Morgunblaðið - 19.01.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.01.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1971 11 Hollt og óhollt? Eftirfarandi grein birtist í danska blaðinu Politiken núna milli jóla og nýárs. Það eru fleiri en Islendingar, sem eiga erfitt með að átta sig á kenn- ingum fræðimanna um samband neyzluvenja og heilbrigðis, enda svo að sjá, að þeir séu ósammála og einstaklingar í þeirra hópi hafi stundum boðað kenningar sprottnar af flausturskenndum ályktunum. En hér kemur grein hins danska blaðs lauslega þýdd: Feiti jólamaturinn dregur úr krabbameinshættunni. Vissulega er óvíst, hvort fita er eins hættuleg og margir hafa álitið. Núna eftir jólin, þegar flestir hafa borðað meira en mataræðisforskriftir ráðleggja, hlýtur að vera uppörvandi að athuga skýrslu frá The Council of Arteriosclerosis, sem er amer- ísk rannsóknanefnd í æðakölk- unarsjúkdómum. Þar kemur fram, að ef til vill hafa menn engan sérstakan ávinning af að breyta fitumagni fæðunnar. Að visu kom fram í saman burðartilraunum, að þeir, sem neyttu fitulítils matar dóu síður úr æðakölkunarsjúk dómum. Þess í stað var krabba mein algengara meðal þeirra Alls dóu jafn margir í tilrauna hópunum. Ameríska æðasjúkdómaráðið, sem lýtur stjórn ameríska hjartaverndunarfélagsins, hélt ráðstefnu í Atiantic City fyrir nokkrum vikum, og nú hefur birzt skýrsla um rannsóknir, sem framkvæmdar voru af þeim Martin Lee Pearce og Seymour Daylon við Kaiiforníuháskóla. Þessir tveir læknar fylgdust í 8 ár með 846 mönnum, sem vald- ir voru af handahófi. Helming- urinn neytti venjulegs fæð- is og hinn helmingurinn neytti fæðís, þar sem ómettaðar fitu- sýrur komu í staöinn fyrir mett- aðar.': Menn neyttu t.d. smjör- líkis 'í stað smjörs og fisks í stað flesks. Þessi breyting mataræðisins SKIPAUTCeRB RÍKISINS Ms. Herðubreið fer 25. þ. m. vestur um land í hriogferð. Vöru'móttaika í dag, miðvik'udag og fiimmtudag tiil Vestfj arðaih af n a, N orðurfjarðar, Kópasikers, Bakikafjarðar og Mjóaifjarðair. pennarrur eru bara mibi^ betri— oý páót a iiá ótabi 'Ur átti samkvæmt því, sem við var búizt að valda minnkandi hættu á æðakölkun. í tilraununum í Los Angeles fór hins vegar eins og í öðrum amerískum tilraun- um, sem nýlega hefur verið frá sagt. Þeir, sem höfnuðu smjöri og feitu kjöti hlutu enga umbun í lengra lífi. Að vísu sýndu Los Angeles tilraunimar, að æðakölkun- sjúkdómarnir voru algengari hjá þeim, sem höfðu borðað feitmetið. Af þeim dóu 70 úr hjartasjúkdómum, en 48 þeirra, sem neyttu hins sérstaka matar- æðis. Alls dóu álíka margir í báðum hópunum eða rúmlega 170. Meðal þeirra, sem neyttu venjulegrar fæðu, dóu 17 úr krabbameini, en 32 í hinum hópnum. Tölfræðilega séð er mismunur hjarta- og krabbameinstilfella svo mikill, að ekki er hægt að gera ráð fyrir, að þar ráði til- viljun ein, og samkvæmt tölun- um fórna menn krabbameininu nákvæmiega því, sem á vinnst gegn hjartasjúkdómum með neyzlu ómettaðrar fitu. Hinir amerisku vísindamenn telja ekki ráðlegt að leggja áherzlu á breytt mataræði eftir þessar rannsóknir, og blað sænskra lækna tekur undir þessa skoðun. Þeir viðurkenna, að menn þurfi að hafa til þess traustari þekkingu en nú er fyr ir hendi, ef hvet.ja á til breyttra neyzluvenja almennings. Sænska læknablaðið segir, að viðurkenna verði þó, að þess sé langt að biða, að læknar geti sagt, hvernig koma eigi í veg fyrir æðakölkun. Þess vegna sé rétt að gæta hófs í öllum ráð- leggingum. Ef sjúklingur er í mikilli hættu íyrir kransæða stíflu, geti sérstakt mataræði verið réttlætanlegt, en að breyta neyzluvenjum yfirleitt er ekki ráðlegt. Ef til vill er það jafnvel vafasamt gagnvart rosknu fólki, sem er þó hættast við æðakölkun. (Frá upplýsingadeild Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins). Leiksbóli — Stdr-Reykjavík Hef opnað Leikskóla að Fremrastekki 2 fyrir börn á aidrinum 3—6 ára. Upplýsingar um opnunartíma og annað fyrirkomulag í síma 81607. ELlN TORFADÓTTIR fóstra. Laus staða Staða efnaverkfræðings við Sementsverksmiðju ríkisins að Akranesi, er laus til umsóknar. Starfið er fólgið í almennum eftirlitsstörfum í verksmiðjunni, eftirliti og rannsóknum á rannsóknarstofu, undir stjórn yflr- verkfræðings. Umsóknir sendist til aðalskrifstofu Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1971. SEMENTSVERKSMIÐJA RiKISINS. Góð og falleg bifreið • wm þarf góðar og hagkvæmar TRYGGINGAR. Tryggið bif reið yðar hjá stóru og traustu fyrirtæki - > ^ Tryggið hjá okkur. $ *°16 -1**1' SAMVirVINUTRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500 S. V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.