Morgunblaðið - 27.02.1971, Síða 11

Morgunblaðið - 27.02.1971, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1971 Ólafur Gíslason stór- kaupmaður - Minning Fæddur 19. ágúst 1888 Dáinn 21. febrúar 1971 ólafur tengdafaðir mtnn er látinn. Með homrni er genginn merkur maður og gegn. Manndómur hans, drenglund og heiðarleikur brást aldrei. Fáa giftu getur meiri, en að kynnast slíkum mönnum, njóta trygglyndis þeirra, góðvilja og vinarþels. Slíkir menn hljóta ávallt og ævinlega að hafa mannbæt- andi áhrif á samtíð sína, á alla, sem kynnast þeim, alla, sem með einum eða öðrum hætti njóta þeirra og samvista við þá. „Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir." Af hjartans þökk þakka ég Ólafi Gíslasyni allt, sem hann var mér og mínum. Minningin, sem við eigum um hann, verður okkur leiðarljós. Gunnar Gíslason. 1 dag kveður verzlunarstéttin einn af sínum traustustu og virt- ustu fulltrúum, er Ólafur A. Gíslason, stórkaupmaður verður til moldar borinn. Ólafur helgaði svo að segja alla sína löngu ævi verzlunar- málum lands síns frá þvl hann hóf verzlunarstörf hjá Lefoliis á á æskustöðvum sínum Eyrar- bakka, um fermingu árið 1902 og allt til hinztu stundar. Tæp 70 ár eru langur tími á þessari öld hinna miklu og öru breytinga. Ólafur var sá gæfu- maður að fá að fylgjast með og stuðla að þeirri gjörbyltingu í verzíun íslendinga sem átt hef- ur sér stað á þessu tímabili, allt frá þvl hún var svo að segja öll í höndum útlend'inga og þar til Islendingar voru að fullu búnir að heimta aHa verzl- un í eigin hendur og margfalda hana, auka verzlunarfrelsið, stofna eigin skipafélög, flug- félög, Verzlunarskóla Islands o.fl. o.fl. Ekki er svo að skilja að Ólafur hafi eingöngu verið áhorfandi og njótandi þessara gleðilegu þjóðþrifa breytinga, heldur var hann beinn hvata- maður þeirra, oft brautryðjandi og ævarandi forsvarsmaður alls þess stóra hóps sem kýs að vinna að heUl samborgaranna í kyrrþey og telur farsæl málalok ærna umbun en krefst ekki að sviðsljósum sé að sér beint. Ólafur A. Gíslason var einn af stofnendum Félags íslenzkra stórkaupmanna árið 1928, I skóla nefnd Verzlunarskóla Islands frá 1938. 1 stjóm Félags isi. stórkaupmanna árin 1945-1949. Fulltrúi þess félags i stjórn Verzlunarráðs Islands 1946- 1949. Fjölmörgum öðrum trúnað- arstörfum í þágu verzlunar gegndi hann. Fyrir störf sín í þágu verdunar- og félagsmála gerðu íslenzkir stórkaupmenn Óláf A. Gíslason að heiðursfé- laga Félags ísl. stórkaupmanna árið 1967. Árið 1923 stofnaði Ólafur Gíslason, ásamt Einari heitnum Péturssyni, fyrirtækið Ólafur Gíslason & Co. og stuðlaði að framgangi þess tU dauðadags. Einar Pétursson var hetja allra Islendinga er hann 12. júní 1913 sigldi undir íslenzkum fána gegn erlendu banni. Oft hefir islenzk verzlun mætt andstreymi innan lands sem ut- an, af skilningsleysi og enn eru þeir allt of margir, sem raun- verulega óska þess að verzlun- in megi ekki losna úr viðjum hafta. Það hefir verið lán islenzkrar verzlunarstéttar að hún hef- ir jafnan haft glæsilegum fána- beítxih á að skipa, en nú eru þeir einum færri við andlát Ólafs A. Gíslasonar, stórkaupmanns. Kveðja frá Félagi ísl. stórkaupmanna. f DAG verður til moldair boriinn frá dómkirkjurmi í Reykjavík, Ókufúr Á. Gíslason, stórkaup- maður. MSeð fáum kveðj uiorðum, vilj- um við þaikka fyrir þau ár sem við urðum þess aðnjótandi að starfa með og undir stjórn hans í fyrirtækinu Ólafur Gíslason & Co h.f., sem hann stofnaði 1923 og stjórnaði til dauðadags. Hann var stórbrotinn persónuleiki, sem hafði ávaUt heiðarleika og mannkærleika að leiðarljósi og ávann með þvi, sér og fyrirtæk- inu trausts og virðingar hvar- vetna. Sem stjómandi sýndi hann starfsfólki sínu tíllitssemi og þakklæti fyrir það sem vel var gert, en reyndist ávaHt heH- steyptur, þegar tíl hans var leit- að í vanda. Fyrirtækinu og starfs fólki þess er þvi mikiU missir við fráfall hans. Það er þvi með miklum söknuði, sem við minn umst og kveðjum Ólaf og þökk- um traust það, sem hann ávallt sýndi okkur, ekki hvað sizt núna síðasta árið, sem meðeigendum hans í fyrirtækinu. Hvatningar- orð hans og það sem við höfum numið af honum mun ávaHt verða okkur styrkur og dýrmætt vegamesti. Fyrir hönd starfsfólksins vott um við eftirlifandi konu hans, Margréti Magnúsdóttur og öðr- um vandamönnum dýpstu sam- úð. Sigurður G. Sigurðsson. Richard Hannesson. Til sölu Willys árgerð ’64, lítið keyrður og mjög vel útlitandi. Til sýnis laugardag og sunnudag að Gnoðarvogi 84. Stefnumót vid vorid VORFERD M.S. GULLFOSS EIMSKIP Allar nánari upplýsingar veitlr FARÞEGADEILD EIMSKIPS Sfmi 21460 Notið fegursta tfma irsins til að ferðast. Skoðunar- og skemmtifeiðir f hverri viðkomuhðfn. Verð farmiða frá kr. 17.400,00. Fæði og þjónustugjald innifalið. Frá Reykjavfk ..................... 10. mal Til Osió .......................... 13. mal Frá Osló .......................... 15. maí Til Kaupmannaliafnar ............ 16. mal Frá Kaupmannahðfn ................. 18. maf Til Hamborgar ..................... 19. mal Frá Hamborg ...................... 20. ma( Til Amsterdam .................... 21. mal Ftá Amsterdam ..................... 22. mat Til Lcith ......................... 24. mal Frá I.eith ....................... 24. maf Til Reykjavfkur ............ 27. maí Bókhaldsvél Sænsk ADDO, 2 samlagningarvélar, önnur með Grand Total til sölu strax. Til sýnis að Laugavegi 103 í Skóbúðinni. Hornsófasett Seljum næstu daga gfæstleg og ódýr HORNSÓFASETT úr EIK. TEAK og PALISANDER. Úrval áklæða. HORNSÓFASETTIN eru líka fáanleg í hvaða stærð sem er, eins og bezt hentar í stofur yðar. TRÉTÆKNI, Súðarvogi 28, 3. hæð, sími 85770. Tilboð óskast í jeppa og nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensás- vegi 9 miðvikudaginn 3. marz kl. 12—3.00. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5.00. Sölunefnd varnarliðseigna. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins m§mm Þeim einstaklingum, sem hyggjast nú sækja um lán frá Hús- næðismálastofnuninni til kaupa á eldri íbúðum, er hér með bent á, að slíkar umsóknir þurfa að berast stofnuninni með öllum tilskildum gögnum fyrir 1. apríl n.k. síðari eindagi á þessu ári vegna sömu lána er 1. okt. n.k. Heimild til lána þessara er bundin við íbúðir, sem keyptar eru eftir 12. maí 1970 og skal umsókn berast eigi síðar en 12 mánuðum eftir að kaupunum hefur verið þinglýst. Umsóknareyðublöð eru afhent í stofnuninni og á skrifstof- um bæjar- og sveitarfélaga. HLISNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453 Brauðhúsið BRAUÐHÚS — STEIKHÚS Laugavegi 126 við Hlemmtorg. Veizlubrauð nautafilet Kaffisnittur roastbeef coctailsnittur enskt buff brauðtertur svínakótelettur heitar og kaldar lambakótelettur samlokur hamborgarar síldarréttir fish and chips smáréttir ekta franskar kartöfkir köld veizluborð súpur grilleraðir kjúklingar Einnig 6dýr og góður hádegisverður daglena. Kaffi, öl, gosdrykkir, heimabakaðar kökur, heitar pylsur. ís O. m. fl. Takið með yður heim eða við sendum. Fljót og góð afgreiðsla. Opið frá kl. 7—11,30 sími 24631.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.