Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 14
14 MOROUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1970 Ný Heklubók Höfundur dr. Sigurður Þórar- insson, jarðfræðingur. Setning og prentun: Oddi h.f. títgefandi: Almenna bókafélag- ið. Eldg'os hafa verið áhrifamik- 111 þáttur í myndun lands, en auk þess svo afdrifaríkt í mót- un þjóðarinnar, að þjóðarsag- an verður ekki fyllilega skilin nema í Ijósi þeirra náttúruham fara, sem eru að gerast á sögu- sviðinu. Hekla er vissulega það eld- fjall á Islandi, sem víðfrægast hefur orðið, enda var þáttur þess drjúgt ivaf í sögu lands og þjóðar. Saga þessa fjalls og hamfara af völdum Heklu hef- ur verið skráð á ýmsum tim- um allt frá því er Herbert munkur í Clairvaux lýsti ógn- um fjallsins og þvi gífurlega víti eilífs elds í hverju sálir framliðinna taka út sínar þján- ingar. Siðasti þátturinn í gossögu Heklu hófst hinn 5. maí 1970, þegar enn tók að gjósa úr fjallinu, og höfðu þó aðeins liðið 22 ár frá siðasta Heklu- gosi. Sigurður Þórarinsson hefur á mörgum undanförnum árum ötullega rannsakað eldstöðv- amar i og við Heklu svo og áhrif eldgosanna. Enda hefur honum tekizt giftusamlega að draga skýra mynd af gossögu fjallsins, með því að tengja frásagnir skráðra heimilda þeim fróðleik, sem hann hefur aflað sér við lestur rúna, er Hekla hefur sjálf rist. Og með þvi að leita upptaka og bera saman þau gjóskulög, sem dreifzt hafa um landið. Þessi fróðleikur hefur birzt i bókum hans Heklugosið 1947 og The Eruption of Hekla in Historical Times, sem Vísinda- félag Islendinga gaf út 1967. 1 hinni nýju Heklubók rek- ur höfundur enn þessa gossögu, þar sem greint er frá vísinda- legum rannsóknum og niður- stöðum á skilmerkilegan háfct i máli og myndum, en frásögnin er hæfilega krydduð söguleg- um atburðum og þeirri hindur- vitni, sem Hekla er löngu orð- in illræmd fyrir. Þá er endurskráð lýsing af Heklugosinu 1947, en það gos var skipulega rannsakað af vrsindamönnum, og var þáttur höfundar verulegur í þeirri rannsókn. Aðaltiliefná útigáfu bókar- innar eru umbrotin í Heklu síðastliðið vor. Gerir höfundur því efni skil í síðasta kafla bókarinnar, þar sem hann greinir frá aðdraganda gossins, upphafi þess og framvindu. Þetta Heklugos olli talsverðu tjóni, eins og mörg fyrri gos í því fjalli hafa gert. Hraun rann yfir nokkurt gróðurlendi, en þó gerði gjóskudreifin, sem barst norð- ur frá Heklu, enn meiri skaða. Hefur höfundur gert yf- irlits lýsingu af gosi og gjósku falli svo og áhrifum gjóskunn- ar og styðst þar meðal annars við frásögn ýmissa sjónarvotta og umsögn blaða. Samstarfs- nefnd sérfræðinga hafði tekið að sér að kanna hugsanleg á- hrií gosisins, meðall annars fcil þess að geta leiðbeint og veitt ráð til úrbóta og til þess að öðlast nokkra reynslu, sem öðrum mætti að gagni verða. Varð af þessum sökum safnað talsverðum heimildum um áhrif gjósku á gróður og búfé og þá einkum um flúormagn gjósk- unnar, en sé flúor að nokkru magni í gjóskunni getur hann valdið eitrun á iífverum, og varð sú raunin á í þessu Heklugosi. Þessi kafli bókar- innar er því ekki sizt fróðleg- ur. þar sem hann lýsir einum þeim þætti gosa, sem ef til vill hefur orðið afdrifaríkastur fyr- ir afkomu landsmamna á umliðnum öldum. Heklugosið 1970 varð þó, sem betur fer, ekki einungis til tjóns. Það jók yið þekkingu manna á eld- virkni svo og á magni, samsetningu og gerð gosefna, og er höfundur löngu viðkunn- ur fyrir rannsóknir á þvi sviði og fyrir góða framsetningu á þvi viðfangsefni. 1 Heklubók- inni er þetta atriði skýrt á rnjög greinargóðan háfct í máli, töflum og myndum, Þá er enn ótalið, hve þetta gos dró að sér mikla athygli innlendra sem erlendra manna, enda nefndi höfundur þessi umbrot Heklu túristagos. „Var þá.hægt að sitja eins og á svölum leik- húss“, segir hann „og horfa á þá miklu skrautsýningu, sem þar var uppfærð kvöld eftir kvöld . . . Lítil börn á hnjám foreldra sinna, jafnt sem gam- almenni lítt gangfær, sátu þarna sem i leiðslu stundum saman og blíndu á flugeldana yfir gignum og flæðandi hraunelfurnar“. Sigurður Þórarinsson á miklar þakkir skilið fyrir að hafa vakið áhuga margra landsmanna á jarðfræði, leitt þá að hinu mikla leikhúsi jarð- sögunnar og verið óþreytandi í að skýra fyrir þeim gang leiksins. Þessi bók er lesendum hin vandaðasta leikskrá að þættinum um Heklu, en auk hins fróðlega lestrarefnis er bókin prýdd völdum myndum af sviðinu, svipmyndum af ham- förum við Heklu. Sturla Friðriksson. Einar Örn Björnsson, Mýnesi: Er verkalýðshreyfingin þrúguð af pólitískri ánauð ? Þegar Hannibal Valdemars- son hrökklaðist úr Alþýðu- flokknum 1954 og sá fram, að hann gæti lent á pólitiskri eyði- merkurgöngu, mætti hann á fömum vegi Lúðvik Jósefssyni, þar sem þeir tóku tal saman. Kommúnistar voru þá í óðaönn að reyna að sannfæra menn um, að þeir væru aflið i íslenzkum stjórnmálum, sem fært væri um að sameina vinstri menn undir eitt merki. Viðræður fóru síðan fram milli kommúnista, Ilannibals og nokkurra fylgismanna hans á hvem hátt skyldi nú unnið að því að treysta fylkingar. Fyrsta atriðið í sjónarspilinu var að þeysa skyldi um landið til að freista þess að ná meiri hluta i Alþýðusambandi íslands. Lúð- vik og Hannibal marseruðu síð an hlið við hlið úr einu byggð- arlaginu í annað með hinn nýja kyndil vinstri „mennskunnar" í hendi sér, sem sanna átti ágæti hugsjónarinnar. Áhlaup þeirra félaga heppnaðist og Hannibal var kosinn forseti Alþýðusam- bandsins haustið 1955. Þar með átti verkalýðshreyfingin að vera orðin hinn rétti vettvangur vinstri stefnunnar og sá grunn- ■ur, sem byggja skyldi á í áform- um kommúnista að sanna ágæti sitt í aðalhlutverkinu. En Hannibal sá frama sinn birtast í skímu hins rauða loga kommún ismans, sem sló bjarma sínum á þá, er heillaðir voru inn í heiðnaberg hins alþjóðlega kommúnisma, þar sem varðmenn hans gættu eldanna og tryggðu, að allt skipulag og fyrirætlanir yrðu endanlega innan þessa ramma, sem bergbúar ætluðust fyrir. Þetta var forleikurinn að stofnun Alþýðubandalagsins 1956, sem síðan nærðist af slík- um öflum og hinni alkunnu „mannúð" og „nærgætni" sem tíðkast í þeim efnum. Ur þessum efniviði var vinstri stjórnin síðan mynduð, en komm únistar komu því inn í stjórnar- sáttmálann að hafa skyldi sam- ráð við verkalýðshreyfinguna um mikilvæg mál, svo sem kaup gjalds- og efnahagsmál, en höfðu þá tiltæka aftökusveit 1 leyni innan verkalýðshreyfing- arinnar, sem ógna skyldi ríkis- stjóminni, ef hún haggaðist á þeirri vetrarbraut, sem hið nýja sólkerfi vinstcimennskunnar markaði með rauða glott komm- únismans í austri í baksýn. Þannig voru aðfarir kommúnista er þeir stóðu að því að fella stjórn Hermanns Jónassonar haust- ið 1958 og Hannibal Valdemars- syni var fyrirfram kunnugt um er hann sem félagsmálaráðherra og forseti Alþýðusambandsins fór með forsætisráðherranum, Hermanni Jónassyni inn á þing Alþýðusambandsins, sem felldi ríkisstjórnina. Hannibal sagði ekki eitt orð forsætisráðherra siínum til stuðnings, heldur stóð hjá lafhræddur sem bandingi hjá kommúnistum. En þáði að launum embætti sem forseti Al- þýðusambandsins á ný. Og þar með hrundu til grunna Alþýðubandalagið og hræðslu- bandalagið, sem mynduð voru fyrir kosningamar 1956. Siðan má rekja harðspora kommúnista í verkalýðshreyfingunni, sem ánetjuðu hana til að halda sér á floti með Hannibal sem forseta allt til síðasta Aiþýti usambands þíngs, umkringdum af kommún- istum og fylgifiskum þeirra. Inn byrðis átök og óheilindi komu í veg fyrir, að verkafólkið nyti þess mikla ágóða, sem skapaðist á síldarárunum þar sem dag- kaupið var hraklega lágt. en yfir- og næturvinna var höfð sem viðmiðun og beinu skattarnir komu síðan til að hirða sinn bróðurpart af strit- inu. Þetta var gert i þeim til- gangi að láglaunastéttirnar yrðu til taks, ef á bjátaði. Þess vegna var verðfallið mikla og aflabresturinn 1967 og ’68 kær- komið þessum öflum, sem ekki iétu á sér standa veturinn 1968 í vetrarverkfaliinu, sem öllum ætti að vera í fersku minni. Nú standa kommúnistar og Hannibalistar á sínum eigin rúst um í verkalýðsbaráttunni og þar með stjórnmálabaráttunni. En vilja enn reyna að halda sér á floti með þvi að hafa launþega- samtöikn í hendi sér, hver með sínum hætti. Það ólán henti Sjálfstæðisflokksmenn, Al- þýðuflokksmenn og Framsóknar menn, að styðja Hannibal til valda í Alþýðusambandinu haustið 1969, sem þá hafði hrökklast frá kommúnistum við lítinn orðstír og var þá að huga að stofnun nýs stjórnmálaflokks er síðan var stofnaður og ber heitið Frjálslyndir og vinstri menn. Þetta er i stuttu máli meðferð Hannibals og kommúnista á verka lýðshreyfingunni í nærri einn og hálfan áratug. En þegar neyð in er stærst er hjálpin næst. Samþykkt var á þingi Alþýðu- flokksins i haust að reyna nú til þrautar að sameina alla jafn- aðarmenn á íslandi i einn flokk og doktor Gylfa Þ. Gíslasyni fal ið með fríðu föruneyti að sigla á vit kommúnista og Hannibalista, ef vera kynni, að þar fyndust einhverjir jafnaðarmenn til að fylla í skörðin vegna fylgistaps Alþýðuflokksins í Reykjavík í síðustu borgarstjórnarkosning- um. Tíðir fundir hafa verið haldnir, en í sjónvarpsþætti s.l. þriðjudag, þar sem formaður A1 þýðuflokksins sat fyrir svörum, tilkynnti hann, að örlagaríkur fundur nefndra aðila yrði nú haldinn s.l. miðvikudag. Og mér sýndist af svipbrigðum í andliti flokksformannsins, að þetta gæti orðið sögulegur viðburður ef ekki heimssögulegur. En hvernig ætlar dr. Gylfi Þ. Gísla son að bræða saman slík öfl. Kommúnistar vilja slíta öllu samstarfi í varnarsamtökum vest rænna þjóða og rjúfa þau tengsl sem eru á milli íslendinga og Bandarikjamanna um veru varn arliðsins hér á landi, sem er einn styrkasti hlekkurinn í Atlants- hafsbandalaginu er stofnað var til að stöðva ógnvaWinn í austri, svo nær allur heimurinn yrði ekki slíkum öflum að bráð. Þar við bætist, að afstaða komm únista og Hannibalista er slík i efnahags- og atvinnumálum, að engu tali tekur. Nefnd öfl börðusit gegn stór- iðjunni og þar með virkjun stór ánna, er geyma hinn mikla mátt, sem treystir í framtiðinni efna hagslega getu þjóðarinnar og búsetu, svo að unga kynslóðin, sem taka á við, finni sig verð- ugan arftaka í þessu sérstæða landi. Bændasamtökin voru lengi þrúguð af flokkspólitísk- um deildum, sem stuðluðu að ósamkomulagi innan Stéttarsam- bands bænda, en deilumar hafa smám saman verið að fjara út undir forystu hins mikilhæfa formanns stéttarsambandsins, Gunnars Guðbjartssonar, sem verið hefur formaður þess s.l. 7 ár, en er nú ekki á lista Fram- sóknarflokksins í Vesturlands- kjördæmi og hefur því betri stöðu til að auka einingu og afl samtakanna. Gott samstarf virðist nú vera á milli Ingólfs Jónssonar landbúnaðarráð- herra, og stjómar Stéttarsam- bands bænda. En bændur lands ins þurfa þó að vera vökulir um samtök sín og sóknharðir um málefni landbúnaðarins í framtíðinni. Svipuð þróun þarf einnig að verða i Verkalýðs- hreyfingunni, bæði í launþega- félögunum og samböndum þeirra, og ekki sízt i Alþýðu- sambandi íslands. Þar þarf að skapast forysta, sem er sjálf- stæð og samhent og tileinkar sér að vinna að hagsmunamál- um meðlimanna og skapa já- kvæða afstöðu í atvinnumálum þjóðarinnar og tengslum hennar i samskiptum út á við. Slíkt afl mundi auka mjög mátt alþýðustéttanna I landinu, er fyndu þýðingu sína í sam- vinnu við framfaraöfl þjóðar- innar. Það er því engin þörf á neinum sérstökum stjórnmála flokki fyrir launþegasamtökin. Það er gömul kreddupólitík, sem heyrir fortíðinni til. Sú kenning „ungkrata" sem kom fram í vor, að fylgistap A1 þýðuflokksins í borgarstjórnar- kosningunum stafaði af stjórnar samvinnu við Sjálfstæðisflokk- inn er því röng ályktun. Það liggur fyrst og fremst í þeirri „vinstiniiveiiliu“ sem myndazt hef- ur í Alþýðuflokknum, sem nú vill stefna honum í átt til komm únista og Hannibalista, sem myndi þýða, ef af yrði, áhrifa- leysi hans um ófyrirsjáanlegan tima, ef ekki verður spyrnt við fótum. Enda eru ýmsir forystu- menn hans og fylgjendur daufir í dálkinn yfir þessu gönu- hlaupi. Þessa dagana finna kommún- istaforkólfarnir og Hannibalist- ar, að jörðin brennur undir fót- um þeirra. Mikill ótti hefur grip ið um sig meðal margra fylgj- enda Alþýðuflokksins yfir sendi- för flokksformanns sins á slóðir kommúnista og Hannibalista. Menn spyrja, hvort hér sé í upp- siglingu nýtt hræðslubandalag. Gylfi Þ. Gíslason ætti þó að hafa öðlazt nokkra reynslu af hræðslubandalaginu sáluga. En það var hann og Hermann Jón asson, þáverandi formaður Fram sóknarflokksins, sem voru aðal- höfundar þess. Vinstri stjórnin er gott dæmi um endingu slíkr ar samsuðu, þvi hún sat í rúm tvö ár, þar til hún steyptist fram að brúninni sællar minn- ingar. Á formaður Alþýðuflokksins Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.