Morgunblaðið - 23.02.1971, Page 28
t« / i
1L
' fc-i''
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1971
BLÓÐ-
TURNINN
. . 20 . .
gjörlega óarðbært skóglendi og
svæðið, sem kallað er móinn,
þar sem þessi skripaturn stend-
ur.
— Vitanlega hafið þið sjálfir
komið á staðinn og séð, hvernig
hann hefur verið látinn drabb
ast algjörlega niður. En það er
ekki þar með upptalið. Bújörð-
in var veðsett fyTÍr löngu og
það sem Chudley greiðir í leigu,
rétt stendur undir láninu. Svo
fyrir eitthvað fimmtán árum út
vegaði ég Símoni gamla veðlán
NEÐRI-BÆR
SÍÐUMÚLA 34 - SÍMI 83150.
RESTAURANT . GRILL-ROOM
Sallkjöt oy
baunir á
Sprengidaginn
..* * ^ &
út á húsið með tilheyrandi. Sið
an hefur hann hvað eftir annað
beðið mig að veðsetja fyrir sig
afganginn af eigninni, en það
hef ég ekki getað gert, af þeirri
einföldu ástæðu, að þetta er
einskis virði og til allra hluta
ónothæft. Ég er alveg sannfærð
ur um, að væri öll eignin seld
núna, mundi það ekki gefa af
sér nægilegt til að losa veð
böndin, sem þegar eru fyrir
hendi.
— Svo að væntanlegur eringi
getur þá ekki vænt sér neins?
sagði Appleyard.
— Nei, alls ekki neins, sagði
Templecombe. — Ekki einu
sinni túskildings tekna. Saga
þessarar ættar er að mörgu
leyti sérkennileg, en eins og á
stendur, hafið þér víst engan
áhuga á henni?
— Öðru nær, okkur væri
einmitt mikil forvitni á að kynn
ast henni, sagði Jimmy. — Mér
skilst, að ættfaðirinn hafi verið
Thaddeus nokkur Clapthorne,
sem dó 1782, sjötiu og sjö ára
gamall.
Lögfræðingurinn leit vin-
gjarnlega á hann. — Þetta er
alveg rétt hjá yður, fulltrúi,
sagði hann. — Þér munið finna
leiði Thaddeusar i kirkjugarð-
inum hérna, ef þér nennið að
leita að því. En um fyrri ævi
hans er lítið vitað. Hann var
eitthvað um fertugt þegar hann
kom hingað, og virtist talsvert
vel efnaður. Það gengu ýmsar
sögur um uppruna hans, um
þær mundir. Hann var sagður
hafa verið lengi i Austurlönd-
um og græðzt þar fé með vafa-
sömum hætti. Þessu var trúað
af aimenningi á átjándu öldinni
og jafnvel lengur. Ennfremur
var sagt, að hann hefði heitið
eitthvað allt annað, en tekið sér
Glapthornenafnið eftir þorpinu,
þar sem hann var fæddur. Vit
anlega er óhugsandi að sanna
eða ósanna þessar sögur héðan
af, enda hafa þær enga þýðingu
lengur.
— Það fyrsta, sem hann gerði,
að því er sagan hermir, var að
kaupa Farningcote-eignina, sem
á þeim tíma náði yfir alla nú-
verandi landareign. Á landinu,
sem heyrði undir þetta býli, var
rúst af Ágústínaklaustri, sem
hafði verið yfirgefið síðan
klaustur voru afnumin. 1 þá daga
voru fornminjar ekki varðveittar
eins og nú er gert og enginn
bannaði Thaddeusi að nota
grjótið úr klausturrústunum i
nýja húsið sitt, sem nú er þekkt
undir nafninu Famingcote-
klaustrið.
— En byggingastarfsemi hans
Allar tegundir I útvarpstæki, vasaljós og leik-
föng alltaf fyrirliggjandi.
Aðeins í heildsölu til verzlana.
Fljót afgreiðsia.
HNITBERG HF.
Öldugötu 15, Rvik. — Sími 2 28 12.
£ LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER -
LITAVER oc
Ul
m
70
rn
70
GRfNStóVfa 22 - M
»30280 326
UTAVER
SKYNDISALA
0£
Ul
m
70
m
to
70
I
70
I
m
70
HJA LITAVERI ER ENGIN VENJULEG SKYNDISALA, VEGNA
ÞESS AD VIÐ ERUM EKKI AÐ BJÓÐA ÞÉR NEINAR AFGANGS-
LAGER-EFTIRSTÖÐVAR, VIÐ BJÓÐUM 15 TEGUNDIR AF
TEPPUM, SEM ERU í 15 MISMUNANDI VERÐFLOKKUM, EN
VTÐ VILJUM TAKA ÞÁTT í ÞVÍ AÐ
byggja — breyta — bœta heimili þitt cg gera það
fallegt og heimilislegt, þess vegna bjóðum við þér
10°Jo afslátt af því verði, sem við seljum
teppin okkar en það verð er hvergi lcegra
Líttu við í Litaveri
Það hefur ávallt borgað sig
oc
Ul
oc
Ul
<
I
0£
oc
Ul
<
1»
— N“i. mamma, þú hefur gleymt að pabbi er kominn á nætur-
vakt í vinnunni.
var ekki þar með lokið. 1 þá
daga var það tízka með landeig-
endum, sem áttu minna af viti
en peningum að reisa þessa til
gangslausu turna, sem minnis-
varða yfir eigin hégómagirnd.
En þegar Thaddeus dó, brá
erfingja hans heldur illa við, er
hann uppgötvaði, að arfurinn
býsna miklu minni en hann hafði
vænzt. En líklega var sannleik-
urinn sá, að gamli maðurinn
hafði að mestu lifað á eignum
sínum, sem voru þegar orðnar
skertar við öll þessi landakaup
og byggingarstarfsemi. Og síðan
hefur efnahag ættarinnar hrak-
að, stig af stigi. Hjátrúarfullt
fólk segir, að bölvun fylgi
mönnum, sem eignast land, sem
áður tilheyrði kirkjunni. Hvað
Glapthorneættina snertir, þá
virðist bölvunin i því fólgin, að
enginn af ættinni hefur nokk-
um tíma getað gert ærlegt hand-
tak. Ég held mér sé óhætt að
fullyrða, að Benjamin bróðir Cal
ebs, er sá eini, sem hefur farið í
nokkurt starf og hangið við það.
— Tökum til dæmis Cal-
eb. Það eru engar ýkjur að
segja, að hann hafi aldrei unn-
ið þarft verk, aila sína hunds-
tíð. Og samt lá það hverjum
heilskyggnum manni í augum
uppi, um þær mundir sem Caleb
fæddist, að Glapthornarnir
gátu ekki haldið áfram að lifa
eins og höfðinigjar og auðniuleys-
ingjar. Oftar en einu sinni kom
faðir minn að máli við
Símon og benti honum á nauð-
syn þess, að Caleb lærði eitt-
hvað til þess að geta unnið fyr-
ir sér. En það vildi Símon ekki
hlusta á. Hann hélt þvi fram,
að skylda elzta sonarins væri
að vera heima og sjá um ættar-
óðaiið. Hann trúði því statt og
stöðugt, að eitthvert krafta-
verk mundi gerast og rétta við
hag ættarinnar.
— Færði hann nokkur rök
fyrir þessari trú sinni? spurði
Jimmy.
Templecombe barði hnefanum
í borðið, sárgramur. — Rök,
æpti hann. — Ég mana yður til
að nefna nokkur rök, fjarstæð-
ari almennri skynsemi. Hann
vitnaði — eins og oftar þegar
ég hef neyðzt til að benda hon-
um á hið ótæka fjárhagsástand
hans — sem sagt í þessi orð, sem
Thaddeus lét letra á turninn
sinn: „Meðan þessi turn stend-
ur skal Glapthorneættin búa í
Farningcote." Getið þér hugsað
yður nokkuð vitlausara en
leggja trúnað á tvö hundr-
uð ára gamalt grobb?
— í gær þegar ég ætlaði að
fara að samhryggjast honum
með sonarmissinn, sagði hann
LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER 3
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Óþarft er að búast við nokkru frumkvæði frá öðrum. Kipptu
einkamálunum í lag hið snarasta.
Nautið, 20. apríi — 20. maí.
Einhver óreiða er á fjálmálunum þessa dagana, mest fyrir þinn
eigin klaufaskap.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Nú væri ráð aö gera gangskör að því að stokka spilin npp á
nýtt og ákvcða, hverra breytinga væri þörf.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Sjálfsagt að taka lífinu með ró. Reyndu að hafa hemil á gremju
þinni í garð náins ættingja.
I.jónlð, 23. júli — 22. ágúst.
Reyndu að taka atburðina eins og þeir koma fyrir.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Einhver þér skyidur leitar ráða hjá þér í dag. Veittu þau eftir
beztu getu.
Vogin, 23. september — 22. októner.
Þú hcfur gcrt of miklar kröfur um að þér verði sýnd hrein-
skilni og einlægni. Gerðu þér ljósar takmarkanir náungans.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Heit þau, sem gefin eru f dag eru fremur táknræn og ekki alltaf
í alvöru sögð.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Um að gera að slaka ekki á. Umfram allt skaltu halda til streitu
því sem þú crt þegar byrjaður á.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þú hefur unnið ágæt skipulagsstörf upp á síðkastið og erfiðið
ætti að bera ávöxt von bráðar.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Fólk er þrasgjarnt og áleitið i dag. Þú ættir að taka þvi öliu
mcð stóiskri ró.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Heilsufarið hcfur ekki verið upp á það be/.ta og skaltu fara
að öllu með gát.