Morgunblaðið - 21.02.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.02.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1971 Sigurður Ámunda- son — Minning HINN 8. þ. m. lézt í Landspítal anum Sigurður Ámundason, járnsmiður, á 82. aldursári. út- för hans var gerð frá Dómkirkj unni hinn 16. þ.m. — Vegna fjarveru átti ég þess ekki kost að fylgja honum síðcista spöl- inn, en vildi mega veita honum þá fylgd með þessum orðum, sem vel fer á að séu skráð í Morgunblaðið, sem nú er unnið á þeim stað, þar sem Sigurður hafði starfað um tuttugu ára skeið, í þeim húsakynnum, er áður stóðu þar. Sigurður fæddist að Rútsstöð um í Flóa __ 26. maí 1889, sonur hjónanna Ámunda Ámundason- ar og Sigríðar Guðmundsdóttur. Sigurður missti föður sinn ung ur og ólst upp með móður sinni og systkinum til fermingarald urs, en fór ÞA að Vorsabæjar- hjáleigu til Kristínar Magnús- dóttur, ekkju móðurbróður hans ívars Guðmundssonar. Grund völluðust þar hin nánu kynni þeirra frændanna, Sigurðar og Markúsar heitins ívarssonar. Með honum starfaði Sigurður síðan aftur í vélsmiðjunni Héðni frá fyrsta starfsári henn ar 1922, en hann var einn sex starfsmanna er hófu störf við fyrirtækið strax í upphafi, og raunar áður en það fór að taka við verkefnum, við undirbúning starfsaðstöðunnar. Við þetta fyr irtæki starfaði hann síðan alla ævi sína, þar til hann lagðist banaleguna um sl. áramót. Áð- ur hafði Sigurður um áratug starfað að smíðum og bygginga vinnu. — Mjög kært var með þeim frændum, Sigurði og Mark úsi, alla tíð. Sigurður var einn hinn traust asti hinna ágætu verkmanna og menningarmanna sveitanna aust anfjalls, er áttu svo ríkan þátt í að byggja upp Reykjavík á hinum afdrifaríkustu uppvaxt arárum hennar frá bæ til borg ar. Sigurður Ámundason var ó- venjulegu mannkostamaður, hóg vær og hjartahreinn, prúður og orðvar. Hann var glaðlyndur al vörumaður, fríður sýnum og bar hinn látlausa svip hins sanna höfðingsmanns. Það ræður trúlega enginn nema að litlu lífsláni sínu, en víst hafði Sigurður hinar ákjós anlegustu eigindir til þess að verða lánsmaður, og óhætt er að segja að hann hafi verið mik ill gæfumaður. Hjónaband hans og eftirlifandi konu hans, Unu Sigfúsdóttur, sem ættuð er vest an frá Breiðafirði, var svo gott sem ,á varð kosið, og þau hafa átt mikið bamalán, og ástríki og samheldni fjölskyldunnar til fyrirmyndar. Við brotthvarf Sigurðar verð ur eftir mynd hins vammlausa manns, sem skdað hefur dags- verki, sem ekki gleymist. Baldur Möller. Minning: Ragnar Stefánsson Fæddur 14. nóvember 1918 Dáinn 9. febrúar 1971 EFTIR langvarandi heilsuleysi er Ragnar Stefánsson horfinn okkur úr þessum heimi, en mun ávallt lifa í hjörtum okkar allra sem til hans þekktu. Fáa menn hef ég þekkt sem voru jafn heilsteyptir og hrein- skilnir í öllum sínum orðum og gerðum sem hann. Ég tel það lán á lífsleið minni að hafa feng ið að kynnast þér, Raggi minn og ótaldar eru þær ánægjustund ir sem við áttum saman á heim ilum okkar sem annars staðar, því þar sem þú varst fann mað ur alltaf yl og lífsþrótt streyma frá þér. Þessi fátæklegu orð mín eiga ekki að vera ævisaga þín, að- eins smá þakklætisvottur um minningu þína. Það má heita einkennileg til viljun að þú fórst ekki einn í þessa hinztu för þar sem hinn ágæti bróðir þinn Elias H. Stef ánsson var borinn til moldar ásamt þér. Votta ég eiginkonu Elíasar, Ingunni Bjarnadóttur og börn um, ásamt hinum ágætu systkin um ykkar beggja mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu ykkar beggja. Greta Marion Guðjohnsen. — Almanna- varnir Framh. af bls. 3 sagði, að e.t.v. þyrlfti einnig að athuga, hvernig haga ætti fyrstu hjálp við íbúa nýrra bong- arhverfa. Það gæti ávaMlt gerzt, að ný borgarhveirtfi einangruðust af einhverjum ástæðum. Það hefði einmitt átt sér stað á íyrra ári, er eitt borgarhverfi einangr- aðist vegna flóða í EMiðaánium. Ýmislegt hetfði þegar verið gert í þessum efnum. Slökkviliðið ætti að fá bækistöð í Árbæjar- hverfi og lögreglan hefði nú þegar fengið aðstöðu þa<r efra. Koma þyrfti fyrir nauðsynfleg- ustu tækjum, sem grípa þartf til í bráðustu neyð og þjálfa þyrfti íbúa þessara hverfa til aðstoðar í slíkum tilvibum Hsetta væri á því, að í slíkum nieyðartilivikum gætu úthverfin einangrazt þanmig, að ekki yrði unnt að veita maiuðsynlega læknisaðstoð. Því þyrfti almannavarnaniefnd að huigleiða lauisn á fllutninga- vandamálium við silik skiiyrði. Elskuleg móðir okkar, amma og tengdamóðir Mínerva Jósteinsdóttir er andaðist 15. febrúar sl. verður jarðsungiin þ. 23. febr. kl. 14 frá Dómkirkjunni. Eíín ,Tónasdóttir Margrét .Jónasdóttir Theódór Jónasson Hjördís Jónasdóttir Bryndís Jónasdóttir barnabörn og tengdabörn. Jarðarför föður míns Ebenezar Guðmundssonar frá Búðardal, fer fram frá Fossvogskii'kju þriðjudaginn 23. þ.m. kl. 10.30. Fyrir hönd ættinigja, Ingibjörg Ebenezersdóttir. Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, GUÐLAUGAR MAGNÚSDÓTTUR. Austurbrún 39. Karl Ó. Óskarsson, Magnús Karlsson, Jóhanna Ósk Karlsdóttir. t Þökkum öllum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÞORVALDAR J. EGILSONAR Sérstakar þakkir viljum við færa hjúkrunar-- og starfsfólki Hrafnistu. Erla Egilson, Skarphéðinn Loftsson, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Stefán Skarphéðinsson, Fanný Egilson, Högni Halldórsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, SIGURDAR SIGURÐSSONAR frá Kálfafelli, kennara. Auður Víðis Jónsdóttir, Sig. Haukur Sigurðsson, Halldóra Sigurðardóttir, Bergþóra Sigurðardóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Atfred Olsen. Erlend hjón óska eftir nýlegri íbúð með húsgögnum frá 1. júlí til 1. september. Tilboð, merkt: „Erlend hjón — 6699", sendist afgr. blaðsins. Pilfur og stúlka óskast til afgreiðslustarfa í kjörbúð í Austurborginni. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist blaðinu, merkt: ,,B. 15 — 6875'. Kjarvalsmálverk Málverk eftir Jóhannes S. Kjarval óskast til kaups. Alfreð Guðmundsson, sími 10670. Lagermaður Heildverzlun með málmiðnaðarvörur óskar eftir að ráða mann til afgreiðslustarfa, sem fyrst. Járniðnaðar- eða vélstjóramenntun æskileg. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist blaðinu fyrir 26. þ. m., merktar: „Málmiðnaður — 6877". Carðhreppingar Félagsmálaráð Garðahrepps hefur ákveðið að gangast fyrir könnun á þörf fyrir leikskóla í sveitarfélaginu. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á að koma börnum í leik- skólann, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það til skrif- stofu Garðahrepps (Guðfinnu Snæbjörnsdóttur), símar: 42678 og 42698, hið fyrsta. Félagsmálaráð Garðahrepps. HÁDEGISVERÐ ARFUNDUR verður haldinn þriðjudaginn 23. febr. kl. 12 i Þjóðlei'khúskjallaranum. Ræðumaður verður hr. forstjóri Óttarr Möller Ræðuefni: SAMGÖNGUMÁL fJUNIOR CHAMBER I REYKJAVÍK Sprengidagssaltkjöt Bjóðum eitt bezta saltkjöt borgar- innar. Úrvals lambasaltkjöt, 137 kr. kg. Saltað folaldakjöt, 130 kr. kg. Saltað flesk, 224 kr. kg. Reykt flesk, beinlaust, 255 kr. kg. Úrvals gulrófur, 27 kr. kg. Gular baunir, 23,70 pakkinn. Komið tímanlega á morgun, mánu- dag og fáið ykkar uppáhaldsbita. 6EZI að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.