Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 16
16 MOROUNBLAÐIÐ, MÍÐVIKUOAG-UR 16. ÐESBMBER 1970 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulitrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöin Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12.00 kr. eintakið. SAMGÖNGUR í DREIFBÝLI Á undainfömum árum hefur mikið verið unnið að því að bæta samgöng'ur um land- ið og þá ekki sízt í þeim landshlutum, sem við mesta samgönguerfiðleika hafa átt a<ð etja. Má í því efni minna á Vestfjarðaáætlun um sam- göngumál, en á grundvelli hennar hefur umtalsvert átak verið gert í samgöngu- málum Vestfirðinga. Auk úr- bóta í vegamálum hefur þjón- usta í innanlandsflugi verið bætt með nýjum flugvéla- kosti Flugfélags íslands og Skipaútgerð ríkisins hefur unnið að endumýjun á skipa- kosti sínum með það fyrst og fremst í huga að bæta vöm- flutninga um landið. Engu að síður er það svo, að yfir vetrarmánuðina eru samgöngur jafnan mjög erfið ar í vissum landshlutum og þá sérstaklega á Vestfjörðum og Austurlandi og vissum hlutum Norðurlands. Vegir lokast og fjölmenn byggðar- lög verða nær eingöngu að byggja á flugsamgöngum og skipakomum. En íslenzk veðrátta að vetrarlagi er um- breytingasöm og þess vegna líða margir dagar án þess að hægt sé að fljúga tii ýmissa staða innanlands. Þetta kem- ur sér að sjálfsögðu mjög bagalega fyrir fólk víða um land. Það fær ekki blöð og póst og vörubirgðir svo dög- um skiptir. Matthías Bjamason, alþing ismaður Vestfirðinga, gerði þetta vandamál að umtals- efni á Alþingi í fyrradag ut- an dagskrár og sagði, að sam- göngur til Vestfjarða hefðu verið óvenju slæmar að und- anfömu, þótt vandræða- ástand hefði ekki skapazt fyrr en nú síðustu mánuði, eftir að vegir lokuðust. Þing- menn annarra byggðarlaga, sérstaklega Norðurlands eystra og Austurlands, tóku undir orð Matthíasar Bjarna- sonar og minntu á erfiðleika í samgöngumálum sinna byggðarlaga yfir vetrartím- ann. Fyrir fólk, sem býr í þétt- býlinu á Suð-Vesturlandi, er ef til vill erfitt að skilja, hversu þýðingamiklar góðar samgöngur em landsbyggð- inni, ekki sízt í svartasta skammdeginu, þegar íbúar sumra byggðarlaga búa raun- vemlega í algerri einangrun dögum saman vegna þess, að vegir era lokaðir og veður- ofsi, kemur í veg fyrir flug. En þeir, sem hafa kynnzt slíku af eigin raun vita, að það er ekki að ófyrirsynju, að miklu fjármagni hefur á undanfömum árum verið varið til samgöngubóta í hin- um dreifðu byggðum lands- ins, enda er það svo, að það er öllum landsmönnum í hag, að byggðin ekki við Suð- vesturhom landsins, þótt vissulega sé þar þungamiðj- an í þjóðlífi okkar. Matthías Bjamason og aðrir þeir þingmenn, sem mál þetta ræddu á Alþingi í fyrradag, beindu þeim til- mælum til Ingólfs Jónssonar, samgöngumálaráðherra, að hann kynnti sér ástandið í þessum málurn og beitti sér fyrir úrbótum, og tók sam- gömgumálaráðherra þeim til- mælum vel. Hann kvaðst gera sér grein fyrir því, að hér væri um að ræða erfitt vandamál, en vakti athygli á því, að senn liði að því, að hið nýja skip Skipaútgerðar ríkisins yrði fullbúið og mundi það breyta miklu um þjónustu útgerðarinnar fljót lega eftir áramótin, og yrði nýja skipið þá tekið inn í áætlun Skipaútgerðarinnar. Þess er að vænta að með ein- hverjum hætti megi takast að leysa þau vandamál, sem sum byggðarlög út um land eiga við að etja í þessum efnum. Það er þjóðinni allri í hag að svo verði gert. Efling Rauða krossins ¥>auði kross Islands er um þessum mundir að hefja fjársöfnun til starfsemi sinn- ar og mun næstu daga dreifa gjafa-almanaki samtakanna inn á hvert heinnli á land- niu, en því fylgir póstávís- unareyðublað, og vona for- ráðamenn Rauða krossins, að almenningur láti ein- hverja upphæð af hendi rakna til starfseminnar. Það fjármagn, sem safnast með þessum hætti, verður fyrst og fremst notað til þess að efla neyðarvamir á ís- landi og annarra innanlands nota. Stærsta verkefnið í þeim efnum, sem framundan er hjá Rauða krossinum, er að ráða sérfræðing til starfa í neyðarvömum, sem þjálfað- ur yrði erlendis, þar sem hörmungar hafa gengið yfir. Rauði krossinn vinnur mikið þjóðþrifastarf og þess er að vænta, að landsmenn bregð- ist vel við tilmælum hans og leggi það af mörkum, sem þeir geta til þess að efla þetta sbarf. Unnið að uppbygg- ingu fiskiræktarmála umræður á Alþingi um málið Á FUNDI Sameinaðs Alþingis í gær, svaraði Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra fyrirspurn- um um fiskiræktarmál frá Birni Jónssyni og um Fiskiræktarsjóð, en þá fyrirspurn höfðu þeir Þór arinn Þórarinsson og Sigurvin Einarsson borið fram. Kom m.a. fram í svörum ráðherra, að gerð hefur verið áætlun um byggingu eldisstöðva á Norðurlandi fyrir Iaxfiska, og að tekjur Fiskirækt- arsjóðs á árinu 1971 verða vænt anlega 2,5—3 millj. kr. Fyrirspurn Björns Jónssonar var þríþætt og svaraði ráðherra hverjum lið fyrir sig. 1. spurning: Hvað líður fram- kvæmd á þingsályktun frá 17. apríl 1968 um fiskeldisstöðvar? Svar: 1 svari sínu sagði ráð- herra m.a. að hér væri um að ræða fiskeldisstöðvar sem rekn. ar yrðu sem aukabúgrein og yrði þá væntanlega um að ræða silungseldi, og þá helzt bleikju- eldi. Efni þingsályktunartillög- unnar væri það víðfemt að fram kvæmd málsins tæki óhj'á- kvæmillega mörg ár og yrði að byggja á meiri reynslu og sér- þekkingu heldur en við hefðum haft yfir að ráða. En samt sem áður hefði verið unnið á vissum sviðum, sem væru grundvöllur undir víðtækari störf á umræddu sviði. Af undirstöðuþáttum í sil ungseldi, sem unnið hefði verið að x Laxeldisstöð ríkisins í Kolla- firði, væri almenn kynning á urr iða og bleikju í eldi, au'k þess lax, fóðurtilraumir, kynibætur og sala á alibleikju til neyzlu. Ráðherra sagði, að i Laxeldis- stöðinni í Kollafirði hefðu þegar fengizt mikilvægar upplýsinar um urriða og bleikju sem ali- fiska, og hefði bleikjan reynzt mun betri alifigkur ein urriðinn, en þess væri ekki að vænta, að silungseldi yrði eins arðvænlegt og laxeldi, enda væri silungur mun ódýrari fiskur á markaðnum en laxinn. 1 Laxeld- isstöðinni í Kollafirði hefðu einn ig á undanfömum árum farið fram kynbætur á bleikju. Fóður- tilraunir hefðu og verið fram kvsemdar og leitazt við að finna hollt og ódýrt fóður, en slikt fóður væri eitt af undirstöðu- atriðum þess að kioma mætti fiskeldi á sem aukabú- grein. Væri nú unnið í Kollafirði að prófun á nýrri þurrfóður- blöndu, sem sett hefði verið sam an af dr. Jónasi Bjarnasyni, starfsmanni Rannsóknastofnunar sjávarútvegsins. Alibleikja úr Koliafjarðarstöðinni hefði verið seld á markað í Reykjavík. Hefði hún þótt bragðgóð og gott verð fengizt fyrir hana. Ráðherra sagði, að áfram yrði haldið við að vinna MARGIR fumdiir vora í báðum deildum Aliþingis í gær og fjöi- möng mál tekiin til umræðu og afgreiðslu. Þrjú frumvörp voru afgreidd ti'l ríkiisstjónniarinmar sem lög frá Alþingi. Voru það fnuimvörpin um rí'kisábyrg'ð vegna Landsvirkjunar, (hieimild- fyrir hreppsmefndima í Kiírkju- bæjarhreppi til að selja jörðina Þykkvabæ I í Lamdbroti, og atofnlánadeild lamdbúnaðarina. Fruimvarpið uim virkjuin Lag- arfóss var tekið till 3. umræðu í neðri deild, afgreiiitt til efri að framkvæmd umræddrar þingsályktunartillögu og reynt að hraða verkinu sem mest, en starfskraftar, sem fáanlegir væru á hverjum tíma til starfa, réðu þó mestu um það hvað verkið saöktist veil. 2. spurning: Hvað líður þings- ályktun frá 2. apríl 1968 um, að bændaskólarnir veiti fræðslu í fiskirækt og fiskeldi? Svar: I svari sínu við þessari fyrirspurn sagði landbúnaðarráð herra m.a., að þvi væri til að svara að fræðsla i nefndum efn- um hefði verið veitt við bænda- skólana af veiðimálastjóra i rúm an áratug, og þá einkum á Hvann eyri. Væri þar nú föst kennsla í framhaldsdeildinni í þessu fagi, og annaðist veiðimálastjóri kennsluna. Varðandi fræðslu og leiðbeiningar almennt væri það að segja, að Veiðimálastofnun- inni hefði bætzt nýr starfskraft- ur á þessu ári, Árni Isaksson, fiskifræðingur, og hefði því ver- ið kleift að auka fræðslu um fiskeldi á árinu. 3. spurning: Hvað líður fram- kvæmdum á þingsályktun frá 29. apríl 1966 um stofnun klak- og eldisstöðva fyrir laxfiska ? Svar: í svari sínu við þessari fyrirspum sagði ráðherra m.a., að athugun hefði farið fram á stöðum norSandiands, þar sem komið gæti til greina að reisa í GÆR lagði ríkisstjómin fram á Alþingi frumvarp til laga um Áburðarverksmiðju ríkisins. — Með frumvarpi þessu er fyrst og fremst lagt til, að Áburðarverk smiðja ríkisins og Áburðarsala ríkisins verði gerð að einni stofix un, en hingað til hafa þessar ST J ÓRNARFRUM VARPIÐ um breytingu á vegalögum kom tii 2. umræðu í neðri deild Alþingis í gær, en frumvarp þetta miðar að því að afla Vegasjóði aukinna tekna m«ð því að hækka bensín og þungaskatt. Ásberg Sigurðs- son mælti fyrir áliti samgöngu- málanefndar, og gat þess, að nefndin hefði orðið sammála um að mæla með samþykkt frum- varpsins. Einstakir nefndarmenn hefðu þó haft fyrirvara á af- stöðu sinni, og áskilið sér rétt til að fylgja breytingartillögum •er fram kynnu að koma. Steimgrím'ur Pálsson gerði síð- deildar og tekið þar til fyrsitu uimræðu; frumvarpið uim Há- skóla íslands var tekið tiil 2. og 3. 'uimræðu í neðri deild og vísað til efri deildar, frtuimvairp um breytingu á vegalöguim var telk- ið til 2. og 3. umræðu í nieðri deild og afgreitt tiil efri deildar. Þá var í neðri deild fyrsta um- raeða um breytingu á lögum uim Landsvirkj un og 2. uimiræða uim stjórnarfrumvarpið um breyt- ingu á lögum um almannatrygg- ingar. í efri deild var svo m. a. tekið fyrir til 2. og 3. umræðu frum- varp rikisstjónnnax'ininair um breytingu á tolliskránmii, og það afgreitt til neðri deildar. eldisstöðvar. Þá hefði verið gerð áætlun um byggingu eldisstöðv- ar, sem ekki hefði verið staðsett. Gengið hefði verið frá þessari áætlun um laxeldisstöð á NorS- urlandi í marz 1970 og frekari athuiganir á umræddu máli hefðu farið fram í sumar. Væri grein- argerð um þá athugun væntan- leg á næstunni. Fyrirspiirn Þórarins Þórarins- sonar og Sigurvins Einarssonar var tvíþætt og var annars vegar spurt um hve miklar yrðu tekj- ur Fiskiræktarsjóðs á árinu 1971 og hins vegar hve mikil lán þætti líklegt, að hægt yrði að veita úr sjóðnum á árinu. 1 svari sínu sagði Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra m. a., að tekjur sjóðsins yrðu vænt- anlega 2,5—3 millj. kr. í fjárlaga frumvarpinu fyrir árið 1971 væri gert ráð fyrir 700 þús. kr. til greiðslu á ógreiddum fiskirækt- arstyrkjum og 1 millj. kr. til Fiskiræktarsjóðs. Á þessu stigi væri hins vegar ekki hægt að fullyrða hve mik- ið yrði lánað úr Fiskiræktarsjóði á næsta ári, en talsvert væri ó- greitt af styrkjunum. Hins vegar væri ljóst, að hagur fiskiræktar baitnaði til muna með st'ofn- un Fiskiræktarsjóðs, og ennfrem ur mætti geta þess, að gert væri ráð fyrir því, að Stofnlánasjóður veitti lán út á fiskiræktarmann- virki, svo og út á íbúðarhús, sem reist væru á eldisstöðvunum. stofnanir starfað eftir tveimur lögum. Segir m.a. í greinargerð frumvarpsins að þar sem ríkis- sjóður sé nú orðinin eigandi Áburðarverksmiðjunnar, sé hag kvæmt að þessar tvær stofnanir séu gerðar að einni reiknings- legri heild. an gredin fyrir fynirvara símum, og kvaðsit hafa vonað að ein- hverjar breytinigartillögur kæmu fram við fmxmvarpið, eirx þar aem svo væri ekki gæti haon ekki greitt máliinu atkvæði. Táldi Steiirugrímiur og einnig Magraús Kjartanissoin, sem gerði málið eiranig aið xxmitailsefni, a@ ófætot væri að leggja slílkar Skattaálög- rar á ailmierurai'nig mieðan ríkjandi væri verðstöðvun í landinxx. Taldi Magmús, að slíkar hækkan- ir værxx gerðar með ráðnxxm hug ti'l þess að kynda uradir verð- bólgueldinum, og kvaðst furða sig á afsitöðu Framsóknarflokks- ins til þessa máls. Halldór E. Sigurðsson sagði að F ramsóknarfloíklkuriinn befði allt- af lýst fylgi við aulkinair frarn- kvæmdir í vegagerð, og vitnaði til þess að filoldourinn hefði stað- ið að vegalöguiraum 1963 og síðan að tillöguim til þess að afla vega- sjóði aiukiinna telkiraa. Flokkurinn mæti málin að verðl'eitouim hverju sinni, en þyrfti ekltoi ann- arleg sjónarmið til þess að stjórna gerðum sínxxm. Magraúis Kjartainsson taldi máil- flutnimg Hal'ldórs ólheiðarlegan, en hann sýrxdi þó á hvaða leið Framsóknairflokfkurinn vaari. Greinilegt væri, að hann sbefndi í þá átt að það gæti venið eðli- iegur viðburðuir en efctoi uradæi- tekning að þiragrraenn floktosirw stæðu xxjpp sem málsvarar við- reisnarstefrauinmar. Mörg mál til af greiðslu á Alþingi Lagafrv. um Áburðarverksmiðjuna Umræður á Alþingi um vegalögin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.