Morgunblaðið - 12.01.1971, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 12.01.1971, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1971 7 Þannig komast handritin heim Nýr klukkustrengur með myndum úr Grettis- sögu frá Þórunni Franz „Ég hef alltaf stefnt að því, að reyna að framleiða þjóð- lega klukkustrengi og aðra muni, sem konur fást við að hannyrða, og tel það þjóni margþættum tilgangi," sagði hin þekkta hannyrðakona, l>órunn Franz, þegar við hitt um hana á förnum vegi á laug ardaginn, og spurðum, hvort ekki væri eitthvað nýtt á döfinni hjá henni. „Jú, óhætt er að segja það, nýlega er koomið út mynstr- ið af sögustaðastrengnum, en á honum eru myndir frá Þing völlum, Skálholti 1651, Hól- um og Viðey. Hjá hverjum er svo mynd áf konu i hinum ýmsu gerðum hins íslenzka kvenbúnings, og neðst is- lenzka skjaldarmerkið. Klukkustrengur þessi hefur þótt vinsæll. En ég hef ný- lokið við nýjan klukkustreng sem ég held, að hljóti líka vinsæidir. Á honum eru myndir úr Grettissögu. Mér finnst endilega, að hann geti haft áhrif til góðs. Þegar börnin sjá hann á heimilinu sjá mömmu vera að sauma hann út, þá fer varla hjá því, að ýmsar spurningar vakni í huga þeirra skapist löngun til þess að lesa sög- una, vita meira um atburðina. Þannig má segja, að strengur inn þjóni fyrst og fremst því hlutverki, að skapa konum skemmtilegt viðfangsefni, og þá ekki síður því hiutverki að vekja áhuga yngri kynslóð arinnar á Islendingasögunum, og mætti segja, að þannig kæmust eiginlega „handritin heim“ í raun og sannleika." „Hvernig varð þessi klukkustrengur til, Þórunn?“ „Það var maðurinn minn, Hallgrímur Jónsson, sem valdi myndefnið úr Grettis- sögu, þá staði í sögunni, sem myndirnar skyldu fjalla um, og siðan gerði Hringur Jó- hannesson „skizur" af mynd- unum með penna, og þá valdi ég litina og útfærði þær til saumaskapar i klukkustrengn um, og hér getur þú svo séð árangurinn, strenginn fullbú- inn. Og væntanlega kemur hann á markaðinn mjög fljót lega.“ „Geturðu lýst þessum myndum fyrir mér, Þórunn?" „Já, það ætti að vera auð- velt, og til þæginda fyrir les endur, skal ég um leið nefna blaðsíðutölin úr Grettlu, sem við eiga, og miða þá við út- gáfu íslendingasagnaútgáf- unnar. Fyrsta myndin er frá því, þegar Gréttir kveður móður sina Ásdísi á Bjargi (bls. 44—45) og hún réttir honum sverð að gjöf, sverðið Jökulsnaut. Á annarri mynd- inni segir frá viðureign Grett is við híðbjörninn (bls. 72—-73). Þriðja myndin sýnir glím- una við drauginn Glám (bls. 115—120) En sá atburður gerðist að Þórhallsstöðum í Forsæludal, sem er innar af Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Við hjónin gerðum okkur ferð þangað i sumar, til að sjá umhverfið með eigin aug- um. Bærinn er nú löngu kom inn í eyði. Svo þykir Hall- grími manni mínum vænt um kvæði Gríms um glímuna, en hann er fæddur á Bessastöð- um, eins og Grímur Thomsen. VISUKORN Sagna gpullið. Ása-kynin aldrei gleymdu ættarhlyn, þó misstu völd. Islands synir sömdu og geymdu sögu-vin á myrkri öld. St. D. Þórunn Franz Auk þess orti Matthías Joch- umsson um glímu þessa, svo að margt er upp að rifja við þessa mynd á strengnum. Fjórða myndin á að minna á vetrarvist Grettis á Reyk- hólum, en þá voru þar sam- tíða honum þeir fóstbræðurn- ir Þormóður Kolbrúnarskáld og Þorgeir Hávarsson, sem kunnir eru úr Fóstbræðra- sögu og þá ekki síður úr Gerplu Laxness. Segir frá för þeirra út til Ólafseyjar til að sækja naut bóndans á Reyk- hólum, og þegar í land var komið, skiptu þeir með sér verkum, skyldu fóstbræður setja bátinn, en Grettir koma nautinu heim, og sýnir mynd in þann atburð. (Bls. 159—163). Fimmta myndin sýnir glím- una á Hegranesþingi, þegar Grettir glímdi við tvo sterk- ustú menn í Skagafirði, þá Þórðana frá Breiðá í Sléttu hlið. Sjötta myndin er af Drang- eyjarsundi (bls. 239—242). Það var mi'kið þrekvirki, um hávetur, og þá var enginn bátur með i för, eða sundmað ur smurður. Enda bar brýna nauðsyn til sundsins, því að eldur hafði slokknað hjá þeim bræðrum í eynni. Nokkr ir hafa synt Drangeyjarsund siðan, en við ólík skilyrði, og eru það þessir: Erlingur Páls son, Pétur Eiríksson, Haukur Einarsson, Eyjólfur Jónsson og Axel Kvaran. Sjöunda og siðasta myndin sýnir fall Grettis í Drangey, þegar Þorbjörn öngull og menn hans unnu á Gretti. (bls. 260—267) Og vegna al'lra þessara mörgu mynda er strengurinn nokkuð lang- ur.“ „Hvernig er það, Þórunn, er nokkur von um útflutning á þessum varningi?" „Já, vel mætti hugsa sér það, einkanlega til íslendinga byggða í Vesturheimi, og einnig til þeirra landa, þar sem Islendingar dveljast. Mér finnst ánægja að vinna að þessum þjóðlegu klukku- strengjum, en auðvitað ligg- ur talsverð vinna í að teikna þá svo, að þeir verði aðgengi legir íslenzkum hannyrðakon um, en vonandi hefur mér svo tekizt að telja út munstrið, að verkið reynist þeim létt og skemmtilegt." „Ég þakka þér, Þórunn, fyr ir þessar upplýsingar, og ég er ekki í vafa um, að þú vinnur þarft verk með þess- um strengjum. Þetta eru sann arlega menningarsögulegir strengir, sem geta stuðlað mjög að því, að unga fólkið kynnist Islandi og menningu þess, og vona bara, að þú fá- ir erfiðið borgað, bæði með gleðinni við að vinna gott verk, og svo eitthvað fyrir snúð þinn.“ Og með það skildu leiðir, og við vorum ekki svo litlu fróðari um Grettissögu en áður, og sjálf sagt fer svo fleirum. — Fr.S. Klukkustrengurinn með <••• myndum úr Grettissögu. IOlIllini Ljósm. Mbl. Kr. Ben. tók • myndirnar. ’ úgl SA NÆST BEZTI Kunningjahjón Möttu og Bjarna, voru flutt í nýja ítoúð, gasa- lega móderni, hús með flötu þaki. Nú var haldið boð með gleði, allt 1 einu dundi rigning úti. Opnaði þá húsbóndinn stóran skáp á veggnum og úthlutaði öllum gestum regnhlífum, og sagði síðan: „Skál, svona á þetta að vera í nýjum húsum." REGLUSAMUR, UNGUR maóur með teoidspróf óstkar efrfiiir aitvimnu. Heifir bflpróf. Tillboð scndi'st afgr. Mlbl. merkt „6637." BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. TIL LEIGU tvö Ikija'Waraihe'nbergi, 31 fm, ( stieiinlhiúsi i gamta Vestiur- toæmium eru til leigiu, sem geymsluir. Tiilboð semidist Mbl. mienkt „Geymisla 6636." IBUÐASKIPTI Tvegg'ja benb. íbúð óskast í sik'tpturn f. 3ja 'benb. íbúð í mýrri blokk við Kle-ppsveg. Ti'llboð sendiist Mtof. f. fimimtu dagsikvöld menkt „6538." SNIÐKENNSLA Námisikeið í ikjólasmiiði hefst 15. jamúar. Daig- og kvöld- timar. Sigrún Á. Sigurðardóttir Dnápiulhlíð 48, 2. h„ s. 19178. KEFLAVlK — IÐNNÁM Nemi getur komizt að í Ijós- imynduin, nú þegar eða eft'ir samikioimu'tegi. Uppl. í s. 1890. Ljósmyndastofa Suðurnesja Túngötu 22. STÚLKA EÐA ELDRI KONA óskast í vist á fámiemmt heim- iIL Upplýs'imgair í s. 99-5189 eftir kl. 7 á 'kvöldim. FIAT 850 Óska eftir að kau>pa motaðan Fiat 850. Tiltooð semdist Mtof. menkt „6610." INNRÉTTINGAR Vamti yður vamdaðar immrétt- imgar í 'hýbýli yðar, þá leitið fynst titboða hijá oklkur. — Tréstn. Kvistur, Súöavogi 42, simar 33177 og 36699. TÉSMIÐIR meistarar - sveinar - nemar. Skékmeistaraikeppmi S.B T.R. hefst miðvikud. 13. 1. M. 20.15 að Laufásiviegi 8, mieðstu hœð. Stjómfn. HÁSETI óskast á góðam tóm>u- og netatoót. Upplýs'imgar í síma 30505 og 34349. SNIÐSKÓLI Bergljótar Olafsdóttur Smiiðkeinnsla, kvöldnámskeið. Kennsla hefst 14. þ. m. ínmiriitum i síma 34730. usm JHorjjimblntnb DRGLECn KLÆÐI OG GERI VIÐ ból'Struð húsgögn. Húsgagnabólstrunin, Garða- stræti 16. — Agnar Ivars. Heimasími í hádeginu og á kvöidim 14213. Brauðhús — steikhús Veizlubrauð, Kaffisnittur, Coctailsnittur, Brauðtertur, hálfar og heilar brauðsneiðar, heitar og kaldar samlokur. Laugavegi 126 við Hlernmtorg. Sími 24631. Grilleraðir kjúklingar, Glóðarsteikur, enskt buff, Buff Tartar, Djúpsteiktur fiskur, Ommelettur, Ham- borgarar,. Ekta franskar kartöflur o. fl. Sendum heim. Opið klukkan 8,30—11,30 Brauðhúsið við Hlemmtorg BRAUÐHUSIÐ er annað kvöld að Hótel Sögu, Súlnasal, og heíst með borð- haldi kl. 19.30. Stúlkurnar, sem til greina koma í kepnina „Miss International" og „Fulltrúi ungu kynslóðarinnar "71" verða kynntar í byrjun dagskrár. Miðapantanir afgreiddar í dag í and- dyri Súlnasals Hótel Sögu kl. 4—7. Miðar sem ekki verða sóttir fyrir kl. 7 verða seldir öðrum. Karnabær, tízkuverzlun unga fólksins, Snyrti- og tízkuskólinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.