og dýrir og ekki tök á að setja alla til mennta, eins og gert er á vorum dögum. En margur fékk þá sína skóla- — Minning göngu á góðum heimilum eigi sízt stúlkuírnar. Helga dvaldi um árabil í húsi sr. Árna Björnssonar, prófasts á Sauðárkróki, er var frá Tjöm á Skaga og konu hans. Heimili þeirra þótti ávallt til mikillar fyrirmyndar, en þar skiptist á jöfnum höndum glaðværð og al- vara. Hefur Helga þótt efnileg úr því hún hlaut störf á þessu mikilsvirta heimili, enda bar hún ávallt með sér svipmót góðr ar og gjörfulegrar konu. Um þetta leyti var ungur Þing eyingur við skósmiðanám á Sauð árkróki. Var það Jóhannes Páls son frá Syðri-Leikskálum, en hafði alizt upp um árabil með foreidrum sínum í Höfðakaup- stað. Hann var á bezta aldri, hraustur og félagslyndur, og hinn mætasti maður. Þau Helga og Jóhannes gift- ust 17. apríl 1902, var hann þá 24 ára en hún 18 ára, og stóð þeirra hjónaband þvi i 68 ár. Fyrstu fimm árin bjuggu þau á Sauðárkróki. Þau hjón fluttu síðan til Höfðakaupstaðar 1907 og bjuggu þar æ síðan. Var þá um margt öðru vísi en nú er og eigi sízt er hart var í ári, en svo hafði verið árið áðúr en þau fluttust búíerlum frá Sauð- árkróki. En ungu hjónin voru lífsglöð og litu björtum augum á framtíðina. Höfðu þau búskap í Réttarholti, er var nyrzta býlið hjá Spákonufellshöfða og byggt við rætur hinnar miklu hamra- brikar. Jóhannes byggði fljótlega nýj an bæ í Réttarholti er var lát- inn standa fjær höfðanum og var hann i byggð, þar til hann brann fyrir fáum árum síðan. Eftir nokkur ár í Réttarholti fluttu þau í Sæmundsensbúð, er var í grennd við Skagastrandar- verzlun og lá betur við að stunda þaðan sjó, sem á var eins og ávallt aðal bjargræðis- vegur manna i Höfðakaupstað. Síðar er hagur þeirra íór batnandi, byggðu þau sér hús B EKLRNAR SEM FÓLKli) YELUR Bókaútgáfun HILDLR Sidumula Ití Sími 30300 Þögla stríðið Saga eins kunnasta njósnara á þessari öld — skrifuð af honum sjálfum í Moskvu, en þangað flýði hann. „Heillandi — hreinskilin — frábærlega fáguð frásögn, rituð af lúmskri kaldhæðni, sem fell- ur betur að efninu en allt annað, sem um Phil- by hefur verið skrifað". — The Guardian. „Æsilegri en nokkur njósnaskáldsaga, sem ég man eftir“. — Graham Greene. eigi langt frá Sæmundsensbúð og nefndu það Garð. Þau hjón eignuðust 16 börn og ólu upp tvo dóttursyni, auk þess sem barnaböm þeirra dvöldust oft hjá þeim sumar- langt. Dagsverk þeirra hjóna var þvi bæði langt og strangt. En þau voru óbuguð er ég kynntist þeim á efri árum. Jóhannes var hraustmenni og ötull maður hvort sem hann mátti sækja vinnu utan síns heimilis eða i sveit sinni? Hann var maður rólegur og jafnlynd- ur en kona hans Helga var dug- mikil og átti það skap og þá orku, sem var eins og ekkert gæti bugað. Einkennilegur létt- leiki í hreyfingum, reisn og glæsileiki einkenndi hana alla tíð. Þrifnaður og fágun innan húss sem utan var líka ríkjandi á heimili þeirra hjóna, og ávallt átti hún íagurt blóm í glugga. Blóm er breiddi blöð sin mót birtu og yl. Helga var söngvin eins og hún átti kyn til og söng um ára- bil í kirkjukór sóknarkirkju sinnar, enda var hún kirkjuræk in. Þá starfaði hún um árabil í Kvenfélaginu Einingin i Höfða- kaupstað. Helga var lengst af heilsugóð og naut góðs ævikvölds með manni sínum í húsi Páls sonar þeirra hin síðustu ár. og var þeim hjónum á efri árum dýr- mætast, er böm þeirra voru íar- in að heiman, að lengst af dvaldi hjá þeim dóttir þeirra, Hrefna, er var þeim stoð og stytta þá er aldur tók að íærast yfir hin gömlu hjón. Langri lífsferð var lokið á haustdögum, er Helga Þorbergs- dóttir var borin til moldar, og maður hennar, Jóhannes Páls- son, kvaddi konu sína, 92 ára að aldri, ásamt bömum þeirra í Spákonufellskirkjugarði. Minningar um 68 ára sam- fylgd hljóta að hafa leitað á hug ann á þeirri stundu. Helga Þorbergsdóttir var án efa ein þeirra, sem oft lagði lífs bók sína fram fyrir drottin og hlaut oft baenfneyrslu,. því að hún bar í brjósti trú á æðri mátt arvöld og trú á lífsstarf sitt. Pétur Þ. Inggjaldsson. Amma mín. — Aðeins ör- fá kveðjuorð til þín að lokum í — Gleðjið fátæka fyrir jólin Mæðra- styrksnefnd nafni okkar, afkomenda þinna. Mörg okkar hafa alizt upp, ef svo má segja, alveg við hliðina á þér. Hversu oft höfum við ekki öll á einhvem hátt leitað til þín. Og alltaf sömu hlýju við- brögðin frá þinni hendi, hvort heldur við komum til þín ung eða gömul. Ég held, að í hugum okkar flestra séu Garður og þú ein órjúfanleg heild, sem verður að minnast á í sömu andrá, því að það er satt, amma, það var alltaf hátíð að koma í Garð. Þú varst stór kona í íleirum en einum skilningi. Með þér bjó skap hefðarkonunnar, sem sagði sína meiningu umbúða- laust við hvem sem var, ef þvi var að skipta, og þér þótti á þig eða þína hallað, en þú áttir líka lund hinnar viðkvæmu konu, sem ekkert aumt mátti sjá, án þess að vilja græða, væri þess nokkur kostur. Þú hefur á langri lífsleið stað ið af þér mörg áhlaup mikilla hranna, en fram úr löðri þeirra komst þú ávallt a.m.k á yfir- borðinu jafn bein, hnarreist og óbuguð sem fyrr. Þú undir þér alltaf bezt með blóm og börn í kringum þig. En blóm og böm þrifast ekki nema þeim sé sýnd umhirða og blíða, og hennar urðum við svo sannarlega aðnjótandi hjá þér Það geisiaði af þér, þegar þú snerist í kringum okkur og veitt ir öllum liðsinni, en það heyrð- ist nú líka stundum í þér, þegar ærslin fóru að ganga úr hófi fram. Þá ávítaðir þú okkur á þann hátt, að við hlutum að taka tillit til þess, því að öðru vísi en glaða og káta vildum við ekki hafa þig. Og það var svo sannarlega glaðlyndi, sem fylgdi þér. Léttur og gáskafullur róm- ur þinn átti auðvelt með að lyfta okkur upp úr lognmollu hversdagsleikans. Við eigum öll óteljandi minn- ingar frá samverunni með þér, þótt hún sé að sjálfsögðu mis- jafnlega löng og mikil að vöxt- um hjá þessum stóra hópi afkom enda þinna. Allt eru þetta góð- SÍÐASTLIÐINN föstudag var opnuð ný kjörverzlun við Amar- hraun í Hafnarfirði. Er það Stebbabúð, sem þeir Stefán Sig- urðsson, Lárus Sigurðsson og Gunnar Stefánsson hafa rekið undir þvi nafni í Hafnarfirði síðastliðin 37 ár. í ræðu seun Stefán Sigurðsson hélt í tilefni af opnun verzlun- arinnar að vi'ðstödduim gestium, sagði harnn, að það hefði lengi verið drauimur eigemdanna að koima svona verzlun upp, því það sé þeirra trú að verzlun af þessari gerð sé fraantíðin. Hin nýja Steibbabúð er um 290 fenmetrar að stærð. Arkitefkt var Kjartan Sveinsson, bygg- ingarmeistari, Bjönn Ólafsson Jóm Bjairnaisom rafvirkjameistari sá uim allar rafla^púr, Ríkharður ar minningar, minningar, sem við getum margt lært af, þegar við leiðum hugann aftur í timann. Þín mynd á að veita okkur þroska og styrk til að taka á lífinu eins og það er, og horfa ávallt fram á veginn, en láta ekki bugast af skammvinnu mót læti, sem auðvitað mætir okkur öllum einhvern timann i lífinu. Það var fagurt veður, þegar við kvöddum þig hinzta sinni við rætur þess svipmikla fjalls Spákonufellsborgar. Þar var vel viðeigandi, að það skartaði sínu fegursta hvíta sjali og hvít föl lá yfir öllu. Það minnti okk- ur á það i lokin, að við vorum áreiðanlega að kveðja konu, sem alltaf hafði borið með sér drif- hvíta og hreina sál. Vertu sæl amma min, Lárus. Móðurkveðja. Drottinn vakir yfir öllum á þar þreyttur skjól. Til hans, ef við aðeins köllum eilif riikir sól. Ótæmandi ástin þin, alltaf náði að vaka, í arma sína móðir mín mun þig Drottinn taka. Drottinn Guð á ströndu stendur og styður bömin þin, mun þér bjóða báðar hendur og birtu er aldrei dvín. Börnin þín, sem að áður eru, á undan kölluð þér, bjóða þér til beztu veru og bústaðar með sér. Þökk þér góða móðir mín, minningarnar geymi, mér er kært að minnast þín og mæta í dýrðarheimi. Aldna móðir, öll við þökkum, ást að hinztu stund, heiðrum þig með huga Idökkum, hittumst glöð við endurfund. Magnússon um múrverkið, Krist- inin Sæimiundsson. uim frysti- og kselittækin, Inigólfur Pálsson smíðaði 'hurðir o. fl. og vél- simiðja Hatfinarfjarðar «sá um miðstöðvarla’gni'mgu, en húsið er hitað upp frá kyndistöð baéjar- ins. Húsið var reist af Amar- hrauni hf. og var Ámi Gréitar Finnsson hrl. lögfræðimigur ráðu- nautur félagsiiins. Verztoniin er vel staðsett fyrir hraunahverfið. Fyrirhugað er að þama verði eirmig mjólkursala, fiskbúð, faitahreinsun og snyrti- stofa. Öllu er mjö'g gmefldklega fyrir- komið í verzluninmi og í saim- rærni við þarfir meytandans. Allar imniréttimigar eru þýzkar og enslkar en kælitækiin ítölsk. I verziunirmi viirana 9 manns. Þorleifur Jóhannesson. Stebbabúð í nýjum húsakynnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.