Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 10
'MORG-UífBLAÐIÐ, MIÐVÍKUÐAGUR 16. DESEMBER 1970 Jóhann Hjálmarsson "| skrifar um J * o: K1 M ] E1 N [] N rm Einfari leitar jafnvægis Hilmar Jónsson: KANNSKI VERÐUR ÞÚ . . . . Grágás s.f., Keflavík 1970. HILMAR JÓNSSON, bókavörð- uf í Keflavík, hefur vakið á sér athygli með skorinorðum grein- um í dagblöðum. Hann hefur sent frá sér þrjú ritgerðasöfn og eina skáldsögu. Hilmar er í ætt við hina reiðu ungu menn, leit- andi maður á mótsagnakenndri öld og að vissu marki einfari. Það er siður Hilmars að taka stórt upp í sig og sjást ekki fyrir í ádeilu sinni. Menn þurfa ekki annað en fletta ritgerðasöfnum hans til þess að finna ýmislegt, sem orkar tvímœlis. Miklar sviptingar í sálarlífi höfundar valda þessu. Hann hefur þróast frá bernskum kommúnisma til lýðræðislegra sjónarmiða og feristinnar trúar. Margt bendir einnig til þess, að hann sé ekki fyllilega ánægður með menning- arbaráttu lýðræðissinna, sem lík- lega væri réttara að kalla vörn gegn aðsteðöandi einræðistil- hnei'gingum. Menningarleg ein- okunarfyrirbrigði verða hvergi jafn áberandi og í fámennum þjóðfélögum. Þess vegna er hverju lýðræðisþjóðfélagi nauð- synlegt að eiga sér verjendur, en helst þurfa þeir einnig að vena sækjendur til að árangur náist og almenningur geri sér hættumar ljósar. Kannski verður þú er þrosk- Hilmar Jónsson aðasta verk Hilmars Jónssonar til þessa. Það er meiri ró en áður í huga hans, og stundum tekst honum með fáum einföldum dæm um að koma skoðunum sínum eftirminnilega til skila. Kannski verður þú er æviminningabók, eins og nú er að verða siður ís- lenskra rithöfunda að semja. Ég nefni aðeins tvö hliðstæð dæmi frá þessu ári: Hernámsáraskáld, eftir Jón Óskar og Svipir sækja þing, eftir Jóhannes Helga. Bæk- ur af þessu tagi eru oftast skemmtilegar og fróðlegar af- lestrar, og enda þótt Hilmar Jónsson sé ekkí enn jafn leikinn rithöfumdur og þeir Jón Óskar og Jóhannes Helgi, stendur hann þeim ekki að baki hvað snertir hreinskilni og einlægan vilja til að komast að kjarna málsins. Sá maður, sem haft hefur mest áhrif á Hilmar Jónsson, er frændi hans Runólfur Pétursson, hressilegur og greindur maður að sögn kunnugra. Runólfur var harðsnúinn andstæðingur komm- únisma og ófeiminn við að segja meiningu sína á tímum, sem voru smitaðir af rauðum fagnaðar- boðskap. Hann lét sér í léttu rúmi liggja þótt frændinn ungi hallaðist að kommúnisma, en gladdist eftir að efasemd- irnar urðu honum að stað- reynd. Runólfur var heimspeki- lega sinnaður og heillaðist af þeirri kenningu, að íslendingar væru komnir af ísraelsmönnum. Hilmar hefur gert skoðanir hans að sínum í bókinni ísraelsmenn og íslendingar, sem kom út 1965; um leið hefur hann tekið alvar- lega fullyrðingar Douglas Reeds um samsæri koiramúnista og síon ista gegn heimsbyggðinni. Um þessi „duldu öfl heimsstjórn- málanna" fjallar Hilmar ræki- lega í Kannski verður þú. Hvað sem sannleiksgildi þessara kenn- inga líður hafa menn gott af að velta þeim fyrir sér. Það er alla vega nokkur tilbreyting að kynn ast röksemdafærslu íslensks lærisveins Reeds. En hér er hvorki staður né stund til að gera þessum málum skil. Margir sérkennilegrr menn koma við sögu Hilmars Jónsson- Þormóður Runólfsson: Þankabrot Þormóður Runólfsson er ungur verkamaður á Siglufirði, sem mun skrifa nokkrar greinar um þjóðmái hér i blaðið á næst- unni. Á ÖLLUM tímum hafa mismunandi sjónarmið ungra og aldinna einkum staf- að af ólíkri afstöðu til þjóðfélagslegra hreyfinga á ýmsum sviðum. Mönnum, sem kominir eru yfir miðjan aldur, hætt- ir til að staðna í alls koraar vana- og kreddukerfum og taka öllum hugmynd- um um nýjuragar og breytingar með tor- tryggni ef ekki beinum fjandskap. Slík afstaða hlýtur ævinlega að vekja unga, dugandi menn til andstöðu. Kyrrstaða samrýmist ekki eðli og hugsanagangi ungs fólks, sem fullt er af orku, lífs- gleði og athafnaþrá. Ungt fólk vill líf og fjör í tuskunum. Sjálfstæðismenn stefna að gagngerðri breytiragu á ölliu aithafnalífi hérlendis. Við íslendingar höfum fram á þennan dag byggt efnahagsafkomu okkar því nær eingöngu á útflutningi lítt eða óunninna sjávar- og landbúnaðarafurða, og þannig verið óumdeilanlega vanþró- uð þjóð atvinnulega séð. Það sem mestu hefur ráðið um afkomu okkar á hverjum tíma eru duttlungar höfuð- skepnanna, óútreiknanlegar fiskigöng- ur og verðsveiflur sjávarafurða á er- lendum mörkuðum. Sj álfstæðismenn vilja ekki una því lengur, að afkoma þjóðarinnar sé byggð á svo ótryggum forsendum. Sjálfstæðis- menn stefna að því, að rennt verði fjöl- þættari stoðum undir þjóðarframleiðsl- una svo að hagsæld þjóðarinnar sé ekki stefnt í voða þótt einhver ein atvinnu- grein verði fyrir andbyr um stundar- sakir. Sjálfstæðismenn vilja, að hér á landi rísi upp nýtízku iðnaðarþjóðfélag með fjölbreyttri framleiðslu á sem flest- um tegundum nútíma iðnvarnings. — Að frekar verði treyst á dugnað og fram takssemi þjóðarinnar en veður og vind og að athafnafrelsi einstaklingsins verði aukið svo, að hver maður hafi nægi- legt svigrúm til að nota hæfileiika sína til góðs fyrir þjóðarheildina. Sjálfstæðis- menn trúa því, að íslenzka þjóðin sé gædd nægjanlegum dugnaði, hæfileikum og manndómi til þess, að óhætt sé fyrir hana að keppa á jafnréttisgrundvelli við aðrar þjóðir. Þeir trúa því að með því að nýta þær auðlindir sem landið hefur að geyma, sé hægt að tryggja af- komu þjóðarinnar um alla framtíð. Sjálfsteeðismenn te.lja, að íslendiragair eigi að fylgjast með framþróun þeirra þjóða, sem iiengsit eru komnar, ekki sem áhorfendur, heldur sem beinir þátt- takendur. Að þessu er stefnt með stofn- un stóriðju hér á landi, víðtækum rann- sóknum á auðlindum landsins, inngöngu í EFTA, auknu athafnafrelsi einstakl- ingsins, fjölbreyttri framleiðslu og með því að vinna markvisst að því, að gera allan almenning að béinum þátttakanda í atvinnurekstrinum, svo eitthvað sé nefnt. Af þessum ástæðum öllum má augljóst vera, að sjónarmið sjálfstæðis- manna samrýmast í einu og öllu sjónar- miðum heilbrigðs ungs fólks, sem tekur framfarir fram yfir kyrrstöðu, athafnir fram yfir orðagjálfur, nútíð og framtíð fram yfir fortíð og athafnafrelsi ein- staklingsins fram yfir gamla og kreddu- fasta og þröngsýna pólitíkusa, sem sí- fellt vilja vera með nefið niðri í öllu og telja sjálfa sig yfir alla aðra hafna vegna gáfna sinna og réttsýni. ar. Hann segir frá skilningsrík- um dönskukennara, Sverri Krist- jánssyni; doktor Guðbrandi, sem rak Hilmar út úr lestrarsal Landsbókiasafnsins; Holla, sem menntaðist í Vínarborg og Guð- mundi afa hans á Óðinsgötunni sem var stuðningsmaður Ruther- fords og Jónasar pýramídaspá- manns; Steini Dofra í Kamp Knox; Guttormi á Hallormsstað og Sigurði Blöndal; Sigfúsi Daða syni og Birtingsmönnum; Guð- mundi Hagalín og þannig mætti l'engi telja. Sigfús Daðason spáir ekki vel fyrir Hilmari Jónssyni í París, enda kom Hilmar heim til að gerast einfari í menningarmál- um, illa séður í Útvarpsráði og vondur pappír í blöðum. Samt hafði Runólfur sagt: „Kannski verður þú laukur ættarinnar einhvern tíma.“ í Svipir sækja þing, eftir Jó- hannes Helga, er dregin upp minnisstæð mynd af Jónasi frá Hriiflu. Hilmar á líka sínar minn- ingar um Jónas. Bréf, sem Jónas skrifaði Hilmari í tilefni af út- komu bókar eftir hann, sem hlot ið hafði lófsamlega urrasögn Krist manns Guðmundssoar, sannar hve einmana Jónas var seinustu æviárin: „Ég hefi skrifað bók,. dálítið lífea þinni en nokkuð með meiri aldurs blæ. Ég mun senda þér bókina í pósti, þegar hún kemur úr Oddsprentsmiðju. Hún er að því leyti lakari en þín, að um hana kemur enginn ritdóm- ur“. Þannig skrifar einn _ fræg- asti stjómmálamaður íslend- inga á þessari öld. f kaflanum H skrifar bréf, sem ætlað er Runólfi frænda „einvers staðar í heiminum", er að vanda lítið um tæpitungur: „Af and- legum hræringum eru hér ekki miklar fréttir. íslenzkar bók- menntir eða það, sem kallað er því nafni, ganga út á kúk og piss“. Hilmar nefnir að vísu nokkur dæmi um jákvæðar bók menntir: skáldsögur eftir Agnar Þórðarson og Gunnar Dal, bók Einars Pálssonar um uppruna ís- lenskrar menningar. Annað markvert finnur Hilmar ekki, og er það til marks um bókmennta- lega skammsýni og fljótfærnis- Framhald á bls. 18. Að spíóna Jóhannes Helgi: SVIPIR SÆKJA ÞING Einskonar minningar. Teikningar eftir Atla Má. Skuggsjá 1970. Svipir sækja þing er dagbók rithöfundar. Fólk trúir dagbók- um fyrir vanda sínum, rithöf- undar kvarta yfir aura- og skilningsleysi. Sumir kenna þjóð Jóhannes Heigi. félaginu um allt. Jóhannes Helgi segist lepja dauða úr skel og skrifa fyrir tvö hundruð þús- und sálir. Það flökrar að hon- um að taka upp á því að skrifa á ensku. En hann er vettjarðar- vinur, þrátt fyrir allt og vill ekki afneita móður sinni. Svart sýnin ætlar þó að yfirbuga hann þegar verst gegnir: „Hér er sama baksið upp aftur og aft- ur og eftirtekjan því rýrari sem betur er unnið. Engir peningar, engir þýðarar. Aðeins kuldi, heimskautamyrkur, þjóð í greip um úldinna gamaímenna sem skara eld að eigin köku ár og síð. Hreppapólitík, endalaust skitslegt þrátefli um peninga og bitlinga og slagsmál út af verði á nauðþurftum. Hermang." Með tilvitnuninni að ofan er ekki öll sagan sögð um dagbók Jóhannesar Helga. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að þótt Is- lendingurinn paufist, er hann seigur. Satt að segja á ég erfitt með að sætta mig við að rithöf- undur með jafn ramma víkings- lund og Jóhannes Helgi eyði kröftum sínum í barlóm. En dag bók hans er vissulega áminning um léleg kjör rithöfunda. Þau verða ekki bætt í bráð. Islensk- ir rithöfundar verða að sætta sig við að skrifa í tqmstundum og hugga sig við að það hefur sin- ar góðu hliðar, en lamar stund- um hina veikbyggðu og kjark- lausu. Jóhannes Helgi hefur valið sér leið einfarans í íslenskum bókmenntum. Hann er jafnan einn á ferð í dagbók sinni, verð- ur i rauninni hissa ef hann kemst í samband við aðra mann- veru. Möru sinni heldur hann í ákveðinni fjarlægð. 1 kafla, sem heitir Spíón á brotnum bekk, er lýst þönkum rithöfundarins við skál. Hann vill fá að vera í næði með búrbóninn sinn á brotna bekknum, vera „spíón — á lífið". Um sjálfan sig segir hann: „Sjálfur er ég beggja handa járn og haldinn ósættanlegum andstæðum sem ég þó striði löng um við að sætta; stundum tekst það stutta stund — og það er góður tími. En hann varir allt of stutt." Þeir kaflar dagbókarinnar, sem lýsa ferðum einfarans heima og erlendis, eru fróðlegastir, færa lesandann nær rithöfund- inum Jóhannesi Helga. Mannlýs ingarnar eru líka skemmtilegar, einkum sagan um kurteisi Krist- jáns Karlssonar. Ragnar Jóns- son skilur Jóhannes Helgi á sinn hátt og liklega betur en margur annar. Ég gæti einnig nefnt söguna um gömlu konuna, sem settist á bekk hjá rithöfund inum í Stokkhólmi og hafði svo mikinn áhuga á íslenskum bók- menntum. Af nógu er að taka í þessum fjörlegu endurminning- um Jóhannesar. En einhvem veginn finnst mér hann lítt sannfærandi þeg- ar hann fer að hneykslast á æsk uni, klæðist skikkju vandlætar ans og þylur romsuna: heimur versnandi fer, eins og nöldrarar allra tíma hafa gert. Saga ein- farans, rithöfundarins, sem þrátt fyrir langvinna vaxtar- verki þjóðfélagsins, lætur eftir sér að viðurkenna, að hvergi á jörðinni strjúki maður um frjáls ara höfuð en á Islandi, sú saga virðist mér vikingum samboðn- ari. Undir lok bókarinnar gefur Jóhannes Helgi fyrirheit um að hann eigi „fleiri myndir í safn- inu,“ dagbókinni ætlar hann sennilega að trúa fyrir fleiru, skemmta skrattanum og lesend- um sínum. Um Svipir sækja þing og væntanlega skáldsögu, stend ur í bókarlok: „Skáldsögugreyið á spölkom í land. Þessar síður eru framhjáhald; það var gam- an að því og afþreying." Svipir sækja þing er hressi- leg endurminningabók og eitt af mörgum sönnunargögnum þess, að Jóhannes Helgi kann í senn að skemmta og vekja til umhugsunar, þegar sá gáll- inn er á honum. Atli Már hefur skreytt Svipir sækja þing með smámyndum við upphaf hvers kafla. Myndir hans eiga þátt í að gera bókina aðgengilega og eigulega, en frá- gangur hennar er útgefandanum Oliver Steini til sóma. Jóhann Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.