Morgunblaðið - 26.01.1971, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1971
Einar Carsten Tveiten
ÞEIR, sem guðimir elska, deyja
ungir.
Þegar okkur barst sú fregn,
að Einar Tveiten, Gránufélags-
götu 29, hefði aðfaramótt laugar
dagsins 28. nóvember sl. veikzt
snögglega af heilablæðingu og
verið fluttur meðvitundarlaus
með flugvél til Reykjavíkur, var
sem við yrðum þrumu lostin,
því daginn áður hafði Einar
gengið til vinnu sinnar án þess
að kenna sér meins. í Reykjavík
lézt Einar svo á Landspítalanum
að morgni mánudags 30. nóv.,
aðeins 28 ára að aldri.
Hann var fæddur hér á Ak-
ureyri þann 27. ágúst 1942, son-
ur Ástu Dagbjartar Emilsdóttur
og Kristins Tveiten, norsks
manns, er var hermaður í
norsku herdeildinni, sem stað-
sett var hér á Akureyri árin
1941 til 1944.
Kristinn fórst af norsku skipi
við Jan Majen árið 1943, en
hann var talinn mikið manns-
efni.
Einar átti alsystur, Kristínu,
sem er gift og búsett á Árskógs
sandi. Hann ólst upp hér á Akur
eyri og dvaldist hér hjá móður
sinni og Mundíönu ömmusystur
sinni í Gránufélagsgötu 57. Þar
var hann, til þess er hann fór
ungur til sjós, en þangað mun
hugur Einars hafa ieitað.
Á sumrum var hann í sveit
hjá ömmusystur sinnd að Dæli
í Sæmundarhlíð í Skagafirði.
Þangað kom hann fyrst aðeins
tveggja ára og aftur á sjötta ári
og var þar alls sex sumur og
var frændfólki sínu þar mjög
hugþekkur. Sem fyrr segir, fór
Einar ungur til sjós, og er hann
var 19 ára, fór hann til Noregs
og réð sig þar á flutningaskip,
sem hann sigldi á vitt um höf
og kom meðal annars til Ástral
íu.
Hann hafði áður dvalizt ásamt
móður sirani eitt til tvö ár í
Noregi hjá föðurfólki sínu, en
það mun hafa verið á árunum
1946—1948.
Einar kom aftur heim árið
1964, og eftir það stundaði hann
sjómennsku hér á togurum frá
Akureyri að mestu, þar til í
sumar, að hann hóf störf hjá
Malar- og steypustöðinni.
Einar gekk að eiga eftirlifandi
konu sína, Mary Hörgdal, árið
1966, og varð hjónaband þeirra
mjög hamingjusamt, enda þau
samstillt í því að koma sér upp
snotru heimili.
Þau áttu tvo syni, Brynjar á
sjötta ári og Kristin tveggja ára.
Þau festu strax kaup á húsinu
Gránufélagsgötu 29 og höfðu ný
lega náð að eignast það að
mestu.
Einar var að eðlisfari hægur
t
Föðurbróðir mimm,
Markús ísleifsson,
lézt að h j ú k ru'n.arhe iim'i'l irn u
Sólivamigi, Hafmarfirði, 24.
jamúar.
Fyrir hönd vandamamma,
Isleifur Ólafsson.
og prúður og svo bamgóður, að
flest börn hændust að honum.
Konu sinni og sonum reyndist
harnn himm bezti eiginmaður og
faðir, enda var heimilið Einari
efst í huga.
Einar er nú horfinn úr jarðn-
esku lífi, en eftir situr minnimg
in um góðan dreng, er var öll
um er honum kynntust, hug-
þekkur og tryggur.
Mikil sorg er kveðin að konu
hans og litlu drengjunum tveim
við þessi snöggiu og óvæmtu um-
skipti.
Við vottum Mary og litlu son-
unum, okkar inmilegustu samúð,
einnig Dagbjörtu móður Einars
og Brynjari stjúpföður hans svo
og systkinum hanis, tengdafólki
og einnig ömmusystur hans,
Mundínu Jónsdóttur, sem nú
liggur sjúk.
Guð blessi minningu þína.
Ásta og Þorsteinn,
Gránufélagsgötu 28.
Einar er látinn, svo ungur að
árum, aðeims 28 ára gamall, en
þetta er hringur ti'lverunnar,
einn kemur og annar fer.
Er okkur frændfólki þínu
barst þessi harmafregn, reikaði
hugurinn aftur til áranna, er
þú varst á sumrum lítill dreng-
ur hér í Dæli. En hingað
komsru ryrst aoeins tveggja ára
og svo aftur á sjötta ári og varst
hér alls í sex sumur og tókst
ástfóstri við sveitima. Og er þú
.varst kominn til fullorðins ára,
var ávallt fyrsta spumingin, er
þú hittir einhvern af frændfólki
þinu, hvernig liði í Dæli.
Þú varst einstaklega prúður
og tryggur, og minnumst við
samverustundanna hér á Dæii
með þér.
Við sendum konu þirnni og
litlu sonunum tveim innilegustu
samúðarkveðjur, einnág móður
þinini og stjúpföður, svo og
tengdafólki þínu og systkinum
og Mundínu ömmusystur þimni.
Blessuð sé minning þín.
Frændfólkið á Dæli.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
ER kristin trú ekki í raun og veru sprottin af ótta? Er hún
nokkuð annað en „brunatrygging" — leið til að forðast
vítið?
KRISTUR sagði: „Ég er kominin til þess að þeir hafi
líf og hafi nægtir.“ Þetta virðist ólíkt „undankomu úr
bruna“. Þetta er frekar undankoma til lífs — til að
lifa.
Sjáið þér til: Kristin trú smertir raunar lífið, sem er
fram undan, en hún snertir einnig lífið, sem við lifum
núna. Hún er fullnægjandi í þessum heimi, og hún
nægir einnig í hinum komandi heimi. Hún hæfir þeim
tímum, Sem við lifum á. Hún lætur sig varða áhyggjur,
kvíða, ótta og allt þetta neikvæða, sem skapar víti á
jörðinni.
Sannkristinn maður lætur ekki stjómast af ótta,
heldur elsku — elsku til Guðs og meðbræðra sinna.
Biblían segir: „Vér vitum, að vér erum komnir yfir
frá dauðanum til lífsins, af því að vér elskum (bræð-
uma)“ (1. Jóh. 3,14). Þetta er það, sem snýr að mönn-
unum. Og það, sem snýr að Guði, er þetta: „Kærleik-
urinn er frá Guði kominn, og hver, sem elskar, er af
Guði fræddur og þekkir Guð“ (1. Jóh. 4,7).
Guð er réttlátur Guð, satt er það, og þar sem rétt-
lætið er, þar er ætíð dómur. En hann hefur einnig þá
eiginleika, sem heita elska og miskunnsemi. Það kom
skýrast í ljós, þegar hann gaf son sinn til þess að verða
staðgengil okkar, sekra syndara. Kristin trú er svar-
ið við elsku Guðs. Það er að vera ekki kristinn að svara
ekki elsku Guðs. Afl trúarinnar er því elska, ekki ótti.
t Útför föður okkar, tengdaföður og afa t
GUÐMUNDAR ST. GÍSLASONAR Þökikuim i'nniilega aiuðsýnda
múrarameistara. saimúð og hjálp við andlát og jairðarför eiiginmaminis mSns,
fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 27. janúar kl. 13 30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim er vildu minnast Sigurjóns Jóhannessonar,
hins látna, er bent á Styrktarfélag vangefinna. Hlíðargötu 27, Sandgerði.
Brynhildur Guðmundsdóttir, Sigmundur Sigfússon, Ingvi B. Guðmundsson, Agnes Kjartansdóttir, Pétur Guðmundsson, Matthíldur Jóhannsdóttir, Fyriir hönd móður, barna minma og aðstandenda,
Stefán G. Guðmundsson, Bjöm J. Guðmundsson, Giiðlaug Einarsdóttir.
og barnaböm.
Skýrsla skipulags-
stjórnar ríkisins
að stað/cstiingair á tillögiuinni. I
ÁRIÐ 1970 hélf skipula.gsstjóm-
in 22 reglulega fundi og tók til
meðferðar 108 eriindi.
Á áriimu var Svarfaðardals-
hreppuir gerður Skipulagsskyld-
uir, og em nú ski pui agsskyld ir
staðir á lamdknu 92.
Félagsmálaráðuneytið staðfesti
á áriiniu eftirtaldar skipuliagsáætl-
amir: Skipulag Grundarfjarðar
hinn 6. febrúar, skipulag Víkur
í Mýrdail hinn 22. apríl, SkipwXag
Saiuðárkróks hion 20. maí, deili-
skipulag Árbæjar og Seláshverfis
í Reykjavík 21. ágúst, legu Suð-
urlandsvegar frá Rauðavatini að
Lækjarbotnum 9. des.
Hjá sveitanstjómum em nú ti!l
umsaignar tillögur skipulags-
stjómar að aðalskipuiagi ísa-
fjarðar, Seyðisfjarðar, Búðardals,
Dalvikur, Selfoss, Hveragerðis
og Hafmarfjarðar. Nær fullbúiin
er tállaga að aðalskipuJagi
Blönduóss.
Uninið er að gerð aðalskipu-
lags á ýmsum stöðum svo og
endurskoðun eldra skipulags.
Hafa alknargir fulltrúar sveifcar-
stjóroa setið fundi skipulags-
stjónmar til viðræðna um sfldpu-
lag hlutaðeigaindi sveitarfélaga.
í júlímánuði fór sflripulags-
stjóm til Akureyrar til viðræðoa
við bæjaryfirvöld þar um gerð
aðalskipulags fyrir Akureyri.
Varð sú niðunstaðan, að Gestur
Ólafsson Skipulagsfræðiugur hef-
ur verið ráðimm til að vinmia að
þessu verkefni. Er gert ráð fyrir
að gagnasöfnun og ammiairri umd-
irbúmingsvimmu verði lo-kið í
október 1971, en sjálft aðaisikipu-
lagið, uppdrættir og greinargerð,
liggi fyrir í árslök ’72. Hefur
undanfaxið verið unnið að þessu
verkefni jöfinium höndum á Ak-
ureyri og í Reykjavík.
Kópavogskaupstaður hefuir
fenigið heimild til að vimma á
eigin spýtur að aðalskipulagi.
Tillaga að aðalskipulagi var lögð
fram í apríl og barst ein athuga-
semd. Ekki hefur enm verið leit-
ársbyrjum 1970 lautk störfum
dómniefndair, er fj allax um úr-
laiusndir í samkeppnd um sflripu-
lag miðbæjar í Kópavogi. 1. verð-
laiun hlaut SLgurður Thoiroddsiem,
arkitekt.
Af skipulagsmálum í Reykja-
vik má eimikum nefna vininu að
sdripuJagi nýs miðbæjar sunman
Miklubrautar og austam Krimglu-
mýrarbrautar. Er tLUaga að aðal-
skipulagi lam-gt á veg komim.
Áuk þessaira mála fliefur
skipuiliagsstjórn fjallað um fjölda
anmarra mála, sem tól hemmiair
hafa koimið.
Á vegum skipul-agsstj ómar rfk-
isins sitarfa tvær samvimmu-
nefndiir um skipulag, er tekur
yfir skipulag tveggja eða fleiiri
sveitarfélaga.
Samvirmumefmd um ákipuflags-
mál Reykjavífcur og nágremnds
hefur ekki getað lokið störfum
svo sem ráðgert var vegma ým-
issa vafaatriða varðandi stað-
setoimgiu flugvallair á höfiuðborg-
ansvæðinu.
Samvinnumefmd um skipulags-
mál Kefflavífkur-, Njairðvíkur og
Keflavífcurflugvallar hefúr að
mestu lolrið störfum, og má
væmta þess, að tillögur hemnar,
uppdrættiæ ásamt ýtariegri gredm-
argerð, verði lagðar fram fyrri
hluta þessa árs.
Himin 27. jún-i rak. verða liðim
50 ár frá setoinigu fyristu skipu-
lagslaganma. Er ætluiniin, að þessa
afmælis verði minmzt með ýms-
um hætti, og mun síðar verða
skýrt frá því.
Á fundi skipulagsstjómiar 13.
júlí sl. var Páll Líndal kjörimn
formaður Skipulagsstjómar rík-
isiins til tveggja ára. Varafór-
maður var kjörinm Bárðu-r Danfi-
elssom, en ritari Hörður Bjanna-
son. Auk þeirra eiga sæti í
ski/pulagsstjórm Aðalsteinm Júlí-
uisson og Sigurður Jóhamnsson.
Skipuilagsstjóri ríkisins er Zóp-
honías Pálsson. Fréttatilkymning.
Vön skrifstofustúlka
með Verzlunar-, Samvinnuskóla- eða hliðstæða menntun
óskast strax eða sem ailra fyrst. Þarf að vera vel æfð í vél-
ritun. Gott kaup.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf
sendist afgr. Mbl. merkt i.Skrif — 6438".
Hafnarfjörður
Stúlka vön afgreiðslu eða símaþjónustu óskast strax.
Upplýsingar gefnar (ekki í síma) á Bílastöð Hafnarfjarðar
milli kl. 4—6 í dag.
Lán óskast
Traust einkafyrirtæki óskar eftir láni að upphæð 2—3 milljónir
króna. Góðar fasteignatryggingar.
Tilboð óskast sent Morgunblaðinu merkt: „Trúnaðarmál —
6959".
íbúðir til sölu
Eigum eftir nokkrar 4ra herbergja íbúðir við Vesturberg í
Breiðholti. Ennfremur eina 3ja herbergja og eina 2ja herbergja
á 1. hæð. Tvennar svalir. Fallegt útsýni. Seljast tilbúnar undir
tréverk. Sameign frágengin, sérþvottaherbergi í hverri íbúð.
Verð á 4ra herb. 110 ferm. kr. 1110 þús.
Verð á 4ra herb. 105 ferm. kr. 1090 þús.
Verð á 3ja herb. 93 ferm. kr. 1020 þús.
Verð á 2ja herb. 60 ferm. kr. 850 þús.
Verð á 4ra herb. jarðhæð kr. 1070 þús.
Væntanlegir kaupendur athugið að umsóknarfrestur vegna
lána frá Húsnæðismálastjórn er til 1. FEBRÚAR.
ÓSKAR OG BRAGI S.F,
Símar 30221, 33147 og 32328.