Morgunblaðið - 21.02.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Augtýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12,00 kr. eintakið. HVOR ER VERRI? ¥ gær birtist hér í blaðinu grein, þar sem gerður er samanburður á framkvæmd kynþáttamisréttis í Suður- Afríku og kommúnismanum í Sovétríkjunum, en grein þessi er unnin af brezka viku- ritinu The Economist. Þegar stjórnarfar í þessum tveim ríkjum er borið saman, kem- ur í ljós, að mannréttinda- skerðing er miklu meiri í Sovétríkjunum en í Suður- Afríku. Sá fslendingur mun naum- Samvinna um jö hreppar austan fjalls hafa sameinazt um það að bæta sorphreinsun og kaupa tæki til þeirra nota. Er þá gert ráð fyrir að ljúka muni þeim sóðaskap, sem sézt hefur í nánd við þorp á þessu svæði ekki síður en annars staðar. Þá hefur verið frá því greint, að líkur séu til þess, að Bandaríkjaþing muni á þessu ári samþykkja nýja löggjöf um heilbrigðiseftirlit, sem leiði til þess, að fylgzt verði með því hér sem ann- ars staðar, að fyllsta hrein- lætis sé gætt varðandi vinnslu matvæla fyrir Banda- ríkjamarkað. Ef þessi lög verða sett í Bandaríkjunum, verður að gera ráðstafanir til þess að stórbæta alla umgengni við frystihús landsins, og er tal- ið, að margar milljónir muni kosta að ganga frá svæðum umhverfis hvert einstakt frystihús, svo að sæmilegt geti talizt. Þótt mikið hafi að undan- förnu vefið rætt um náttúru- vemd og varnir gegn meng- un, er eins og mönnum hafi sézt yfir aðal sóðaskapinn, þ.e.a.s. allt ruslið og sorpið, sem sjá má í nánd við svo til hvert einasta þorp landsins og ekki sízt í námunda við verstöðvar og fiskverkunar- hús. Engu er líkara en við ís- lendingar séum slíkir trassar, að löggjöf annarrar þjóðar þurfi til þess að neyða okk- ur tU sæmilegrar umgengni. ast vera til, sem mælir bót stjómarfarinu í Suður-Afríku en þegar það er hugleitt, að kúgunin er hálfu verri í kommúnistaríkjunum, er vissulega furða, að heill stjómmálaflokkur skuli berj- ast fyrir því að koma hér á sama stjómarfari og þar rík- ir og mæla bót öllum ofbeld- isverkunum, sem unnin em austan járntjalds, þótt raun- sé það feimnislega gert stund um, einkum er kosningar nálgast. sorphreinsun En kannski má segja, að sama sé hvaðan gott komi, hin bandaríska löggjöf mun gera það að verkum, að við verð- um nú að gera stórátak til þess að þrífa til í þorpum og bæjum landsins. Það skal játað, að ýmis sveitarfélög hafa mjög tak- mörkuð fjárráð og eiga því erfitt um vik við verkefni eins og það, sem hér um ræð- ir, en nú er talað um að heild- arendurskoðun fari fram á tekjustofnum sveitarfélaga og mætti þá gjarnan hafa í huga, að með einhverjum hætti verði að sjá fyrir fjár- magni til að hindra mengun og sóðaskap í námunda við byggð. Hér í upphafi var vikið að sorphreinsun fyrir austan Fjall, og er þá ekki úr vegi að minna enn á það, að verið er að eyðileggja fallega á, sem áður var mikið veiði- vatn, er þar átt við Varmá, en skólp úr Hveragerði renn- ur beint út í ána og er tíma- spursmál, hvenær að því kem ur, að allt líf í ánni er út- dautt. Það á að vera stefna okkar íslendinga að koma í veg fyr- ir, að slík náttúrugæði eyði- leggist. Við eigum aldrei að líða það, að fyrsta áin verði eyðilögð með þessum hætti, og þess vegna verður strax að hindra það, að Varmá verði sóðaskapnum að bráð. Ef Hveragerðishreppur hefur ekki bolmagn til að sinna því verkefni, verður ríkið að hlaupa undir bagga. Jóhann Hjálmarsson SKqoAN, RODD UR HASKOLANUM UNGUR remandi í Háskóla Islanda, Haukur Ingibergsson, rabbaði um dag* inn í Lesbók Morgun b lað;: i n s um bók- menntakennslu Háskóíans. Haukur segir um musterið: „í stað íjöss að vera mót- andi affl í bóíkmenntalífi Islendinga, eins og skólinn hefur löngum verið, ríkir andi lognimo®u og drunga yfir bók- menntakennislu og bókmenntaumræðum og virðast prófessorar hvorki hafa metn- að né getu til annars en rekja spor þeirra, sem í augum hins ajlmenna borg- ara hafa valdið í dag, dagblaðamnia." Rithöfundar hafa ósikað þesis, að sett yrði á stofn gestaprófessorsembætti í nútímabókmennttum við Háskólann, sem rithöfundar skiptust á um að sldpa. Þessi titlaga hefur ekki svo vitað sé fengið hljómgrunn í Háskólanum eða náð eyrum ráðamanna. Aftur á móti hafa viðhlæjendur nýskipaðs bók- menntaprófessors við skólamn mótmæit hugsanlegum ofsækjendum, sem leyfa sér að vekja atihygli á jafn ólýðræðia- legri ti'ilögu og þeirri, að eitthvað verði gert til að auka viðsýni ungra manna, sem nema bókmenntir við Háskóla Is- lands. Aumllegra dæmi um öfuguggahátt þekki ég varla. Annars er grein Hauks Ingibergssonar þess efnis að ástæða er til fyrir þá, sem leggja metnað sinn i að efla Háskólann að gefa henni gaum. LEIÐSOGN OG AUKINN SKILNINGUR Kristinn E. Andrésson hefur nú látið af ritstjórn Tímarits Má'ls og menning- ar. I kveðjuorðum til lesenda í 3.—4. h. 1970, segir hann: „Við setfluðum þessu tímariti eins og Rauðum pennum áður að vera þjóðinni leiðsögn í bókmennt- um og veita henni aukinn skilning á samtíðinni, en það hefur Vist margt skort á að þeirri stefnu hafi verið fýlgt eftir.“ Eflaust munu margir harma það, að barátta Kristins E. Andréssonar og fé- laga hans tókst ekki betur en raun ber vitni. En þó held ég að Kristinn megi vel við una. Lærisveinar hans eru marg- ir. Hvað sem öðru líður er hann með svipmestu bókmennitamönnum aldarinn- ar og bókmenntasaga hans íslenzkar nú- tímabókmenntir 1918—1948 er vel þekfct í Skandinavíu. Að vonum er sú bðk í réttum anda og rithöfundum yfirleitt skipað í rúm eftir sannfærinigu þeirra. Islendinigar haifa efcfcert betra að bjóða útlendingum, sem fræðast vilja um ís- lenskar nútímabökmenníir, svo að gera má ráð fyrir að bðkaútgáfa islenska ríkisins uni því vel að postilla Kristins verði áfram í gildi. Hver treystir sér til að hnekkja valdi hinna rauðu penna á Islandi? Varla svokallaðir lýðræðissinn- Tímarit Máls og menningar mun halda áfram að koma út og ritstjórar þess verða þeir Jakob Benediktsison og Sigfús Daðason. ER ÁTTHAGATRYGGÐ TAUGABILUN? Margt skrýtið stendur í erlendum blöðum, ekki síist í greinum eftir sænska menn, sem í sakleysi sínu láta mata sig á hverju sem er og trúa því helst, sem er nógu ótrúlegt. Tryggð islenska sveitamannsins við átthaga sína er til dæmis flokfcuð undir taugabilun (Fager ár liden neurosen), þegar frægasti rithöfundur landsins ræðir við sænskan kollega og gagnrýn- anda, samanber grein eftir Per Olov Enquist í Expressen, sem birtist í ís- lenskri þýðingu í Timanum 11. þessa mánaðar. Ein hefcta félagsleg staðreynd okkar tíma, þjóðflutningarnir miklu til borgar- innar, sem Indriði G. Þorsteinsson hef- ur al'lra rithöfunda best gert ski'i i skáld- sögum, verður tiiefni bituryrða um ís- lenska skáldsagnagerð. En sé ekki sveitamaðurinr. í borginni með söknuð sinn og þrá eðtilegt viðfangsefni ís- lenskum skáldsagnahöfundi, þá geta rit- höfundar alveg eins saigt sem svo: Lífið, hvað kemur mér það við? Fjölmargir erlendir rithöfundar, efcki síst Suðurlandamenn: Frakkar, Italir, Spánverjar hafa i merfcum s'káldverkum fjallað um þetta efni. Ég sé heldur ekki betur en þjóðfélagsleg alvara sMkra bók- mennta, sem heQst í hendur við listræn vinnubrögð, sé einmitt framlag til um- ræðu, sem er fyrirferðarmilkil í Sfcandi- navíu. En margt breytist yfir baffi og koniaki uppi á íslandi. Flótta- fólk ’71 Ávarp frá framkvæmda- stjóra Flótta- manna stofnunar SI* ENN einu siani eru Norðurlönd in að undirbúa öfluga söfnunar herferð til lausnar flóttamanna vandamálinu í heiminum. Ég minnist með innilegu þakklæti þeirra liðinna aðgerða, er þjóð ir Danmerkur, Noregs, Svíþjóð- ar, Finnlands og íslands sýndu ekki aðeins samúð sína við mál stað flóttafólks, heldur réttu fram þá hjálp, sem var nauð- synleg til að leysa vanda flótta fólks víða um heim. Lausn á vandamálum flótta- fólks byggist ekki nema að litlu leyti á fj árhagsaðstoð og skyndi hjálp, vandamálið er margslung ið og erfitt úrlausnar: Það þarf að brjóta nýtt land, leggja vegi, byggja upp skóla og sjúkrahús, koma á iðnmenntun, sjá fólki fyrir nýjum heimkynnum og ót al margt fleira, er snertir ein- staklinga og hópa — í raun og veru allt, sem getur stuðlað að því að skapa einstaklingnum nýja framtíð. í viðleitni okkar að finna varanlega lausn á vandamálinu, höfum við notið verulegs stuðnings frá ríkis- stjórnum og félagasamtökum á Norðurlöndunum fimm. Því miður er það svo, að ekki hefur fyrr verið lokið við eitt verkefni en önnur vandamál skjóta upp kollinum vegna nýrra hópa flóttafólfcs, sem þarfnast aðstoðar. Marfcmið hinn ar norrænu söfnunar, „Flótta- fólk 71“, er að leggjast á eitt við að ljúka þeim verkefnum, sem þegar hefur verið byrjað á, og finna varanlega lausn á vanda nýrra fórnaríamba skamm sýni, óréttlætis og kynþáttamis réttis, er neyðast til að leita hælis utan heimalands síins. Ég er mjög þakklátur fjölmiðl um fyrir þeirra mikilvæga þátt í þessari söfnunarherferð. Al- menningur vill vita, og á rétt á að vita, hverjar þarfimar eru; hvað hefur verið gert og hvað á að gera. Þessa vitneskju fær almenningur aðeins gegnum fjöl miðlunartækin, þar sem ekki að eins er slegið á strengi tilfinn- inga, heldur einnig skýrt frá ó- fölsuðum staðreyndum málsins. í tilefni af „Flóttafólki 71“ leyf ég mér enn að lýsa yfir að dáun minni á óþreytandi starfi Norðurlanda í þágu flóttafólks. Sadruddin Aga Khan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.