Morgunblaðið - 21.02.1971, Page 17

Morgunblaðið - 21.02.1971, Page 17
MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1971 17 Auður Auðuns sextug „1 dag er sextugsafmæli frú Auðar Auðuns, sem gegnt hefur meiri ábyrgðarstöðum í stjóm- málum en nokkur önnur kona á íslandi fyrr og síðar.“ Á þess- um orðum hefst afmælisgrein Ragnhildar Helgadóttur um Auði Auðuns, dómsmálaráð- herra, hér í blaðinu s.l. fimmtu- dag. Auður Auðuns er ekki ein- ungis fyrsta konan, sem gegnir ráðherraembætti á Islandi, held ur er hún einnig fyrsta konan, sem verið hefur bæði borgar- stjóri í Reykjavík og forseti borgarstjórnar, og áfram mætti telja þau störf, sem hún hefur gegnt fyrst kvenna. Það verður þó ekki gert, enda hvort tveggja, að frú Auður er lítið gefin fyrir hólið og titlarnir segja ekki ætíð til um áhrif manna og verkefni þau, sem þeir leysa. 1 grein sinni segir Ragnhildur Helgadóttir: „1 þingsölunum hefur Auður ekki verið meðal þeirra, sem mest tala. En hún er aftur á móti fylgin sér, ef því er að skipta. Að verkefnunum vinnur hún af glöggskyggni og ná- kvæmni. Mér hefur ætíð virzt hún byggja afstöðu sína tiil mála á þekkingu og skýrleika í hugs- un.“ Það er rétt, að Auður Auðuns talar ekki ætíð mikið á fundum, vili verður seint metinn í i>en- ingum. Islendingarnir við Verkfræði- háskólann í Höfn fást við margt fleira, sem hagnýtt getur orðið. Til dæmis rannsaka þeir hvern- ig orkudreifingu verði hér var- ið. Þeir huga og að grunnvatns- rennsli, það er rennsli á heitu vatni í jörðu o.s.frv. Sannleikurinn er sem betur fer sá, að flestir Islendingar hugsa heim, þótt þeir dvelji um skeið erlendis og jafnvel flytji þangað búferlum, og þeir eru fyrst og fremst með hugann við framfaramál þjóðarinnar, þeir vilja ileggja sitt af mörkum til að auðga og bæta landið. Ný fyrirtæki Öld iðnvæðingarinnar er haf- in á íslandi, og mikil þörf verð- ur fyrir tæknimenntaða menn á öllum sviðum á næstu árum og áratugum. Stöðugt berast frétt- ir af nýjum fyrirtækjum, sem i undirbúningi eru, smáum og stór um, og nú síðast hefur verið frá því skýrt, að , stórfyrirtækið bandaríska, General Motors, hefði hug á að reisa hér fyrir- tæki, sem vinna mundi úr áli frá verksmiðjunni í Straumsvík, og mundi slík verksmiðja veita hvorki meira né minna en 600 manns atvinnu. Er vonandi að af þessum áformum verði. En líklegt er að deilurnar um hagnýtingu erlends einkafjár- nýja frumvarpi um skattgreiðsl- ur að því að hvetja fólk til þátt- töku í atvinnurekstri, en þar er gert ráð fyrir, að skattfrelsi verði á nokkrum arði, sem menn fá af því fé, sem þeir verja til hlutabréfakaupa. Á síðustu árum hafa ýmsir Framsóknarmenn látið að því liggja, að þeir væru hlynntir þeirri stefnu í atvinnumálum, sem hér um ræðir, og Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Timans var meðflutningsmaður að fyrir- spurn á Alþingi um það, hvað liði stofnun kaupþings. Flutti hann þar prýðis ræðu um nauð- syn kaupþings og ágæti þess, að menn ættu þess kost að verja fé sínu til hlutabréfakaupa. Svo einkennilega bregður hins vegar við, að Tíminn og Þórarinn Þórarinsson fjargviðr- ast nú út af því, að loks er gerð tilraun til þess að hvetja fólk með raunhæfum hætti til hluta- bréfakaupa, en samhliða lögfest- ingu þessara ákvæða mundi hraðað aðgerðum til að opna kaupþing og gæti það jafnvel gerzt á þessu ári, ef kapp yrði “á það lagt. Ekki verður betur séð en við- brögð Framsóknarmanna við þessu ákvæði skattalagafrum- varpsins séu í samræmi við ann að hjá þeim flokki, þ.e.a.s. að hér á að viðhafa já, já, — nei, nei stefnuna eins og í öllum mál um öðrum. Reykjavíkurbréf ------- Laugardagur 20. febr. - tækja hefur að geyrna og létta byrðar þeirra, samhliða því, sem þau laða fé til atvinnuvega. Fyrirtæki í sameign Jafnvel þótt við íslendingar hefðum næga fjármuni til þess að byggja einir upp allt at- vinnulif í landinu, og þau stór- fyrirtæki, sem nauðsynlegt er að risi, getur samvinna við erlenda menn verið nauðsynleg, bæði vegna tækniþekkingar og mark- aða fyrir framleiðsluvörur. 1 slíkum tilfellum væri auðvitað æskilegast, að Islendingar ættu meiri hlutann í fyrirtækjunum, en útlendingar væru þar minni hluta aðilar. Við komumst ekki fram hjá þeirri staðreynd, hvort sem við að telja furðulega þá andstöðu, sem var gegn þessum stórfram- kvæmdum og allar þær tiiraun- ir, sem á bar til að setja fyrir þær fótinn. íhaldssemi getur að visu verið góð, og á sumum svið um er hún nauðsynleg og mætti vera meiri, en svo glórulaust afturhald, eins og það að berj- ast gegn nýtingu fallvatnanna til að skapa mikla auðlegð, er vægast sagt furðulegt. Framkvæmdirnar við Þjórsá eru sjálfsagðar, og á Landsvirkj- un þakkir skyldar fyrir stórhug og dugnað, en virkjun Þjórsár verður ekki nægileg til fram- búðar. Þess vegna er líka sjálf- sagt að leggja mikla áherzlu á rannsóknir til undirbúnings Austfjarðavirkjunar, sem talið er að geti verið einhver hag- kvæmasta virkjun í allri ver- öldinni. Þeim rannsóknum mun verða haldið áfram i sumar, og Bátur í nausti. en þegar hún tekur til máls, vita menn, að hún hefur eitthvað það að segja, sem nauðsyinlegt er að hlusta á. Hún er tillögubetri en flestir aðrir, býr yfir mikilli mannþekkingu og hefur næman skilning á þörfum og skoðunum alþýðumanna. í einu orði sagt, hún hefur mikla lifsreynslu, sem samhliða viðtækri þekk- ingu á þjóðmálunum gerir henni kleift að leggja rétt mat á menn og málefni. Stjórnmálamenn njóta sjaldn- ast sannmælis, meðan þeir standa i bardaganum, en enginn hefur þó treyst sér til að vé- fengja hæfileika Auðar Auðuns og dugnað hennar. Það er Sjálf- stæðisflokknum í senn til heið- urs og styrktar að hafa falið henni mikinn trúnað. í þágu landsins Við Verkfræðiháskólann í Kaupmannahöfn kenna tveir Is- lendingar, þeir Júlíus Sólnes og Jónas Elíasson. Alltaf er það að visu leitt, er afreksmenn leita sér atvinnu erlendis, en oft kem- ur slíkt þó að notum hér heima bæði beint og óbeint. Sumir afla sér mikilvægrar þekkingar og hverfa síðan heim til starfa. Aðr ir leiðbeina á margan veg úr fjarlægð, og þeir Júlíus og Jónas nota aðstöðu sína til að stuðla að því, að íslenzkir námsmenn við verkfræði í Kaupmannahöfn taki við loka- próf fyrir verkefni, sem þýð- ingu hafa fyrir Island. Við Verkfræðiháskólann í Kaupmannahöfn er auðvitað hin ákjósanlegasta aðstaða til margvíslegra rannsókna, og meðal þeirra verkefna, sem þess ir íslenzku kennarar fá nemend- um sínum til úrlausnar eru til- raunir til að hagnýta íslenzk efni, svo sem hraun, vikur og islenzka sementið. Fer vart á milli mála, að þessar tilraunir muni bera árangur, sem ef til magns muni rísa up<s að nýju, ef til samninga dregur milli Is- lendinga og þessa fyrirtækis. Væntanlega er mönnum þó ljós- ara nú en áður, hve fráleitt það er, að okkur stafi einhver geig- vænleg hætta af því, þótt út- lendingar fái hér með sérsamn- ingum að reka fyrirtæki, ýmist einir eða í samvinnu við Islend- inga. Sannleikurinn er sá, að Is- lendingum er fullvel treystandi til að eiga í fullu tré við hverja sem er. Verkfræðingar okkar og tæknifræðingar hafa sýnt og sannað, að þeir geta leyst verk- efnin ekki síður en starfsbræð- ur þeirra erlendis og íslenzkir lögfræðingar, embættismenn og stjórnmálamenn eru fullfærir um að ganga þannig frá samn- ingum við erlenda menn, að ekki sé á okkur hallað. En að sjálfsögðu miðar hag- nýting erlends einkafjármagns, bæði nú og í framtíðinni, að þvi að auðga Island og Islendinga. Þess vegna er takmarkið það, að sem mest af atvinnurekstrinum verði í höndum landsmanna sjálfra. Afraksturinn af hinum erlendu fyrirtækjum á með öðr- um orðum að nota til að styrkja íslenzkt atvinnulif og einnig greiða fyrir margháttaðar opin- berar framkvæmdir. Fé í atvinnu- reksturinn Á það hefur mjög skort hér, gagnstætt þvi, sem er í ná- grannalöndunum, að almenning- ur legði fjármuni sína í atvinnu- rekstur. Skilningur hefur þó far ið mjög vaxandi að undanförnu á nauðsyn þess að efla atvinnu- fyrirtækin og búa þannig um hnútana, að þeim yrði auðveld- að að afla sér eigin fjármagns með sölu hlutabréfa á almenn- um markaði. Eins og kunnugt er miðar eitt af ákvæðunum í hinu * Islenzk eða erlend fyrirtæki Þótt minniháttar fyrirtæki séu auðvitað góðra gjalda verð og æskilegt sé, að sem allra flestir einbeiti sér að þvi að styrkja atvinnulífið með hug- myndum sinum, áræði og fé, verður í nútíma þjóðfélagi ekki hjá því komizt, að stærri fyrir- tæki starfi við hlið hinna minni. Til þeirra þarf mikið fé, og til dæmis hefði veruleg áhætta ver- ið í því fólgin, að íslendingar hefðu byggt álver á borð við það, sem reis í Straumsvík. En þótt samstarf sé þar haft við út- lendinga á afmörkuðum sviðum, hljóta allir að vilja keppa að því að sem mest af atvinnu- rekstrinum sé í höndum inn- lendra fyrirtækja. Skattalagafrumvarp það, sem lagt hefur verið fram, boðar mikla breytingu til batnaðar, að því er varðar skattlagningu fyrirtækja, en að auki er ákvæði það, sem áður var um rætt, að hvetja mundi menn til að verja fé sínu til atvinnu- rekstrar. Því meira fé, sem almenning- ur vill láta renna til atvinnu- lífsins, þeim mun minna þarf að hagnýta erlent fjármagn á næstu árum og áratugum. Það er þvi næsta einkennilegt, þegar sömu mennirnir, sem barizt hafa gegn samvinnu við útlenda fjár- magnseigendur, fjargviðrast yf- ir því, að tilraun er gerð til þess að laða íslenzkt fjármagn að at- vinnulífinu. Það er brýn nauð- syn að safna stórfé til að efla atvinnuvegina, og það fé á í sem ríkustum mæli að koma frá ís- lenzkri alþýðu. Fjárráð manna fara nú mjög vaxandi, og eng- inn efi er á þvi, að margir vilja láta sparifé sitt renna til at- vinnuvega að vissu marki. Ein- mitt þess vegna er mikilvægt, að lögfesta þau ákvæði, sem frum- varpið um skattlagningu fyrir- viljum eða viljum ekki, að al- þjóðlegt samstarf fer vaxandi á sviði viðskipta og framleiðslu. Heildirnar verða stærri í at- vinnulífinu og á ýmsum sviðum fara smáfyrirtæki halloka fyrir hinum stærri. Alllangt er nú orðið síðan ráðizt var að Loftleiðamönnum fyrir það, að þeir höfðu sam- vinnu við norskan auðmann og fyrirtæki hans, er þeir voru að koma félagi sínu á legg. Nú hljóta allir að viðurkenna, að rétt var að farið, enda eru Loft- leiðir eitthvert mikilvægasta fyrirtæki landsins. Auðvitað getur slíkt samstarf heppnazt á ýmsum sviðum öðrum, og um- fram allt ber að varast þann aumingjaskap að þora ekki að setjast að samningaborði við er- lenda menn. Loftleiðamenn þurftu ekki að hlunnfara við- semjanda sinn í Noregi, en þeir högnuðust á samstarfinu við hann og komu á fót hinu mikil- vægasta atvinnufyrirtæki. Þann ig geta fleiri að farið, og þann- ig getum við bætt hag lands og þjóðar. Miklar framkvæmdir við Þjórsá Eins og greint hefur verið frá munu miklar framkvæmdir verða á Þjórsársvæðinu í sum- ar, þar sem unnið verður að miðlunarmannvirkjum og síðan verður orkan frá Búrfellsvirkj- un tvöfölduð með nýjum véla- samstæðum. Samningarnir um stækkun álversins gera það að verkum, að unnt er að ráðast strax i þessar framkvæmdir og styrkja á þann veg reksturs- grundvöll Búrfellsvirkjunar fyrr en ella, jafnframt því sem Islendingar fá mikla raforku á mjög lágu verði til eigin nota. Þegar litið er til baka verður vonandi verður nægilegt fjár- magn til að hraða þeim sem mest má verða. Virkjunar- sérfræðingur kommúnista Sem betur fer hafa augu manna opnazt rækilega fyrir því, að vernda beri umhverfið, og stórframkvæmdum eigi að haga þannig, að ekki verði til iandsspjalla, heldur þvert á móti til að bæta landið. Að því er Austf jarðarvirkjun varðar, er gert ráð fyrir að taka nokk- urn hluta jökulvatnsins úr stór- ánum á Norð-Austurlandi, þannig að líklegt væri að unnt yrði að gera þær ár að góðum veiðivötnum. Og einnig eru hugs anlegar áveitur á land, sem græða mætti upp. Við undirbúning Laxárvirkj- unar var því miður farið öfugt að. Þar var undirbúin stór virkjun, sem orðið hefði til verulegra landsspjalla. Ingvar Gislason, alþingismaður, hef- ur gert þetta mál að umtalsefni á Alþingi, en þar benti hann á, að við athugun hefði komið I ljós, að virkjunarsérfræðingur Alþýðubandalagsins ætti upp- hafið að Laxárdeilunni. Alþýðu- bandalagsmaðurinn og verk- fræðingurinn, Sigurður Thor- oddsen, hefði gert áætlunina um Gljúfurversvirkjun, sem Laxár- stjórn hefði svo tekið tveim höndum. „Miklu veldur sá sem upphafinu veldur," stendur ein- hvers staðar, og þess vegna er ekki úr lausu lofti gripið hjá alþingismanninum að benda á það, hver fundið hefði upp það snjallræði að byggja stóru Gljúfurversvirkjunina. Það er svo mál út af fyrir sig, að málgagn kommúnista skuli í þessu máli beina spjótum sínutn að allt öðrum en upphafsmann- inum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.