Morgunblaðið - 04.02.1971, Side 3

Morgunblaðið - 04.02.1971, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1971 3 UM 40 listamenn inunu efna til samkomu i Háskólabíói n.k. sunnudag kl. 17. Samkoman er haldin til þess að láta í ljós stuðn ing við málstað náttúruverndar- manna í Suður-Þingeyjarsýslu. Engin formleg samtök standa að þessari samkomu þar sem flutt ar verða ræður og skemmtiefni úr ýmsimi áttum, en ailt dag- skrárefni samkomunnar verður beint og óbeint i sambandi við Nokkrir af forsvarsmönnum fundarins um náttúruvernd. Samkoma til efling- ar náttúruvernd 40 listamenn koma þar fram næstkomandi sunnudag á vegum almannasamtaka náttúnivernd. Áhugamenn um þessi mál standa fyrir skemmt uninni og verður aðgangseyrir kr. 250. Þeir náttúruvemdar- menn. sem standa fyrir skemmt- nninni sögðu á blaðamannafnndi í gær að megintilgangurinn með samkonmnni væri sá að veita náttúruvemdarmönnum og land- eigendtim á I.axársvæðinu sið- ferðilegan stnðning, en það fé sem safnast, vcrður af- hent samtökum landeiganda í fundarlok. Það kom jafnframt fram á blaðamannafnndinum að barátta Laxárbænda befur kost- að hundruð þúsundir kr. og ekki er útséð um endalok í þeim efn- um. SAMBAND islenzkra loðdýra- ræktenda S.f.L. var stofnað sl. sunnudag á Hótel Sögu. Á stofn- fundinum voru mættir. fulltrúar frá öllum þeim 8 aðilum sem fengið hafa leyfi til loðdýrarækt unar hérlendis, en tilgangur sam bandsins er sá að skapa tengsl og samstöðu sambandsfélaganna til eflingar loðdýraræktun í Jandinu með fræðslustarfi. Einn- ig stuðli sambandið að kynbót- nm loðdýra og fjárhagslegnm vexti loðdýraræktar og gæti Jiagsmuna atvinnugreinarinnar Aðalræðumaðurinn á sunkom- unni verður Gunnar Gunnarsson skáld. f fréttatilkynningu um nátt- úruverndarfundinn segir m.a.: Það var eðlilegt að leita til Gunnars skálds Gunnarssonar um að halda aðalræðuna á þess- um mannfundi, því hann vakti fyrstur íslenzkra rithöfunda máls á mengunarhættunni, og illri meðferð á landi voru, í af- mælisspjalli í útvarpi, þegar hann varð 75 ára. Síðan hefur hann notað hvert tækifæri tii að brýna þessa hættu fyrir lands mönnum, og síðast í vor sem leið hleypti hann af stokkunum sérstökum útvarpsþáttum um í hvivetna. Á fumddirauim á summiudiagiinin voriu sacrnþykkt lög fyriir saim- bamdið og stjórn kosiin. Bft.irfair- aindi menn vom kosmár í Stjóim: Ásberg Sigurðsson, -sAfþimgnsimiaíð- uir, Reykjavík, fonmaður, Jóin MagniúiSisom hrfl. Reyikjavák, Jóm- as Halfldórssom, bómdi, SvaP.bairös strömd, og Ásgeir Pétumssom, bú- stjóri, Reykjavik, em í vamaisJtjóm vom kosnir Adolf Björmssom rafveitusitjóri, Sauöáir'kiróki c-g Haflflgrímiur HalfligriimsíSioin, bú- stjóri, Akramiesi. Gunnar Gunnarsson, skáld. mengun, sem fluttir voru viku- lega, um tveggja mánaða skeið. Það lá jafn beint við að fá dr. Finm Guðmundsson fuglafræðing til að halda ræðu á þessum fundi, vegna sérþekkingar sinn- ar og einbeitni í baráttu fyrir verndun óspiiltrar náttúru iands ins. Þessir menn, eins og allir aðr- ir, sem koma fram á samkom- unni, tala þar af persónulegum áhuga fyrir máistaðnum, en hvorugur þeirra gerist með þessu forsprakki fyrir neins kon- ar samtökum um framhald að- gerða í málinu. Það eru allir þeir, sem fram koma í dagskránni á sunnudag- inn kemur, sem að samkomunni standa, og raunar enn fleiri menn en þeir eru þessir: Gunnar Gunnarsson, skáld. dr. Finnur Guðmundsson, fuglafræð ingur, Guðmundur Jónsson, Landssamband loð- dýraræktenda stofnað óperusöngvari, leikararnir Briet Héðinsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Baldvin Halldórsson, Flosi Ól- afsson, Gisli Halldórsson og Gunnar Eyjólfsson, Þjóðlagatri- óið „Þrjú á palli", þau Edda Þór arinsdóttir, Tróels Bemdtsen og Halldór Kristinsson. Magnús Ingimarsson hljómsveitarstjóri, Ólafur Vignir Albertsson pianó- leikari, Leifur Þórarinsson, tón- skáld, sem hefur samið og æft sérstaka hljómlist fyrir samkom una með hljómsveitinni Náttúru, sem þarna kemur fram, en i hljómsveitinni eru: Sigurður Rúnar Jónsson, Sigurður Áma- son, Pétur Kristjánsson, Björg- vin Gíslason og Ölafur Garðars- son. Náttúra flytur þarna með- al annars tónverkin, sem bönn- uð voru i sjónvarpinu, eins og frægt er orðið, og svo frumsam- ið iag eftir Leif, við ljóð eftir Þorstein frá Hamri, sem náttúr- lega fjaUar um málið. Homá- flokkurinn Haukar, 10 manna lúðrasveit, skipuð náttúruvernd- armönnum úr þremur stærstu lúðrasveitum Reykjavíkur, — fiokkur hljóðfæraleikara stofn- aður sérstaklega fyrir samkom- una, mun leika undir stjórn for- manns tónskáldafélags Islands, Jóns Ásgeirssonar. Kynnir verð- ur Jón M. Árnason og blaðafull- trúi samtakanna er Ásgeir Ing- óifsson. Allt þetta fólk gefur náttúr- lega vinnu sina, beinlinis vegna þess að það viil leggja náttúru- verndarbaráttunni iið. Þá eigum við ótalda ýmsa fJeiri, sem leggja okkur lið: Friðrika Geirsdóttir hefur gert auglýsingaspjöldin, sem Grafik prentar og gefur, GuðjónÓ gef- ur prentun á aðgöngumiðum, sem forsala er þegar hafin á í Bókaverzlun Lárusar Blöndal á Skóiavörðustíg, hjá Sigfúsi Ey- mundssyni i Austurstræti og í Bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi. VETRAR- ÚTSALAN SÍÐASTI DAGURíí! í TVEIM VERZLUNUM * MAXI OG MIDI KAPUIR FRA 1.990 — * FÖT MEÐ OG AN VESTIS FRA 3.400,— * MINI — MIDI — MAXI KJÓLAR FRA 600,— * JERSEY-BLÚSSUR FRA 600 — * SlÐAR PEYSUR FRA 1 400 — * STAKIR JAKKAR FRA 1.500,— LÁTIÐ EKKE HAPP ÚR HENDI SLEPPA ENNÞÁ ER H/EGT AÐ GERA MJÖG GÖÐ KAUP T. D. STAKSTEINAR Gömul vinkona Þérir S. Gröndal ritar skemmtilegt bréf frá Harrisburg í Tímann í gær og um það má segja, að öllu gamni fylgi nokk ur alvara. Hann segir: „Héma í henni Ameríku, hefur það gerzt á síðasta ári, að almúgi þjóðar innar uppgötvaði verðbólguna fyrir alvöru. Verðlag hækkaði meira á því ári, en mörg und anfarin ár, og fólk talaði um fátt annað heldur en okur i búðum og versnandi kjör. Nix on greyið var sífellt að lofa að ganga að bóigunni dauðri, og virtist þjóðin trúa honum að minnsta kosti til að byrja með. Við landar hér glottum náttúr- iega í laumi, því við þóttumst þekkja hér gamla vinkonu, þótt ekki væri hún alveg eins bólgin og bústin eins og frænka hennar af íslandi. Það sorglegasta af öUu þessu er það, að banda- ríska þjóðin er skelkuð við verð bólguna og hagar sér í öllu öf- ugt við það, sem þaulvant verð bólgufólk mundi gera. Sparifjár myndun <hafið þið nokkum tíma heyrt annað eins?!) hefnr aukizt mikið, sala fasteigna og bíla gengur hægt, sala smásölu varnings, svo sem rafmagns- tækja og sjónvarpa hefur minnk að og útlán bankanna hafa dreg izt saman. Ég veit, að ykhur þykir þetta jafngrátlegt og mér. Það er reyndar alveg ótrúlegt, að fólk skuli geta verið svona illa að sér í verðbólguvísind- ura". íslenzki Verð- bólguskólinn Og Þórir S. Gröndal helður áfram: „Að vel athuguðu máli hef ég ákveðið, að það sé skylda okkar fslendinga að koma banda rísku þjóðinni til aðstoðar á þessum þrengingartímum henn- ar. Ég hef stofnað íslenzka verðbólguskólann (Iceland school of inflation) og vinn nú að undirbúningi stofnunar deilda í 69 stærstu borgum landsins. Skóli þessi verður snið inn eftir hinum fræga skóla, sem kenndur er við Dale Cam- egie. Námskeið verða halðin fyrír almenning, þar sem kennd verða hin ýmsu fræði, er lúta að því að kenna fólki, hvernig það geti riðið verðbólguöldunni, í stað þess að láta hana kaffædh sig. Á næstu vikum mun ég ráða um 200 íslenzka kennara til þess að hafa með höndum alla kennsla í námskeiðunum." Auglýsingar fyrir skólann 0§ loks segir höfundur: „Nokkrir útvaldir verða fengn- ir til þess að koma fram í aug- lýsingum fyrir skólann. Þær verða birtar í útbreiddustu blöðum, eins og Time og News- week. Ég sé fyrir mér mynd af hraustlegum íslendingi með roða í kinnum standandi fyrir fram- an nýtizkulegt einhýlishús. Fyr- ir neðan myndina gæti staðið: Ég er Jón Jónsson, verkamaður af ísiandi. Fyrir 10 árum var ég illa á mig kominn og átti ekki bót fyrir rassinn á mér. Ég lifði í sífelldum ótta við verðbólguna og svaf ekki nætur út af áhyggj um um efnahagslega framtið mina. Þá lærði ég fvrir tilstUli verðbólguskólans að sigrast á ótta mínum með því að nema þau fræði, sem kenndu mér að notfæra mér verðbólguna. Ég steypti mér í skuldir upp fyrtr höfuð, íærði að fleyta mér á víxlum og fylia út skattskýrslur á réttan hátt. Núna á ég þetta hús, nýjan bíl og ég sigli árlega með fjölskylduna og ég sef vel um nætur, því ég hef ekki áhyggjur af neinu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.