Morgunblaðið - 12.01.1971, Side 12

Morgunblaðið - 12.01.1971, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1971 Á myndinni sjást hin ýmsu stig förðunarinnar. graph Magaziine". „Þetta er án efa erfiðasta verkefni, sem ég hef tekið að mér. Við vor- um nærri þrjá mánuði að gera mótin fyrir „maskanin1*, en lögðum þau siðam till hlið- ar meðam unmið var við töku hinna atriða myndari'nmar, sem tók um sjö máiniuði." Síð- Framhald á blaðsíðu 21. mikill vandi verið lagður á herðar förðunarmannsins, Dick Smith. Erfiðast var þó að breyta Dustiin Hoffman í 121 árs öldung, eins og bainm sést í upphafi myndiairinnar. „Við hófum undirbúniimg að förðun í myndinni snemma árs 1969“, segir Dick Smi'th í viðtali við „The Daily Teile- Hvernig Dustin Hoff man varð 121 árs — NÝLEGA var frumsýnd í Bandaríkjunum allsérstæður vestri, sem ber titilinn „The Little Big Man“. Hún er gerð af leikstjóranum Arthur Penn, sem á meðal annars heiður- inn af nokkrum athyglis- verðustu kvikmyndum síðari ára í Bandaríkjunum, svo sem Bonnie and Clyde og Alices Restaurant. Myndin er gerð eftiir sam- nefndri skáldsögu Thomas Berger. Hún hefst á segul- bandsviðtali við Jack Crabb, sem er þá 121 árs að aildri, og hann lýsir því, sem á daga hans dreif, þegar vestrið var nýrn g6rö myn'cia unn vuuta vestrið. Jack gamla Crabb leikur Dustiin Hoffman, og viinniur að nýju umtalsverðan leiiksigur í þessu hliutverki. í myndinni sést Crahb á ýmsum aldri, og hefur því Dick Smith, förðunarmeistari, ræðir við Hoffman áður en verkið hefst. Hver skyldi trúa því að undir þessu aldna audliti leyndist annað 8.9 árum yngra. K£•' 0 itl Tif" Í; il B ■“íjg- m, h = ? níiun Gísli Brynjólfsson: Minnzt austræns vinar ÞAÐ fór heitur straumur ljúfra og þakklátra mmninga um hug ann þegar svofelld fregn barst í jólabréfi: Sigurd Försund er slokna 26. nov. og vart graven 4. des. Hver var Sigurður Försund? Norskur kennari í þorpinu Indre-Arna nálægt Bergen. Við kynntumst honum fyrir rúmum áratug, er við hjónin dvöldumst í Arna vetrarlangt hjá sr. Einari Tesdal og konu hans, frú Solveigu Sigurðardótt ur Försund. Þau gömlu hjónin, Sigurður og Arnfína kona hans, bjuggu þá í eigin íbúð í húsi annarrar dóttur sinnar og tengda sonar í Arna. Arnfína Försund andaðist fyrir fáum árum. Þegar við kynntumst Sigurði var hann kominn á eftirlaun og hættur störfum en ern og glað ur sem ungur væri. Svo vel hélt hann sínum andlegu kröftum, svo brennandi var hann í and anum, svo vakandi var hann til vemdar þjóðlegum verðmætum og viðhalds fornum dyggðum, að fáa eða enga hef ég þekkt slíka. Hann bar í brjósti sér ríka ást á þjóð, landi og tungu og var virkur baráttumaður fyrir ný- norskunni — „málmand“ af lífi og sál. Heit og hálejt var virð- ing hans fyrir réttlæti, heiðar- leika og sönnum drengskap. — Sjálfur hafði haann hlotið að færa dýrar fómir fyrir þessar hugsjónir. Tveim sonum sáu þau hjón á bak með sorglegUm hætti í freisisstríðinu, sem Norð menn háðu eftir inmrás Þjóð- verja. Þeirra tíma var erfitt að minnast ógrátandi. Sig. Försund auðnaðist aldrei að sjá ísland. Kjör barnakenn- ara með þungt heimili leyfðu engar luxus-reisur. En úr fjar- lægð dáðist hann að íslandi og ísiendingum, því hann trúði því statt og stöðugt, að hér byggi fyirirmyndarfólk, sem héldi í heiðrd fornar dyggðir, og dýrar hugsjónir. Hingað gæti hans eig in þjóð sótt sér fyrirmynd til að endurheimta dyggðir og mann- kosti sem áður voru í heiðri hafðir og hvern góðan dreng eiga að þrýða. Aðdáun sína á íslandi sýndi hann m.a. með því að mæla svo Heima á Indre-Ama. — Sigurd Försund (til hægri) ásamt höfundi. fyrir að við útför hans skyldi sunginn útfararsálmurinn: Allt eins og blómstrið eina í þýð- ingu Hovdens: Som fagre blomen ydder Og veks pá gronnem grunn Og upp mot soli brydder I tidleg morgonstund. Men fyrr enn dagen endest Vert hastligt slegen av So mannelivet vendest Me hastar mot vár grav. Þessarar elsku og aðdáunar Sigurðar Försund á landi okkar og þjóð, svo og gestrisná þeirra hjóna við okkur meðan við dvöldum í Arna minnumst við nú með innilegu þakklæti hjart ans. Sigurður Försund átti mörg ár að baki er hann lézt. En hann varð aldrei gamall mað- ur. Hann átti hugsjónir, sem halda andanum ungum, trúnni brennandi, vondnni vakandi, kær leikanum fölskvalausum fram í hinzta húm. Blessuð sé minning hans. Kvaddur skal hann með alkunnu erindi úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændr deyr sjalfr it sama. En orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðap getr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.