Morgunblaðið - 19.01.1971, Blaðsíða 28
28
MOBGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1971
kennd, sagði Hanna. — Ég er að
reyna að komast upp í hans hæð.
— Þú kannt vel við hann, er
það ekki?
.— Jæja, sagði Hanna.— Hann
er sérstakur. Honum finnst ég
vera ung og heimsk og finnst
hann sjálfur vera skapaður til
þess að gæta mín. Ég er hálf-
hrædd við þetta! Áður en ég
veit af, verð ég íklædd hvítum
kjól með bláu belti. Þegar ég
segi einhvern brandara, lítur
hann á mig eins og greindan
krakka, sem hefur sagt eitthvað
sniðugt, en veit ekki hvers vegna
það er sniðugt Þetta er dálitið
vandræðalegt. Hann vill meira
að segja láta mig hitta krakkana
sina.
— Krakkana! sagði Kathleen
og hló. — Ég hef nú hitt alls kon
ar fólk um dagana — einn her-
toga, nokkra stóriðjuhölda, Elsu
Maxvell, Noel Coward, eina eða
tvær prinsessur — en þegar mér
verður hugsað til barnanna henn
öskrað upp yfir mig! Þau eru tvö
ar frú Ransom sálugu, gæti ég
hugsaðu þér, tíu ára strákur og
átta ára stelpa! Þau hafa
kennslukonur og allt tilheyrandi.
Joel segir, að þetta séu yndisleg
böm. Það kann vel að vera, en
ég get nú ekki talað við börn
innan við tvítugt.
— Hver var móðir þeirra?
— Einhver æskuvinkona, sem
$amið var um fyrirfram. Ágæt, að
þvi er hann sjálfur segir.
Fariama siðan telpan fæddist.
Allar tegundír í útvarpstæki, vasaljós og leik-
föng alltaf fyrirliggjandi.
Aðeins í heildsölu til verzlana.
Fljót afgreiðsla.
HNITBERG HF.
Öldugötu 15. Rvik. — Sími 2 28 12.
Vantar nokkrar stúlkur
til frystihúsavinnu. Húsnæði á staðnum.
Arnarvík hf.
Grindavík.
Upplýsingar í sínia 13850 Keykjavík.
i 0, JOHNSOH&KAABEB jry
ÁSTRÖLS K ÚRVALS VARA
NIÐUR
SOÐNIR
ÁVEXTIR
Hún er búin að vera dauð árum
saman.
— Það er eins og þér sé al-
vara, Hanna.
— Nei, það er mér svei mér
ekki, sagði Hanna reið. — Ég get
ekki að þessu gert. Það er ekki
smitandi.
Nei, það var ekki smitandi.
Hún kunni vel við Joel Ransom.
Þegar hann var annars vegar,
þurfti ekki að vera fyndinn eða
greindur eða vega hvert sitt
orð. Rólegur, viðkunnanlegur
maður. Penpíulegur, en ágætis
maður samt.
En þrátt fyrir allt rikidæmi
Joels Ransom gat hún aldrei
gleymt Paul og hún fékk fyrir
hjartað í hvert skipti sem hún
sá hann. En alla stund síðan hún
hafði lesið og lagt frá sér þetta
óskiljanlega leikrit hans, hafði
hún reynt að taka ekkert mark á
hjarta sínu — þessu fávísa líf-
færi, sem átti ekki til rökvisi né
almenna greind. Hafði Paul
nokkurn tíma sagt eitt orð við
hana í alvöru? Nei, og ekki einu-
sinni meðan hann hélt sig vera
ástfanginn af henni. Samband
þeirra var aðeins yfirborðskennt,
hann hafði gaman af henni og
vildi vera með henni og gat verið
eins eðliiegur í návist hennar og
hann kærði sig um að vera . . .
en hún hafði aldrei verið eðlileg
í návist hans. Alltaf að reyna að
vera jafningi hans, varðveita
eftirtekt hans, vera fyndin og
orðhvöt. En þess arna þurfti hún
ekki þegar Ransom var annars-
vegar . . . þá mátti hún vera
þreytt og leið.
Þegar Ransom bað hennar fyrst
og hún veitti honum afsvar, þá
datt henni í hug, að kannski
væri hverdagslegt hjónaband
betra en það serc kennt var við
háhælaða skó, opna í tána. Inni-
skór voru ekkert spennandi, en
ieir meiddu mann að minnsta
kosti ekki og manni fannst mað-
ur ekki vera að ganga á gler-
brotum.
Einn góðveðursdag um miðjan
maímánuð, var Hanna í skrifstofu
Rósu Davenport. Sammy var þar
líka. Þau voru að rífast í góðu
út af einhverju, sem þá virtist
mikilvægt, og Kathleen, sem sat
í króknum sínum, brosti að því.
Sammy veifaði fíngerðu höndun-
um og sló yfir i frönsku og
Hanna sagði gremjulega: —
Hættu þessu, Sammy, það þjónar
engum tilgangi. Rósa sem sat
kyrr i gamla stólnum sínum var
dómari. Allt þetta vesen út af
einum efnisstranga! — Þetta er
ekki á þinu verksviði, var
Sammy að segja við Hönnu, þeg-
ar ein stúlkan úr móttökuher-
berginu kom inn og talaði við
Rósu. — Sandra segist hafa feng-
ið tíma núna, sagði hún..
— Sandra? át Rósa eftir.
- Sandra hvað?
— Bara Sandra. Hún sagði: —
Segðu henni, að Sandra sé kom-
in, svaraði stúlkan og yppti
öxlum.
-— Aldrei heyrt hana nefnda á
nafn, sagði Rósa. Hún leit á
Kathleen. — Gafst þú henni
þennan viðtalstima?
— Nei, það gerði ég ekki, sagði
Kathleen. — Ég get sagt þér,
hver hún er. Hún syngur i Frum-
skóginum. Eða gerði það, þangað
til þar var lokað i vikunni sem
leið.
— Það er eitthvað grunsam-
legt, sagði Rósa. — Nú, en það
er bezt að tala við hana samt,
vertu nú væn og gerðu það fyr-
ir mig og vittu hvað henni er á
höndum.
Kathleen stóð upp og gekk út.
Hanna horfði á eftir henni og
blístraði.
— Til hvers ertu að þessu?
spurði Rósa önug.
— O, ekki svo sem af neinu.
En það er bara þetta, að Sandra
er í svipinn aðal-áhugamál Pat
Bell ef trúa má blöðunum.
Sandra gekk inn í fína mót-
tökuherbergið. Sandra stóð þar,
reykjandi og sló hælunum I
gólfið, óþolinnaóð. Það var heitt
í veðri, en samt var hún í loð-
kápu utan yfir svarta kjólnum.
Hún fieygði vindlingnum í ösku-
bakka og sneri sér við.
Kathleen brostí. — Við höfum
víst hitzt áður. Ég er ungfrú
Roberts, einkaritari frú Daven-
port.
Sandra rétti fram höndina með
hræðilegu nöglunum. Hún var
með armband, sem Kathleen
kannaðist við. Hún sagði: — Já,
vitanlega. Ég hitti yður með
Pat. Illskan skein út úr
grunnu, bláu augunum, og það
var eins og hún skemmti sér. —
Ég var búin að frétta, að þér
væruð hérna.
Kathleen sagði: — Ég er
hrædd um, að þetta sé einhver
misskilningur, þar eð frú Daven-
port minnist ekki neins viðtals,
sem ákveðið hafi verið. Hún er
mjög önnum kafin, eins og er. En
ég skal láta einhvem sýna yður
fötin, ef þér viljið.
Sandra svaraði kæruleysis-
lega: — Pat segir, að þetta sé
bezta verzlunin í borginni. Gott
og vel. Hún settist á legubekk,
og spurði: — Vilduð þér sýna
mér þau?
— Því miður, sagði Kathleen
fölnaði ofuriítið, — þá þarf frú
Davenport á mér að halda. En
ég skal sjá um, að þér verðið
vel afgreiddar . . . ungfrú
Sandra. Hún gaf einni stúlkn-
anna bendingu og nefndi nafn
hennar. Sandra glennti upp aug-
un. Hún hugsaði: Prinsessa! . . .
bíðum þangað til Pat fréttir
þetta!
Kathleen gekk aftur til skrif-
stofu sinnar. — Jæja? sagði
Rósa.
— Hún þarf að fá föt, sagði
Kathleen, — og hún vissi, að
enginn viðtalstími hafði verið
ákveðinn. Olga er að afgreiða
hana.
— Hver borgar? spurði Rósa.
Kathleen svaraði varfærn-
islega: — Ég býst ekki við, að þú
þurfir að hafa neinar áhyggjur-af
því.
Hanna, sem hafði skotizt yfir
í hitt herbergið, kom nú aftur, og
svörtu augun Ijómuðu af hlátri.
Hún spurði: — Fenguð þið mik-
ið af þessum ótizkulegu loðkáp-
um?
— Hvaða kápum? spurði Rósa
forvitin.
XVIII.
Sandra hafði komið og farið
eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Hún pantaði þrjár léreftsdragtir
og tilsvarandi hatta, ótrúlega
marga sumarkjóla og kápu og
svo síðustu uppfinningu Hönnu
af stuttbuxum, peysum, tennis-
fötum og loks þrenn baðföt.
Hún var aðfinnslusöm þegar
mátað var —- ef hún þá kom. 1
annað hvort skipti kom hún ekki
samkvæmt umtali. Mátunarstúlk-
an, sem afgreiddi hana og var
fær í sinni grein en uppstökk,
hótaði að segja upp, hvað eftir
annað, áður en lokið var við föt-
in og þau send í gistihús Söndru.
Einu sinni varð Kathleen að
skerast í leikinn, þegar Sandra
kom æðandi inn og heimtaði að
tala við Rósu, sem var hvergi
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
AUar nýjungar i dag verða ákaflega skammvinnar.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Þér kemur einhvcr á óvart í dag, og l>ú hefur dálíUS gaman af
Því.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Nú er sannarlcga hjálpar von utan að.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Það er kannski margt skemmtilegra tU en að vera heima hjá
fjölskyldunni í dag, en þú bjargar ýmsu með því.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Ef einhver kemur að þér óvörum, cr rétt að verjast allra frétta.
Meyjan, 23. ágúst — 22. septeniber.
Fyrri ráðagerðir virðast nú ailt i einu óæskilegar, og því er bczt
að venda í kross.
Vogin, 23. september — 22. október.
Sláðu eigin vandamálum á frest til að rétta kunningja þínum
hjálparhönd.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvembev.
Reyndu að fara eftir því, sem þú varst búinn að heita að gera.
Bogmaðiirinn, 22. nóvember — 21. desember.
Sumir ættu að halda friðinn í dag, sem ailtaf eru að lesa yfir
hausamótunum á öðrum vegna ófriðar.
Steingeitin, 22. destímbea’ — 19. janúar.
Vertu rólegur yfir fréttunum, þetta er aðeins byrjunin. Rétt er
að halda sjó, gera engar tilraunir eða upphlaup, þar sem þú sérð
nýjar leiðir.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
I»að vcrða nógu margir til óláta, þótt þú hafir ekki lætin fyrir
þeim. I»að er hægt að vera hvatur, án þess að hafa eitthvað illt í
hyggju í hvert sinn.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Unga fólkið gerist æ þyngra í taumi, og það eldra lætur ckki
sitt eftir liggja. f»ú ert býsna óróiegur, og það gerir sitt til að
spilla friðinum.