Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1970 21 Aldarminning hjónanna Hólmfríðar Guðmunds- dóttur, f. 23.2. 1870 og Sigurðar Þ. Jónssonar, f. 16.12. 1870 Stundum furðar maður sig á því, áttar sig tæplega á því, að heil öld er liðin frá fæðingu fólks, sem var manni sjálfum einkar kært og nákomið í æsku og lifir í minningunni í fullum ferskleika. Svo fór mér þegar ég var minntur á, að þau hjón- in Hólmfríður Guðmundsdóttir og Sigurður Þ. Jónsson hefðu á þessu ári orðið hundrað ára. Frú Hólmfríður fæddist í Ánanaustum í Reykjavík. For- eldrar hennar voru hjónin Mar grét Ásmundsdóttir, ættuð frá Móum á Kjalarnesi og Guð- mundur Gíslason útvegsbóndi. Hann var bróðir Péturs Gísla- spnar útvegsbónda í Hlíðarhús- um, sem lengi var í bæjar- stjórn. Hólmfríður giftist 19. október 1897 Sigurði Þorkeli Jónssyni, en hann var þá verzl unarmaður hjá Fischersverzlun. Stuttu síðar fluttust ungu brúð- hjónin til Keflavikur. Sigurður Þorkell gegndi þar verzlunar- störfum, en þegar H.P. Duus eignaðist verziunina gerðist hann verzlunarstjóri þar árið 1907 og stóð i þeirri stöðu til 1. október 1916. Þá fluttust þau hjónin til Reykjavíkur. Vann Sigurður Þorkell fyrst hjá Garðari Gíslasyni stórkaup- manni, en 1917 réðst hann til Elíasar Stefánssonar útgerðar- manns. Elias var á marga lund merkur maður og athyglisverð- ur, er reis úr fátækt til ekki lítilla efna, hafði mikil umsvif og reisti til að mynda sildarsölt unarstöð á Djúpavík við Reykj arfjörð 1916—1917. Sigurður vann hjá Elíasi Stefánssyni við verkstjórn og bókhaldsstörf til ársins 1922, er hann réðst til Geirs Thorsteinssonar útgerðar- manns í Reykjavík og hafði þar með höndum bókhald og gjald- kerastörf. Siðar vann hann hálfan daginn hjá Ölgerðinni, en rak jafnhliða eigin verzlun með nýlenduvörur í húsi sínu á Laugavegi 62, en frá árinu 1932 sinnti hann verzlun sinni ein- göngu ásamt Stemgrími syni sínum. Því starfi gegndi hann til ársins 1954, er hann lét af því og leigði verzlunina Páli Hallbjörnssyni. Steingrímur son ur hans var þá andaður, dó í Djúpavik í júlíbyrjun 1951. Síð ustu æviár sin var Sigurður Þorkell vistmaður á Elliheimil- inu Grund og þar andaðist hann 26. júní 1956 á 86. aldurs ári. Hólmfriður kona hans var þá fyrir löngu dáin, andaðist 9. febrúar 1933. Jón, faðir Sig- urðar Þorkels var sjómaður og drukknaði þegar sonurinn var á 12. ári. Guðrún móðir hans var dóttir Sigurðar bónda og hreppstjóra að Selkoti í Þing- vallasveit, en hann var mikill framámaður í sinu héraði og var sæmdur dannebrogsorðu fyr ir afskipti sín af sveitarstjórn armálum. Guðrún var ein af þessum dugmiklu íslenzku al- þýðukonum, er vann sín verk í kyrrþey og sá fyrir Sigurði syni sinum meðan hann var að komast upp, öðrum systkinum hans var ráðstafað til vanda- lausra. Þegar þau hjónin Hólm- friður og Sigurður fluttust til Keflavíkur fór Guðrún með þeim og dvaldist í þeirra forsjá til dauðadags, 1919. Margrét Ás mundsdóttir, móðir Hólmfríðar, bjó einnig á heimili dóttur sinn ar og tengdasonar í Keflavik og andaðist þar 1915, 85 ára að aldri. Báðar gömlu konurnar áttu miklu ástríki og góðri um önnun að fagna á heimili barna sinna. Þau hjónin Hólmfríður Guð- mundsdóttir og Sigurður Þor- kell eignuðust þrjú börn, er upp komust: Jóninu Guðrúnu, er starfaði um margra ára skeið við Landsíma íslands. Hún er ógift og barnlaus. Steingrím, er vann í verzlun föður sins, en dó á bezta aldri, hinn ágætasti drengur. Guðmund, sem nú starfar i Otvegsbankanum. Hann giftist einn sinna systk- ina, er kona hans Helga Kristj- ánsdóttir og eiga þau 6 börn, sem öll eru uppkomin og hafa stofnað eigið heimili og verður áf þeim mikill ættbogi áður en fýkur. Helga er dóttir Kristjáns Ás- geirssonar verzlunarstjóra á Flateyri, 1907—1928, og var hann af alkunnum bændaættum í Norður-lsafjarðarsýslu. Kona hans var Þorbjörg Guðmunds- dóttir, Eggertssonar bónda í Haukadal, ^.Dýrafirði. Þau Helga og Guðmundur Sigurðs- son giftust 18. október 1925 á Flateyri, fluttust til Reykjavík- ur ári siðar og hafa verið bú- sett þar síðan. Vann hann um margra ára skeið við bókhald i ölgerðinni Egill Skallagrímsson vann siðar i gjaldeyrisnefnd, en er nú bankamaður sem áður er sagt. Börn þeirra eru þessi: 1) Ástríður, gift Ingvari Em- ilssyni hafrannsóknarfræðingi. Þau fluttust til Sao Paulo í Brasiliu 1953 fyrir tilstilli Árna Friðrikssonar fiskifræðings sið- ar fóru þau til Havanna á Kúbu og dvöldu þar til 1969 og síðan í Mexikó. Ingvar vinnur á vegum Unesco. Þau eiga þrjú börn: Kristján, sem stundar raf- magnsverkfræði við Háskóla Is- lands, Tryggva, er varð stúd- ent í vor og er nú við rann- sóknarnám við Bavlingly Green háskólann í Ohio. Þessir dreng- ir tveir hafa búið hjá þeim Helgu og Guðmundi síðan siðan 1964, en yngsta barnið Elín Margrét, 14 ára, hefur ætið verið hjá foreldrum sinum, sem nú eru búsett i Mexico City og verða þar næstu tvö árin, en Ingvar vinnur þar sem fyrr að vísindastörfum. 2) Hólmfríður, gift Árna Þór Þorgrímssyni, Eyjólfssonar út- gerðarmanns, þau eiga 4 börn og eru búsett í Keflavík. 3) Sigurður Þorkell, læknir við Landspitalann, kvæntur Ragnheiði Aradóttur Jónssonar læknis, síðast á Egilsstöðum. Þau eru barnlaus, en Sigurður átti stúlkubarn, Jórunni, með Theódóru Thorlacius hjúkrunar konu og stundar hún nám í Menntaskólanum gamla. 4) Gylfi, framkvaímdarstjóri Sambands íslenzkra samvinnufé laga í Hamborg, kona hans Hannelore, f. Unger, er af þýzku fólki komin frá Mann- heim, og eiga þau tvær telpur, 10 og 6 ára. 5) Þorbjörg, gift Baldvin Ár- sælssyni prentara og verkstjóra i Pappirsver, þau eiga eina dótt ur, Ásu, 15 ára. 6) Gerður, gift Sveini Bjark- lind, loftskeytamanni i Gufu- nesi, þau eru barnlaus. Mér er sérstaklega ljúft að minnast þessara góðu vina minna frá bernskuárum mínum, Hólmfríðar Guðmundsdóttur og Sigurðar Þ. Jónssonar. Litlll strákur kom ég oft á heimili þeirra, einnig þegar þau bjuggu í Keflavík, og þó einkum eftir að þau fluttust hingað til Reykja víkur. Hólmfriður var móðursyst ir min. Einkum er mér í minni eitt kvöld, er ég og móðir mín gengum ósköp döpur heim á Laugaveg 62, en pabbi var þá dáinn nokkrum stundum fyrr. Ég gleymi aldrei því ástríki og þeirri hlýju, sem þau Hólmfrið- ur og Sigurður Þorkell sýndu okkur mömmu í umkomuleysi okkar og sorg. Þau tóku okkur þegar í sitt hús og á Laugavegi 62 áttum við heima næstu fjög- ur ár. Og með þessum fátæk- legu orðum vil ég þakka þeim liðnum fyrir vistina. Sverrir Kristjánsson. ~ »n F- F1- «n ■Qi V savgoft y < ‘o; SPESÍUR 400 g 8mjðr 500 g hveitl 150 g flórsykur Grófur sykur. HnoðlS delgið, mótið úr því sfvaln- Inga og veltið þelm upp úr grófum sykrl. Kœlið delgið tll næsta dags. Skerlð deiglð f þunnar jafnar sneið- ar, raðið þeim á bökunarplötu (óþarfi að smyrja undir) og bakið við 200°C þar til kökurnar eru Ijóa- brúnar á Jöðrunum. SMJÖRIÐ GERIR GÆÐAMUNINN ®> «s S>iJOR ‘o FINNSKT KAFFIBRAUÐ 375 g hveitl 250 g emjör 100 g sykur V? egg eggjahvíta afhýc 1ar, smátt skornar mðndlur steyttur molasykur. Hafið allt kalt, sem fer f delglð. Vlnnið verkið ð köldum stað. Myljið 8mjörið saman við hveitið, blandið sykrlnum saman við og vætið með egginu. Hnoðið deigið varlega, og látlð það bíða ð köldum stað I elna klst. Út- búið flngurþykka sfvalninga. Skerið þá f 5 cm langa búta. Berið eggja- hvftuna ofan á þá og dýfið þeim f möndiur og sykur. Baklð kökurnar gulbrúnar, efst I ofni við 200J C f ca. 10 mfn. SMJÖRIÐ GERIR GÆÐAMUNINN I __o> <&> SXJOIi ^&A KS^^ AVAXTAKAKA (Geymist vel) 250 g smjör 200 g sykur 5 egg Q 200 g hveitl ^ 100 g rúsfnur (helzt stelnlausar >j konfektrúsfnur) o 100 g saxaðar döðlur O 100 g saxaðar gráffkjur ° 200 g saxaðar möndlur 3 2 msk. konfak, portvfn eða sherry. (5 Hrærið smjðr og sykur mjög vel, setj- ið eggln f, hálft f einu, hrærið vel á millf. Blandið ávöxtunum f hveitið og hrærið því sem minnst saman við ásamt vfni. Setjið deigið I smurt krfnglótt eða af- langt mót (1V4—1Vi I) og bakið við 175°C í 1—1V4 klt. Kakan er betrl nokkurra daga gömul. K SMJÖRIÐ GERIR GÆÐAMUNINN D.261! »;joix X A ‘Ö. l KINVERSKAR MÖNDLUKÖKUR 200 g hveltl 1 tsk. fyftlduft 100 g sykur 150 g smjör 1 egg 1—2 msk. vatn Vi dt smátt saxaðar mðndlur Va tsk. möndluolfa Skraut: 1 eggjarauða, 1 msk. vatn, möndlur. Blandið hveiti og tyftidufti saman, skerið smjörið saman við, bætið sykrl, eggl, vatnl, möndlum og möndluolíu f og hnoðlð delglð. Kæl- Ið það vel. Mótið deiglð I fingurþykkar lengjur, skerlð þær f 2—3 cm bita og mótið kúlur úr bftunum og raðlð á vel smurða ptðtu, hafið gott bil & milll. Prýstið kökunum niður með handar- jaðrinum, jiannig að þær verði V4— % cm þykkar. Penslið ' kökurnar með eggjarauðu (blandaðrl vatni) og þrýstlð afhýddrl mðndlu á hverja. Bakið f efstu eða næst efstu rlm f 180°C heltum ofni f 20—30 mín. SMJÖRIÐ GERIR GÆÐAMUNINN ^&AKSl^ SMJÖRHRINGIR 250 g hveltt 250 g smjör 1 Va dl rjómi eggjahvfta steyttur molasykur. Hafið allt kait, sem fer f delgið. Vinnlð verklð á köldum stað. Myljið 6mjðrið saman við hveitið, vætið með rjómanum og hnoðið delgið varlega. Látið deigið bfða á köldum stað f nokkrar klukkustundir eða til næsta dags. Fletjið deigið út % cm þykkt, mótið hringi ca. 6 cm I þvermál með lltlu gati f miðju. Penslið hrfnglna með eggjahvítu og dýfið þeim f steyttan molasykur. Bakið kökumar gulbrún- ar við 225* C l 5—8 mfnútur. SMJÖRIÐ GERIR GÆÐAMUNINN CMa~ey ám/éiéa/cw y I GSta~c</ J/n/el4a/a/t I Oéta-cg Am/cUata/i y I Géta~cp Am/cUatan*// I CHc-ct/ é/nycitata/i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.