Morgunblaðið - 23.02.1971, Side 16

Morgunblaðið - 23.02.1971, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1971 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráó Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. FRUMVARP AÐ HÖFUNDALÖGUM Ðíkisstjómin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til höfundalaga. Að stofni til er þetta frumvarp svipaðs efnis og frumvarp, serh lagt var fram á Alþingi 1962— 1963 en hlaut þá ekki af- greiðslu. Á sl. ári var það fmmvarp tekið til endurskoð- unar og hefur nú verið lagt fyrir þingið í breyttri mynd. Hafa hinir færustu sérfræð- ingar á sviði höfundaréttar og lögvísinda unnið að gerð frumvarpsins. Það er vissulega fagnaðar- efni, að frumvarp til nýrra höfundalaga er nú komið fram á Alþingi. Núgildandi lög eru frá árinu 1905 og gef- ur auga leið, að á þeim tíma, sem liðinn er hafa miklar breytingar orðið á höfunda- réttinum og ekki vansalaust fyrir okkur íslendinga að búa við úrelt lög að þessu leyti. Er þess að vænta, að Alþingi afgreiði þetta frumvarp á því þingi, sem nú stendur yfir. Stjórn Rithöfundasambands íslands hefur gert ályktun um þetta mál og fagnað því, að frumvarpið er fram komið. í ályktuninni segir m.a.: „Vakin er sérstaklega athygli á því, að núgildandi höfunda- lög eru að stofni til frá árinu 1905 og eru því fyrir löngu orðin úrelt og veita höfund- um ekki þá réttarvernd, sem lágmarkskröfur eru gerðar um meðal menningarþjóða í dag. Stjómin telur vansæm- andi fyrir höfunda og þjóð- ina í heild að búa við af- gamla höfundalöggjöf, sem jafnvel vanþróuðustu þjóðir í menningarefnum mundu fyrirverða sig fyrir. Höf- undalög hverrar þjóðar eru mælikvarði á menningarstig hennar og virðingu fyrir and- legum verðmætum og mann- réttindum. Bókin er helgasti dómur íslands og skyldur við hana eiga að sitja í fyr- irrúmi á Alþingi íslendinga“. Greinikgt er af þessari ályktun stjómar Rithöfunda- sambandsins, að rithöfundar telja það mikilsvert, að fmm- varpið nái fram að ganga. Enda er það svo, að í fmm- varpinu felst aukin réttar- vernd fyrir listamenn, bæði þá sem listaverkin skapa og hina, sem þau flytja eða túlka. Er þess að vænta, að fmmvarpið til höfundalaga nái fram að ganga á því þingi, sem nú situr. Umhverfi fiskvinnslustöðva Camband íslenzkra sveitar- félaga gekkst fyrir ráð- stefnu um umhverfisvernd fyrir nokkrum dögum og var þar m.a. fjallað um umhverfi fiskvinnslustöðva á landinu og lagfæringar á því. Á ráð- stefnu þessari komu fram mjög fróðlegar upplýsingar um þessi efni, sem sýna, að á næstu missemm verður að leggja höfuðáherzlu á að fegra umhverfi fiskvinnslu- stöðva og bæta hreinlæti í sambandi vif rekstur þeirra. Eins og kunnugt er, má bú- ast við, að Bandaríkj aþing muni innan tíðar samþykkja ný lög, sem gera stórauknar kröfur um allt er hreinlæti viðvíkur til þeirra er fram- leiða fiskafurðir fyrir Banda- ríkjamarkað. Sú löggjöf hlýt- ur að knýja mjög á um það, að þessum málum verði kom ið í lag hér á landi. í erindi, sem dr. Þórður Þorbjarnarson flutti á ráð- stefnunni sagði hann m.a. um hinar auknu bandarísku kröfur: „Tilgangurinn með þeim verður sá að fyrir- byggja, að fiskinum stafi mengunarhætta af umhverf- inu. Til þess að þetta megi verða, munu þeir gera þá kröfu, að vegir í nágrenni frystihúsa séu þannig frá gengnir, að ekki þyrlist upp frá þeim mikið ryk í þurrka- tíð. Sama gildir um gang- stíga, akbrautir og athafna- svæði á loðum þeirra. Þeir munu einnig gera þá kröfu um sömu svæði, að þar mynd- ist ekki aur í rigningatíð, sízt af öllu má hann vera svo mikill, að maður vaði aur- elginn í skóvarp. Þá tel ég, að þeir muni gera þá kröfu, að nágrenni fiskvinnslu- stöðva verði vel framræst, svo að ekki verði þar uppi- stöður eða pollar með fúlu vatni. Loks munu þeir gera þá kröfu, að skólpleiðslur frá fiskvinnslustöðvunum séu rétt hannaðar og tæmist annað hvort í rotþró eða út- rennsli þeirra sé fyrir neð- an stórstraumsfjöruborð. Hvað umgengni snertir munu þeir gera þá kröfu, að um- hverfinu verði haldið hreinu. Þar verði ekki látið safnast fyrir rusl eða fiskúrgangur og ekki verði geymd á lóð- unum aflóga tæki, umbúðir og annað slíkt, sem getur orðið gróðrr rstía fyrir mein- dýr og skordýr. Þar sem fisk- vinnslustöðvar standa á sjáv- SJÓNARMIÐ EFTIR ELLERT B. SCHRAM Hugtakarugli'ng'ur og afstæður skiln- ingur á heppileguim oröatiltækj um I pólitískri fylgisleit er gamalkunnur hér sem annars staðar. Sem dæmi má nefna, að mismunandi skilnimgur er lagður í orðið lýðræði, eftir því, hvort það er notað fyrir austan jámtjald eða vestan. Þjóðernissinnar á Islandi eru, á máli kommúmista, þeir einir, sem eru á móti NATO, og sjálfstæði er, að mati Þj óð- viljans, misbrúkað orð, nánast sauða- gæra vondra íhaldsmanna. Stjórnarand- atæðingar hafa ástundað þann áróður nú um nokkurt skeið, að hafna skuli nú- verandi rikisstjóm, til að taka megi upp svokafflaða „þjóðlega" umbótastefnu, hvað sem það nú annars er. Ut frá sams konar hugsanagangi hafa skriffinnar Þjóðviljans fyllzt heilagri vandlætingu, vegna þess að menn hafa leyft sér að nota orðið róttækni um annað en byitángarsinnaða vinstri hreyf- ingu. Af því tilefni, að undirritaður hef- ur nýlega flutt smátölu um „róttæka sjálfstæðisstefnu", segir í Þjóðviljanum 20. febr. sl.: „Nú hafa íslenzkir ihaldsmenn mis- þyrmt svo orðinu „sjálfstæði“ um fjöru- tíu ára skeið, að það er illbrúklegt orðið nema með aukaskýringum. Og það er ekki nóg með að þeir kalli gönuhlaup sín á eftir duttliungum bandarískrar hermaskínu „sjálfstæðisstefnu". Ofan á bætist að þeir vi'lja kaflla hana rót- tæka!“ Og síðar segir: „En ef betur er að gáð, er slík þróun i málnothun í senn tiím- anna tákn og um leið enn eitt dæmi um þefvísi islenzkra hægrimanna á ýmis- legar lýðskrums- og auglýsingabrellur frá Bandaríkjunum.“ 1 framhaldi af þessum ályktunum er síðan Johnson og Nixon veslingunum kennt um allt saman, og eiga þeir sér þó einskis iffls von frá slíku kærleiks- heimili. Nú er það svo, að ólíM'egt verður að teljast að einu sinni Alþýðubandalagið á íslandi, sá virðulegi borgaraflokkur, fengi inngöngu í hóp róttækra, að mati lærisveina Marx gamla, og ekki man ég betur en Æskulýðsíylkingin hafi útnefnt Ragnar Arnalds sem forstokkaðan íhalds mann. Jafnvel „frjálslyndi" er löngu út- dautt slagorð og ekki mikið fint hjá Hannibal. Það dó út á tímum helvítis og kóngavalds, einhvem tíma um síðustu aldamót, samkvæmt formúlu Þjóðvilj- ans. Af öllu þessu má sjá, að það er vand- lifað í hinu „pólitíska bridsi“ þegar eng- inn notar sama sagnakerfi, ég tala nú ekki um þegar allir svíkja lit. Ef marka má málatdlbúnað vinstri manna og þeirra gömlu bamatrú, þá mun undirritaður vera fulltrúi þeirra ó- gæfumanna, sem vinna að þvi öllum ár- um, að selja landið, handbendi erlendra auðhringa. Stefna Sjálfstæðisflokksins er svi’k við sjálfstæði landsins, óþjóðleg landráðastefna. Þeir einir eru almienni- legir ísilendingar, sem fylkja sér um Al- þýðubandalagið. ★ Svona nokkrum máliflutnin/gi verður maður að hafa gaman af. Hann er ekki hægt að taka aivarlega og satt að segja of bihegur til að hann sé svaraverður. Þó er ómaksins vert að draga hann fram, til að átta sig á misnotfcun ef ekki mis- þyrmingu á ís'lenzku máli, vanvirðingu á pólitískri umræðu og sannleikskornun- um á sdðum Þjóðviljans. Hitt er verra í röksemdafærslunni, að stefna Sjátfstæðisflofcksins, sjálf- stæðisstefnan, var til orðin allnokkuð löngu áður en Nixon og jafnvel Johnson komust til valda og gæti Þjóðviljinn þess vegna haldið þvi fram að banda- rískar auglýsingabrelilur ættu sér upp- tök hjá hugvi'tsmönnunum, sem stofn- uðu Sjálfstæðisfl'okkinn hér uppi á Fróni. Sú stefna sitendur fylli'lega undir nafni, hvort sem vinstri mönnum likar betur eða ver. Hún hefur sjálfstæði einstaklingsins að grundvallarhugsun og sívakandi baráttumáli. Við látum sög- una dæma um árangurinn hirngað til, en hitt er ljóst, að sú barátta tekur aldrei enda og því horfa fylgismenn hennar fram á við, í leit að nýjum viðfawgsefn- um og verkefnum fyrir sjálfstæði þjóð- ar og einstafclings. ★ Að því leyti eru hugsjóndr sjálfstæðis- stefnunnar róttækar, djarfar, að þær forpokast ekki í úreltum kennisetning- um, ekki í áróðri einangrunarsinna um vonda menn í útlöndum, ekki i vantrú á framitaki einstaklinga og félaga þeirra. Sjálfstæðisfdokkurinn trúir á breytingar án býitingar, vi'lil umbætur I nafni mannhelginnar; sjálfstæðisstefnan er vopn okkar í nýrri sókn gegn rikis- forsjá og múgmenningu. Framkvæmd stefnu, sem hafnar yfir- þyrmandi opinberum afskiptum, lausn- arorði sósíalismans, er vottur um stjóm- málastefnu, sem áformar endumýjun og framfarir; sem berst fyrir velferð ein- stakiingsins í frjálsu þjóðfélagi. Mín vegna miega andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins endalaust velta fyrir sér nýrri merkingu á einföldum orðum; imynda sér voðalega íhaldsgrýliu til að berjast við. Ég skaíl ekki svipta þá þeirri einlægu barnatrú að Nixon stjórni Sjálfstæðis- flokknum, en ég vona að það verði ekki mitt hlutskipti að sitja með slikum mönnum við heygarðshorn svo staðn- aðra flokkadrátta, sem þessi greinar- stúfur gaf tilefni til. Fundur um skýrslutækni SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ís- lands heldur á þriðjudag kl. 13,15 fund í Norræna húsinu. Á fundinum munu allmargir ræðu menn, innlendir og erlendir ræða um inntaks og úttakstækni og nýjungar í vélum og tækni. Fundarstjóri á fundinum verð- ur Höskuldur Ólafsson, banka- stjóri, en Hjörleifur Hjörleifs- son, fjármálafulltrúi setur fund inn. Á fundinum flytja þessir menn erindi: Jón Zophoniasson um hugleiðingar um gagnasöfnun og véltöku upplýsinga; Bard Hear- land, Univac, Philadelphia um fjarskiptavinnslu; dr. Oddur Benediktsson, kerfisfræðingur um fjarvinnslu; Jón Vignir Karlsson, deildarstjóri um vél tæk frumgögn, segulskrift o.fl. Þá flytur Jan Jinert, försaljn ingschef erindi, er hann nefnir Addos philosopy bakom h&lrems teknikkens utnyttjande; Jóhann Gunnarsson, deildarstjóri talar um IBM 370 rafreiknikerfið; Gunnar Hanson, kerfisfræðingur um IBM system/3. Kvikmynd; Ragnar Borg, forstjóri, um inn taksvélar Olivetti; Áki Jónsson forstöðumaður um Burroughs L- vélar; Steve Rastrick, kerfis- fræðingur um tengimöguleika Burroughs L-véla; Helgi Guð- mundsson, bókhaldsvélasérfræð- ingur um inntaksvélar Kinsley og loks verða umræður. arbakka, munu þeir gera þá kröfu að fjorum og sjávar- bökkum verði haldið hrein- um.“ Á ráðstefnunni kom fram, að nauðsynlegar lagfæringar mundu kosta 5% milljón kr. í Ólafsvík, 7 milljónir kr. á ísafirði og 60 milljónir kr. í Vestmannaeyjum. Af þessum tölum má sjá, að yfir land- ið allt verður hér um miklar fjárhæðir að ræða. Þess vegna er nauðsynlegt að hefj- as't sem fyrst handa, þannig að kostnaðurinn dreifist á lengri tír.ia. En hvað sem samþykktum á Bandaríkja- þingi líður, munu flestir sam- mála um, að slíkar umbætur eru nauðsynlegar hjá þjóð, sem vill vera í fremstu röð matvælaframleiðenda heims- ins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.