Morgunblaðið - 03.02.1971, Side 2
f
2
MOGRUNBLAÐLÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1971
Færeyingar
vilja
Flugfélagið
I SÍÐASTA sunnudag-sblaði
danska blaðsins Jyllandsposten,
er frétt um farþegaflug til Fær-
eyja. 1 henni segir m.a. að um
mið.jan febrúar hefjist i Kaup-
mannahöfn fundir milli Dana og
Færeyinga um þetta mál, þar
sem framtið flugsins verður
rædd. í skýrslu sem lögð verð-
ur fyrir dönsk yfirvöld, er lát-
ið í ljós það álit að þessi þjón-
usta verði bezt veitt með sam-
vinnu milli SAS, Flugféiags ís-
lands og Flogsambandsins, fær-
eyska.
Er lagt til að þessu samstarfi
verði haldið áfram a.m.k. næstu
fimm árin, meðan fundin er end-
anleg lausn. f fréttinni er tekið
fram að samningum Flogsam-
bandsins við SAS og Flugfélag
fslands sé lokið í bili, án þess
að árangUT hefði náðst. f>á er
einnig getið um samninga um
að danska flugfélagið Damair
taki að sér Færeyjaflug, en Dan-
air stundar innanlandsflug í
Danmörku. Eru Færeyingar
mjög á móti því fyrirkomulagi.
Morgunblaðið hafði að þessu
tilefni samband við Öm O. John-
son, forstjóra Flugfélagsins, og
sagði hann að Flugfélagið ætti
engan fulltrúa á fyrmefndum
fundi, enda félagið ekki verið til
hans boðað. Þegar hefði verið tek
in ákvörðun um að hætta flugi
milli Færeyja og Danmerkur um
næstu mánaðamót, og yrði henni
tæplega breytt. Hins vegar yrði
haldið áfram flugi milli Færeyja
og Islands.
60 tónleikar
á 7 vikum
t»orkeli boðið með tónlist
sína til Svíþjóðar
STOFNUN í Svíþjóð, sem köll-
uð er Sænsku ríkistónleikarnir,
bauð Þorkeli Sigurbjörnssyni,
tónskáldi, að koma til Sviþjóð-
ar til að kynna sína tónlist og
er Þorkell nú á tónleikaferð um
Svíþjóð með trió frá Islandi.
Þorkell Sigurbjörnsson.
Munu þeir leika 60 sinnum á 7
vikum víðs vegar um Svíþjóð.
Þorkell leikur sjálfur á píanó,
Ingvar Jónasson á fiðlu og
Gunnar Egiisson á klarinett en
Þorkell samdi sérstakt verk fyr-
ir þessa tónleikaför, sem þeir
flytja. Nefnist það „Kisum“.
Sænsku ríkistónleikarnir, sem
svo nefnast, bjóða árlega einu
norrænu tónskáldi til Svíþjóðar
Blaðaskákin
TA - TR
SVART. Taflfélag Reykjavíkur,
Jón Kristinsson og
Stefán Þormar Guðmunðsson
HVÍTT: Skákfélag Akureyrar,
Guðmundur Búason og
Hreinn Hrafnsson
10. a2—a4, c5xd4.
og kynna þá verk þess. f fyrra
var norska tónskáldinu Ame
Nordheim boðið. Flytja gestim-
ir tónlist sína í framhaldsskól-
um og víðar í Svíþjóð.
íslenzka trióið fór héðan 23.
janúar, en áður en tónlistarförin
um Svíþjóð hæfist, áttu þeir að
halda tónleika í Hasselbyhöll.
Þar ætluðu þeir að leika tónlist
eftir Jón Þórarinsson, Gunnar
Reyni Sveinsson og Þorkel Sig-
urbjörnsson.
Uppselt
á tvær fyrstu
danssýning-
arnar
AÐGÖNGUMIÐASALA hófst í
gær í Þjóðleikhúsinu að tveim-
ur fyrstu listdanissýndingum
Helga Tómassonar og fleiri
dansara. Voru seldir miðar að
sýningunum á föstudag og laug-
ardag í næstu viku og seldust
þeir upp á skömmum tíma.
Síðar verða seldiir aðgöngu-
miðar að öðrum tveimur liírt-
danssýningum, sem verða í
Þjóðleikhúsá'nu 14. og 15. febr-
úar n.k.
Fundur
á Brún
BORGFIRZKIR sjálfstæðis-
men/n þinga á Brún, í Bæjar-
sveit laugardagin’n 6. febrúar
klukkan 14. Ræðumenn verða
Jón Ámason, alþingismaður og
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra. Sjálfstæðismenn í Borgar
fjarðar- og Mýrasýslu eru vel-
komnár á fundinn. Að umræðu-
fundinum loknum verður hald-
inn aðalfundur sjálfstæðisféiags
ins og þar verða kosnir fulltrú-
ar á landsfund flokksins á vori
komanda.
— Aflinn
Framhald af bls. 28
þarna róa, að aflinn væri um og
yfir 100 tonin eftir 10—11 lagn-
ir. Sagði skipstjórinn ennfrem-
ur að engar verulegar frátafir
hefðu verið þar undanfarið af
völdum veðra.
„Örninn á í vök að verjast”:
67 ernir í landinu
— sex ungar komust upp 1970
EINS og undanfarin ár, var
á vegum Fuglavemdarfélags-
ins og Náttúrufræðistofnunar
innar haft nákvæmt eftirlit
með hafarnarstofninum 1970.
Á árinu komust upp 6 ungar
úr 5 hreiðrum. Sumarið 1970
var auk þess vitað um 19
hjón, sem héldu sig við varp-
svæði og af þeim gerðu 11
tilraun til varps, sem mis-
fórst af ýmsum orsökum.
Á íslandi er nú 51 fullorð-
inn öm, 10 ungir emir auk
6, sem upp komust 1970; —
talan er því alls 67 emir.
Reynslan hefur sýnt að
haföminn er með viðkvæm-
ustu varpfuglum Islands.
Varp heppnast því aðeins að
fuglinn verði ekki fyrir
neinu ónæði og að alls ekki
sé komið inn á varpsvæði
fyrr en í júnímánuð, en þá
fer eftirlit fram.
Síðan 1964 hafa komizt
upp 70 amarungar, flestir
1967, þá 17.
Dr. Fiinnur Guðmundsson,
forstöðumaður Dýrafræði-
deildar Náttúrufræðistofnun-
arinnar, hefur lokið ýtarlegri
skýrslu um dauða erni, sem
borizt hafa síðan 1940.
Það ár voru á safniinu 2
ernir, sem báðir voru skotn-
ir 1897, annar uppi í Mosfells
sveit, hinn við Klöpp í
Reykjavik og keypti safnið
þá á fimm krónur hvorn.
Frá 1940 til 1970 hafa borizt
25 arnarhræ. Um öruggar
dánarorsakir er þetta að
segja: 1 fónst í umferðarslysi,
1 flaug á háspennulínu, 1
flaug á símalíniu, 5 fundust
dauðir við eitrað hræ. 1 var
skotinn. Var ham.n sendur til
Bretlands til rannsóknar þar
eð hann var nýdauður er
kom á safnið. Hafði hann
verið skotinin með riffli cal.
22. Hafði kúlan farið gegn-
um kviðarhol fuglains og
valdið miklum ininvortis
blæðingum frá lifrinni. Það
vakti athygli að minna magn
var af skordýraeitri í fuglin
um, heldur en í nokkrum
þeirra ránfugla, sem rann-
sakaðir hafa verið hjá brezka
Náttúruverndarráðinu. Sá,
sem ber ábyrgð á dauða þess
fugls er ófundinn. Málið var
rannsakað af viðkomandi
sýslumanni, en ömiinm famnst
við alfaraleið. Líklegar dán-
arorsakir: 4 hreiðurungar
dóu af vosbúð vegna trufl-
ana af mannavöldum. 1 lenti
í olíu eða grút í fjöru, 1 var
líklega skotinn. Erfitt var að
greina dánarorsök hinna, þar
eð oft var um sjórekin hræ
að ræða eða langt um liðið
gíðan fuglinn drapst. Af 20
fuglum er aldursgreining
þessi: 8 kynþroska fullorðn-
ir. 6 ungir ókynþroska, en
eldni en 1 árs. 5 ungfuglar á
fyrsta ári. 1 ógreindur.
Auk þess er vitað um 1
fullorðinn örn, sem fórst í
dýraboga, en hræið týndist.
2 fuglum var hins vegar
bjárgað ósködduðum úr
boga.
Næstu áratugi verður reynt
eftir megni að hefta alla um-
ferð um varpsvæði arna og
það opinbera má ekki leyfa
útburð eiturs af neinni teg-
und, en aðeins með ströng-
ustu friðunaraðgerðum mun
hafarnarstofninum takast að
komast úr þeirri lægð, sem
hann hefur verið í síðan
eitrunarherferð var hafin
gegn honum á árunum 1880
ti'l 1910 eða reyndar til 1964.
(Frá Fuglaverndunarfélagi
íslands).
Fullvaxinn arnarungi
240 bandarísk-
ir stúdentar
— hefja Hafnarnám hérlendis
— I»jóðhátíð
Framhald af bls. 28
son, prófessor; Kristján Karis-
son, bófcmenintafiræðiingur; dr.
Steirngríimiuir J. Þorstemsson. pró-
dflessor, og Sveinn Skorri Fösk-
uildsson, próftessor.
í dómnefnd um Mjómsveitar-
verkið siltja: Dr. PáM ísói.fsson;
Ámi Kristjánisson, tónlistaristjóri
útvaxpsims; Björn Ólafsso'n, konis
ertm’eistari; dr. Róbert A. Ottós-
son, söngmélastjóri, og píanó-
lieikarimn Viliadrmiir Ashkenazy.
í nóimniefínd uim hátíðarmerkið
og myndskreytimgairnar eru: Bing
ir Filninisson, forsoti Samiednaðs
Aíþirugis; Haralidur Hanmes-
son, skjalavörður Seðliabankans;
Heiga B. Sveinb j omisdóttir,
teiknari; Hörður Ágús'tsson,
áklólastjóri, og Steimþór Sigurðs-
son, liistmálari.
Skilaáresitur á handritum að
þjóðhátíðarljóði og hljómisveitar-
verki er till 1. marz 1973 og á til-
löguim að Þjóðhát'áðarmerki og
smyndskreytimguffn til 1. nóvem-
ber 1971. Efnt verður til sýning-
ar á tililögum að mierkí og mynd-
gkreytiniguim, áður en þær verða
endurseind.ar höfundum
ÁÆTLUNARVÉL Loftleiða frá
Bandaríkjunum, Snorri Þorfinns-
son, var væntanlegur á Kefla-
víkurflugvöll í morgun með 240
bandariska stúdenta, sem hafa
hér tveggja daga viðdvöl áður en
ferðinni er haldið áfram til Kanp
mannahafnar. Þar munu þeir
sækja sérstakt námskeið, sem
haldið er við Hafnarháskóla frá
5. febrúar til 6. júní. Námsgrein-
ar eru fjölmargar, m. a. norræn
saga og bókmenntir.
Stúden'tarnir eru aH's 240, þar
af 170 stúlkuir og 70 piitar frá
74 háskóliuim og m'enotaskó.lium.
Hefur Háskólii íslands að nokkru
gkipulagt dvöl þeinra hér. Þann-
ig hefuir vorniámskeið þetta við
Hafnarháakóla verið iemgt og fs-
landskynningu 'oætt við.
í kvöld hefst dagskráin í Há-
gkóla íslands með ávarpi er Há-
skólaneikitor, prófeigsor Magnús
Már Lánusson, fflytiur. Því næ«t
fflytur dr. Þórir Kr. Þórðarson
erindi uim ÍSland, og loks blanda
bandarígkir stúdentar gieði við
ígienzka háakó’astúden.ta og ræða
áhugam'ál sín.
Fyrir hádegi næsta dag veirð-
ur farið í kymnisför um Reykja-
víkurborg og eftir hádegi til
Hveragerðis. Um kvöldið ki. 8
heflst svo „ske,m(mtidagdkrá“ að
Hótel Loftfleiðum, þar sem stúd-
emtarnÍT búa. Koma stúdentannir
þar fram og sýna listir stns
heiimalands í söng og lleik.