Morgunblaðið - 03.02.1971, Page 24

Morgunblaðið - 03.02.1971, Page 24
24 MOGRUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1971 BLÓÐ- TURNINN f . . 3 . . er nú búinn að drekka teið sitt og er farinn, sagði hún. -— Kannski hann sé hinum megin á ökrunum. En það er bezt, að þið talið við manninn minn. Hann bað mig að láta sig vita undir eins og þið kæmuð. Hún opnaði síðan dymar að auðu og fátæklegu eldhúsinu og bauð þeim inn. — Ég ætla að ná i Tom, sagði hún. Hún skellti siðan hurðiruai og skokkaði eftir hellunum í gang- inum. Skömmu seinna heyrðist argandi rödd hennar kalla? — Tom, Tom, fulltrúinn er kominn og vill tala við þig. — Þetta er frú Chudley, út- skýrði Appieyard. — Tom er maðurinn hennar, bóndinn. Svo eru börnin — Vera átján ára og Walter, sem er enn í skóla. Ég hefði nú viljað tala fyrst við drenginn, en það er víst ekkert við því að gera. Nú, þarna virð- ist Chudely vinur okkar vera að koma. Þungt fótatak nágiaðist og hurðinni var hrundið upp. I dyrunum stóð maður, meðal- hár vexti, í mjaltasloppi, sem hafði einhvern tíma verið hvítur. Maðurinn var stirðvaxinn og önnur öxiin hærri en hin, hand- leggirnir langir og ólánlegir og fingurnir stuttir. Svipurinn var illilegur og augun lítii og lágu djúpt. Hárið hékk ógreitt niður á ennið og hann hafði sýnilega ekki rakað sig þann daginn, því að kjálkarnir voru þaktir grá- ýróttum skeggbroddum. Hann stóð þarna i dyrunum vandræðalegur og tvísteig. — Jæja, hvað viljið þið mér? urr- aði hann loksins. — Við viljum vita, hvernig Caleb Glapthorne týndi lífi, svaraði Appleyard í ströngum tón. Chudley kom nú inn í eldhús- ið og studdi höndum á borðið. — Hvernig ætti ég að vita það? sagði hann hranalega. — Ekki var ég viðstaddur þegar það gerðist. Ég var að moka upp úr skurðinum í akrinum lengst í burtu, hálfrar mílu veg héðan að minnsta kosti. — Hvenær gerðist þetta, hr. Chudley? spurði Appleyard hóglega. — Það veit ég ekkert um, svaraði Chudley. — Ég var ekki þarna viðstaddur, eins og ég var að segja. — En þér voruð rétt að segja, að þér hefðuð verið við akurinn lengra burtu, þegar það gerðist. — Já, vitanlega. Ég var bú- inn að vera þar síðan eftir mat. Og ,þá var klukkan um tvö eins og konan mín getur sagt ykkur, ef þér kærið yður um að spyrja hana. — Hvernig vitið þér, að Glapthorne hafi ekki verið dá- inn fyrr. — Af því að ég sá hann ganga yfir akurinn með byssu um öxl, rétt eftir að ég byrjaði að vinna. Og ég heyrði skotin, sem hann hleypti af, sjálfsagt í hálftima eftir það. — Hve mörg skot heyrðuð þér? — Það er nú ólíklegt, að ég færi að telja þau. Kannski ein sex kannski fleiri. — Hvernig fréttuð þér fyrst um slysið? — Drengurinn minn, hann Wally, kom til mín þar sem ég var að vinna. Hann sagðist hafa verið að koma heim úr skólanum og hefði séð Glapthorne liggja á jörðinni uppi við turninn með andlitið skotið af og alblóðug- an. Hann sagðist hafa sagt mömmu sinni frá því og hún hefði hringt í lækninn og sent Wally til að sækja mig. — Og hvað gerðuð þér þá? spurði Appleyard. Nú, ég fór heim með Wally og hitti þá Bill Homing úr Klaustrinu, sem var að sækja mjólk, eins og hann hefur gert undanfarna daga. Konan var búin að segja Bill frá því sem gerzt hafði og hann ætlaði alveg að hníga niður. Og hún sagði, að læknirinn hefði ekki verið heima en hún hefði beðið fyrir skilaboð til hans um að koma undir eins og hann gæti. Svo sagði ég við Bill Homing, að það væri bezt að við flyttum Glapthome hingað, svo að læknirinn gæti stundað hann almennilega. — Þér bjuggust þá ekki við að finna hann dauðan? — Hvernig átti ég að vita, hvort hann var lífs eða liðinn? Wally hafði ekki aðgætt það. Hann tók bara til fótanna og sagði mömmu sinni, hvað hann hefði séð. Það er ekki hægt að búast við öðru af barni á þeim aldri. — Og þér tókuð Horning með yður þegar þér fóruð að sækja Glapthorne? — Já, auðvitað. Það er nú varla hægt að búast við, að ég gæti borið hann einn. Sannast að segja áttum við tveir fullt í fangi með það. Við tókum með okkur bárujámsplötu til að bera hann á, og það var eins gott, því að annars hefðum við aldrei komizt með hann. —Þér hafið náttúrlega strax séð, að hann var dauður? — Já, það gat nú lítiil vafi leikið á því. Enginn maður hefði getað lifað með höfuðið svona mölbrotið. -— Og þér ákváðuð samt að flytja hann hingað? — Það hefði nú ekki verið rétt að skilja hann þama eftir handa krákunum að narta í, eða hvað? Við Bill komum honum upp á plötuna og bárum hann hingað. Og áttum fullt i fangi með. Bill er nú ekki beinlínis fær um neina erfiðisvinnu. — Gerðuð þér yður nokkra grein fyrir því, hvernig hann hefði hlotið þennan áverka? — Hvernig hann leit svona út? Það var nú ekki mikill vafi á þvi. Þarna var byssan og skeftið lá á einum stað og hlaupið, allt klofið, á öðrum. Hún hlýtur að hafa sprungið þegar hann hleypti af. Það er lítill vafi á því. — Þér snertuð ekki á byss- unni eða gerðuð neitt við hana? — Ekki aldeilis. Við höfðum nóg að hugsa að flytja líkið, þó að við færum ekki að skipta okkur af byssunni. Svo settum við það á tvo kláfa héma í hlöðunni, eins og þér hafið séð, og ég tók ábreiðuna af rúminu minu og breiddi yfir hann. Síðan liðu ekki nema nokkrar mínútur áður en lækn- irinn kom. — Hvar lá líkið? spurði Appleyard. — Uppi í móanum, ekki meira en hundrað skref hérna megin við turninn. Ég skal fylgja ykk- ur þangað, ef þið viljið bíða þangað til ég er búinn að mjólka. — Ég held ekki að við þurf- um að tefja fyrir yður, sagði Appleyard. — Við getum víst hæglega fundið staðinn sjálfir. — Já, þið verðið ekki lengi að því. Þið gangið upp eftir stígnum þangað til þið finnið skarð i girðinguna tii vinstri. Þar farið þið í gegn og gangið svo beint yfir móann í áttina að turninum. En áður en þið komið að honum sjáið þið blóðblett á jörðinni og svo leif- amar af byssunni. Og nú þarf ég að fara að mjólka aftur. Ég er þegar orðinn klukkutíma of seinn, út af öllu þessu standi. Síðan staulaðist Chudley út, úr eldhúsinu og eftir gangin- um að útidyrunum. Appleyard og Jimmy fóru sömu leið út og þeir höfðu komið og yfir húsagarðinn að akbrautinni og gengu spölkom eftir henni þegjandi. Fyrst er þeir voru komnir úr heyrnmáli frá bæjarhúsinu, rauf Jimmy þögn- ina. — Chudley vinur okkar virð- ist ekki taka sér þennan sorgar- atburð sérlega nærri, sagði hann. —Nei , sennilega ekki. Af ýmsu sem ég hef heyrt get ég ráðið, að Caleb Glapthome og honum hafi komið fjandalega saman undanfarið. — Hver er þessi Bill Horning sem Chudley var að tala um? — Þeir Glapthornefeðgar Atvinna óskast 19 ára stúlka með gagnfræðapróf óskar eftir atvinnu á skrifstofu- eða við verzlunarstörf. Upplýsingar í sima 13246. Lögtak Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úr- skurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðn- um frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söiuskatti af skemmtunum, gjöldum af innlendum tollvöru- tegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, söluskatti fyrir nóvember og desember 1970, svo og nýálögðum viðbótum við söluskatt, lesta-, vita- og skoð- unargjaldi af skipum fyrir árið 1971, skipulagsgjaldi af ný- byggingum, almennum og sérstökum útflutningsgjöldum, afla- tryggingasjóðsgjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skips- höfnum ásamt skráningargjöldum, Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 2. febr. 1971. kalla hann bryta, skilst mér. En sannast að . segja er hann og konan hans eina þjónustufólk- ið þarna í Klaustrinu. Hverjir eru í þessari Glapthornef jölskyldu ? — Það er faðirinn og tveir synir, eða einn, ætti ég heldur að segja, nú þegar Caleb er all- ur. Gamli maðurinn er farlama. Fékk slag yfrir nokkrum árum og hefur aldrei náð sér eftir það. Hann er alveg máttlaus öðrum megin og það verður að aka honum í hjólastól. Caleb var eldri sonurinn og átti heima hjá honum í Klaustrinu. Hinn sonurinn, sem er kallaður Ben, er talsvert yngri. Hann er lítið heima, þar sem hann er vélstjóri á skipi. Nú, þetta er víst skarð- ið í girðingunni, sem Chudley var að tala um. Þeir gengu gegnum skarðið og voru nú komnir á víðlent óræktarland, sem lá hallandi upp að turninum. Mestur hluti þess var vaxinn lyngi, en ein- stöku blettir með grófgerðu grasi innan um. Óljós troðning- ur lá frá skarðinu í girðing- unni í áttina að turninum í krókum og krákustígum milli lyngtoppanna. Þeir gengu eftir þessum stíg allt þar til Appley- ard, sem var á undan, stað- næmdist snögglega. — Hananú! sagði hann og benti um leið. —Sjáið þér þennan brúna blett i grasinu, beint framundan? Þetta er áreiðaniega staðurinn. Þeir komu að bletti i hallan- um þar s*n grasblettur, þraut- nagaður af kanínum, var eins og gróðurblettur í lyngbreiðunni. Næstum í miðjum grasblettinum var blóðblettur óreglulegur að lögun og nú upplitaður af sept- embersólinni. í sex skrefa fjar- lægð frá þessum bletti lá skefti af tvíhleypu, en annað hlaupið hékk ennþá við það. Hitt hlaup- ið lá í álíka fjarlægð frá blett- inum, en í annarri átt. Appleyard gætti þess vel að rugla ekki neinum hugsanlegum fingraförum, er hann tók lausa hlaupið og síðan athuguðu þeir það í félagi. Það var með hálfs þumlungs rifu ofan til, og sprengingin hafði sýnilega rifið það laust frá hinu. Þegar Jimmy kikti gegn um hlaupið, sá hann, að innan á því var þunnt lag af einhverju svörtu, sem líktist mest lampasóti. Hann benti Appleyard á þetta. — Þetta er ólíkt öllum óhreinindum, sem sjást í byssu- hlaupi, sagði hann. —- Já, það likist meira óhrein- indum eftir svart púður, sam- þykkti Appleyard. — En ekkert svart púður gæti sprengt svona byssu. Og svo er annað, sem ég vildi benda á í sambandi við hlaupið. Byssa springur oft ef munninn er stíflaður af skít eða einhverju þvíumlíku. En að undantekinni þessari svörtu húð, sem þér sáuð, er hlaupið algjörlega hreint. — Víst er það. En nú skulum Hrúturinn, 21. niarz — 19. apríl. Það borgar sig að byrja upp á nýtt og nota til þess uppi- st.öðu verka þeirra, er þú vannst í gær. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Einhyer kona. sem þú hefur samband við er glöggskyggn, en þú vcrður að iesa úr fréttum hennar sjálfur, velja og hafna. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Nú er um að gera að standa upp úr og vera ráöagóður. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Það borgar sig að vera léttur í lund, þótt annríki sé mikið. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú getur notað þéí þær hugmyndir, scm þú fékkst í gær og studdist við, cf þú gcrir smábreytingar. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þú getur núna rcynt að ná I fólk, sem þú vilt starfa með. Vogin, 23. september — 22. október. Þú færð nýtt tækifæri I starfi, ef þú kemur hreint fram. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvembev. Dulbúin trúnaðarstörf bíða þín. Taktu vel eftir. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Nú skaitu gera þig liklcgan til að taka við stjórninni. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Byrjaðu daginn snemma og skrifaöu hjá þér, hvað þú ætlar að gera. og flkraðu þig svo niður eftir listanum f dag. Þetta er gott ráð, og hefur gefizt vel. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reyndu að koma samningum I kring á næstunni. l iskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú skaJt ekkl miklast af verkum þínum f dag. Betra er að vinna að skipulagningu og fjárfestingu fram i tfmann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.