Morgunblaðið - 19.01.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.01.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1971 21 — Einar í Mýnesi Framhald af bls. 12 ir öld, en kostaði mikið mann- fall og þjáningar. En skáldið lætur sér ekki nægja að vanvirða íslenzka bændastétt, einnig átelur hann íslenzka verkfræðinga sem starfa hjá Orkustofnuninni und ir stjórn hins mikilhæfa manns Jakobs Gislasonar, orkumála- stjóra. En undir forustu hans hafa verið hannaðar stórorku- framkvæmdir við Búrfell og hin ar umfangsmiklu framkvæmd- ir við Þórisós og rannsóknir vegna fyrirhugaðrar virkjunar í efri hluta Þjórsár. Einnig eru byrjaðar rannsóknir á vatna- svæði stóránna á Fljótsdalsheiði og Fjöllum þar sem fyrirhugað er að reisa eitt mesta orkuver veraldar. Oxkustofnunin stend- ur einnig fyrir rannsóknum jarð hitasvæða, og fjölmargra ann- arra verkefna. 1 tíð Jakobs Gíslasonar hafa nú öll byggðarlög fengið raf- magn nema nokkur sveitabýli, sem einnig fá það á næstunni eins og sjálfsagt er. Þegar flog- ið er yfir landið, ferðazt um það eða siglt umhverfis það, sést það í myrkri með allri sinni Ijósa- dýrð og opnar manni innsýn á snilli mannsandans, að færa sól- arljósið inn í híbýli, vinnu- staði, hafnir, flugvelli og skip og önnur farartæki. Svo talar Nóbelsskáldið um Orkustofnun- ina eins og auvirðilegan „kontor“ . Skrif Laxness um stóriðjuna eru með því furðulegasta sem ég hef séð eftir hann. Á einum stað í grein hans stendur: „Draumur- inn um verksmiðjurekstur hér á landi og íslendínga sem verk- smiðjufólk er ekki nýlunda. Skáld síðustu aldamóta sáu í vondraumum sinum „glaðan og prúðan“ verksmiðjulýð á Is- landi.“ Þarna á skáldið senni- lega við Einar Benediktsson, og Hannes Hafstein einmitt menn- ina er visuðu íslendingum leið- ina að því sem nú er orðið að veruleika á mörgum sviðum. Hugmyndir og fyrirætlanir Einars Benediktssonar um virkj un við Búrfell eru nú orðnar staðreynd. Hið mikla orkuver knýr fyrstu stóriðjuverksmiðju á íslandi. Halldór Laxness hefur miklar áhyggjur af því að heiðargæsin missi varpstöðvar í Þjórsárver- um vegna virkjunarfram- kvæmda, umhyggja sé mikil fyr- ir tilveru hennar meðal er- lendra manna. En fær hún svo góðar viðtökur hjá þeim að loknu sumarleyfi á íslandi t.d. Bretum? Er hún ekki skotin þar í stórum stíl á vetrum? Kannski umhyggjan sé eitthvað bundin við slíka iðju. Það verður séð fyrir því að heiðargæsin fái til- veruskilyrði við Þjórsá þó að virkjun verði þar framkvæmd. Það mál er i athugun og ástæðulaust að ráð- ast á verkfræðinga. Orku- stofnunarinnar þess vegna. Þeir eru sízt minni náttúruverndar- menn en þeir sem hæst gala á torgum og gatnamótum. En vilja nota mátt stórfljótanna til að framkvæma náttúruvernd í verki en til þess þarf f jármuni. Jakob Björnsson, deildarverk fræðingur, hefur gert þessu máli góð skil í Orkumálum i grein, er einnig birtist í Morgunblað- inu. Laxness ætti að lesa þá ágætu grein. Umhyggja Halldórs Laxness fyrir Mývetningum og öðrum Þingeyingum er með fádæmum. Kannski hann ætli að verða for- ustumaður fyrir Þjóðvarnarliði til að varna Islendingum virkj- un stórfljótanna og reyna með þeim hætti að koma þeim á það tilverustig, er hann lýsir í skáldsögum sinum á meðan Is- lendingar bjuggu í „moldar- bingjum" svo næsta Nóbels- skáld fengi þar efnivið í skáld- sagnagerð, sem fyllti heila bóka hillu. Skáldið gerir mikið úr deil- unni um virkjun Laxár, en ein- blínir um of á aðra hlið máls- ins. Það mál er nú í athugun og sennilegt að það leysist farsæl- lega er stundir líða, ef óbilgim- in er látin víkja fyrir skynseminni. Laxness vill vera athafnasamur í Mývatns- sveit og stöðva rekstur Kisilgúr verksmiðjunnar. Mývetningar hafa ekki enn samþykkt þá að- gerð. Kisilgúrverksmiðjan hefur skapað kjölfestu í atvinnulifi og hyggð Mývetninga, betri sam- göngur við Húsavík, styrkari hafnaraðstöðu og fjármuna- myndun. Sá dýrðaróður, sem skáldið upphefur um Mývatns- sveit er óskhyggja byggð á dala- kofasjónarmiðum, en á ekkert skylt við nútíma mannlíf og lifs- öryggi. Það er því réttara fyrir þá, sem hafa i vímunni trúað kenningum Laxness og ihuga að fara inn á slíkar lífsbrautir, að koma við í Gljúfrasteini og spyrja Nóbelsskáldið til vegar. Á hverju eiga íslendingar eig inlega að lifa ef hvergi má gera neinar framkvæmdir úti á landi i stórorkuvinnslu og því síður nýta þau jarðefni sem kunna að vera fyrir hendi? Er skáldið að koma frá öðrúm hnöttum þar sem ekkert er nema auðn dg tóm? Sauðfé á ekki rétt á sér nema í öðrum löndum og ekki glóra i því að rækta og ræsa fram mýrlendi, þá hættir land- ið að anda og smáfuglar hverfa, þó að þeir hafi aldrei verið sæl- legri og fleiri en nú. Hvernig vill Halldór með- höndla þessa þjóð? Hann van- virðir þá sem á undan eru gengnir fyrir eyðingu landsins og hefur allt á hornum sér, gegn nútíma framförum. 1 stuttu máli svartnætti hugar- farsins á að ráða hér ríkjum og enginn að fá að starfa eða fram- kvæma neitt nema með leyfi hinna nýju þjóðfrelsismanna.- Hefur Laxness tekið forustu fyr ir slikum sjónarmiðum? Hvað á hann við með fyrirsögn greinar sinriar: „Hernaðurinn gegn landinu?" Hefði ekki verið nær að hafa hana á þessa leið, eins og hér hefur verið reynt að sanna? Hernaðurinn gegn fólkinu í landinu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 63 , 64. og 65. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Hjaltabakka 14, talinni eign Róbers Brimdal, fer fram eftir kröfu Kristins Einarssonar hrl., Veðdeildar Landsbanka Islands. Sigurðar Baldurssonar hrl. og Innheimtu Landssímans, á eigninni sjálfri, föstudaginn 22. janúar 1971, kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 63., 64. og 65. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Langholtsvegi 108, þingl. eign Guðmundar Daniels-" sonar, fer fram eftir kröfu Kristins Sigurjónssonar hrl., á eign- inni sjálfri, föstudaginn 22 janúar 1971, kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Mýnesi 9. jan. 1971. IESIÐ DRCLECR Nauðungaruppboð sem auglýst var í 63., 64. og 65 tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Laugavegi 81, talinni eign Jóns Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu Jóns N. Sigurðssonar hrl., Sveins H. Valdimars- sonar mI. og Tryggingastotnunar rikisins á eigninni sjálfri, föstudagirin 22. janúar 1971, kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. NÝTT FRÁ BANDARÍKJUNUM - FREMSTA GÆÐA-SÍGARETTAN í ÁMERÍKU bandarísku reyktóbaki. Bjóða yður nú EDGEW0RTH EXPORT Fremstu gæða-sígarettuna frá Ameríku. Edgeworth verksmiðjurnar, stærsti útflytjandi á Edgeworth tóbaksframleiSendur i Richmond, Virginiufylki. Frægir um allan heim fyrir úrvals gæða-tóbak. sem þeir hafa framleitt síðan 1877. ‘mmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.