Morgunblaðið - 04.02.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.02.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUK 4. FEBRÚAR 1971 13 PEYSUR NÁTTFÖT Jón Sveinsson, tæknifræðingur: Tæknifræðimenntun og ein okunarkröfur arkitekta - Bjarmaland 1. — Dæmi um hug-arsmíð tæknifraeðings .'••• v -—.v,,x .v v.. , m- •• AÐ GEFNU tilefni, þ.e. vegna framkominna tillagna um breyt- ingu á 11. grein byggimgarsam- þykktar Reykj avíkurborgar og verulega skerðingu á rétti tækni fræðiínga og byggingaverkfræð- inga er ástæða til að eftirfar- amcii sé dregið fram fyrir al- menmingssjónir, þar sem það varðar valfrelsi og fjármuni allra þeirxa sem láta teikna fyr ir sig hús. Auk þess varðar þetta alla skattborgara sem greiða kostn- að af gerð allra opinberra bygg inga á Reykjavíkursvæðinu, en fullyrða má að miklu getur mun að á kostnaði og notagildi bygg inga, hvort þær eru vel hann- aðar á teikniborðinu eða miður vel leystar, jafnvel svo að loft pressan verður mest áberandi verkfæri á byggingarstað eftir að, húsið hefur verið steypt upp og farið er að vimna að frágangi þess. EINOKUN Það hefir nýlega komið fram í blöðum að samkeppni um hug myndir að hjónagarði við Há- skóla íslands var aðeins bundin við hugmyndir félaga í Arki- tektafélagi íslands, en hugmynd ir Byggingatæknifræðinga og byggingaverkfræðinga ásamt öll um öðrum hugsanlegum hug- myndum voru útilokaðar. Þann ig hafa margar samkeppnir und Blaðburðar- íólk óskast í eftirtalin hverfi: Suðurlandsbraut Vesturgötu 1 Tjarnargötu Talið við afgreiðsluna í síma 10100 anfarin ár verið einokaðar af fá um íslenzkum arkitektum en hugmyndir annarra aðila sem lokið hafa embættisprófum í byggingafræðum eru með regl um útilokaðir þótt þeir kynnu að eiga beztu hugmyndina. Þetta er einokunaraðstaða sem Arkitektafélag íslands hefir skapað félögum sínum einhliða — en ekki neitt sem aðrir sér- fræðingar eða almenniingur hef ir óskað eftir. Kostnaðurinn er greiddur af almanna fé. Ef skoðuð eru sum fallegustu hverfi Reykjavíkurborgar og ná grennis, kemur í ljós að almenn ingur í landinu hefir oftar valið byggingatæknifræðinga til að teikna fyrir sig húsin og gildir það jafnt um láglauna- og há- launafólk. Þetta er ekkert undarlegt því menntun byggingatæknifræðinga er byggð á 4ra ára iðnnámi og löngu (en ekki stuttu) bóklegu námi sem skapar sameiginlega mjög heppilega menmtun. Að gefnu tilefni er sýnd eftir farandi tafla um stundafjölda við nám í verkfræði, akademíu verkfræði og tæknifræði í Dan mörku, en nám arkitekta er wvip að verkfræðinámi að tímatölu. Samkvæmt „Ingeniþr og bygn ingsvæsen" 1963. Verkfræði (civilingeniþr) 4.561 stundir 86,8%. Akademiuverkfræði (Akademiingeniþr) 3.682 stundir 69,7%. Tæknifræði (Teknikum-ingen.ipr ) 5.280 stundir 100,0%. Tölur fyrir þessar greinar hafa liækkað árið 1969 þannig: Verkfræði (civiiling.) 5157 stundir. Akademiuverkfr. (Akademiing.) 3.960 stundir. Tæknifræði (Tekningkuming.) 6.120 stundir. Svipaðar tölur eru frá þýzk um skólum. Þessar tölur hrekja þá staðhæfingu sem beitt hefir verið til þess að fá vinnurétt- indi tæknifræðinga skert, að nám þeirra sé stutt. Með áöurnefndar staðreyndir í huga mætti því fremur draga þá ályktun að hvötin til skerð ingar réttinda tæknifræðinga værí einokunarhneigð arkitekta á þröngum markaðþ sem tækni- fræðingar hafa í dag meirihluta á. Eðlilegra mætti teljast að áð urnefndir hópar tæknimennt- aðra marana tækju höndum sam an til þess að vinna landi sinu gagn, sjálfum sér til sóma og virðingar og hætta að reyna að skapa sér einokunaraðstöðu sem alltaf hefir leitt til stöðnunar og böls, engu síður en einræði í stjómarfari þjóða. - I' r WSMfi ANDERSEN 8 IAUTH HF Laugavegi 39 og Vesturgötu 17 Skrifstofa vor veröur lokuð fimmtudagirm 4. febrúar kl. 14.00—16.00 vegna jarðarfarar Agnars Braga S monarsonar. PAPPÍRSVÖRUR H/F. Stangveiðimenn Húseyjarkvísl í Skagafirði er til leigu n.k. veiðitímabil. Tjlboðum sé skilað fyrir 1. marz til Sigurðar Óskarssonar Krossanesi, sem gefur upplýsingar. Sími um Varmahlíð. STJÓRNIN. HliSEACHAVEmilN GUSMUNDAR 6UDMUNDSS0NAR Frábært úrval húsgagna! Komið og sjéið landsins stærsta úrval af sófasettum. Höfum einnig svefnherbergishúsgögn, ásamt norskum andadúnssængum, borðstofusett, kommóður, pinna- stóla. skatthol, fataskápa, skrifborð o. m. fl. Greiðsluskilmálar sem allir ráða við. Húsgagnaverzlun Guðm. Guðm., Skeifunni 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.