Morgunblaðið - 04.02.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.02.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1971 21 — Bræður munu berjast Framhald af bls. 11 af þvi, sem iók veg og völd Bernadettu var það, að eitt sinn þegar félag áhugamanna um írska tungu efindi til samkeppni milli skóla i Ulster um kunn- áttu í írsku, vann skóli móður Benóníu frægan sigur. Var sér- staklega dáð kunnátta þess bekks, sem Bernadetta var í — og var það einkum þakkað fram taki hennar. Ur menntaskólanum fór hún í Drottningarháskólann í Belfast og las þar fyrst irska tungu og bókmenntir, en síðan sálarfræði. En þó að hún stæði sig vel við námið sinnti hún fjölmörgu öðru. Hún tók þátt í starfi Irska leiklistarklúbbsins og ferðaðist með honum víða um landið, hún vann af dugnaði í Irska félag- inu, þar sem umræður fóru fram á irsku — og hún stóð fyrir því, að félagið tók að gefa út blað á því máli. Hún varð formaður félagsins, en svo áhugalítill þótti henni félagsmannahópur- inn, að hún sagði af sér og fór úr félaginu. Hún starfaði I Mál- fundaklúbbi háskólans og æfði sig þar í kappræðum um margs konar mál, og hún starfaði í bók mennta- og vísindafélagi skól- ans, en þótti heldur lítill menn- ingarbragur á umræðum þess félags. Hún vann i Þjóðlagafé- laginu og sótti fundi í stjóm málafélögum, en fannst þau ómerkileg og gagnslítil, svo að hún sneri sér að góðgerðastarf- semi. Henni þótti sitthvað at- hugavert við kenningar ka- þólsku kirkjunnar og afstöðu hennar í þjóðfélagsmálum, en henni virtist þó, að þar kæmi fram í ýmsu sannkristilegt hug- arfar, auk þess sem kirkjan var þjóðernissinnuð, og þess vegna snerist hún ekki frá barnatrú sinni. Hún vann í kaþólskum mannúðarfélögum, sem hjálpuðu fátæklingum og efndu til heim- sókna í sjúkrahús og elliheim- ili og söfnuðu fé, sem borgar- gjaldkeranum var afhent. En hún komst fljótlega að þeirri nið urstöðu, að þó að þetta starf væri af góðum og meira að segja kristilegum rótum runnið, væri það vita gagnslaust — eða rétt- ara sagt einungis til að létta á ættingjum sjúkra og gamalla og á sjálfum borgarsjóðnum. . En svo annt Iét Bernadetta sér um systkini sín, að þegar móðir hennar var dáin, og Jón, bróðir hennar, vildi óður og uppvæg ur hætta framhaldsnámi, lagði hún það á sig að vera heima í Cookstown að nóttunni og fara kvölds og morgna milli þeirrar borgar og Belfast, 70 kílómetra leið í járnbrautarlest, meðan Jóni var það brýn nauðsyn að njóta daglegrar handleiðslu hennar. En hvernig voru svo orðin við horf þessarar gáfuðu og fjöl- hæfu skörungsstúlku vI8 hinum miklu vandamálum Ira? Auðvit- að hafði hún hugsað mikið um þau, eftir að hún var komin i háskólann og kynntist þar sjón armiðum og áhugaefnum ungra karla og kvenna, sem alin voru upp við ærið ólík lífskjör og mjög óáþekk viðhorf við tilver unni. Hún hafði kynnt sér ræki lega sögu Irlands og frelsisbar áttu þjóðar sinnar og fylgzt vel með því, sem gerzt hafði sein ustu árin, bæði I Irska frírik inu og á Norður-lrlandi, og at huganir hennar á vandamálun um eru vissulega þess verðar, að þeir kynnist þeim, sem vllja skilja ástand og horfur hjá hinni irsku frændþjóð okkar. Bernadettu fannst sjálfsagt, að áfram væri haldið barátt unni fyrir sameiningu Irlands þó að skuggi hefði nú fallið á þá suma, sem barizt höfðu fyr ir frelsi þess — og þá ekki sízt De Valera og aðra þá, sem höfðu nú um árabil haft völd tii að bæta lífskjörin á Suður-lr- landi. Nauðsyn var og á harðri baráttu fyrir þvl, að kaþólskir menn á Norður-lrlandi hlytu jafnrétti um kosningarétt við mótmælendur, og brýn þörf var á að vinna af alefli að afnámi hinna svokölluðu Undanþágu Iaga, sem leyfa vaidhöfunum fangelsun borgaranna og að hafa þá I haldi eftir eigin geð- bótta, án þess að til kæmi þær réttarreglur, sem hvarvetna gilda, þar sem mannréttindi eru í heiðri höfð, . . En Bema- dettu var orðið það fyllilega ljóst, að engu yrði þarna um þokað með friðsamlegum hætti, nema mögulegt reyndist að fá til þess stuðning mikils meirihluta alþýðunnar á Norður Irlandi, jafnt mótmælenda sem kaþólskra, og slík samstaða var óhugsanleg, án þess að undan- fari hennar væri sameiginleg kjarabarátta. En þó að slík bar átta væri flestu eða jafnvel öllu öðru timabærari, þar eð húsnæð ismál, atvinnuöryggi og launa- kjör voru í stórum lakara horfi en á Skotlandi og Englandi, voru þarna mörg ljón á vegin- um. Hinir ensksinnuðu gósseigend ur og iðjuhöldar reru að því öll- um árum með fulltingi slíkra klerka sem hins víðkunna æs- ingamanns séra Paisleys, að sí- fellt væri alið á arfgengu trúar legu ofstæki mótmælenda í al- þýðustétt gegn kaþólskum mönnum, og auk þess notuðu þeir sér hið meira og minna varanlega atvinnuleysi til þess að tryggja að ekki tækist sam- vinna með trúbræðrum þeirra í verkalýðsstétt og kaþólskum verkamönnum. Þeir hafa löngum tíðkað það, að láta mótmælend- ur ganga fyrir vinnu og njóta ýmissa smávægilegra hlunn inda, og svo hafa þeir þá sagt verkamönnum, að þetta færu þeir á mis við, ef orðið yrði við kröfum hinna kaþólsku Einnig hafa þeir og bent á, hvernig ástandið væri í Irska fríríkinu: Þar hafa írskir góss eigendur koma í stað skozk- og ensirættaðra, og jafnvel einn af biskupum kaþólsku kirkjunnar safnað jarðeignum og stundað jarðabrask, enda kaþólska kirkjan i Fríríkinu staðið gegn ýmsum umbótum sakir þess, að hún hefur óttazt að missa tök á almenningi ef kjör hans væru bætt og hann vakinn til meðvlt- undar um mátt sinn til samtaka, Litið hefur farið fyrir þeirri iðnþróun, sem stjórnarvöldin hafa beitt sér fyrir, og ekki hef ur tekizt að bæta hag smábænd anna i hrjósturhéruðum Vestur- Irlands, svo að margir þeirra og þá einkum unga fólkið hafa ýmist stokkið af landi burt eða flutt í borgimar, og eru fá- tækrahverfi Dublinar talin ein hin ömurlegustu á Vesturlönd um. Loks er svo það, að þótt kaþólska kirkjan á Norður-Ir landi styðji sameiningu Irlands, er hún yfirleitt lítið hrifin af því að hafin verði meðal al þýðu manna markviss hagsmuna barátta, þar eð hún — eins og kirkjan í Fríríkinu — óttast, að við það kynnu áhrif hennar að réna. Og vopn hennar gegn sam einingu alþýðunnar er hið rót gróna trúarofstæki, sem fjög urra alda enskt ofbeldi hefur séð íyrir ríkulegri endurnær- ingu. Þegar Bernadetta hugleiddi þessar ömurlegu staðreyndir, átti það vissulega I vök að verj ast, hið kristiíega hugarfar, sem hún hafði tekið að erfðum frá móður sinni og móðir Benónda styrkt, þrátt fyrir það, þótt í odda skærist milli þeirra. En þó að Bernadettu dytti í hug að fremja skemmdarverk, sem voru ólikt stórfelldari en þau, sem herskáir lýðveldissinnar höfðu látið eftir sig liggja, stóðst hún freistinguna og ásetti sér að vinna að lausn vandamálanna á friðsamlegan hátt, þótt ekki virt ist henni líklegur bráður og mikilvægur árangur. En .... Árið 1966 höfðu verið stofn uð samtök, sem kölluð voru Mannréttindafélagið. Það hafði sent brezka þinginu áskoranir og haft uppi ýmsan friðsamleg an áróður. En þetta hafði eng in áhrif haft. Svo ákvað þá fé lagið að leita styrks hjá alþýðu manna og skipuleggja mótmæla- göngu 24. ágúst 1968 eftir þjóð- veginum frá Coalisland til Dung annon, en milli þessara staða er fimm kílómetra vegalengd. Þetta þótti Bernadettu gleðilegt llfsmark, og hún og Jón, bróðir hennar, ákváðu að taka þátt í göngunni. Göngufólkið fór með friði, en lögregla stöðvaði það. Ekki kom til teljandi átaka, en gangan varð Mannréttindafélag- inu til mikilla vonbrigða. Þó voru margir, meðal almennings, sem lýstu ánægju sinni yfir slíku framtaki, og svo var þá tekin sú ákvörðun að fara í aðra mótmælagöngu hinn 5. október og skyldi hún leggja leið sína um borgina London- derry, sem er næstmerkasta hafnarborg Norður-írlands og hefur komið mjög við sögu >eirra deilna, sem orðið hafa milli kaþólskra manna og mót- mælenda. Þar réðst lögreglan af vægðarlausri harðneskju á göngumennina með kylfum sín- um, og auk þess var beitt sprautubílum slökkviliðsins. Gangan leystist upp, en með að ferðum lögreglunnar var tening unum kastað. Þær ollu því, að mikill fjöldi kaþólskra manna fylkti sér þegar undir merki Mannréttindahreyfingarinnar og þeirra samtaka, sem stofnuð voru strax eftir að göngunni lauk. Þau hlutu nafnið Alþýðu lýðræðið. Bernadetta kveðst ekki hafa neytt matar í þrjá sól arhringa eftir gönguna og ver- ið sem lömuð af hneykslun og skelfingu. Hún hafði þótzt sjá ofboðsleg heiftar- og hatursæði i augum lögregluþjónanna, sem réðust að henni og félögum hennar, og hún segir svo: „Ég óskaði mér þess, að ég mætti þeysa á gandreið miUi allra lögreglubækistöðva á Norður-írlandi og drepa þá alla þessa einkennisbúnu djöfla. En skynsemin náði aftur yfirhönd- inni. Smám saman fór ég í rök ræðum við vini mína að móta með mér skynsamlegt viðhorf til vandamálsins.“ Sumir vildu vopnast og hefja miskunnarlausa styrjöld gegn lögreglunni, en Bernadetta og fylgismenn hennar vildu koma á fót öguðum valdbeitingarlaus- um flokki. Þriðja gangan fór fram 16. október. Bernadetta gerðist ábyrgðarmaður þeirrar göngu, og með henni og því, sem þennan dag gerðist, hófst hin 21 árs gamla Bernadetta til þeirrar víðfrægu forystu, sem fleytti henni inn í Neðri deild brezka þingsins 1969 og svipti henni þaðan i fangelsi. Frá þessum ferli hennar og flestu, sem í kringum hana gerð- ist frá og með 16. október til þess er hún ritar bók sína, var sagt all rækilega í f jölmiðlunar tækjum, og skal ekki farið út í það hér, en í framhaldi af því, sem að framan er sagt til skiln ingsauka á eðlisrótum og þroska sögu Bernadettu Devlin og mót- un viðhorfa hennar við hinum miklu og flóknu vandamálum þjóðar sinnar, skal lítillega vik ið að þeirri stefnu, sem hún virð ist munu fylgja i náinni fram- tíð. Hún telur sig ekkert gagn geta gert þjóð sinni með setu á þingi Breta, því að þær reynist ærið þykkar heyrnarhlifar þing mannanna, nema þegar flokks- bjallan hefur hvatt tii einróma atkvæðagreiðslu — og þeir, sem á hana styðja, kæra sig ekki um að brenna fingur sína á því að rétta út höndina inn í eld- ana, sem brenna á Norður-lr- landi. Þá kemur og það til að flest þau mál Ira, sem Bema- detta telur mest aðkallandi, eru utan verkahrings brezka þings- ins. Hún er sósíalisti, en hún er ekki hrifinn af brezka verka- mannaflokknum og forystu- mönnum hans, þykir þeir lítið áhugasamir um umbætur í þágu hinna fátæku og um jöfnun auðsins. Hún kallar stefnu þeirra gervisósíalisma, og svo hefur hún þá verið sökuð um að vera kommúnisti. En hún harðneitar, að hún sé það. Hún segir meira að segja, að kommúnistar séu afturhaldssam astir allra flokka. Hún vill berj ast fyrir sósíalisma, sem sé að nokkru sérhæfður írskum að- stæðum, en kjarni hans á að vera þjóðfélagslegt réttlæti, jöfnun lífskjaranna og auðsins, fullt atvinnuöryggi afnám vald beitingar og trygging fyrir því, að alþýðan fái hvarvetna að gæta hagsmuna sinna, en sé ekki leiksoppcr pólitískra spá- kaupmanna og „sosum“ lýðræð- is. En hún segir, að þetta geti ekki orðið á Norður-lrlandi einu saman, heldur verði að koma til sameining alls Irlands, og sú sameining getur ekki orð ið að veruleika, án þess að al- þýða Norður-lrlands verði fyrst vakin til sameinaðrar hagsmuna baráttu. Svo segja þá ýmsir fyrri samstarfsmenn Bernadettu og auðvitað ráðamenn kaþólsku kirkjunnar, að hún sé búin að svikja sínar gömlu og góðu hug sjónir, en hún segist ekki einu sinni hafa svikið sína kaþólsku trú, því að hið kristilega hugar far sem þar sé þrátt fyrir allt raunverulega að finna, eigi að vera grundvöllur hins írska A1 þýðulýðræðis. En hún gengur þess ekki dulin, að hún á fram undan langa og erfiða baráttu. Hún telur, til dæmis vist, að hún hafi þegar tapað allmiklu fylgi, en henni þykir það spá góðu, að hún muni í aukakosn ingunni til brezka þingsins hafa hlotið 1500 atkvæði mótmæl- enda. Vasaklútar og gólf- J klútar ( — fram- leiddir 1969 FIMM þúsund fjögur hundruð áttatíu og níu svefnpokar voru framleiddir hér á landi 1969 og sama ár voru framleiddir Í.223 kerrupokar, 200 bakpokar og 1.363 tjöld. Þessar tölur má finna í nýútkomnu desemberhefti Hag- tíðinda. Mið'að við firaimlieiðslu 1968 vair um aukniiragu að ræða 1969 í frajmleiðslu kerrupoka og svefri- poka, en afitur á móti var m iintraa framleitt af bakpokum og tjöld- um 1969 en 1968. Ellefu hundruð handklæði voru framleidd innanlands 1969, sex hundruð fáraair, þúsund borð- dúkar, 12.500 vasaklútair, 31 þús- uind gólfklútar, 18.500 bón- og afþurrkunarklútar, 7.400 diska- þurirkuir, 17 þúsund kassar alf dömubindum, fimm þúsund púð- ar og koddar og fimm þúsund sængur. En hvernig sem verður fram tíð Bernadettu Devlin, hvort sem hún á eftir að sjá hugsjón ir sínar rætast eða hún verður fyrir vonbrigðum, þá er auð- sætt af þessari fróðlegu, einarð legu og opinskátt rituðu merk- isbók, að þessi unga stúlka, sem enn á eftir að taka út mikinn andlegan þroska, er allt í senn: stórbrotinn persónuleiki, fjöl- hæf að gáfum, skarpskyggn, raunsæ og skýr í hugsun, vilja sterk og hugrökk og svo trygg trú sinni og þjóð, að svik verða ekki fundin í hennar munni. Hún hefur vissulega ekki sýnt neitt oflæti í því að kalla bók sína „Sál mín að veði.“ Guðmundur Gíslason Hagalín. Sveinbjöm Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11. - Sími 19408. Erlingur Berfelsson héraðsdómslögmaður Kirkjutorgi 6. Símar 15545 og 14965. Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar, Aðalstræti 6, III. hæð. Sími 26200 (3 Iínur) I.O.O.F. 11 = 152248% I.O.O.F., 5 = 152248% = Frá Ujósmæðrafélagi íslands Ljósmæður munið árshátíð- ina 6. febrúar n.k. i Domus Medica. Vinsamlegast pant- ið miða í dag í síma 24672 eða 19500. Skemmtinefndin. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, kvennadeild Aðalfundur félagsins verð- ur fimmtudaginn 4. febrúar kl. 8.30 á Háaleitisbraut 13. Stjórnin. Fíladelfía Almenn samkoma I kvöld kl. 8.30. Willy Hansen talar. Hjálpræðisherinn Fimmtudag kl. 20.30. AI- menn samkoma. Strengja- sveitin sér um dagskrána. Strengjasveit, tvísöngur, einsöngur. Samkomur á hverju kvöldi þessa viku. Allir velkomnir. Bræðraborgarstígur 34 Samkoma í kvöld kl. Öll velkomin. 8.30. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðins- götu 6A í kvöld kl. 8.30. Allir velkomnir. Kvenfélag Bústaðasóknar Fundur verður haldinn í Réttarholtsskóla mánudag- inn 8. febrúar kl. 8.30. Osta kynning. Vinsamlegast mæt ið stundvíslega. Stjórnin. K.F.U.M. Aðaldeildarfundur í húsi fé lagsins við Amtmannsstíg í kvöld kl. 8.30. — Kvöld- vaka í umsjá unglingadeild arinnar. Fjölbreytt dag- skrá. Allir karlmenn velkomnir. Konur í Styrktarfélagi vangefinna halda fúnd að Hallveigar- stöðum fimmtudaginn 4. febrúar kl. 8.30. Fundarefni: I. Félagsmál II. Hulda Jensdóttir sýnir skuggamyndir. Stjórnin. Farfuglar Þorrablót verður haldið að Laufásvegi 41, laugardag- inn 6. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 71)0, Fjöl- breytt skemmtiatriði. Uppl. í síma 24950 á miðvikudags fimmtudags- og föstudags- kvöld frá kl. 20.30—22. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Tennis og Badmintonfélag Reykjavíkur Aðalfundur félagsins verð ur haldinn miðvikudaginn 10. febrúar að Bolholti 4. (Tannlæknasal.) kl. 8.30. 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Húsnæðismál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.