Morgunblaðið - 12.01.1971, Síða 17

Morgunblaðið - 12.01.1971, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1971 17 í mánuðunum nóvember og desember 1940 voru línurnar farnar að skýrast varðandi orrustuna um Bretland, og: ótti Breta við innrás Þ.jóð- verja var farinn að dvína. t eftirfarandi grrein, sem Aslier Lee, flussvcitarforinsri, hefur ritað á veffum Forum World Features nú 30 árum síðar, ræðir hann nokkuð um menn- ina tvo, sem fyrir hinum and stæðu flugherjum stóðu, ann- ars vegar Göring, sem var eit urlyf janeytandi, hins vegar Dowding, flugrnarskálk, sem var spíritisti. Lee telur að þetta tvennt liafi liaft mikil álirif á afstöðu þessara tveggja höfuðandstæðinga til ýmissa mála, og jafnvel haft áhrif á ákvarðanir þeirra og þar með heimssöguna. LONDON-FWF Að hve miklu leyti er sag- an sköpuð af staðreyndum og Hermann Göring — eiturlyf j aneytandi í 21 ár. Dowding, flugmarskálkur. Hann var spíritisti. Orrustan um Bretland: Splritistinn gegn eit- urlyfjaneytandanum gerendum, og að hve miklu leyti mótast hún' af skapgerð- areiginleikum og rangsnún- um hugmyndum manna? 1 orr ustunni um Bretland sumarið 1940 áttust við tveir gjör ólíkir yfirmenn loftherjanna. Ákvarðanir þeirra frá degi til dags, viku til viku, í þess- ari fyrstu afgerandi orrustu, sem háð hefur verið í lofti, kunna því að hafa breytt andliti sögu Evrópu. Dowding, yfirflugmar- skálkur (siðar lávarður) var þá æðsti maður orrustuflug- sveita brezka flughersins, og gaf sig ekki að neinu öðru. Hann helgaði sig algjörlega því takmarki að bjarga flug- sveitum sinum frá tortím- ingu af hálfu þýzka flughers ins, sem var mun öflugri, og gerði árásir bæði með orrustu- og sprengjuvélum. Hermann Göring, ríkismar- skálkur, yfirmaður þýzka flughersins, þurfti einnig að gegna öðrum störfum. Hann var staðgengill Hitlers, flug- málaráðherra, yfirmaður Fjögurra ára efnahagsáætl unar Þriðja rikisins, forseti Ríkisdagsins (þingsins) og bar ábyrgð á þróun dýralífs og varðveitingu skóga í rík- inu (Reichsmeisterjáger). Ungur, þýzfeur liðsforingi, sem ég hitti einu sinni, sagði við mig: „Þessi Hinrik 8. ykk ar átti eiginkomjrnar, en Hermann okkar störfin." Munurinn á persónuleika Dowdings og Hermanns Gör- ings var mikill og margþætt- ur. Þeir eru báðir látnir. Göring var gáfaður maður, en gáfur hans nýttust ekki vegna þess að þær beindust í svo margar áttir í senn, og áhugamálin voru mörg Dowding réðst með fádæma trúarlegri einbeitni að því að halda lífinu í brezka flug- hernum. Kannski var munur inn á þessum tveimur mönn- um mestur í því að Dowding var ekki aðeins maður óþrjót andi einbeitni, heldur var hann og gæddur þeim eigin- leika að vera auðmjúkur. Hermann Göring var kjána- legur bjartsýnismaður, og hann brást í því að athuga ekki nægilega vel þau lykil- vandamál, sem við var að glíma. Þessir veikleikar í fari Görings stöfuðu að nokkru af þeirri staðreynd, að Göring tók sterk eiturlyf um langan tima. Þetta hófst allt með uppreisn nasista í Múnchen i nóvember 1923. Þýzka lögreglan skaut á fylkingu nasista, og Göring særðist alvarlega á læri. Læknar gáfu honum morfín til þess að lina þjáningar hans. Hins vegar leið ekki á löngu þar til Göring var orðinn ánetjaður lyfinu. 1924 var hann i fjóra mánuði á geðveikrahæli við Langbro skammt frá Stokkhólmi. En hann sneri sér aftur að notk- un morfínlyfja, svo og ann- arra lyfja svo sem „paraco- deine“, og þessari eiturlyfja- notkun hélt hann áfram í 21 ár. Engin skýrsla er til um daglega skammta hans en vitnisburður þeirra, sem um- gengust hann, sýnir að hann notaði morfín að staðaldri. Það var ávallt til reiðu, ef á þurfti að halda, hjá einkahjúkrunarkonu hans, Christia Cormanns, sem ferð- aðist með honum hvert sem hann fór. Þá geymdi Göring jafnan lyfjabirgðir í hinu viðamikla sveitasetri sínu, Karinhall. LÉX SIG MINNI ATRIÐI ENGU SKIPTA Hver eru áhrif morfín- neyzlu á ákvarðanir manna? Lyfjasérfræðingar og geð- læknar vilja ekki kveða upp einhlítan dóm um þetta. Þeir benda gjarnan á að brezkir bókmenntamenn svo sem Coleridge og De Quincey hafi neytt sterkra eiturlyfja í ópíumflokknum, en í hon- um er og morfín, og þrátt fyr ir það hafi þeir ritað ljóð og óbundið mál af mikilli snilld og hafi engin merki sýnt þess að hugsanir þeirra hafi beðið tjón. En sömu sérfræðingar leggja einnig á það áherzlu, að af og til geti morfínneyzla leitt til þess, að neytandi þess verði skeytingarlaus um smáatriði. Hún geti orðið til þess að hann verði fullur bjartsýni og skeyti ekki um kjarna vandamálanna. Hið viðurkennda rit um lyf og notkun þeirra eftir Paton prófessor við Oxfordháskóla og Payne, prófessor við Skurðlæknaháskólann í London, segir svo um morfín: „Morfín breytir skapi manna. Ef sársauki er fyrir hendi, fylgir létti hans örvun og ýkt vellíðan (euphoria). Morfín hefur einnig róandi áhrif, sem leiða til dagdrauma." Ýkt vellíðan og dagdraum- ar höfðu sitt að segja um stjórn Görings í hinni örlaga ríku orrustu um Bretland. Þegar þýzka herforingjaráð- ið spurði yfirmann Luftwaffe (flughersins) um það í júlí eða ágúst 1940 hversu lang- an tíma það mundi taka hann að ná yfirburðum í lofti umfram orrustuflugsveitir Dowdings, svaraði Göring: „Fjóra eða fimm daga.“ Lexía sú, sem þýzki flugher- inn lærði yfir Dunkirk í lok mai, er þýzkar flugsveitir fóru halloka fyrir Hurricane og Spitfire-orrustuvélum, sem sendar voru frá Bret- landi, virðist ekki hafa fest rætur í huga Görings. Eftir bardagana í júlí yfir Ermar- sundsströnd Bretlands, er þýzki flugherinn missti nær helmingi fleiri flugvélar en sveitir Dowdings, sagði Gör- ing við nokkra helztu undir- menn sína: „Óvinurinn hefur þegar beðið siðferðislegan ósigur, sem sker úr um fram- haldið." Þetta gerðist á fundi I Amsterdam 1. ágúst. Og all- an ágústmánuð hélt Göring áfram að endurtaka vellíðun arkenningu sina við foringja í flugher, flota og landher; yfirburðir í lofti myndu nást „á fjórum eða fimm dögum,“ og niðurlögum brezka flug- hersins yrði endanlega ráðið „eftir svo sem tvær vikur" Einu sinni bætti hann þó við, e.t.v. vegna þess að kviknað hefur smáljós örlitils raun- sæis I heila hans: „Kannski það taki f jórar vikur.“ Dowding, yfirflugmar- skálkur, var á margan hátt al gjör andstæða Görings. Til viðbótar gerði starf hans í flughernum sem yfirmaður Rannsókna og þróunarmála, fyrir 1936, honum kleift ásamt öðrum að koma á hinni mikilvægu þróun þess að finna árásarflugvélar og staðsetja þær með radíó- merkjum — þ.e.a.s. þróun rat sjárinnar. Göring lét þýzk ratsjármál ekki mjög til sín taka, en í Þýzkalandi hafði ratsjáin verið fundin upp og reynd með árangri 1935 Þýzki flotinn pantaði ratsjár á undan flughernum. 1 hollustu sinni við starf sitt og menn þá leitaði Dowding til trúar sinnar varðandi styrk, og þó einkum trúar sinnar á spiritisma. Bækur hans um þetta, segja okkur nokkuð um hinn innri mann flugleið- togans. 1 bókinni „Töfra- brögð Guðs,“ sem gefin var út af Spíritistasamtökum Bretlands, ritar Dowding svo um manninn: „Andlega séð verður hann að halda vöku sinni. Þetta þýðir að hann verður að gera sér grein fyr- ir og játast undir veru Guðs í honum sjálfum og öllum með bræðrum hans . . . þessu tak- marki getur hann náð með hugleiðingum og bænum; hugsunina um lif þess, sem leiddi mig.“ Hann heldur áfram og lýsir bæninni sem „lifandi lífi,“ og maður tek- ur að skilja hina gífurlegu einbeitingu, sem hann gat sýnt vandamálum, svo og hina að þvi er virtist algjöru andlegu einangrun hans er mest hvíldi á honum. SIÐFERÐISÞREK Trú Dowdings á spíritisma var djúpstæð, en hann var ekki öfgamaður. Hann ritaði í „Töfrabrögðum Guðs“: „Það sem ég hefi sett mér að takmarki í þessari litlu bók er að koma yður yfir fyrsta þröskuldinn varðandi spíri- tismann, sönnun þess að lifið haldi' áfram." Hann minn- ist á „gáfulegar vangaveltur um lífið eftir dauðann." Hann segir frá því, sem fyrir honum eru órækar sannanir, að hann hafi með milligöngu miðils haft samband við látna flugmenn, sem skotnir höfðu verið niður yfir Þýzkalandi. Þetta gerðist á heimili hans skammt utan London 1944. Hugrekki Dowdings og siðferðisþrek er ekki aðeins hægt að sjá í stjórn hans á flughernum 1 orrustunni um Bretland, heldur einnig á sviði mikilvægrar stefnu, sem hann beitti sér fyrir áður en orrustan sjálf hófst. Allan maímánuð 1940, svo og júní hvatti hann Flugráðið og forsætisráðherrann, Winston Churchill, til þess að eyða ekki orrustuflugsveitunum með þvi að senda þær enda- laust inn i Frakkland í bar- áttu fyrir máli, sem þegarvar glatað. Á þennan hátt tókst honum að blása ferskum and blæ inn í mjög ruglingslegt ástand, enda þótt hann með því tæki all nokkra áhættu varðandi starfsferil sinn í framtíðinni. Farið var að ráð um hans — og það varð til ýmissa mikilla atburða: í fyrsta lagi var hægt að heyja orrustuna um Bretland með einhverri von um sigur. 1 kjöifarið sigldi svo að Þjóð- verjar hættu við innrásar- áform sín í Bretlandi og upp haf þess að martröð sú, sem heimurinn bjó við í ltki Hitlers, varð smátt og smátt að engu gerð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.