Morgunblaðið - 03.02.1971, Side 14
14
MOGRUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1911
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson.
Rítstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 12,00 kr. eintakið.
SKINHELGI
T grein, sem einn af ritstjór-
*■ um Þjóðviljans ritar í
blað sitt í gær, kvartar hann
undan því, að Morgunblaðið
hafi í hálfan annan áratug
a.m.k. reynt að sverta Þjóð-
viljann og beitt vísvitandi
ósannindum í þeirri baráttu.
Nefnir hann sem dærni skrif
Morgunblaðsins um afstöðu
Þjóðviljans til innrásarinnar
í Ungverjaland 1956, í Tékkó-
slóvakíu 1968 og til dauða-
dómanna yfir Gyðingunum í
Leníngrad 1970.
Morgunblaðið hefur í þess-
um efnum ekki sagt annað
en það, sem satt er og rétt.
Að þessu sinni verður það
ekki rifjað upp, heldur skal
annar maður leiddur fram til
svara, en það er fyrrverandi
tónlistargagnrýnandi Þjóð-
viljans, Leifur Þórarinsson,
tónskáld. Tíminn skýrir frá
því í gær, að Leifur Þórar-
insson hafi tekið að sér að
skrifa umsagnir um tónlist í
það blað og birtir stutt viðtal
við hinn nýja tónlistargagn-
rýnanda, þar sem hann gerir
grein fyrir því, hvers vegna
hann hafi horfið frá störfum
fyrir Þjóðviljann. í viðtali
þessu segir Leifur Þórarins-
son m.a.:
„Mér er þó engin launung
á því, að mér féll æ ver að
skrifa í Þjóðviljann vegna af-
stöðu hans til ýmissa þjóð-
mála og sérlega þeirrar skin-
helgi, sem gætir í skrifum
hans um ástandið í hinum
svokölluðu sósíalistísku lönd-
um, sérstaklega Sovétríkj-
unum. Ég býst við, að mælir-
inn hafi endanlega orðið
fullur við Solsjenitsyn-málið
og þegar ég frétti, að Evgeníu
Ginsburg hefði verið stungið
í fangelsið aftur. En endur-
minningar hennar úr hreins-
ununum á Stalínstímanum er
ein þeirra bóka, sem mest
áhrif hefur haft á mig, bæði
frá bókmenntalegu sjónar-
miði og sem persónuleg
harmsaga. Afstaða Þjóðvilj-
ans, blaðs, sem kennir sig við
sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingu og þjóðfrelsi, hefur ver-
ið það hikandi, ef ekki bein-
línis það afsakandi, að ég get
ekki skrifað fyrir það blað
lengur.“
Þessi ummæli Leifs Þórar-
inssonar hljóta að vekja
mikla athygli. Þetta er að
vísu ekki í fyrsta sinn, sem
listamaður hverfur frá störf-
um fyrir Þjóðviljann eða
þann flokk, sem stendur að
útgáfu hans. En orð Leifs
Þórarinssonar eru ekki sízt
athyglisverð einmitt nú
vegna þess, að Þjóðviljinn og
Alþýðubandalagið hafa reynt
að halda því fram, að þessir
aðilar væru horfnir frá fyrri
þjónkun við kommúnistarík-
in í austri. Hver er betur
dómbær um það að svo er
ekki, en sá maður, sem starf-
að hefur í tengslum við Þjóð-
viljann?
í raun og veru er niður-
staða Morgunblaðsins og
Leifs Þórarinssonar hin sarna
um afstöðu Þjóðviljans til
þess sem gerist í Austur-
Evrópuríkjunum, þótt ein-
hver blæmunur kunni að
vera þar á. Þess vegna eru
ummæli Leifs Þórarinssonar
bezta svarið við skrifum
Þjóðviljans í gær, þótt ein-
kennilegt sé, að þau skuli
bera upp á sa-ma dag. Ef til
vi-11 hefur ritstjóri Þjóðvilj-
ans rennt grun í hvað í
vændum va-r og þess vegna
setzt niður til þess að bera
blak af afstöðu Þjóðviljans
ti'l ofbeldisverknaða austan
járntjalds.
Rannsóknir á mengunarhættu
Oíkisstjórnin hefur nú til
athugunar tillögur um
samræmingu rannsókna á
sviði mengunarmála. Tillögur
þessar eru samdar af fram-
kvæmdanefnd Rannsóknar-
ráðs ríkisins og er þar m.a.
lagt til, að komið verði á fót
nefnd til þess að hafa þessa
samræmingu með höndum.
Slík mengunarnefnd mundi
í fyrsta lagi verða tengiliður
milli heilbrigðisyfirvalda og
rannsóknarstarfsemi varð-
andi mengunarmál. í öðru
lagi yrði verkefni nefndar-
innar að fylgjast vandlega
með öllum rannsóknum, sem
fram fara hér á landi á sviði
mengunar, vera til ráðuneyt-
is og gera tillögur um breyt-
ingar, ný svið eða eflingu
rannsó-kna. í þriðja lagi
mundi þessi nefnd láta heil-
brigðisyfirvöldum í té sér-
fræðile-ga umsögn um meng-
unarhættu í sambandi við
fyrirhugaðar framkvæmdir.
f fréttatilkynningu, sem
menntamálaráðuneytið hefur
birt um þetta mál, kemur
fram, að nú er unnið að
samnin-gu frumvarps til laga
um mengunarmál. Það er
vissulega orðið tímabært að
koma föstu formi á rann-
sóknir á sviði mengunarmála
og samræma það starf, sem
vinna verður á þeim vett-
vangi. Þess vegna er það
T j or ven-bí llinn
— hjálpartæki fatlaðra
HVERNIG er hægt að létta fötluðu fólki
lífið? Með heppilegri tilhögun íbúðar-
húsnæðis er því gert kleift að lifa eðli-
legu heimilislífi. Með endurhæfingu
undir læknishendi er því gert kleift að
vinna ýmiss kon-ar störf. En eitt vanda-
mál hefur reynzt sérlega erfitt viður-
eign-ar: Að finna heppilegt farartæki
handa fötluðu fólki, svo að það geti
ferðazt að vild utan dyra.
Venjulegir fólksbflar duga skammt,
því fatlað fólk, sem er bundið hjóla-
stólnum, getur ekki ekið hei-m. Með
-séristökum lagfæringum og breytingum
hafa þó margir bíl-ar ko-mið fötluðu
fólki að gagni, þ.e. því fólki, sem hefur
nægan handstyrk til að færa si-g sj álft
úr hjólastólnum í ökumannssætið. En
hinum, sem ekki hafla þenn-an hand-styrk,
hafa verið slíkar bjargir bannaðar nema
með aðstoð annarra.
I Svíþjóð hafa undanfarin þrjú ár
staðið yfir tilraunir með bíl, sem er
meðfærilegur fyrir hjóla-stólsbundið
fólk, og þarf það við notkun han-s aldrei
að fara úr stólnum.
Bíllinn, sem hér um ræðir, Tjörven,
er framleiddur í borginni Kalm-ar í Sví-
þjóð. Hann er að mestu úr plasti og eru
plasthlutarnir fr-amleiddir í Kalmar, en
undirvagninn og vélin koma frá holl-
enzku DAF-verksmiðjunum. Þessi bíll
er sénstaklega hannaður fyrir sæn-sku
póstþjónustun-a og hefur hann reynzt svo
vel, að danska póstþjónustan hefur nú
tekið hann í notkun.
Á vegum endurhæfingardeildar Mið-
sjúkrahússins í Kalmar hafa síðan ver-
ið gerðar ýmsar breytingar og lagfær-
ingar á einurn slíkum bíl, þannig að
hann mætti vera sem rneðfærilega-stur
fyrir fatlað fólk. Hurðirnar hafa verið
stækkaðar og se-t-t-ur við þær ratfmagns-
búnaður, þan-nig að einungis þarf að
ýta á hnapp til að opna þær og loka.
Sérstökum lyftibúnaði hefur verið kom
ið fyrir í bilnum, svo að hjóla3tól hins
fatlaða er lyft inn í bílinn á nokkrum
sekúndum, þar sem hann gegnir síðan
hlutverki ökumannssætis. Þessi lyftu-
bún-aður er sérsmíðaður fyri-r hvern
hjólastól.
Hægt er að nota rafknúinn hjólastól í
sambandi við þennan bíl. Hleðst þá naf-
geymir stólsin-s upp á meðan á akstri
bílsins stendur.
Bíllinn er mun hærri en venjulegi-r
fólksbílar, dyrnar og gluggar sérlega
stórir, þannig að hinum fatlað-a er mjög
auðvelt að komast inn í bílinn og út-
sýni er gott til allra hliða. Þá er bíll-
inn mjög meðfærilegur í akstri, léttur
í stýri og sjálfskiptur. Stýrisútbún-aður-
inn er auk þess sti'llanlegur eftir þörf-
um hvers og ein-s.
Hér sést lyftibúnaðurinn með stjórn-
arminum til hægri. Einnig sést stýris-
búnaðurinn vel.
Þen-nan bíl má einnig nota fyrir fatl-
að fólk, sem ekki getur sjálft ekið bíl.
Lyftibúnaðurinn er þá notaður til að
lyfta hjóla-stól þess inn í bílinn og sit-
ur það frammi í bílnum við hlið öku-
mann-s. Er það mikil breyting frá því,
sem áður var, þegar fatlað fólk var jafn-
an látið sitja í aftursæti bílsins og sá
því mun verr út en æskilegt hefði ver-
ið. En með þessari breytingu getur fatl-
að fólk nú notið útsýnisins mun betur
en áður.
Ef áhugi reynist nægilegu-r, verður
hafin framleiðsla í smáum -stíl þó, á
þessum bíl fyrir fatlaða. Verð hans er
áætlað um 200—230 þúsund krónu-r. All-
ar upplýsingar veita Endurhæfingar-
deild Miðsjúkrahússins í Kalmar og
Kal-mar Verkstads AB, Kalmar, Svíþjóð.
Lyftibúnaður lyfir hjólast ólnum inn og út úr bíinum.
fagnaðarefni, að ríkiss-tjó-rnin
vinnur nú að tillögugerð til
Alþingis. ísland er eitt þeirra
landa í heiminum, sem enn
hefur ekki crðið óþyrmilega
fyrir barðinu á mengun. En
til þess að svo megi verða í
framtíðinni er n-a-uðsynlegt,
að me-ngunarmálin verði tek-
in föstum tökuim nú þegar og
að því er nú unnið af hálfu
ríki-sst j órnarinmar.