Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.12.1970, Blaðsíða 17
MORÖUNBIJVÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1970 17 Halldór Laxness: Frá, gömlum hundamanni HUNDURINN er besti vinur mannsins og hefur verið trygg- astur förunautur hans gegnurn söguna. Trygð'abamdið milli hunds og manns virðist vera stofnað af náttúrunni sjálfri, þessar tvær tegundir koma ævin- lega fram i félagi hvor annarri til styrktar hjá öllum þektum þjóðflokkum að formu og nýju. Fyrirbrigðið hét symbiosis í niáttúrusögunni sem við lserðum í únglíngaskóla: samlífi tveggja tegunda. Það hefur aldrei fund- ist þjóðflokkur á svo lágu stigi að hann hafi ekki haft siðmenn- íngu til að umgángaist hund. Hundurinn er að sínu leyti eina skepnan sem fyrirgefur mann- inum. Fyrsta og síðasta líf_krafa hundsins er sú að eiga sér menskan húsbónda. Það má einu gilda hvað húsbóndinn er vond ur, og þó hann berji hundinn sinn og setji í bann fótinn, svelti hann og ví'ki aldrei til hans hlý- legu orði, ekkert fær rofið trygð hundsins. Ef húsbóndinn finst dauður á víðavángi verður að slíta hundinn burt fra líkinu með valdi. Grímur Thomsen orti svo: Sá er nú meir en trúr ag tryggur með trýnið svart og augun blá; fram á sínar lappir liggur líki bóndans hjá. Annað mál er það að íslend- íngum er margt betur gefið en fara vel með hundinn sinn. Lraungum hefur viljað viðbrenna að draslarar í sveitum tímdu ökki að gefa rakkanum að éta en létu hann gánga í hræ og annan óþverra á víðavángi, eða drógu hann fram á þesskonar sorpi sem vitað var að þessar skepnur þrífast ekki af ellegar klígjar við. Hundurinn tekur ekki á heilum sér nema hann fái að lifa við einhverja fasta reglu sem honum er sett af húsbónda hans; en mangir íslendínga'r bera ekki við að venja hunda sína né kenna þeim neitt hegð- unarmunstur sem dýrið geti haldið sér að í lífinu. Af um- önnunarleysi sínu og kaldlyndi gagnvart skepnum l'áta íslend- íngar iðulega þessi kvikindi sín gánga vilt útí niáttúrunni, stund- um í flokkum; ellegar ótamin varðnáttúra hundsins kemur fram í því að hann liggur úti á þjóðvegutm að gjamma á bíla all- an daginn fr_ morni til kvölds. Sannarlega er mál til komið að það opinbera setji reglur um hundahald efcki síður í sveit en borg. Eg er einn af mörgum ís- lendíngum sem _11_ tíð frá barn- æsku hef verið félagi hunda, og þeir mínir, og því er það vcwi mín að þær reglur sem dýraverndun- arsamtökin maela ineð við yfir- völdin, og nýlega var prentað uppkast af í blöðum, verði hafð- ar strángar. Á slíkuim reglum er nú inauðsyn hér á lamdi sakir þess að hagir þjóðarinnar og hættir hafa breyst svo ört að siðmenningarvöxtur í landinu hefur ekki haft í fullu tré við breytíngarnar. Dýravemdunar- samtökin eiga þakkir skildar fyrir að veita hinu opinbera _ið- ferðiœtyrk í þessu mali, ekki síat þar sem of marga íslendinga skortir siðmenníngu til að um- gángast hunda nú á dögum sem sjá má af ekki alilfáum ritsmíð- um um „hundahald" sem prent- aðar hafa verið í sendibréfadálk- um dagblaðanna. í erindi hundavinafélagsins til yfirvaldanna er málsgnein þar sem ég vildi bæta dálitlu við, það er þar sem stendur: „ . . . . við höfum farið fram á það við legregluyfirvöld, bæði munnlega oig skriffliega, að þau sjái um að fjarlægja alla humda sem látnir eru gánga lausir í þéttbýli" osfrv. í staðinn fyrir „í þéttbýli" vildi ég leggja til að sagt væri „í sveit og borg"; þeas. að við sveitamenn séum undanþegnir þeim sérréttindum og heiðri að mega láta hunda ökkar darka umhirðulausa og vilta í landinu, hvort heldur á víðavángi eða úti á þjóðvegum. Ég tel að þeir menn sem svo fara með hunda sína séu þess ekki um komnir að eiga hund, né heldur verðir þess. Ég hef ekið um þjóðvegi landbúnatSarhéraða í flestum löndum Evrópu og Norðuramer- íku, en aldrei nokkurntíma séð búhunda sveitamanna staðsetta (einsog ságt er á nútíðarmáli) á þjóðbrautum, því siður lóða- hunda flœkjast á víðavángi í hópum (Þó get ég ekki neitað því, að ég hefi séð hundalíf af þessu tagi í Indlandi, en þar náði það ekki aðeins til hunda, held- ur einnig mannfólksins sjálfs.) Margir sem annara virðast hafa fulla skynsemi skrifa í blöð- in að hundar eigi að vera uppi sveit þar sem þeir geti hlaupið um í náttúrunni „frjálsir" (vilt- ir?). Hundar eiga heima uppí sveit, er vígorð sem menn þrá- stagast á. I>etta er misskilning- ur. Hundurinn á heima í nálægð mannsins, hvergi annarsstaðar. Afturámóti er bráðnauðsynlegt að setja reglur um hundahald í sveitum eingu síður en í kaup- stöðum af þeim rökum sem ég var að færa fram. í reglum um kaupstaðahunda er afturámóti mikilvægt, og ætti að vera algilt, að einginn skuli fá að halda hund sem ekki getur bent á viss- an stað þar sem hundurinn má viðra sig og gánga þarfinda sinna; því hundar eru í þessum púnkti nákvæmir einsog þrifið fólki. Það heyrir undir illa með- ferð á skepnum að hafa hund án þess að geta komið til móts við þrifnaðarnáttúru þessara kvikinda. Eingum ætti heldur að líðast að hafa hund, hvorki í sveit né borg, nema hann geti sannað með vottorði dýralæknis að kvikindið sé hreinsað reglu- lega. Margir hafa undrast við mig rutlkend skrif um hundagrey i ofannefndum dálkum blaðanna þar sem oft taka til máls ein- kennilegir sérvitríngar og fólk sem stendur á öðru menningar- stigi en almennínigur á íslandi. Ættu menn þó að vera ýmsu van- ir af lestri Guðmundar Jónsson- ar á sendibréfum úr pósthólfi 120. Stundum eru bréfritararnir bersýnillega klikkaðir (sísófren- ía, „kleyfbugasýki"). Furðu margir skrifa undir dulnefni, sem er óþekt blaðamenska ann- arsstaðar í heiminum, þó dul- nefnisskrif séu vist ekki teingj- ainleg við þjóðerni sem sér- grein íslendinga. Þeir sem oft fá sendibréf frá geðbiluðu fólki, einsog rithöfundar, þekkja vel tilhneigíngu svona fólks til að fela sig bak við önnur nöfn og annan status en það hefur sjálft; tam. er algeingt að fólk sem þjáist af sadisma og öðrum erf- iðum ónáttúrum reyni að villa á sér heimildir með því að skrifa sig „heiimilisföður", „þriggja barna móður", „gamla konu í Vesturbænum" eða þvíumlíkt. Eitt sérkenni á bréfum svona fólks er að aðalatriði hvers máls hverfa því sjónum með öllu, en aukaatriðin taka á sig voveifleg- ar myndir í ímyndun þea9; td. þegar það talar um hunda, þá sér það ekki annað en saur hunda sem verður í augum þess að „fjallháum hrúgum útum all- ar gánigstéttir". Fólk á þessu stigi skrifar yfirleitt ekki í blöð í öðruim lönduim. Svona sálarflaraldrar blossa hér einlægt upp þega,r minst varir, einkum í skammdeginu. Hægrihandárveikin er ágætt dæmi frá umliðnum misserum; sömuleiðis bjórveikin sem virð- ist vera landlæg sálarbilun æv- inlega tilbúin að blossa upp; symfóníuveikin er föst klikkun í pósthólfi 120 og virðist hafa staðið í stað síðan 1930 að út- varpið var stofnað; og nú hunda- veikin. Þegar ég var að alast upp hér í bænum og grend, þá grass- éraði Rakarafrumvarpið. Mig minnir að deilan hafi staðið um það, klukkan hvað ætti að loka rakarastofum á kvöldin. Ýmsir smápólitíkarar og kleyfhugar lögðu þetta mál fyrir sig sem sérfræðigrein, eða kanski mað ur ætti að segja rórill. Á einum æsíngafundi um málið í Barna- skólaportmu, þar sem líka voru krakkar, heyrði ég og sá þektan borgara æpa undir einni ræð- unni: Hér skal blóð mæta blóði. (Mig minnir ég hafi einhvers- staðar komið deilunni um Rak- arafrumvarpið á framfæri í róman, en ef ég man rétt gerði ég fundinn þó akademiskari en þessir fundir voru í raun og veru.) Ég get ekki að því gert að ég hef ævinlega verið ögn veikur fyrir afkáralegri röksemdafærslu kleyfhuiga, líklega af því ég kynni að vera eitthvað síaófren sjálfur. Þessvegna get ég ekki stilt mig um að tilfæra til gam- ans skoðanir á hundum sem mér getur vitanlega ekki komið til hugar að andmæla. Ýmsir bréfritarar dagblað- anna gánga berserksgáng gegn þeirri stefnu sem þeir telja að uppi sé, að nú eigi með lögum að skylda sérhvert heimili í Reykjavík til að halda að minsta- kosti einn hund; bréfritari nokk- ur reiknar út að þar sem fimm nef séu til uppjafnaðar á heim- ili hér í bænum, og íbúar 100.000, þá verði innan skamma 20.000 hundar í bænum. Á móti þessari voðalegu stefnu um lögskipað hundahald færir höfundurinn (sem er dama) þau rök að slíkt sé fráleitt í „sveltandi þjóðfélagi þar sem einginn hefur fiikjublað til að hylja sárustu nekt sína, þjóðfélagi . . . þar sem allir þegnar eru að hrynja niður úr hor og vesöld" osfrv. Annar höf- undur telur að ef stefnumni verði framfylgt muni myndast hér samskonar ástand og í Lima í Perú þar sem búi jafnmargir hundar og menn. Þá kemur bréf- ritari sem færir þau rök á móti hundum, að á eynni Manbattan (New York) hafi maður verið að vökva blómum í garði sínum og hafi þá komið hundur og lyft beini á skallann á honum. Önn- ur röksemd sama höfundar gegn hundum er sú að kynvillíngar gángi út á straeti með skrýtilega hunda í bandi til að vekja eftir- tekt annarra kynvillínga á sér. Skemtilegur' er líka hugsana- gángur þess bréfritara sem byrj- ar á því að útmála hunda einsog óargadýr sem öll heimsbygðin skelfist við, skýrir síðan frá því að börn hér í Reykjavík séu svo elsk að hundum, að ef þau sjái þessar voðalegu skepnur gera þarfindi sín, þá hlaupi þau til og leggist yfir saurinn. Maður nokkur (virðist vera heldrimað- ur) skrifar bréf undir dulnefni og segist hafa streingt þess heit að hvenær sem hann sjái útum gluggann hjá sér að hundur sé að nálgast hús hans, þá ætli hann að grípa staf sinn, hlaupa út og ráðast á móti kvikindinu og lemja það með stafnum af öllum lífs og sálar kröfltum. Margir brófritaranna sjá einga leið útúr þráhyggju sinni aðra en þá að skora á lögregluistjórann í Reykjavik að útmá þessi kvik- indi með öllu. Má segja að hjá flestum þessara höfunda sé blóð- baðið höfuðatriði. Þegar hér er komið sögu láng- ar mig samt að slá huggunar- ríka nótu. Því fer semsé fjarri að íslendíngar séu sú þjóð sem verst er á vegi stödd að því er snertir smitnæma sálsykisfar- aldra. Ég er meira að segja ekki fjarri því að einhvenskonar „lappsjuika" ætti að vera normalt ástand hér í skammdeginu, hnattstöðubundnar sálarhrell- íngar sem menn leitast við að bægja frá sér með einhvers- konar rosatiltektum, t.d. fylliríi sem er eingkonar súrrógat fyrir sjálfsmorð. Oft er tekið það ráð að leita uppi einhvern sökudólg að svala sér á. íslenskt máltæki segir að það verði að vera strák- ur í hverri lestaferð: strákurinn var hafður ti'l að kenna honum uim alla klæki og láta bitna á honum öll óhöpp sem fyrir komu í förinni. Ef það snaraðist yfrum á einni truntunni þá var að berja strákinn. Frægur útlendur geð- bilunarfaraldur áður fyrri, og komst meira að segja til íslands, var sá að leita uppi gamlar kon- ur, einkum einstæðar og snauð- ar, og brenna þær á báli með þeirri röksemd að þær væru í sambandi við djöfulinn. I Rúsa- landi og Þýskalandi er svokall- aður antísemítismi eða gyðínga- hatur landlægt og er gamall og nýr siður hjá þessum þjóðum að skipuleggja blóðbað á gyðingum ef eitthvað geingur úrskeiðis hjá þeim. Pogrom svokölluð (at í gyðíngum) voru meðöl þessara þjóða við geðbilun sem grasséraði i þeim sjálfum. Um gyðínga voru sagðar sögur líkar þeim sem sagðar eru á íslandi nú á dögum um hunda. Það er til dæmis aldagömul viska í Rússlandi og Þýskalandi að gyð- íngar hafi fyrir sið að éta börn á páskunum. í miðri heimsstyrj- öldinni síðari höfðu rússar og þjóðverjar fróðlega samvinnu um að skjóta 32 þúsund varnar- lausa gyðínga, mestan part kon- ur, börn og gamalmenni, hjá Baby Jar, gilskorníngi fyrir utan Kíev 29.—30. september 1941. Þeir hjálpuðust síðan að því að fela líkin í gilinu. En líkin fund- ust og þessi „hundamorð" urðu sú hetjudáð rússneskra og þýskra herja sem lifir leingst úr styrj- öldimni 1939—1945. En hvers- vegna gamlar konur? Og hvers- vegna gyðínga? — Jú það ér ein- faldlega vegna þess að hér er um að ræða minnihlutahópa sem menn vona að séu svo alls ves- alir að það sé óhætt að ráðast á þá, þeir muni ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Nú er heitið á lögreglustjórann okkar hérna í Reykjavík að vinna samskonar frægðarverk á okkar ferfættu vinum; og einsog fyrri daginn í þeirri von að þar sé vesall hópur fyrir, sem ekki muni bera hönd fyrir höfuð sér. Hvað sem lögreglustjórinn í Reykjavík kann að vilja í þessu máli, þá tel ég ekki líklegt að lögregluliðinu í Reykjavík, sem samanstendur af heiibrigðum al- þýðumönnum, venjulegum ís- lendíngum, verði otað fram til að giánga í hús borgaranna og draga út þaðan besta vin fjöl- skyldunnar í blóðsúthellínga- skyni. Þessi skoðun mín styðst við reynslu sem ég hef af mann- úðlegum og skilníngsríkum hugs- unarhætti þessara manna í sam- skiftum við mig vegna hunda minna gegnum árin. „Læknar segja frá" Ný bók skráð af dr. Gunnari G. Schram ÚT ER komin ný bók, „Læknar sagja frá", Skráð af dr. Gunnari G. Schram. Eru það þættir úr lífi og starfi átta þjóðkunnra laökna. Úlfar Þórðarson segir frá læknisstörfum á styrjaldarárun- um í Færeyjuim, Helgi Ingvars- son, fyrrum yfirlæknir á Vífils- stöðuim, lítur til liðsins , tíma, Orrustuflugsveitin í Keflavík heiðruð HUGHES flugvélaverksmiðj- varnasveita Bandaríkjanna, iirnar, veittu síðastliðinn John Beiling, aðmíráll, yfir- fimmtudag: Fimmtugustu og maður varnarliðsins í Kefla- sjöundu orrustuflugsveitinni í vík og aðrir háttsettir yfir- Keflavík Hughes verðlaunin menn loftvarnasveitanna. Sal- eða „Hughes Achievement isbury, hershöfðingi, afhenti Award", sem árlega eru veitt og sveitinni viðurkenningu þeirri fiugsveit í flugher fyrir stðrf hennar. Bandaríkjanna sem náð hefur Fimmtugustu og sjöundu frábærum árangri í starfi. orrustuflugsveitinni er ætlað það hlutverk að fylgjast með Hughes verðlaunin hafa ver ferðum herflugvéla erlendra ið veitt orrustuflugsveitum í ríkja í nánd við Island. Flest- átján ár, og eru þau eftirsótt- allar þessar vélar koma frá ustu sem veitt eru. Bob De- Rússlandi, og koma þær bæði Havan, tilraunaflugmaður hjá oft og reglulega. Mesta um- Hughes verksmiðjunum af- ferð á þriggja vikna tímabili henti verðlaunin, en meðal hingað til, var niutiu stórar gesta voru Arthur Salisbury, sprengjuflugvélar af gerðinni hershöfðingi, yfirmaður loft- TupolevTU20. fessor, Sbúli Thoroddsen rifjair upp enidurminningar um föður sinin og Páll V. G. Kolka segir frá mámavist sinni í Ameríku. Á kápusíðu segir m. a.: „Hér segja þeir (lækraarnir) á hisp- _. ._,... „ . unslausan hátt fré lífi sínu, námi Bjarra Swæbjornsson segir fra og starfi við hin,ar MkleguBtu heraðsl^nisstorfum fyrir halfn aðstæðu,r> ^ frá íglenzkri sveit oM, rætt er við UM Ragnarsson til ^gg^^ New york. um saaarranmsöknir andalækn- Meðal aMliars er int fra hintni ingar og aflstoðu keknisfræðmn- miklal a-g-^ spÖMku veik- ar, rætt við dr. Sigurð Samuels- inni_ feal1áttu við bei.kaveikina ag son, profeasor^ um sogu, tilgang bjartaajúkdómana, svo og við- og storf Hjartaverndar, spjailað hl0-fum iaBmia[3.aeiSitmBe. til ann. við Guðmund Thoroddsen, pró- m Ufis og hi__a svonafinidu hug. lækniniga. — Og sagt er frá starfi iækna í sveitum fslands fyrir nmeira en hálifri öld, áður en nú- tímalyf og lækningatæiki komiu til söguinniar." Bókiner 216 bls. að stærð, með aiLmörgum myndum. Útgefandi er Setberg. Stjórnmála- samband Kinishasa, 15. desember, NTB. KONGÓ-KINSHASA og Komgó- Brazzavillle tóku í dag upp stjórnmiálasambanid á nýjam leik, en því var riift fyrir rösfeu ári. Forsetar landanna tóku á móti utaniríkisráðherrum og var þá á- kveðið að þeir skyldu j'aínframt vera sendiherrar hjá hinind stjórn iinnL Löndin slitu stjórnmálasasm- banidi árið 1968 eftir að foringi uppreisnarininar í Kwilu-hórað- iniu árið 1964, Piette Mulele, var tekinn af lífi í Ki'nsbasa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.