Morgunblaðið - 04.02.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.1971, Blaðsíða 4
 i > i 4 Mjl BÍLA LEItíA X MOAIAJItf mw/uifí BILALEIGÁ HVEHFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna -VW svefnvagn VWðmanna-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergsta3astræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGAN BLIKI ht. Simi 5-18-70 NÝTT VETRARGJALD NÝIR BÍLAR. Heimasímar 52549, 50649. Nýiar gerðir af pokabuxum og midi-pilsum úr glansandi velour. Tízkulitir. Stærðir: 4 til 38. Opið til kl. 10 í kvöld í Skeifunni 15. MORGUNBLA.ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1971 § íþróttafréttir sjónvarpsins Hér er bréf, sem legið hef- ur góða stund í bunka Vel- vakanda, frá manni, sem kall- ar sig „Sjónvarpsrýni": „Velvakandi: Mig langar til þess að koma því áleiðis til forráðamanna sjónvarpsins, að tekin verði aftur upp gamla venjan með að hafa íþróttafréttir í lok fréttatímans næst á undan veðurfréttum. Ég dreg ekki í efa, að þær séu góðar, — a.m.k. horfa krakkarnir á mínu heim- ili alltaf á þær, en þær eru samt ekki fyrir allra smekk. Ég nenni hvorki að horfa á xþróttafréttir né veðurfréttir, hvað þá auglýsingar, svo að mér finnst ágætt að eiga frí frá sjónvarpinu (ná mér í kaffi og pípu o.s.frv.), þegar alvöru- fréttir eru búnar og fram að þvi, að dagskrá kvöldsins hefst, þyki mér fyrsta atriðið þess virði að horfa á það. En með þvi að blanda íþróttafrétt- unum inn í almennar fréttir, neyðist ég til þess að hanga yfir þeim. Þeir, sem á annað Bílaáklæði — bílaáklæði Framleiðum áklæði í allar tegundir bíla. Úrvalsefni. REYNIÐ VIOSKIPTIN. VALSHAMAR HF., Lækjargötu 20, Hafnarfirði, sími 51511. ÍBÚÐASKIPTI Vönduð sérhæð 4ra til 6 herb. óskast í Vesturborginni í skiptum fyrir íbúðarhæð á Högunum. Á hæðinni er nú 2ja og 3ja herb. íbúð. Getur veríð ein íbúð 5 herb. Einnig koma til greina skipti á vandaðri 5 herb. íbúð á 3. hæð í Háaleitishverfi. Nánari upplýsingar gefur AGNAR GÚSTAFSSON HRL., Austurstræti 14, Simar 21750, 22870. Höfum fyrirliggjandi: rafmagnsáhöld Hand-hrærivélar Brauð-hnífa Kaffikvarnir Hrærikönnur Hárþurrkur. Jón Jóhannesson & Co. uniboðs- og heildverzlun Sími 15821. borð horfa á þær í lok fréttatímans og í honum miðj- um. Þetta finnst mér, að ætti að vera alveg sjálfsögð þjón- usta, sem engum getur veríð til ama, en mörgum til þæginda, sem engan áhuga hafa á íþrótt- um.“ Þetta segir „Sjónvarpsrýnir" í bréfi sínu og reyndar ýmis- legt fleira, 9em ekki verður birt að sinni a.m.k. § Lögreglumenn eða lögregluþjónar? Hér er annað bréf allgamalt frá J.G.: „Kæri Velvakandi: Er ætlunin að leggja niður núverandi starfsheiti þeirra, sem hér halda uppi lögum og rétti, þ.e. orðið „lögreglu- þjónn“, en taka í þess stað upp orðið „lögreglumaður“? Mér virðist þess vera farið að gæta hjá lögregluþjónum sjálfum, að þeir haldi, að „lög- reglumaður" sé eitthvað fínna starfsheiti, sem er þó vitanlega alger misskilningur. „Lög- regluþjónn“ er fallegt orð og á að gefa raunsanna mynd af störfum þessarar stéttar, — að hún þjóni lögum og reglum. Blöð og útvarp eru farin að nota nýja orðið í töluverðum mæli, og er það miður. í munni almenninga er lögregluþjónn líka vinalegra orð en lögreglu- maður, enda hafa þeir tek- ið eftir því, sem skrifa illa um lögregluna (í vissum blöðum aðallega): Þeir kalla lögreglu- þjónana alltaf lögreglu- menn, þegar þeir eru að læða því að hjá fólki, að þeir séu grimmir og heimskir beljakar,, hálfgerðir fasistar. Þeir finna réttilega, að hlýlegri svipur er á gamla heitinu." — Niðurlagi bréfsins er sleppt. § Ábyrgð tannlækna Nína Gaufadóttir skrifar frá Paris: „Til Velvakanda, Morgunblaðinu. 1 haust er leið rétt áður en ég fór utan til námsdvalar, fór ég til tannlæknis og bað hann að líta á termur mínar og gera við þær eins og þyrfti. Jú, það var auðvitað sjálfsagt, og heimsótti ég þennan vina- lega mann nokkrum sinunm með þeirri sjálfstjóm og kvíðanið- urbælingu, sem flestir tann- læknagestir kannast við. Eri illu er bezt af lokið, og hélt ég utan í þeirri trú, að heimsókn- ir til tannlækna yrðu óþarfar næstu mánuðina. en öðru vísi fór, því að eftir 3ja daga dvöi í útlandinu losnaði ein fylling- in úr tönn, viku seinna önn- ur og innan annarrar viku sú þriðja. Hinar fyllingamar em þó enn fastar. En þetta ólán mitt hefur kostað mig ærinn tíma og aukaútgjöld, svo að maður verður víst að sætta sig við enn meiri sult og seyru það sem eftir er vetrar. En þetta skrif mitt er nú að- allega af forvitni gert. Hver er ábyrgð tannlækna í starfi? Er hún engin eftir að við- skiptavinurinn hefur greitt reikninginn? Maður kaupir sér allt mögulegt með ábyrgð. Deilt hefur verið einhver býsn um starfsmat B.S.R.B. og þá einkum um ábyrgð í starfi, sem er þá mest metin í sam- bandi við launaflokkaniður- röðun. — Væri ekki hægt að gera samning við tannlækna, t.d. þannig, að gæfi ný- viðgerð þeirra sig innan t.d. 3ja mánaða, gæfu þeir nýja fyll- ingu? Ég vona, að einhver úr tannlæknafélaginu svari þessu um starfsábyrgðina. N.G.“ Hárgreiðslustoia til söla á einum mesta umferðarstað borgarinnar. Allar nánari upplýs ingar á skrifstofunni. EIGNAMIÐLUNIN Vonarstræti 12. Atvinna Stúlka vön símavörzlu og véiritun óskast um óákveðinn tíma vegna veikindaforfalla. DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO H.F., heildverzlun, Þingholtsstræti 18. Ný innfluttir vörubílar 09 sendibíll M-Benz 1413 '69 með túrbínu veltisturtu. M-Benz 1413 '67 með veltisturtu. 2 aftanívagnar með veltisturtu (8—10 tonn). Hannomag Henschell F-55 sendibill '69. Fólksbílar: V.W. 1600 T.L. '68 fast back. Ford 20 m XL '68 M.-Benz 220 D. '68. Toyota brown '68 sjálfsk. einkabíll. SÝNINGARSALUR Kleppsvegi 152, sími 30995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.