Morgunblaðið - 19.01.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.01.1971, Blaðsíða 30
r. 30 MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1971 FH-ingar auka dýr- mæta forystu sína — eftir sigur gegn Haukum 21-17 í jöfnum og góðum leik LANGT er síðan að önnur eins stemmning hefur verið ríkjandi á leik milli íslenzkra liða og var í Laugardalshöllinni í gær meðan Hafnarfjarðarliðin tvö FH og Haukar áttust við. Húsið var nær fullsetið og áhorfend- ur hvöttu sína menn óspart til dáða. Þessi leikur bauð einnig upp á það bezta sem hægt er að sjá til íslenzkra handknatt- leiksliða, og var mjög jafn allt þar til á lokamínútunum að FH ingar tóku ótvíræða forystu og sigruðu 21:17. Sigur þeirra var sanngjarn en a.m.k. 2 mörkum of stór. Allt frá því að leikurinn hófst og til loka var Geir Hall- steinsson í sérstakri gæzlu og hafði Sigurður Jóakimsson lengst af það hlutverk að gæta hans. Tókst það mæta vel. Geir skoraði minna en oftast áður í þessum leik, en FH-ingar höfðu annan mann til taks, sem hljóp í skarðið í sóknarleik FH-inga. Það var unglingalandsliðsmað- urinn Jónas Magnússon, sem sýndi frábærlega góðan leik, og setti Hauka-vörnina í vanda jafnoft og hann nálgaðist hana. Við þetta bættist svo að Kristj- án Stefánsson, sem var fyrirliði FH-inga að þessu sinni, og Örn Hallsteinsson náðu báðir sín- um bezta leik í vetur. Ógleym- anlegur er þá þáttur Birgis Finnbogasonar í markinu, en hann varði oft vel — sérstak- lega þegar mikið reið á. Haukarnir voru nokkuð ó- heppnir í þessum leik, sérstak- lega á örlagaríku augnabliki þegar 12 mínútur voru til leiks loka. Þá var staðan 16:15 fyrir FH, er Haukar náðu hraðaupp hlaupi. Skot Sigurðar Jóakims- sonar dansaði milli markstang anma, og vildu sumir meina að boltinn hefði verið inni. En dómararnir dæmdu ekki mark — FH náði hröðu upphlaupi og skoraði. í stað jafnteflis var staðan orðin 17:15 fyrir FH, og eftir þetta gætti nokkurrar upp lausnar í leiknum. Fimm leik- mönnum, er áður höfðu hlotið áminningu, var vísað af leik- velli — og þar af voru tveir Haukar út af samtímis. Við þetta riðlaðist Haukavörnin mikið og FH-ingar skoruðu þau mörk sem nægðu til sigurs og taka nú forystu í 1. deildinni og er eina liðið, sem ekki hefur tapað leik til þessa. Leikurinn var, sem fyrr seg- ir, hinn jafnasti fram til loka- mínútnanna. Viðar Símonarson skoraði fyrsta mark leiksiins, en Ólafur jafnaði úr vítakasti fyrir FH. Um miðjan fyrri hálfleik hafði Haukum tekizt að ná tveggja marka forskoti 5:3, og höfðu þeir sýnt frábæran varn arleik. En síðan skoruðu þeir Kristján og Geir fyrir FH og var mark Geins með því fal- legasta sem sást í þessum leik. Eitt andartak var smásmuga á Haukavörniicnni og hana var Geir fljótur að koma auga á og sendi boltann í netið með þrumuskoti í mittishæð, sem Sigurgeir í Haukamarkimu hafði ekki minnstu tök á að verja. Á lokamínútum fyrri hálf- leiks náðu FH-ingar svo foryst unni og höfðu 2 mörk yfir í hléi, 11:9. MIKIL SPENNA í SÍÐARI HÁLFLEIK Framan af síðari hálfleik var leikurinn i fullkomnu jafn- vægi og munaði yfirleitt 2—3 mörkum. Þegar 18 mímútur voru eftir var staðan 15—13 fynir FH, og var þá dæmt víta kast á Hauka. FH-ingar höfðu því gullið tækifæri tid þess að tryggja stöðu sína í leiknum og Geir var sendur fram til þess að taka vítið. En Pétur Jóa- kimsson, sem kom'iiivn var í Haukamarkið, varði vítið sinagg aralega. Haukarmir sineru vörn í sókn og Þórarimn skoraði 14 mark Haukanna. Var grieinilegt að á þessu tímabili leiksins, að leikmennirnir voru mjög tauga óstyrkir, en brátt kom að því að stefnubreyting varð í leikn- um, svo sem fyrr er að vikið. JSPIL FH HRAÐARA OG LÉTTARA í spili FH-inga er nú meiri hraði og léttleiki en áður, og virðiist svo vera að Jónas Magn ússon eigi sinn stóra þátt í því. Hann er mjög lipur leikmaður, og þegar hanm hefur öðlazt auk inn líkamsstyrk verður hann leikmaður, sem erfitt verður að ráða við. Hann hefur greinilega ýmislegt numið af Gedr Hall- steinssyni, sér til mikils fram- dráttar. FH-ingar eru nú mjög vakandi fyrir möguledkum á hraðaupphlaupum og eru jafnan fljótir upp, eftir miisheppnaða sókn andstæðinganna. Reyndist það þeim mikilvægt í þessum leik, þar sem þeim tókst a.m.k. þrívegis að skora, áður en Haukavömin var komin al- menmilega á sinrn stað. Þrátt fyrir þetta tap eiga Haukar enn möguleika á sigri í mótimu. Þeir eru reyndar bún ir að tapa tveimur leikjum, en taki þeir á honum stóra sínum eru allir möguleikar opnir. í STUTTU M.ÁLI: Úrslit: FH—HAUKAR 21-17 (11-9). Mörk: FH: Ólafur 4, Geir 4, Kristján 3, Jónas 3, Örin 3, Gils 2, Þorvaldur 1, Birgir 1. Hauk- ar: Þórarinn 7, Stefán 3, Viðar 2, Sigurður 2, Sturla 2, Þórður 1. Dómarar: Björn Kristjángson Framhald á bls. 19 Georg Gunnarsson hefur þarna sloppið úr vörzlu Axels Axelsson- ar inn á línuna og skorar eitt af mörkum Víkinganna. Framarar að taka við sér að nýju Unnu Víkinga 16-13 í fremur jöfnum leik FORRÁÐAMENN, leikmenn og áhangendur Framliðsins vörpuðu öndinni léttar er dómarar gáfu merki um að leik Fram og Vík- ings væri lokið i gærkvöldi. — Fram hafði unnið sigur og þar með bjargað sér frá botninum, en annað og ánægjulegra var þó að liðið virðist nú loksins vera að taka við sér aftur, eftir mik- inn öldudal, sem það hefur verið i að undanförnu. Að þessu sinni var ekkert, sem hægt er að segja að hafi brugðizt verulega hjá liðinu, nema þá helzt skot Guð- jóns Jónssonar, sem voru nokkuð mörg án árangurs. Vömin stóð nú fyrir sínu og markvarzlan var í Iagi. En höfuðverkur Víkinga held- ur enin áfram. Enn eitt tapið með Sigurður Jóakimsson hefur fengið sendingu inn á línu, og skotið er að riða af. Birgir Finnboga- son var hins vegar vel staðsettur i markinu og varði. litluim muin etftir jafnan l'eik. Ég hygg, að í þessum lieik, hafi bet- ur etn otft áður komið fram hvað það er, sem amar að liðiniu. Það eir fyrst og fremst baráttuandimn og betri markvörzki sem vantar. Hið fymnietfnda gæti bæ-tt það síðarnetfnida upp, og það atriði ætti einnig að vera auðvaldara fyrir Víkingana að bæta. í raum og vanu voru það aðeins tveir ieikmanna Víkings, sem börðust ve*l í þessum leik, þeir Guðjón Magnússon og Sigfús Guðmuinds- son. Hinir lieikmeninirnir virtust vera ragir og furðulega áhuga- litlir, þegar svo mikið var í húfi. JAFN FYRRI HÁLFLEIKUR Eftir tvær misheppnaðar siókn- artilrauinár á báða bóga skoraði Pálmi Pálmason fyrsita mark leiksimis fyrir Fram úr vitakasti. Greinileigt var að Víkimigar settiu öryggið framar öðru í þesisum leik og það var ekki fyrr en etftir 12 m'ímúitna leik, sem mæsta mark var skorað og var þar að verki Sigfús Guðmiundsson. Axel náði svo forystu fyrir Fram, en Guð- jón jafnaði þegar á næstu mím- útu. Jafnt var eiinmig: 3-3, 4-4 og 5-5, etn Framarar urðu ætíð fynri til að skora. Þegar 6 mínútuir voru ti.1 loka háJifleilksins náði Sigurður Einarsson enn forystu fyrir Fram, 6-5, og ákömmu síðar niáði Fram tveggja marka for- ystu í fyrsta sinn í leikmum mieð marki Pálma úr vítakasti. Á sáð- uistu mínútumni skoraði svo Magniús fyrir Víking, þannig að í hálífleik var staðan 7-6 fyrir Fram. FRAMFORYSTA í SÍÐARI HÁLFLEIK Á upphatfsmínútum í síðari háltfleik jafnaði Guðjón fyrir Víking, og var það í díðasta sinm, sem staðan var jöfn í Ileikinum. Framarar voru imm ákveðnari í sóknarleik gínum ©n Víkimigar og máðu forysturani. Munaði eft- ir þetta venjullega 2—3 mörkum, eða umz 3 mínútuir voru til leiks- loka, en þá slkoraði Georg úr vítakasti fyrir Víking óg breytti stöðunni í 13-12. Framarar misstu af boltanum í næstu sókn sinni og Víkingar femgu tækifæri til þess að jafna. En það er eims og alltaf bregðist eitthvað hjá Vik- ingum, þegar mest á reynir. Ráð- leysisle.gt spil þeirra varð tíl þass að þeir misstu bdltann og Gylifa tókat að breytj stöðunni í 14-12, og tryggja þannig sigur Framar- anina. MARKVARZLAN VANDAMÁL Sem fyrr segir er markvarzlan mikið vandamál hjá Víkingum, og voru mörg mörk Framaranna haldur ódýr. Þetta vandamál er ekki nýtt hjá Víkingumum mark- varzla hefur í mörg ár verið eiirun veikasti hlekkur liðsins. Hinis vegar er varnarleilkiur liðs- ins stöðugt að batna, og nmeð mieiri k-rafti og áhuga í sókmkmi ætti þetta að koma hjá Víkimg- um. Eiinar Magnússon hetfur t. d. állla möguleika til þess að verða handknattleilkismaður í fnemstu röð, en hanin þarf nauðsynllega að hleypa í sig miedri baráttuanda. Þegar Fram tókst að himdra fyrstu skot hans í lieiknum, var eims og Einiar missti móðinn og ógnaði lítið eftir það. Guðjóini átti hims vegar sinn bezta leik í vetur. Hann er erun í umglinga- flokki, og ef farið væri etftir nöfniunum eimum, mætti ætía að íslendingar ættu nú mjög sterkt unglingalið. Margir leikmemm þess liðis eru þegar í freiwstu röð í félögum sínum og má ruetfna auk Guðjónis, þá Magnús í Vík- inig, Jónas og Ólaí í FH, Ólatf Beniediktsison hjá Val, Sigurgeiir, aninan markvörð Hauka, og Guð- jón Erllendssoni hjá Fram. Vörnin var betri hlutinn hjá Fram að þessu sinmi, og virðist nú vera að finna sig aftur. Hims veigar firunst manini að meiri hraða vantí í sóknarleikinn. AIH- ir leikmienm Fram er það reymdir og öruggir, að þeir ættu að hafa váld yfir því að „keyra“ á meiri tferð. í STUTTU MÁLI tlrslit: Fram — Víkingúr 16— 13 (11-9). Mörkin. Fram: Pálmi 3, Sig- urður 3, Gyltfi 3, Axel 2, Sigur- bergur 2, Stefán 1, Guðjón 1, Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.